Að þjálfa kettlinginn

Kettlingurinn þinn lærir með tvennu móti: Hann byrjar að líkja eftir mömmu sinni og lærir líka af reynslunni og með jákvæðri hvatningu. Kettlingar eru sjálfstæðari en hvolpar en það er samt mikilvægt að kenna þeim æskilega hegðun frá unga aldri. Þeir þurfa að læra að virða reglur sem fylgja því að deila heimili með fólki og öðrum dýrum.
Kitten sitting on a cat tree

Hvers vegna að þjálfa kettlinginn þinn?

Kettlingurinn þinn lærir með tvennu móti: hann byrjar á að herma eftir hegðun móður sinnar og lærir síðan sjálfur með því að prófa sig áfram. Þótt kettlingar séu sjálfstæðari en hvolpar er mikilvægt að þjálfa kettlinginn í að tileinka sér rétta hegðun frá unga aldri og kenna honum reglurnar sem fylgja því að deila heimili með öðru fólki og dýrum.

1/4

Gott fyrir andlega og líkamlega heilsu hans

Að tvinna þjálfun inn í leiktíma kettlingsins hjálpar honum að nýta alla aukaorkuna til góðs og heldur honum hamingjusömum, virkum og heilbrigðum. Með því að kenna kettlingnum nýja færni og hjálpa honum að auka snerpuna geturðu einnig aukið andlega örvun hans.

Maine Coon kitten sitting outside on a wooden table
2/4

Það er hollt fyrir kettlinga að læra að hegða sér vel

Margir kettlingar bíta og klóra. Áður en klær og tennur eru fullþroskaðar geta þeir lært æskilega hegðun í gegnum leik, hvað má og hvað ekki.

Grey tabby kitten sat indoors next to a grey sofa
3/4

Þá verða þeir ekki jafn áhyggjufullir í nýjum aðstæðum

Öðru hvoru getur verið nauðsynlegt að klippa klærnar á kettlingnum þínum. Dýralæknirinn getur gert það. Þjálfun hjálpar kettlingnum þínum að takast á við nýja lífsreynslu og nýjar aðstæður án þess að verða órólegur eða verða árásargjarn.

Two kittens running outside on grass
4/4

Heima er best

Þegar talað er um að þú þjálfir köttinn þinn er ekki átt við að þú kennir honum kúnstir. Þá er einfaldlega átt við að þú kennir honum að nota kattakassa, sérstaka kattaklóru til að brýna klærnar eða koma þegar þú kallar á hann. Allt þetta styrkir köttinn og gerir að verkum að honum líður vel á heimilinu.

Grey tabby kitten lying down on a white sheet

Að kenna kettlingnum að þekkja nafnið sitt

Það er auðveldara en ætla mætti að kenna kettlingi að svara nafnakalli. Þessi einföldu ráð ættu að nýtast.

  • Veldu stutt nafn sem er ekki með of mörgum atkvæðum. Þetta auðveldar kettlingnum að þekkja það
  • Kallaðu á kettlinginn með nafni þegar eitthvað stendur til eða þú vilt leika við hann og endurtaktu nafnið meðan á athöfninni stendur. Þessi jákvæða styrking mun hjálpa kettinum að þekkja nafnið
  • Reyndu að endurtaka ekki nafnið þegar þú refsar kettlingnum þar sem þetta gefur nafninu neikvæða merkingu
  • Segðu nafnið og gefðu honum strax nammi
  • Eða segðu nafnið og rúllaðu til hans pappírskúlu
  • Kettlingar eru oft móttækilegri þegar þeir eru svangir. Þess vegna er gott að gera þessar æfingar fyrir matmálstíma.
Grey and white kitten standing in a litter tray

Hvernig þjálfa á kettlinginn í að nota kattakassa

Flestir kettlingar læra grunnatriði kassaþjálfunar með því að fylgjast með móður sinni. Ef kettlingurinn þinn kann hins vegar ekki að nota kattakassa kemur í þinn hlut að sýna honum hvað skuli gera. Með því að kassavenja kettlinginn þinn áður en hann þróar með sér slæma hegðun getur þú sparað bæði honum og þér umtalsverðan kvíða og streitu.

1/5

Aðskildir kattakassar í rólegu umhverfi

Settu kattakassa kettlingsins í rólegt horn á heimilinu. Ef þú átt aðra ketti skaltu tryggja að þessi kassi sé aðskilinn frá hinum.

British Shorthair kitten standing in a litter tray
2/5

Notaðu sams konar kattasand

Notaðu sams konar kattasand og kettlingurinn þinn er vanur. Ef þú ert ekki viss um hvers konar sand hann notaði gætir þú þurft að prófa nokkrar tegundir.

