Yfir 50 ár af heilbrigðri næringu
Frá árinu 1968 hefur Royal Canin unnið að því að gera næringuna að fyrstu lyfjagjöf katta og hunda. Það er okkar aðferð til að búa til betri heim fyrir gæludýr.
1968: Ástríða okkar fyrir því að bæta heilbrigði gæludýra með næringu hófst hjá einum manni
Jean Cathary fæddist í maí 1927 í franska smábænum Puy-en-Velay. Hann hóf dýralæknaferil sinn á að meðhöndla hesta og naut. Eftir því sem á árin leið fór hann að trúa því að fæðið gæti haft áhrif á heilbrigði dýra. Árið 1968 bjó hann til „gulu súpuna“ fyrir hunda. ROYAL CANIN® vörumerkið er skráð.
1972: Bienvenue a Le Group Guyomarc'h
ROYAL CANIN er hluti af Guyomarc'h-samsteypunni og nýtur góðs af sérþekkingu sem þar er til staðar á sviði næringarfræði og samsetningar fóðurs. Guyomarc'h veitir Royal Canin mikið sjálfstæði í starfsemi sinni. Guyomarc'h veitir fjárhagslegan stuðning til þróunar og rannsókna ásamt sérfræðiþekkingu í markaðssetningu. Valddreifing er þó eitt af aðalsmerkjum samsteypunnar.
1974: Aukin alþjóðleg umsvif
Í ársbyrjun 1974 eru vörur Royal Canin seldar í átta Evrópulöndum; Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og á Spáni.
1980: AGR sett á markaðinn og veldur straumhvörfum
A.GR var fyrsta heildstæða fóðrið sem ætlað var hvolpum stórra hundakynja. Það hlaut mikið lof ræktenda um allan heim og í yfir 15 ár var það „tilvísunarfóðrið“ á markaðnum.
1982: Hluti af franskri menningu
Hundur í lausahlaupi: Sögufræg auglýsing Þessi auglýsing með tónlist Ennios Morricone úr myndinni Le Professionnel vann sér sess í franskri dægurmenningu.
1985
1990: Nýr eigandi. Ný stefna. Sama hugmyndafræði
Paribas Affaires Industrielles kaupir Guyomarc’h Groupe. Þetta felur í sér miklar breytingar á stefnumótun, aukinn metnað og þróun á hnattræna vísu. Hugmyndafræði okkar helst óbreytt - að gera heiminn betri fyrir gæludýrin.
1994: Brautryðjandi í næringu katta
Við kynnum RCFI-vörulínuna, þrefalda byltingu í kattamat. Varan veitir úrvalsnæringu í formi þurrfæðis og fæst með sérhæfðri dreifingu í gegnum ræktendur og dýralækna, á meðan aðrir framleiðendur á kattamatarmarkaðnum selja blautfæði í gegnum stórmarkaði.
1997: Útgáfustarfsemi Royal Canin: Nýr kafli
Við gefum út alfræðihundabókina ROYAL CANIN Dog Encyclopaedia og ári síðar gefum við út Cat Encyclopaedia. Höfundum bókanna eru veitt Veterinary Academy's Grand Prix-verðlaunin.
1997: Næring fyrir ákveðnar stærðir
Eftir margra ára rannsóknir og þróun setjum við RCCI SIZE á markaðinn. Það er fyrsta næringaráætlun í heimi sem miðast við stærð og aldur hunda.
1999: Sérsniðin næring fyrir ólík kattakyn
2001: Víðtæk þekking
150 dýralæknar hvaðanæva frá Evrópu mæta á fyrstu vísindaráðstefnuna i í Montpellier til að ræða næringu og velferð gæludýra. Royal Canin-setrið í Aaimargues er opnað. Þetta er afburða setur þar sem öll starfsemin er til húsa í nútímalegu setri í kringum verksmiðjuna: Rannsóknar- og þróunarsvið, hundagæsla, kattagæsla, höfuðstöðvar og franskt dótturfélag.
2002: Ný fjölskylda - Mars
ROYAL CANIN SAS er nú hluti af Mars Inc.
2002: Sérhannað fæði fyrir ákveðin hundakyn
Við hleypum af stokkunum fyrsta sérhannaða fóðrinu fyrir ákveðið hundakyn - Mini Yorkshire Terrier YPR 28. Það inniheldur næringu sem er sérsniðin að sérstökum líkamlegum og heilsufarslegum þörfum kynsins.
2003: Það besta úr báðum heimum
Nýja einstaka VDiet dýralæknalínan er afrakstur samstarfs milli ROYAL CANIN rannsóknarsetursins og Waltham-stofnunarinnar fyrir næringu gæludýra (WCPN).
2005
Háþróuð læknastöð fyrir offitumeðferðir. Í samvinnu við WCPN styðjum við stofnun fyrstu þyngdarstjórnunarstöðvarinnar í Evrópu, sem er staðsett í Liverpool á Bretlandi.
2009: Blautfóðrið okkar
Royal Canin kemur á markað með blautfóður í sérvöruverslunum með vörulínuna Feline Health Nutrition.
