Að þjálfa kettlinginn
Hvers vegna að þjálfa kettlinginn þinn?
Að kenna kettlingnum að þekkja nafnið sitt
- Veldu stutt nafn sem er ekki með of mörgum atkvæðum. Þetta auðveldar kettlingnum að þekkja það
- Kallaðu á kettlinginn með nafni þegar eitthvað stendur til eða þú vilt leika við hann og endurtaktu nafnið meðan á athöfninni stendur. Þessi jákvæða styrking mun hjálpa kettinum að þekkja nafnið
- Reyndu að endurtaka ekki nafnið þegar þú refsar kettlingnum þar sem þetta gefur nafninu neikvæða merkingu
- Segðu nafnið og gefðu honum strax nammi
- Eða segðu nafnið og rúllaðu til hans pappírskúlu
- Kettlingar eru oft móttækilegri þegar þeir eru svangir. Þess vegna er gott að gera þessar æfingar fyrir matmálstíma.
Hvernig þjálfa á kettlinginn í að nota kattakassa
Flestir kettlingar læra grunnatriði kassaþjálfunar með því að fylgjast með móður sinni. Ef kettlingurinn þinn kann hins vegar ekki að nota kattakassa kemur í þinn hlut að sýna honum hvað skuli gera. Með því að kassavenja kettlinginn þinn áður en hann þróar með sér slæma hegðun getur þú sparað bæði honum og þér umtalsverðan kvíða og streitu.
Af hverju notar kettlingurinn minn ekki kattakassann?
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að kettlingurinn þinn vill ekki nota kattakassann. Hér eru tilteknar nokkrar algengar ástæður:
Hreinlæti
Það er mikilvægt að þrífa kattakassann daglega. Fjarlægðu sandinn sem lyktar og bættu nýjum kattasandi í kassann.
Stærð
Hugsanlega er kattakassinn of lítill og óþægilegur fyrir kettlinginn
Staður
Ef kattakassinn er á stað þar sem er mikill umgangur eða hávaði, eða nálægt fóður- eða vatnsskálum, getur kettlingnum þótt óþægilegt að nota hann.
Slæm reynsla
Það er mikilvægt að fylgjast ekki með eða trufla kettlinginn þinn meðan hann er í kattakassanum því það gæti skapað neikvæð hugrenningatengsl
Hvernig þjálfa á kettling í að nota klórustöng
Kettlingum er eðlislægt að brýna klærnar. Til að hjálpa kettlingnum að gera það án þess að skemma húsgögn er góð hugmynd að fjárfesta í klórustöng og þjálfa hann í notkun hennar þegar hann kemur fyrst inn á heimilið.