Dachsund-puppy-start-of-life-emblematic

Heilsan er viðkvæm

Á hvolpaskeiðinu eiga sér stað gríðarlegar breytingar á líkama og hegðun. Næring sem er sérsniðin að sérstökum þroskaþörfum hvolpanna getur hjálpað þeim að vaxa úr því að vera viðkvæmir litlir hvolpar í sterka, heilbrigða hunda.

Hvolpalíf - Ótrúlegar breytingar

Hvolpurinn þinn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar á fyrstu mánuðunum. Royal Canin fóðrið er sérsniðið að þörfum hvolpa á þessu mikilvæga aldursskeiði.
1
2
3
4

1.Senses

A puppy’s eyes stay shut until the end of the second week. Their hearing isn’t fully developed until they are eight weeks old. When mature a dog can hear frequencies up to two and a half times higher than human ears.

2.Immunity and defence

In their first six months their immature immune system must help protect them from millions of germs.

3.Healthy bones

In the first year of life your puppy's bones must grow to become four times stronger than concrete.

4.Extraordinary growth

A puppy normally gains 5-10% of its body weight every day for the first two weeks.

Sérsniðin næring fyrir hvolpa

ROYAL CANIN® Puppy er sérsniðið mataræði sem inniheldur réttu vítamínin og steinefnin til að styðja við heilbrigðan þroska hvolpa.

Hvolpalíf

Hvolpatímabilið er ákaflega gefandi tími en hann er líka krefjandi. Bæði þú og hvolpurinn lærið mjög mikið á þessum tíma. Upplýsingarnar og ráðleggingarnar á næstu síðum eru frá dýralæknum Royal Canin, næringarfræðingum og samstarfsaðilum um allan heim. Þær ættu að nýtast þér svo þú getir átt farsælt líf með hvolpinum þínum.

Að búa sig undir komu hvolpsins

Þegar hvolpurinn kemur inn á heimilið í fyrsta skipti verða miklar breytingar í lífi ykkar beggja. Þú getur auðveldað heimkomuna með því að undirbúa þig.

  • Fáðu allar nauðsynlegustu hvolpavörurnar
  • Gerðu garðinn og heimilið hvolpavænt
  • Finna dýralækni
  • Veldu hvolpafóður með öllum næringarefnum sem hvolpurinn þinn þarfnast.
  • Gættu þess að allir á heimilinu séu undirbúnir
Dachshund puppy being held by owner

Að sækja hvolpinn

Það er spennandi að sækja hvolp í fyrsta skiptið, en það getur líka tekið á taugarnar. Með því að hafa réttu tólin og þekkinguna geturðu tryggt að þessi tími verði jákvæður, bæði fyrir nýja fjölskyldumeðliminn og þig.

Jack Russell Terrier puppy sleeping on a white rug next to a window

Fyrstu dagarnir á nýja heimilinu

Fyrstu dagarnir og vikurnar sem hvolpurinn þinn er á nýja heimilinu skipta sköpum í myndun góðra tengsla milli ykkar. Leyfðu hvolpinum að aðlagast, kynntu hann í rólegheitum fyrir fjölskyldunni og vinum. Gerðu allt sem þú getur til að hafa reglu á lífi litla hvolpsins.

Black Labrador puppy in black and white eating from a red bowl

Fóðrun hvolpsins

Næring hvolpsins skiptir miklu máli fyrir líkamlegan og vitsmunalegan þroska hans. Rétt samsetning næringarefna í fóðrinu eflir þroska og leggur grunninn að heilbrigðu lífi.

Vaxtarskeið hvolpa

Ef þú veist hvernig þroskaskeið hvolpsins þíns er, áttar þú þig betur á þeim breytingum sem hann gengur í gegnum og átt auðveldara með að annast hann með tilliti til þess. Ef hvolpurinn fær rétta næringu, þroskast hann vel fram á fullorðinsár.
Neonatal Labrador Retriever puppy lying down
Frá goti til 21 dags

Frumbernska

Í frumbernsku verja hvolpar mestum tíma sólarhringsins í að næra sig og hvílast. Augu og eyru hvolpanna byrja að opnast. Þeir sjá og heyra illa í byrjun en bæði sjón og heyrn eykst á þriðju viku.

Labrador Retriever puppy sitting in black and white on a white background
3 - 8 vikna

Ungir hvolpar vandir á fasta fæðu

Labrador Retriever-hvolpur situr, í svarthvítu með hvítan bakgrunn Undir lok þessa tímabils byrja þeir líklega að hafa samskipti hver við annan og nota til þess bæði hljóð og líkamstjáningu eins og að dilla skottinu.

Older Labrador Retriever puppy sitting in black and white on a white background
8 vikna og eldri

Hvolpalíf

Skipulag, félagsmótun og þjálfun eru bráðnauðsynleg, því þessir þættir geta hjálpað hvolpinum þínum að þroskast í sjálfsöruggan fullorðinn hund sem hegðar sér vel. Sérhæft hvolpafæði skiptir lykilmáli þar til hvolpurinn nær fullorðinsaldri til að styðja við hraðan vöxt.

English Cocker Spaniel puppy being held by a young boy

Að umhverfisþjálfa hvolp

Félagsmótun er eitt mikilvægasta skrefið í því að tryggja að hvolpurinn þinn þroskist í sjálfsöruggan fullorðinn hund í góðu jafnvægi. Það er aldrei of snemmt að byrja í rólegheitunum að kynna gæludýrið fyrir nýjum upplifunum, fólki og dýrum.

Pembroke Welsh Corgi puppy standing outside being given a treat

Þjálfun og leikur hvolpa

Það er afar mikilvægt fyrir þroska hvolpsins að hann leiki sér og læri. Hann þarf líka að læra helstu lífsreglurnar. Hvolpar eru námfúsir að upplagi og þú ættir því að byrja að þjálfa hvolpinn þinn eins fljótt og auðið er.

Poodle puppy sitting in black and white on a white background

Undirstöðuatriði varðandi feldhirðu á hvolpum

Ef hvolpurinn venst því að vera handfjatlaður frá unga aldri, verður feldhirða auðveldari það sem eftir er ævinnar. Hver hundategund er snyrt með sínum hætti og þekking á því sviði er lykillinn að því að þú getir viðhaldið feldinum heilbrigðum.

Dachshund-puppy-running-outside

Að skilja heilbrigði hvolpa

Það er mikilvægt að þú áttir þig á venjum og hegðun hundsins þíns svo þú getir komið fljótt auga á það ef eitthvað er ekki með felldu. Jafnframt skiptir miklu máli að vita hvenær á að bólusetja og endurbólusetja.

Heilsan er viðkvæm

Fyrstu vikur og mánuðir lífsins eru lykillinn að því að veita hvolpinum þínum fullkomna byrjun á lífinu.
German-shepherd-puppy
Fyrstu fjórar vikurnar

Frumbernskan

Nýgotnir hvolpar halda sig nálægt mömmu sinni og fara síðan smám saman að skynja umheiminn.