4 mánaða og eldri

Fullum vexti náð

Kettlingurinn verður smám saman líkamlega fullvaxta og fullorðinsárin eru á næsta leiti.

Heilsufar

Á þessum tíma byrja kettir að dreifa lyktinni sinni. Það gera þeir með því að spræna eða nudda lyktarkirtlum, sem þeir hafa í vöngunum, utan í hluti, önnur dýr og fólk. Þetta er merki um að kynþroskaskeiðið er að hefjast. Nú er rétti tíminn til að ræða við dýralækninn um ófrjósemisaðgerð.

Næring

Þegar kettlingurinn verður líkamlega fullvaxta og nálgast endanlega þyngd, þarf hann að fá fóður fyrir fullorðna ketti og í skömmtum fyrir fullorðna ketti. Samsetning fóðursins fer eftir stærð kattarins og brennslu. Þá skiptir til dæmis máli hvort kötturinn fer reglulega út og/eða hvort til stendur að gera á honum ófrjósemisaðgerð.

Hegðun

Eftir því sem kötturinn nálgast fullan líkamlegan þroska kannar hann í auknum mæli yfirráð innan heimilisins. Í því felst að ögra stöðu fólks og annarra gæludýra. Mikilvægt er að sem eigandi viðhaldir þú venjum og hegðun sem viðgekkst á fyrstu mánuðum ævi hans til að tryggja samkvæmni og stjórna streitu.

Þroski

Nú koma 30 fullorðinstennur í ljós í munni kettlingsins þíns. Þegar kettlingurinn er um átta mánaða vegur hann 80% af fullorðinsþyngd sinni. Ef hann hefur ekki farið í ófrjósemisaðgerð, hefst kynþroskaskeiðið núna. Því fylgir fengitími og mökunarhvöt. Kettir ná fullum þroska um 12 til 15 mánaða en það getur verið misjafnt eftir kattakynjum.

Umhverfi

Ef kettlingurinn hefur fengið allar bólusetningar og er orðinn um það bil 6 mánaða gamall geturðu byrjað að sýna honum umheiminn. Best er að skipta þessu ferli í nokkur stig. Best er að vera með kettlingnum þegar hann er utandyra þangað til hann er orðinn öruggur með sig í umhverfinu. Þegar hann er kominn með nægilegt sjálfstraust mun hann hætta sér lengra í burtu. Að jafnaði fara fress lengra í burtu, en læður halda sig nær heimilinu. Á þessu stigi er mikilvægt að eigandinn haldi samkvæmni hvað varðar aga og hegðun.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
2 - 4 mánaða

Mikilvægt vaxtartímabil

Kettlingurinn áttar sig á stöðu sinni í heiminum og hann þroskar með sér hegðun sem einkennir hann alla ævi.