2009: Síðasta heimsálfan
Eftir að við opnuðum fyrstu verksmiðjuna okkar í Asíu, höfum við nú yfir að ráða níu vinnslustöðvum til að framleiða vörur okkar. Royal Canin framleiðir nú og dreifir vörum í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið.
2012: Ofnæmisfrí og byltingarkennd nýjung
Eftir tíu ára rannsóknarstarf hófum við framleiðslu á sérstöku ofnæmisfóðri. Rannsóknirnar tengdust þeirri greiningaraðferð á ofnæmi að útiloka ákveðin innihaldsefni. Þetta nýstárlega fóður er ætlað hundum sem þjást af alvarlegu fæðuofnæmi. Í fóðrinu eru vatnsrofin prótein (oligopeptides). Þau eru auðmeltanleg og raska ekki ofurviðkvæmu ónæmiskerfi.
2014: Hver hundur er einstakur
Byrjað er á einstaklingsmiðuninni með því að framkvæma GHA, sem er próf sem skannar DNA hundsins og gerir dýralæknum kleift að setja upp sérsniðna heilsuáætlun sem tekur mið af einstaklingsbundnum erfðalykli hvers hunds.
2016 ICU-vörulínan sett á markað
ICU-vörulínan, sem er fullbúið fæði í fljótandi formi sérstaklega hannað fyrir fóðrun um slöngu, hjálpar dýralæknum að annast hunda og ketti í lífshættulegu ástandi. Með þessu fæði fá kettir og hundar nauðsynlega næringu til að ná skjótum bata.
2016 - Vörumerkjasameining
Betri saman: andi afburðagæða - sameiginleg framtíðarsýn um að skapa betri heim fyrir gæludýr sameinar vörumerkin ROYAL CANIN og EUKANUBA.
2017 - Hundurinn með í vinnuna
Aðalstöðvar okkar í Aimargues eru nú gæludýravænar. Allir hundar fá gjafapakka með vatnsskál, skilti sem segir að hundur sé á staðnum, göngutaumi, teppi, rauðri dýnu og nafnspjaldi svo hinir tvífættu sjái hvað hundurinn heitir.
2018 - Þróun innviðanna
Opnun 15. verksmiðjunnar okkar í Gimje í Suður-Kóreu gerir okkur kleift að færa enn frekar út kvíarnar í Austur-Asíu. Með stækkun hnattræna nýsköpunarsetursins okkar gefst okkur tækifæri til að halda áfram að gera heiminn betri fyrir gæludýrin.
1968: Ástríða okkar fyrir því að bæta heilbrigði gæludýra með næringu hófst hjá einum manni
Jean Cathary fæddist í maí 1927 í franska smábænum Puy-en-Velay. Hann hóf dýralæknaferil sinn á að meðhöndla hesta og naut. Eftir því sem á árin leið fór hann að trúa því að fæðið gæti haft áhrif á heilbrigði dýra. Árið 1968 bjó hann til „gulu súpuna“ fyrir hunda. ROYAL CANIN® vörumerkið er skráð.
1972: Bienvenue a Le Group Guyomarc'h
ROYAL CANIN er hluti af Guyomarc'h-samsteypunni og nýtur góðs af sérþekkingu sem þar er til staðar á sviði næringarfræði og samsetningar fóðurs. Guyomarc'h veitir Royal Canin mikið sjálfstæði í starfsemi sinni. Guyomarc'h veitir fjárhagslegan stuðning til þróunar og rannsókna ásamt sérfræðiþekkingu í markaðssetningu. Valddreifing er þó eitt af aðalsmerkjum samsteypunnar.
1974: Aukin alþjóðleg umsvif
Í ársbyrjun 1974 eru vörur Royal Canin seldar í átta Evrópulöndum; Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og á Spáni.
1980: AGR sett á markaðinn og veldur straumhvörfum
A.GR var fyrsta heildstæða fóðrið sem ætlað var hvolpum stórra hundakynja. Það hlaut mikið lof ræktenda um allan heim og í yfir 15 ár var það „tilvísunarfóðrið“ á markaðnum.
1982: Hluti af franskri menningu
Hundur í lausahlaupi: Sögufræg auglýsing Þessi auglýsing með tónlist Ennios Morricone úr myndinni Le Professionnel vann sér sess í franskri dægurmenningu.
1985
1990: Nýr eigandi. Ný stefna. Sama hugmyndafræði
Paribas Affaires Industrielles kaupir Guyomarc’h Groupe. Þetta felur í sér miklar breytingar á stefnumótun, aukinn metnað og þróun á hnattræna vísu. Hugmyndafræði okkar helst óbreytt - að gera heiminn betri fyrir gæludýrin.
1994: Brautryðjandi í næringu katta
Við kynnum RCFI-vörulínuna, þrefalda byltingu í kattamat. Varan veitir úrvalsnæringu í formi þurrfæðis og fæst með sérhæfðri dreifingu í gegnum ræktendur og dýralækna, á meðan aðrir framleiðendur á kattamatarmarkaðnum selja blautfæði í gegnum stórmarkaði.
