Að undirbúa heimilið fyrir nýja kettlinginn

Það leynast ýmsar hættur á heimilum og ef þér yfirsést þær getur öryggi kettlingsins verið stefnt í hættu. Með því að undirbúa nýtt umhverfi kettlingsins vel og tileinka þér ákveðnar einfaldar venjur geturðu hins vegar verndað hann betur eftir að heim er komið.
Kitten cat standing on a wooden windowsill.

Þegar nýi kettlingurinn þinn kemur verður markmiðið þitt að veita honum öryggi og láta honum líða vel. Þótt þú áttir þig kannski ekki á því leynast ýmsar hættur á heimilum og með því að yfirsjást þær getur öryggi kettlingsins verið stefnt í hættu. Með því að undirbúa þig vel og tileinka þér ákveðnar einfaldar venjur geturðu hins vegar verndað hann betur eftir að heim er komið.

Að undirbúa heimilið fyrir nýja kettlinginn

Þú getur gert ýmislegt til að auka öryggi kettlingsins:

  • Feldu rafmagnssnúrur - Kettlingar geta nagað í gegnum rafmagnssnúrur svo mikilvægt er að yfirfara heimilið, fjarlægja óþarfa snúrur og hylja hinar svo kettlingurinn komist ekki í þær.
  • Lokaðu rafmagnsinnstungum - Notaðu innstungulok til að hylja rafmagnsinnstungur alls staðar á heimilinu til að koma í veg fyrir að kötturinn komist í þær.
  • Kannaðu glugga, svalir og stiga - Yfirfarðu heimilið og leitaðu að mögulegum hættusvæðum. Gæti kettlingurinn fest sig einhvers staðar eða mögulega dottið niður? Ef svo er skaltu gera nauðsynlegar breytingar, eins og t.d. að festa opna glugga.
  • Fjarlægðu öll lyf - Ef einhver lyf eru á heimilinu ættirðu að geyma þau á öruggum stað utan seilingar.
  • Fjarlægðu litla og beitta hluti - Teygjur, teiknibólur, nálar og slíka hluti ætti að geyma á öruggum stað svo kettlingurinn geti ekki meitt sig á þeim.
  • Lokaðu ruslafötum og klósettsetum - Það er mikilvægt að þú venjir þig á að loka ruslafötum og klósettsetum til að koma í veg fyrir að kettlingur detti ofan í. Þú skalt einnig fylgjast með böndum á ruslapokum, vegna þess að kettlingar geta gleypt þau.
  • Fjarlægðu plastpoka og frauðplast - Gakktu úr skugga um að engir plastpokar eða hlutir úr frauðplasti séu skildir eftir á glámbekk vegna þess að kettlingurinn getur kafnað á þeim ef hann gleypir þá.
Kitten walking on a wall outdoors

Garðurinn gerður öruggur fyrir kettlinginn

Kettlingurinn fer ekki út í byrjun en þú ættir samt sem áður að tryggja að garðurinn sé öruggur áður en að því kemur.

  • Farðu yfir öryggisatriði í garðinum eins og þú gerðir inni á heimilinu. Kannaðu hvort kettlingnum getur stafað hætta af einhverju, til dæmis hvort hann gæti fest sig einhvers staðar eða dottið.
  • Gakktu vel frá skordýraeitri, illgresiseyði og þess háttar. Komdu hættulegum efnum fyrir þar sem kettlingurinn nær ekki til.

Eitraðar plöntur innan heimilis og utan

Kettlingum er ekki eðlislægt að borða eitraðar plöntur en þó er öruggast að hafa þær ekki í nærumhverfinu. Fáðu ítarlegan lista yfir eitraðar plöntur hjá dýralækninum þínum en hér eru tilteknar nokkrar eitraðar plöntur sem eru algengar á heimilum og í húsagörðum:

  • Alpafjóla
  • Kristþyrnir
  • Mistilteinn
  • Bláregn
  • Köllubróðir
  • Kærleikstré
  • Lyngrós
  • Alparós
  • Jerúsalemskirsuber
  • Lárviðarrós
  • Jólastjarna
  • Bergflétta
  • Rökkurlauf
  • Ilmertur
  • Benjamíns fíkjutré

Með því að kanna hvaða plöntur eru eitraðar og fjarlægja þær strax, tryggir þú kettlingnum þínum öruggt umhverfi og þægilega aðlögun á nýja heimilinu.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Líkaðu við og deildu þessari síðu