Grunnatriði kettlingasnyrtingar

Að sjá til þess að kettlingurinn þinn sé vanur því að láta halda á sér frá unga aldri mun gera snyrtingu auðveldari eftir því sem hann stækkar. Hvert kattakyn hefur sínar sérstöku snyrtingarþarfir og að þekkja þær er lykillinn að því að halda feldi kettlingsins heilbrigðum.
Maine Coon Kitten sitting indoors licking its paw

Af hverju þarftu að snyrta kettling?

Kettir og kettlingar eru þekktir fyrir hreinlæti og snyrtimennsku, en stundum koma upp aðstæður þar sem þú sem eigandi gætir þurft að hjálpa svolítið til.
Snyrtingin hjálpar ekki bara við að viðhalda hreinlæti kettlingsins, heldur er hún líka frábær leið fyrir þig til að kynnast heilbrigðri húð, feldi, augum, eyrum og tönnum kettlingsins. Það auðveldar þér að koma auga á vísbendingarnar ef eitthvað amar að síðar.

Að snyrta kettlinginn þinn strax frá unga aldri getur verið frábær leið til að mynda tengsl milli þín og nýja gæludýrsins. Kettlingurinn mun jafnframt venjast því að vera meðhöndlaður, sem þýðir að snyrting verður síður streituvaldandi fyrir hann í framtíðinni og þægilegri fyrir þig að sama skapi.

Hvernig á að bursta feld á kettlingi?

Kettlingar sjá oftast að mestu leyti um að snyrta feldinn. Með því að bursta feldinn reglulega er þó hægt að losa dauð hár og óhreinindi úr feldinum og varna því að hárin safnist innvortis og myndi hárkúlur.
Ginger kitten lying down on a white blanket being brushed

Gott er að byrja að bursta höfuðið og færa sig svo rólega á framfótleggi og bringu, síðan á afturfótleggi og að lokum á skottið. Greiddu eða burstaðu fyrst í sömu átt og hárin liggja og síðan í hina áttina til að ná burtu dauðum hárum og kuski.

Það fer eftir feldinum hversu oft á að bursta hann og hvaða áhöld henta best.

Sérstaklega ætti fylgjast með svæðunum fyrir aftan eyrun og undir höku og loppum. Þetta eru staðirnir þar sem flókar eru algengastir og mjög erfitt er að greiða úr þeim þegar þeir hafa myndast

Miðlungssíður og síður feldur

Það er hæfilegt að bursta miðlungssíðan feld einu sinni eða tvisvar í viku. Síðhærða kettlinga gæti þurft að bursta daglega. Venjulegur bursti eða gróf greiða henta best til að hreinsa óhreinindi úr miðlungssíðum og síðum feldi. Það þarf að fara varlega þegar feldurinn er greiddur því greiðan fer nær húðinni en burstinn og aukin hætta er á að húðin særist.

Næring getur minnkað líkur á að feldurinn þæfist á köttum með þykkan feld eins og á Norwegian Forest-köttum eða Maine Coon.

Að baða kettlinginn þinn

Að baða kettlinginn þinn er mikilvægur þáttur í þrifavenjum hans, sérstaklega ef feldur hans er miðlungs- eða síðhærður.

Kettlingar eru viðkvæmir og því þarf að kynna þá í rólegheitum fyrir öllum nýjungum þannig að þeir nái að verða öruggir á öllum stigum umhverfisþjálfunarinnar. Þetta ætti að koma í veg fyrir óæskilega hegðun í tengslum við bað í framtíðinni og draga úr streitu hjá kettlingnum þínum.

Hvernig á að baða kettling?

  • Byrjaðu á að bleyta kettlinginn með svampi og hrósaðu honum á meðan. Ef hann bregst illa við, skaltu hætta og reyna aftur nokkrum dögum síðar. Þú skalt reyna þar til hann venst vatninu.
  • Þegar kettlingurinn er tilbúinn skaltu láta volgt vatn renna í baðkarið, þannig að það nái kettinum upp að herðum þegar hann stendur.
  • Láttu kettlinginn varlega ofan í vatnið. Kettir eru mjög viðkvæmir fyrir hávaða og snöggum hreyfingum svo þeir geta orðið skelkaðir við minnsta ónæði.
  • Leyfðu kettlingnum að venjast vatninu og hrósaðu honum fyrir dugnaðinn.
  • Bleyttu kettlinginn varlega og forðastu að láta vatn fara í augu og eyru. Nuddaðu sjampói í feldinn, sérstaklega á skotti, brjóstkassa og fótleggjum.
  • Skolaðu sjampóið úr feldinum með því að hella vatni yfir bak kettlingsins. Þegar þú skolar höfuðið borgar sig að nota svamp eða hendurnar. Gættu þess að vatn fari ekki í augun.

Að þurrka feld kettlings

Þegar kettlingurinn er orðinn hreinn, skaltu taka hann upp úr baðinu og vefja hann í hreint og hlýtt handklæði. Þurrkaðu hann varlega, byrjaðu að þurrka kviðinn, þurrkaðu svo bakið í átt að skottinu og að lokum skaltu þurrka höfuðið.

Ef þú notar blásara, gættu þess þá að blásturinn sé hvorki of heitur né kaldur og að hávaðinn í blásaranum hræði ekki kettlinginn þinn. Aldrei þurrka feldhár á höfði kettlingsins með blásara. Þurrkaðu höfuðið frekar með handklæði.

Að þrífa eyru kettlingsins

Mælt er með að þú kannir eyru kettlingsins reglulega til að athuga hvort þar séu einhverjar stíflur, aðskotahlutir, roði, kláði, skurðir, rispur eða óeðlileg lykt.

