Skuldbinding um gæði og matvælaöryggi
Síðustu fimm áratugi hefur Royal Canin sett gæði og matvælaöryggi á oddinn í allri starfsemi hvarvetna í heiminum. Við gaumgæfum öll smáatriði og getum þess vegna boðið nákvæma samsetningu í heilsusamlegu fóðri fyrir gæludýr.
Gæðahráefni
Við veljum innihaldsefni út frá miklu næringarinnihaldi og heilsuábatanum sem það skilar gæludýrum. Þess vegna notum við eingöngu kjöt og fisk sem kemur úr fæðukeðju mannfólks. Við leggjum áherslu á að fá hráefni frá viðurkenndum birgjum sem eru í nágrenni við framleiðslustöðvar okkar. Það eflir hagkerfi svæðisins, tryggir ferskleika og dregur úr kolefnisspori okkar.
Strangar kröfur til birgja
Við beitum ströngum skilyrðum til að finna þá birgja sem geta hjálpað okkur að viðhalda fyrsta flokks gæða- og öryggisstöðlum okkar. Liður í valferli okkar er að gera ítarlegar úttektir til að ákvarða næringargildi, framleiðslugæði, rekjanleika og sjálfbærni.
Fullkomlega rekjanleg innihaldsefni
100% allra hráefna eru rannsökuð og sýni af þeim eru geymd í tvö ár. Þetta tryggir rekjanleika alls hráefnis til upprunans, allan geymslutíma vörunnar.
Sjálfbærni í framtíðinni
Sjálfbærni er í öndvegi í allri daglegri starfsemi Royal Canin um allan heim.
Nýjustu fréttir frá Royal Canin
Sjáðu nýjustu fréttirnar okkar og greinar frá sérfræðingum.