Heilsan er viðkvæm
Kettlingatímabilið einkennist af miklum líkamlegum vexti og breytingum á hegðun. Sérsniðið fóður sem uppfyllir næringarþörf þeirra, hjálpar þeim að þroskast úr viðkvæmum kettlingum í sterka og heilbrigða ketti.
Kettlingaþjálfun
Það er mikilvægt að þjálfa kettlinginn í að tileinka sér rétta hegðun frá unga aldri og læra reglurnar sem fylgja því að deila heimili með öðru fólki og dýrum.
Kettlingalíf - Ótrúlegar breytingar
Kettlingurinn þinn gengur í gegnum ótrúlegar breytingar á fyrstu mánuðunum. Royal Canin Kitten veitir næringu sem er sniðin að sérstökum þörfum hans á þessum mikilvæga tíma.
1
2
3
4
5
1.Mikilvæg sjón
Það tekur allt að fjórar vikur fyrir kettlinga að þróa sjón og tengda hegðun (rýmisskynjun) svo það teljist fullþroska.
2.Ónæmiskerfi og varnir
Á fyrstu sex mánuðum kettlingsins þarf óþroskað ónæmiskerfi hans að vernda hann gegn milljónum sýkla.
3.Þreföld þyngd
Við fæðingu vega flestir kettlingar um 100 grömm. Innan við viku seinna hefur sú þyngd tvöfaldast og þrefaldast á innan við 21 degi.
4.Heilbrigð bein
Á fyrsta ári kettlingsins vaxa og styrkjast beinin sem um nemur fjórföldum styrk steypu.
5.Einstakur vöxtur
Á fystu sex mánuðum kettlingsins hefur hann vaxið því sem um nemur 10 árum hjá barni.
Sérhannað kettlingafóður
ROYAL CANIN® Kitten er sérhannað fóður með réttum vítamínum og steinefnum sem styrkja heilbrigði og þroska kettlingsins.
Leiðbeiningar um kettlinga
Kettlingatímabilið er ákaflega gefandi tími en hann er líka krefjandi. Bæði þú og kettlingurinn lærið mjög mikið á þessum tíma. Upplýsingarnar og ráðleggingarnar á næstu síðum eru frá dýralæknum Royal Canin, næringarfræðingum og samstarfsaðilum um allan heim. Þær ættu að nýtast þér svo þú getir átt farsælt líf með kettlingnum þínum.
Undirbúningur fyrir kettlinginn
Þegar þú kemur með kettlinginn heim í fyrsta skipti er það mikil breyting fyrir bæði hann og þig. Þú getur auðveldað heimkomuna með því að undirbúa þig.
- Kauptu allar grunnvörur fyrir kettlinginn
- Gerðu garðinn og heimilið kettlingavænt
- Finna dýralækni
- Veldu næringarfræðilega heildstætt kettlingafóður
- Gættu þess að allir á heimilinu séu undirbúnir
Að sækja kettling og fyrstu vikurnar heima
Að sækja kettling og hafa hann á heimilinu fyrstu vikurnar er vissulega spennandi, en það getur líka tekið á. Með því að hafa réttu tólin og þekkinguna geturðu tryggt að þessi tími verði jákvæður, bæði fyrir nýja fjölskyldumeðliminn og þig.
Næring kettlingsins
Næring kettlingsins skiptir máli fyrir líkamlegan og félagslegan þroska hans. Rétt samsetning næringarefna í fóðrinu eflir þroska og leggur grunninn að heilbrigðu lífi.
Vaxtarskeið kettlinga
Ef þú veist hvernig þroskaskeið kettlingsins þíns er, áttar þú þig betur á þeim breytingum sem hann gengur í gegnum og átt auðveldara með að annast hann með tilliti til þess. Rétt næring frá upphafi er lykillinn að heilbrigði á fullorðinsárum.
Fæðing - 3 vikna
Frumbernska
Þegar kettlingar koma í heiminn eru þeir nær heyrnarlausir og geta lítið sem ekkert hreyft sig. Augu þeirra eru algjörlega lokuð. Um það bil fimm dögum frá fæðingu munu þeir byrja að opna augun. Á þessum tíma bæta þeir á sig 10 - 30 g á dag.
4 - 8 vikna
Ungir kettlingar vandir á fasta fæðu
Á þessum tímapunkti er lyktarskynið fullþroskað og heyrnin vel þróuð. Svefnmynstur, hreyfigeta og félagsleg samskipti kettlinganna byrja að nálgast fullorðinsþroska. Helstu þættir félagsfærni þroskast með samskiptum við gotsysktini og móður.
2-4 mánaða
Mikill vöxtur
Á þessu stigi byrja kettlingar að skilja stöðu sína innan heimilisins og gætu byrjað að þróa með sér ýmsa félagslega hegðun, háð reynslu þeirra og þjálfun.
4 mánaða og eldri
Vöxturinn tekinn til greina
Nú koma 30 fullorðinstennur í ljós í munni kettlingsins þíns. Þegar kettlingurinn er um átta mánaða vegur hann 80% af fullorðinsþyngd sinni. Kettir ná fullum þroska um 12 til 15 mánaða en það getur verið misjafnt eftir kattakynjum.
Umhverfisþjálfun og leikur kettlinga
Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn. Sjáðu hvernig þú getur umhverfisþjálfað kettlinginn þinn
Kettlingaþjálfun
Það er mikilvægt að þjálfa kettlinginn í að tileinka sér rétta hegðun frá unga aldri og læra reglurnar sem fylgja því að deila heimili með öðru fólki og dýrum.
Grunnatriði kettlingasnyrtingar
Að sjá til þess að kettlingurinn þinn sé vanur því að láta halda á sér frá unga aldri mun gera snyrtingu auðveldari það sem eftir lifir ævi hans. Hvert kattakyn hefur sínar sérstöku þarfir hvað varðar snyrtingu og að þekkja þær er lykillinn að því að halda feldi kattarins heilbrigðum.
Þekking á heilsufari kettlingsins
Það er mikilvægt að þú þekkir venjur kettlingsins og hegðun þannig að þú áttir þig fljótt ef eitthvað amar að. Jafnframt skiptir miklu máli að vita hvenær á að bólusetja og endurbólusetja.
Hegðun kettlinga
Kettlingar tjá sig á fjölbreyttan hátt. Að lesa líkamstjáningu þeirra og hegðun ásamt því að hlusta á hljóðin sem þeir gefa frá sér getur gefið þér góðar upplýsingar til þess að skilja líðan þeirra og hvers þeir þarfnast.
Heilsan er viðkvæm
Fyrstu vikurnar og mánuðirnir í lífi kettlingsins skipta sköpum varðandi framtíðina.