Umhverfisþjálfun og leikur kettlinga

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn. Finndu út hvernig og hvers vegna þú ættir að veita kettlingnum þínum félagsmótun.

Algengar spurningar um félagsmótun kettlinga

Þótt kettlingar séu oftast taldir vera sjálfstæðir er mikilvægt að leiðbeina þeim varðandi hegðun snemma á ævinni, setja einfaldar reglur og hvetja til félagslyndis. Hér eru nokkrar algengustu spurningarnar um félagsmótun og ráð um hvernig best sé að hefjast handa.

Kitten sitting indoors with a little girl

Grundvallaratriði í umhverfisþjálfun

Það þarf að huga að ýmsu þegar til stendur að umhverfisþjálfa kettlinginn, eða með öðrum orðum að kynna hann fyrir nýju fólki, nýjum hljóðum, nýjum stöðum og nýrri lykt.

1/5

Berðu virðingu fyrir sjálfstæði hans

Líf kettlingsins þíns snýst einkum um fjögur svæði: Þar sem hann borðar, þar sem hann sefur, þar sem hann gerir þarfir sínar og þar sem hann leikur sér. Það er mikilvægt að þú virðir þessi ólíku svæði og daglegar athafnir kettlingsins þíns þegar þú umhverfisþjálfar hann.

Ginger kitten playing with a toy on a white rug
2/5

Verðlaunaðu góða hegðun

Að láta kettlinginn þinn vita að hann hafi gert eitthvað rétt er mikilvægur liður í þjálfunarferlinu. Prófaðu að nota snarl, heilsusamlegt nammi sem þú veist að honum finnst gott, eða sýna honum aukna ástúð þegar hann hagar sér eins og þú óskar eftir. Allt slíkt mun verða hvatning fyrir kettlinginn þinn til að endurtaka góða hegðun.

Sacred Birman kitten being held by its owner
3/5

Byrjaðu snemma

Kettlingar eru fljótir að læra svo það er skynsamlegt að byrja að umhverfisþjálfa kettlinginn fljótlega eftir að hann kemur á nýja heimilið.

Tabby kitten indoors interacting with its owner
4/5

Gefðu þér tíma til að leika við hann

Leikur er lykillinn að allri umhverfisþjálfun kettlingsins. Í gegnum leik getur hann rannsakað umhverfið, styrkst líkamlega og styrkt sambandið við þig.

Grey and white kitten playing with a ball indoors next to a window
5/5

Auðgaðu líf kettlingsins með nýjum upplifunum

Ef kettlingur hefur kynnst mismunandi fólki, hljóðum og upplifunum frá unga aldri mun hann verða mun sjálfsöruggari og afslappaðri. Eitt af lykilatriðunum hvað þetta varðar er að tryggja að hann sé vanur að hitta nýtt fólk sem klappar honum og heldur á honum.

Að því sögðu, ef þú ofgerir þessu gæti kettlingnum fundist það yfirþyrmandi og myndað neikvæð tengsl við einstaklinginn eða upplifunina. Þess vegna skaltu alltaf tryggja að kettlingurinn sé öruggur og fylgjast vel með líkamstjáningu hans.

A ginger and a black and white kitten standing on a step outdoors
Tabby kitten playing in a kitchen with a ribbon on string

Hvernig sjá skal um andlega og líkamlega vellíðan kettlingsins þíns

Andleg og líkamleg þjálfun er lykilþátturinn í þroska kettlings fyrst um sinn og leiðir til langtíma heilbrigðis. Þess vegna eru dagleg hreyfing, leikur og örvun nauðsynleg. Að halda kettlingnum virkum hjálpar honum að:
  • Vera heilbrigðum
  • Læra nýja færni
  • Halda andlegri snerpu
  • Kanna umhverfi sitt
  • Forðast offitu
  • Vernda sig gegn heilsufarsvandamálum á efri árum
  • Byggja sterk tengsl við þig

1/4

Leikur

Þegar kettlingurinn þinn leikur sér, örvast hann bæði líkamlega og andlega auk þess að þroska með sér náttúrulega hegðun. Þú ættir því að leika við kettlinginn þinn tvisvar til þrisvar sinnum á dag, í 15 mínútur í senn.

Tabby kittens playing together on a grey sofa
2/4

Eltingaleikir

Að sjá hlut á hreyfingu vekur samstundis löngun kattarins til að hlaupa á eftir honum. Leikföng sem koma kettlingnum þínum á hreyfingu eru meðal annars:

  • Vélmús eða hreyfanleg mús
  • Krumpuð pappírskúla á gólfinu
  • Vasaljós
  • Dót sem hangir í stöng
  • Lafandi band
Siamese kitten playing indoors with a red ball
3/4

Að klifra

Kettlingum finnst mjög gaman að klifra og þess vegna er klifurtré tilvalið fyrir gæludýrið þitt. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig kettlingurinn þinn getur teygt úr sér og klifrað:

  • Púði á hárri hillu sem hann getur stokkið á án þess að slasa sig.
  • Hár klórustaur

Hafðu samt í huga að hreyfingar kettlinga eru ekki fullkomlega samhæfðar svo kettlingurinn þinn gæti dottið. Þú gætir þurft að fylgjast með honum fyrstu mánuðina.

British Shorthair kitten standing on a cat tree next to a window
4/4

Að gera matartímann virkan

Kettir veiða í náttúrunni og þú getur auðveldlega hermt eftir því heima fyrir með því að velja leiki og leikföng sem losa litla matarskammta þegar kettlingurinn gerir eitthvað ákveðið. Það gerir kettlinginn virkari á matmálstímum og veitir bæði andlega og líkamlega örvun. Annar möguleiki er að fela matinn og hvetja köttinn til að finna hann.

Black and white kitten standing inside playing with a ball

Merki um að kettlingurinn þinn þurfi meiri hreyfingu

Ef þú ert að velta fyrir þér hvort kettlingurinn þinn þarfnist meiri hreyfingar eru hér nokkrar vísbendingar sem gott er að hafa augun opin fyrir:

Offita

Skemmandi eða árásargjörn hegðun

Sleni

Enginn áhugi á leikjum eða leikföngum

Maine coon kitten black and white

Að þjálfa kettlinginn

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn.

Sérsniðin næring fyrir kettlinga

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.