Nef- og barkabólga í köttum

Nef- og barkabólga er nokkuð algeng hjá köttum og kettlingum og getur hún, ásamt bikarveiru, valdið kattaflensu.
Young cat lying down on an examination table in a vets office.

Nef- og barkabólga (FHV) er nokkuð algeng hjá köttum og kettlingum og getur hún, ásamt bikarveiru (FCV), valdið kattaflensu.

Hvað er nef- og barkabólga í og hvað veldur henni?

Nef- og barkabólga stafar af áblástursveiru í köttum. Einkenni hennar eru:

  • Augnslímhúðarbólga - bólgur í augnvef sem eru stundum kallaðar augnangur
  • Hornhimnusár - opið sár á auganu
  • Nefrennsli - slím rennur úr nefi kettlingsins

Hver er munurinn á barkabólgu og bikarveiru?

Nef- og barkabólga og bikarveira eru ólíkir veirusjúkdómar með ólík einkenni. Einkenni bikarveiru eru munnangur og tannholdsbólga auk nefrennslis.

Þessar veirur eru býsna ólíkar en þeim er stundum ruglað saman því þær eru oft báðar tengdar við „kattakvef“ .

Þessum sjúkdómi fylgir augnsýking (augnslímhimnubólga, útferð) og/eða nefrennsli og/eða bólgur í munni og munnangur. Hugsanlega eru sjúkdómsvaldar ólíkir: Þar með talin áblástursveira og bikarveira en einnig baktería (chlamydophila).

Get ég séð hvort köttur er með nef- og barkabólgu?

Veiran getur legið í leyni og þess vegna getur kettlingurinn þinn smitast ef hann er í samskiptum við sýkta en einkennalausa ketti. Einkennalaus köttur sem ber sjúkdóminn gæti þess vegna ógnað heilbrigði annarra katta á heimilinu. Þetta á sérstaklega við um kettlinga.

Get ég látið bólusetja kettlinginn minn við nef- og barkabólgu?

Bólusetning gegn nef- og barkabólgu ætti að vera í grunnbólusetningunum sem kettlingurinn fékk þegar hann var yngri. Aðrar grunnbólusetningar eru gegn:

  • Bikarveiru
  • Kattafársveiru
  • Hvítblæði

Hvenær verður kettlingurinn minn bólusettur?

Grunnbólusetningar eru yfirleitt þegar kettlingar eru á aldrinum sjö til níu vikna.

Ræddu við dýralækninn þinn sem gerir bólusetningaáætlun með grunnbólusetningum og öðrum bólusetningum sem kettlingurinn þinn er talinn þurfa miðað við lífshætti hans og umhverfi.

Hvað annað get ég gert til að varna útbreiðslu veirunnar?

Þegar veiran finnst á ákveðnum stöðum eða í tilteknu umhverfi eins og á heimili eða hjá kattaræktanda, er auðvelt að losna við hana með venjulegu sótthreinsiefni.

Það er mikilvægt að gæta hreinlætis á heimilinu, einkum þar sem kötturinn dvelur aðallega. Reglulega þarf að þrífa allt sem kötturinn notar, til dæmis vatns- og fóðurskálar.

Nef- og barkabólga getur verið mjög alvarleg, sérstaklega ef ungir kettir og kettlingar sýkjast af henni. Það skiptir höfuðmáli að þú hafir samband við dýralækni ef þú sérð ofangreind einkenni. Eins þarftu að sjá til þess að kettlingurinn þinn fái bólusetningarnar á réttum tíma.

Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Líkaðu við og deildu þessari síðu