4-8 vikna

Vaninn á fasta fæðu

Kettlingurinn þroskast hratt líkamlega og hann byrjar að borða fasta fæðu. Á þessum tíma lærir hann mest af læðunni og systkinum sínum.

Heilsufar

Á þessu tímabili er kettlingurinn á svokölluðu ónæmisbili. Þá duga mótefnin frá læðunni ekki lengur til að verja hann og bóluefnið er heldur ekki farið að virka að fullu. Fyrir vikið er kettlingurinn viðkvæmur fyrir sjúkdómum á þessum tíma. Svefn styrkir ónæmiskerfið og því er lykilatriði að kettlingurinn hafi hlýjan, rólegan og þægilegan stað til að sofa á.

Næring

Um það bil tveimur vikum eftir got þróast mjólkurtennur kettlingsins og afvenslunarferlið hefst. Fljótlega fara kettlingarnir að sýna föstu fæði móður sinnar áhuga og færa sig svo smám saman úr því að neyta eingöngu móðurmjólkur. Meltingarkerfi þeirra er enn óþroskað sem þýðir að mikilvægt er að þeir fái auðmeltanlegan mat sem uppfyllir sérstakar næringarþarfir þeirra á þessu stigi.

Hegðun

Eftir því sem líður á þetta stig fara kettlingar að hafa meiri samskipti við samgotunga sína og þeir byrja að snyrta hvern annan. Þeir fara að leika sér með virkum hætti, byrja að hlaupa, stökkva á og sýna veiðihegðun, og sjón þeirra verður fullþroskuð.

Þroski

Fjögurra vikna er lyktarskynið þroskað og heyrnin orðin góð. Á sjöttu og sjöundu viku mótast svefnmynstrið, hreyfigetan eykst og samskiptin aukast. Lykillinn að félagsþroska felst í samskiptum og leik við gotsystkinin og þeir læra mikið með því að fylgjast með hegðun mömmu sinnar.

Umhverfi

Þegar kettlingarnir fara á stjá og byrja að rannsaka umhverfið þarf að gera svæðið öruggt fyrir þá. Kettlingarnir læra aldrei meira en á þessu aldursskeiði svo það er mikilvægt að þú sjáir þeim fyrir leikföngum og öðru sem örvar þá. Það skiptir máli að kettlingarnir venjist því að ólíkt fólk handfjatli þá. Það gerir þá öruggari í samskiptum við fólk í framtíðinni.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
Fyrstu fjórar vikurnar

Frumbernskan

Nýgotnir kettlingar vilja halda sig í hlýju og öryggi læðunnar og gotsystkina sinna. Tími þeirra fer í svefn og fóðrun.
2 - 4 mánaða

Mikilvægt vaxtartímabil

Kettlingurinn áttar sig á stöðu sinni í heiminum og hann þroskar með sér hegðun sem einkennir hann alla ævi.