2 - 4 mánaða

Mikilvægt vaxtartímabil

Kettlingurinn áttar sig á stöðu sinni í heiminum og hann þroskar með sér hegðun sem einkennir hann alla ævi.

Heilsufar

Frá um það bil 8 vikna aldri er kettlingurinn þinn á besta aldri til að hefja grunnbólusetningar en svo er farið í aukasprautur þremur til fimm vikum síðar. Þetta skiptir miklu máli til að tryggja að hver kettlingur hafi þá vörn sem nauðsynleg er fyrir fullorðinsaldurinn. Hafðu samband við dýralækninn þinn til að ganga úr skugga um að bólusetningaráætlun sé fyrir hendi.

Næring

Hann getur enn ekki melt öll næringarefni svo það er brýnt að hann fái sérsniðið kettlingafóður á þessum aldri. Þá fær hann örugglega þau næringarefni og þá orku sem hann þarf á þessu mikilvæga þroskaskeiði.

Hegðun

Á þessum aldri mótast hegðun kettlingsins einna mest af öðrum, þar með töldum systkinunum, öðrum gæludýrum og mannfólki. Hann byrjar líka að átta sig á hvar hann er í virðingarröðinni á heimilinu og getur byrjað að sýna ríkjandi framkomu eða undirgefni, eftir því hver reynsla hans er og hvernig þjálfun hefur verið háttað.

Þroski

Á þessum tíma styrkjast tengslin við manninn. Það skiptir því miklu máli að kettlingurinn fái stöðuga alúð og umhyggju.

Umhverfi

Þegar kettlingarnir eru 12 vikna eða þar um bil er óhætt að taka þá frá læðunni og flytja þá á framtíðarheimilið. Gakktu úr skugga um að heimilið sé öruggt áður en kettlingurinn kemur heim til þín. Það þarf til dæmis að hylja snúrur og innstungur, sjá til þess að gluggar séu lokaðir og svalahurð sömuleiðis. Ef tröppur eru á heimilinu þarf að tryggja að kettlingurinn detti ekki niður og einnig þarf að fjarlægja alla oddhvassa hluti og smáhluti.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
4-8 vikna

Vaninn á fasta fæðu

Kettlingurinn þroskast hratt líkamlega og hann byrjar að borða fasta fæðu. Á þessum tíma lærir hann mest af læðunni og systkinum sínum.
4 mánaða og eldri

Fullum vexti náð

Kettlingurinn verður smám saman líkamlega fullvaxta og fullorðinsárin eru á næsta leiti.