1997: Útgáfustarfsemi Royal Canin: Nýr kafli
Við gefum út alfræðihundabókina ROYAL CANIN Dog Encyclopaedia og ári síðar gefum við út Cat Encyclopaedia. Höfundum bókanna eru veitt Veterinary Academy's Grand Prix-verðlaunin.
1997: Næring fyrir ákveðnar stærðir
Eftir margra ára rannsóknir og þróun setjum við RCCI SIZE á markaðinn. Það er fyrsta næringaráætlun í heimi sem miðast við stærð og aldur hunda.
1999: Sérsniðin næring fyrir ólík kattakyn
2001: Víðtæk þekking
150 dýralæknar hvaðanæva frá Evrópu mæta á fyrstu vísindaráðstefnuna i í Montpellier til að ræða næringu og velferð gæludýra. Royal Canin-setrið í Aaimargues er opnað. Þetta er afburða setur þar sem öll starfsemin er til húsa í nútímalegu setri í kringum verksmiðjuna: Rannsóknar- og þróunarsvið, hundagæsla, kattagæsla, höfuðstöðvar og franskt dótturfélag.
2002: Ný fjölskylda - Mars
ROYAL CANIN SAS er nú hluti af Mars Inc.
2002: Sérhannað fæði fyrir ákveðin hundakyn
Við hleypum af stokkunum fyrsta sérhannaða fóðrinu fyrir ákveðið hundakyn - Mini Yorkshire Terrier YPR 28. Það inniheldur næringu sem er sérsniðin að sérstökum líkamlegum og heilsufarslegum þörfum kynsins.
2003: Það besta úr báðum heimum
Nýja einstaka VDiet dýralæknalínan er afrakstur samstarfs milli ROYAL CANIN rannsóknarsetursins og Waltham-stofnunarinnar fyrir næringu gæludýra (WCPN).
2005
Háþróuð læknastöð fyrir offitumeðferðir. Í samvinnu við WCPN styðjum við stofnun fyrstu þyngdarstjórnunarstöðvarinnar í Evrópu, sem er staðsett í Liverpool á Bretlandi.
2009: Blautfóðrið okkar
Royal Canin kemur á markað með blautfóður í sérvöruverslunum með vörulínuna Feline Health Nutrition.
2009: Síðasta heimsálfan
Eftir að við opnuðum fyrstu verksmiðjuna okkar í Asíu, höfum við nú yfir að ráða níu vinnslustöðvum til að framleiða vörur okkar. Royal Canin framleiðir nú og dreifir vörum í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurskautslandið.
2012: Ofnæmisfrí og byltingarkennd nýjung
Eftir tíu ára rannsóknarstarf hófum við framleiðslu á sérstöku ofnæmisfóðri. Rannsóknirnar tengdust þeirri greiningaraðferð á ofnæmi að útiloka ákveðin innihaldsefni. Þetta nýstárlega fóður er ætlað hundum sem þjást af alvarlegu fæðuofnæmi. Í fóðrinu eru vatnsrofin prótein (oligopeptides). Þau eru auðmeltanleg og raska ekki ofurviðkvæmu ónæmiskerfi.
2014: Hver hundur er einstakur
Byrjað er á einstaklingsmiðuninni með því að framkvæma GHA, sem er próf sem skannar DNA hundsins og gerir dýralæknum kleift að setja upp sérsniðna heilsuáætlun sem tekur mið af einstaklingsbundnum erfðalykli hvers hunds.
2016 ICU-vörulínan sett á markað
ICU-vörulínan, sem er fullbúið fæði í fljótandi formi sérstaklega hannað fyrir fóðrun um slöngu, hjálpar dýralæknum að annast hunda og ketti í lífshættulegu ástandi. Með þessu fæði fá kettir og hundar nauðsynlega næringu til að ná skjótum bata.
2016 - Vörumerkjasameining
Betri saman: andi afburðagæða - sameiginleg framtíðarsýn um að skapa betri heim fyrir gæludýr sameinar vörumerkin ROYAL CANIN og EUKANUBA.
2017 - Hundurinn með í vinnuna
Aðalstöðvar okkar í Aimargues eru nú gæludýravænar. Allir hundar fá gjafapakka með vatnsskál, skilti sem segir að hundur sé á staðnum, göngutaumi, teppi, rauðri dýnu og nafnspjaldi svo hinir tvífættu sjái hvað hundurinn heitir.
2018 - Þróun innviðanna
Opnun 15. verksmiðjunnar okkar í Gimje í Suður-Kóreu gerir okkur kleift að færa enn frekar út kvíarnar í Austur-Asíu. Með stækkun hnattræna nýsköpunarsetursins okkar gefst okkur tækifæri til að halda áfram að gera heiminn betri fyrir gæludýrin.
Gildin okkar
Lestu meira um hugmyndafræðina og gildin sem móta hlutverk Royal Canin í heiminum.
Sérhannað fóður
Við byggjum vinnu okkar á síaukinni vísindalegri þekkingu á heilsufari gæludýra og næringarþörf þeirra.