Komondor and Chinese crested

Skuldbinding um gæði og matvælaöryggi

Síðustu fimm áratugi hefur Royal Canin sett gæði og matvælaöryggi á oddinn í allri starfsemi hvarvetna í heiminum. Við gaumgæfum öll smáatriði og getum þess vegna boðið nákvæma samsetningu í heilsusamlegu fóðri fyrir gæludýr.

Matar- og öryggisferlar ROYAL CANIN

Gullstaðlað framleiðsluferli okkar tryggir að Royal Canin bjóði upp á öruggar hágæðavörur um allan heim.

Royal Canin factory behind trees

Kaupferli á heimsvísu

Sérfræðingar okkar í hráefniskaupum nota sömu val- og kaupferla fyrir hráefni hvar sem er í heiminum. Það tryggir að allar vörur okkar fylgi sömu ströngu næringarstöðlunum.

Two workers stood outside a factory checking a clipboard

Birgðakeðjur

Margir af birgjum okkar hafa starfað með okkur um langt skeið. Með reglulegum og ítarlegum úttektum á öllum birgjum tryggjum við að allt hráefnið sem við notum í verksmiðjum okkar um allan heim uppfylli ítarleg skilyrði.

Two men stood outdoors shaking hands in front of green crops

Stöðugar prófanir

Hver einasta sending er skoðuð áður en hún fer í framleiðslustöðvar okkar víðs vegar um heiminn. Á öllum stöðvunum eru hágæða rannsóknarstofur. Á þessum rannsóknarstofum er næringargildi fóðursins rannsakað ásamt því sem gerðar eru rannsóknir í öryggisskyni, til dæmis skimun fyrir sveppaeitrun og oxun.

A lab worker wearing blue latex gloves carrying out tests

Samkvæmni í gæðum

Allir 1.800 framleiðsluaðilar okkar um allan heim fylgja sama stranga ferlinu til að tryggja samkvæmni og gæði.

A man measuring kibbles to check consistency

Reglubundið eftirlit

Í framleiðsluferlinu eru framkvæmdar tíu ólíkar gæðaprófanir til að tryggja að gæðin séu í samræmi við gæðalýsingar okkar og staðla um rekjanleika. Auk þess eru gerðar um hálf milljón rannsókna í rannsóknarstofum okkar á ári hverju.

A man in a factory checking the quality of packaging

Dreifingaraðilar

Allir dreifingaraðilar okkar verða að uppfylla þá öryggis- og skipulagsstaðla sem við setjum. Til að tryggja að eftir því sé farið könnum við reglulega flutnings- og vörugeymsluaðstæður þeirra.

A forklift truck carrying a stack of products through a warehouse

Gæðin eru tryggð

Þetta margbrotna ferli tryggir hámarks gæði, matvælaöryggi og næringarríkt fóður.

Rows of kibble samples being taken to allow for quality testing
A school of fish swimming in the sea

Gæðahráefni

Við veljum innihaldsefni út frá miklu næringarinnihaldi og heilsuábatanum sem það skilar gæludýrum. Þess vegna notum við eingöngu kjöt og fisk sem kemur úr fæðukeðju mannfólks. Við leggjum áherslu á að fá hráefni frá viðurkenndum birgjum sem eru í nágrenni við framleiðslustöðvar okkar. Það eflir hagkerfi svæðisins, tryggir ferskleika og dregur úr kolefnisspori okkar.

A woman in a factory checking a clipboard

Strangar kröfur til birgja

Við beitum ströngum skilyrðum til að finna þá birgja sem geta hjálpað okkur að viðhalda fyrsta flokks gæða- og öryggisstöðlum okkar. Liður í valferli okkar er að gera ítarlegar úttektir til að ákvarða næringargildi, framleiðslugæði, rekjanleika og sjálfbærni.

A selection of samples in beakers

Fullkomlega rekjanleg innihaldsefni

100% allra hráefna eru rannsökuð og sýni af þeim eru geymd í tvö ár. Þetta tryggir rekjanleika alls hráefnis til upprunans, allan geymslutíma vörunnar.

German shepherd puppy sitting in black and white on a white background

Sjálfbærni í framtíðinni

Sjálfbærni er í öndvegi í allri daglegri starfsemi Royal Canin um allan heim.

Russian Blue Adult sitting in black and white on a white background

Nýjustu fréttir frá Royal Canin

Sjáðu nýjustu fréttirnar okkar og greinar frá sérfræðingum.