Ef reglulega þarf að þrífa eyru kettlingsins heimafyrir gæti dýralæknirinn gefið þér sérhannaða hreinsilausn til þess. Kreistu nokkra dropa varlega í hlust kettlingsins og nuddaðu síðan varlega svæðið undir eyranu. Að lokum skaltu fjarlægja leifar og óhreinindi með hreinni grisju. Ef þig grunar einhvern tímann að eitthvað ami að eyrum kattarins skaltu hafa samband við dýralækninn til að fá frekari leiðbeiningar.

Hvernig á að klippa klær á kettlingi?

Kettlingar nota klærnar oft til að merkja sér yfirráðasvæði. Oft er mælt með því að klippa klærnar svo kettlingurinn geti hegðað sér á eðlislægan hátt án þess að valda skemmdum, til dæmis á húsgögnum. Ef rétt er staðið að verki, finnur kettlingurinn ekkert til þegar klærnar eru klipptar.

Komdu þér vel fyrir á þægilegum stað og hafðu kettlinginn í kjöltunni. Haltu varlega um loppu kettlingsins og klipptu klærnar með sérstökum klóklippum fyrir ketti. Klipptu hvíta hlutann fremst á klónni og gættu þess að klippa ekki í kvikuna, holdið sem er við rótina. Ef þú klippir of nálægt kvikunni getur það valdið sársauka og blæðingu. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að klippa klærnar á kettlingnum þínum, skaltu biðja dýralækni að sýna þér hvernig best er að bera sig að.

Að sjá um tennur kettlingsins þíns

Mikilvægt er að þú tryggir góða tannhirðu kettlingsins vegna þess að tannsteinn og myndun tannsýklu getur leitt til tannmissis, bólgu í tannholdi og andfýlu. Þú getur byrjað að bursta tennur kettlingsins vandlega um leið og meirihluti mjólkurtanna hans eru fullvaxnar. Fullorðinstennurnar munu byrja að ná í gegn eftir fjóra mánuði.

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af ástandi tanna kettlingsins skaltu tala við dýralækni.

Hvernig á að bursta tennurnar í kettlingi?

Notaðu sérstakan kattatannbursta til að bursta tennurnar í kettlingnum þínum og spurðu dýralækninn þinn hvaða tannkrem sé best að nota. Byrjaðu að venja kettlinginn smám saman og í rólegheitum á tannburstann þannig að hann verði sáttur við hann. Best er að byrja að bursta jaxlana og svo framtennurnar. Burstaðu varlega með hringlaga hreyfingum og gættu þess að særa ekki tannholdið.

Að þrífa eyru kettlingsins

Mælt er með að þú kannir eyru kettlingsins reglulega til að athuga hvort þar séu einhverjar stíflur, aðskotahlutir, roði, kláði, skurðir, rispur eða óeðlileg lykt.

Ef reglulega þarf að þrífa eyru kettlingsins heimafyrir gæti dýralæknirinn gefið þér sérhannaða hreinsilausn til þess. Kreistu nokkra dropa varlega í hlust kettlingsins og nuddaðu síðan varlega svæðið undir eyranu. Að lokum skaltu fjarlægja leifar og óhreinindi með hreinni grisju. Ef þig grunar einhvern tímann að eitthvað ami að eyrum kattarins skaltu hafa samband við dýralækninn til að fá frekari leiðbeiningar.

Hvernig á að klippa klær á kettlingi?

Kettlingar nota klærnar oft til að merkja sér yfirráðasvæði. Oft er mælt með því að klippa klærnar svo kettlingurinn geti hegðað sér á eðlislægan hátt án þess að valda skemmdum, til dæmis á húsgögnum. Ef rétt er staðið að verki, finnur kettlingurinn ekkert til þegar klærnar eru klipptar.

Komdu þér vel fyrir á þægilegum stað og hafðu kettlinginn í kjöltunni. Haltu varlega um loppu kettlingsins og klipptu klærnar með sérstökum klóklippum fyrir ketti. Klipptu hvíta hlutann fremst á klónni og gættu þess að klippa ekki í kvikuna, holdið sem er við rótina. Ef þú klippir of nálægt kvikunni getur það valdið sársauka og blæðingu. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að klippa klærnar á kettlingnum þínum, skaltu biðja dýralækni að sýna þér hvernig best er að bera sig að.

Að sjá um tennur kettlingsins þíns

Mikilvægt er að þú tryggir góða tannhirðu kettlingsins vegna þess að tannsteinn og myndun tannsýklu getur leitt til tannmissis, bólgu í tannholdi og andfýlu. Þú getur byrjað að bursta tennur kettlingsins vandlega um leið og meirihluti mjólkurtanna hans eru fullvaxnar. Fullorðinstennurnar munu byrja að ná í gegn eftir fjóra mánuði.

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af ástandi tanna kettlingsins skaltu tala við dýralækni.

Hvernig á að bursta tennurnar í kettlingi?

Notaðu sérstakan kattatannbursta til að bursta tennurnar í kettlingnum þínum og spurðu dýralækninn þinn hvaða tannkrem sé best að nota. Byrjaðu að venja kettlinginn smám saman og í rólegheitum á tannburstann þannig að hann verði sáttur við hann. Best er að byrja að bursta jaxlana og svo framtennurnar. Burstaðu varlega með hringlaga hreyfingum og gættu þess að særa ekki tannholdið.

Þekking á heilsufari kettlingsins

Það er mikilvægt að þú þekkir venjur kettlingsins og hegðun þannig að þú áttir þig fljótt ef eitthvað amar að.

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.