Tabby-kitten-standing-in-a-black-litter-tray
3/5

Notkun eftir máltíðir og svefn

Strax eftir að kettlingurinn hefur borðað eða sofið skaltu setja hann í kattabakkann. Síðan, ef kettlingurinn þinn leyfir þér, skaltu taka eina af loppunum og krafsa með henni í sandinn.

Kitten lying on a grey rug
4/5

Fylgstu með líkamstjáningunni

Vertu viss um að þú fylgist með kettlingnum þínum á öðrum tímum. Ef hann lítur út fyrir að þurfa að svara kalli náttúrunnar skaltu einfaldlega setja hann í kattakassann.

British-Shorthair-kitten-sitting-on-a-blanket-indoors
5/5

Ekki refsa

Ekki refsa kettlingnum þínum þótt hann geri óvart þarfir sínar fyrir utan kattakassann. Refsing hefur bara neikvæð áhrif.

Bengal-kitten-sitting-in-a-litter-tray

Af hverju notar kettlingurinn minn ekki kattakassann?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að kettlingurinn þinn vill ekki nota kattakassann. Hér eru tilteknar nokkrar algengar ástæður:

Hreinlæti

Það er mikilvægt að þrífa kattakassann daglega. Fjarlægðu sandinn sem lyktar og bættu nýjum kattasandi í kassann.

Stærð

Hugsanlega er kattakassinn of lítill og óþægilegur fyrir kettlinginn

Staður

Ef kattakassinn er á stað þar sem er mikill umgangur eða hávaði, eða nálægt fóður- eða vatnsskálum, getur kettlingnum þótt óþægilegt að nota hann.

Slæm reynsla

Það er mikilvægt að fylgjast ekki með eða trufla kettlinginn þinn meðan hann er í kattakassanum því það gæti skapað neikvæð hugrenningatengsl

Small kitten climbing on a cat tree

Hvernig þjálfa á kettling í að nota klórustöng

Kettlingum er eðlislægt að brýna klærnar. Til að hjálpa kettlingnum að gera það án þess að skemma húsgögn er góð hugmynd að fjárfesta í klórustöng og þjálfa hann í notkun hennar þegar hann kemur fyrst inn á heimilið.

1/3

Lokkaðu hann með lyktinni

Kettlingurinn þinn hefur ótrúlegt lyktarskyn, allt að fjórtán sinnum næmara en mannfólkið. Ef þú úðar húsgögnin með sítrónulykt, heldur kettlingurinn sig fjarri þeim. Forvitnum ketti finnst klórugrind sem búið er að úða með lykt af garðabrúðu eða kattamyntu (catnip) mjög spennandi.

Small kitten playing with a cat tree indoors
2/3

Láttu klór verða hluta af leiktímanum

Ef þú setur uppáhaldsleikföng kettlingsins á klórustöngina, dregur fjöður yfir yfirborð hennar eða festir mjúkan pappír á hana mun það hvetja hann til að nota klærnar á uppbyggilegan hátt í leiktímanum. Það mun einnig festa staðsetningu klórustangarinnar í minni hans.

Bengal kitten sitting in a cat tree
3/3

Hrósaðu kettlingnum fyrir að klóra

Í fyrsta sinn sem kettlingurinn þinn klórar í klórustöngina skaltu hrósa honum og strjúka. Sumir áhrifagjarnir kettlingar munu þá tengja klórið við mannlega ástúð og hvatningu.

Bengal kitten in a cat bed being stroked by owner
Tabby kitten lying down in a cat tree

Af hverju notar kettlingurinn minn ekki klórustöngina sína?

Engir tveir kettlingar eru eins. Þannig að ef kettlingurinn þinn notar ekki klórustöngina sína gæti það verið vegna þess að hún er á röngum stað, lítur ekki rétt út eða lyktin er ekki sú rétta.
Klórustöngin ætti alltaf að vera þar sem kettlingurinn þinn ver mestum tíma sínum. Þú ættir einnig að taka eftir því hvernig kettlingurinn brýnir helst klærnar á stönginni. Teygir hann sig upp á afturfæturna? Eða teygir hann úr sér á gólfinu? Þetta gæti gefið þér vísbendingu um hvort há klórustöng eða löng klórumotta henti honum betur.

Félagsmótun kettlinga

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn. Sjáðu hvernig þú getur umhverfisþjálfað kettlinginn þinn

Sérsniðin næring fyrir kettlinga

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.