Hugsað um heilsu kattarins þíns

Fyrstu mánuðina í lífi kettlingsins þíns tekur hann út ótrúlega mikinn vöxt og þroska. Með því að hugsa um heilsu hans á þessu mikilvæga tímabili leggurðu grunninn að heilbrigðri framtíð ykkar saman.

Sjö ráð til að viðhalda heilbrigði kettlingsins þíns

Það eru ýmsar einfaldar leiðir til að stuðla að heilbrigði og vellíðan kettlingsins þíns. Hér eru nokkur ráð frá dýralæknum og næringarfræðingum Royal Canin.
  1. Lærðu að skilja táknmál kettlingsins þín svo þú sjáir á honum ef honum líður illa. Ef þér finnst eitthvað athugavert, hafðu þá samband við dýralækni.
  2. Fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi um fóðrun kettlingsins og sjáðu til þess að hann fái næringarríkt kettlingafóður.
  3. Kettlingar þurfa mikið að sofa. Tryggðu kettlingnum þínum þægilegan og rólegan hvíldarstað.

4. Aldrei vekja kettling þegar hann sefur.

5. Kettlingar þurfa að hreyfa sig og eiga samskipti. Þess vegna skaltu gefa þér tíma til að leika við hann.

6. Efldu sjálfstraust kettlingsins þíns með því að tryggja að mismunandi fólk haldi reglulega á honum.

7. Fylgdu alltaf ráðlagðri bólusetningaráætlun dýralæknisins. .

Finndu réttu vöruna
Finndu réttu vöruna
3 mínútur

Finndu réttu vöruna

1

Svaraðu spurningum um gæludýrið þitt

2

Fáðu sérsniðna ráðleggingu

3

Hafðu mataræði gæludýranna alltaf uppfært

Styrktu ónæmiskerfi hvolpsins þíns með sérsniðnu fóðri

Það skiptir höfuðmáli fyrir heilsu og velferð hvolpsins í framtíðinni að hann þroski með sér sterkt ónæmiskerfi á fyrstu mánuðunum. Fóðrið okkar er vísindalega þróað til að stuðla að langvarandi hreysti.

Með kettlinginn í fyrsta sinn til dýralæknis

Það er mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Dýralæknirinn þarf að heilbrigðisskoða kettlinginn, bólusetja hann og gefa honum ormalyf. Þetta er gott tækifæri fyrir þig til að læra meira um heilsufar og um umönnun kettlingsins þíns.

Að bólusetja kettlinginn þinn

Ormahreinsun og ófrjósemisaðgerð á kettlingum

1/3

Að koma í veg fyrir orma í kettlingum

Þar sem ónæmiskerfi kettlinga er enn í mótun, eru þeir gjarnari á að fá orma en fullorðnir kettir. Ormar eru innvortis sníkjudýr og í köttum og kettlingum finnast einkum tvær gerðir af ormum:

  • Þráðormar (spóluormar) sem búa um sig í smágirni kettlinga og mynda kúlur sem geta valdið hægðateppu.
  • Bandormar sem hreiðra um sig í þörmum og valda uppþembu og niðurgangi. Stundum hafa þeir slæm áhrif á feld kettlinga.
2/3

Hver eru einkenni orma?

Nokkur einkenni geta bent til að kettlingurinn þinn sé með orma, þar á meðal: Veikindi, niðurgangur, uppþembdur kviður, þyngdartap, léleg feldgæði, máttleysi, orkutap, sár afturendi, uppköst og blóð í hægðum. Ef kettlingur er með lungnaorm gæti hann einnig verið með hósta, másað eða verið andstuttur.
3/3

Ormameðferð fyrir kettlinga

Kettlingurinn ætti að fá reglulegar ormahreinsunarmeðferðir á meðan á fyrsta bólusetningartímabili hans stendur. Dýralæknirinn þinn gæti einnig ráðlagt reglulegar ormahreinsunarmeðferðir út frá lífsstíl kattarins, og skiptir þá mestu hvort hann fari út úr húsi og hvort hann muni komast í snertingu við aðra ketti.
1/4

Þarf ég að láta gelda kettlinginn minn?

Yfirleitt er talað um að taka læður úr sambandi og að gelda fress en þessar ófrjósemisaðgerðir koma í veg fyrir framleiðslu eggja og sæðisfruma. Ófrjósemisaðgerð er einföld skurðaðgerð. Kötturinn er svæfður meðan dýralæknir gerir aðgerðina.

Tabby kitten being examined by a vet
2/4

Kostir þess að láta gelda ketti

Ef þú ferð með köttinn þinn í ófrjósemisaðgerð kemur þú ekki eingöngu í veg fyrir að kettlingar komi óvart í heiminn, heldur hefur aðgerðin líka góð heilsufarsleg áhrif auk þess sem hegðun kattarins breytist til hins betra. Læðan hættir til dæmis að senda frá sér kynhormón sem laðar að fresskettina og einnig minnkar breim verulega eða hverfur með öllu. Gelding minnkar líkur á að fresskötturinn fari á flakk eða taki þátt í slagsmálum.

Two kittens standing on a wall outdoors
3/4

Nokkrir heilsufarslegir kostir vönunar

Eftir vönun er minni hætta á æxlum í mjólkurkirtlum, sýkingum í eggjastokkum og legi og ormasýkingum hjá læðum. Vönun mun einnig draga úr hættu á eistnakrabbameini hjá fressum. Meðal annarra kosta er að komið er í veg fyrir kynsjúkdóma, þvag verður lyktarminna og minna verður um lyktarmerkingar.

Maine Coon kitten sitting outdoors in long grass
4/4

Besti aldurinn til að vana kettlinginn þinn

Venjulega er hægt að vana kettling þegar kynþroskaaldurinn hefst, sem er við sex til sjö mánaða aldur. Dýralæknirinn þinn mun geta gefið þér ráð um hvað henti þínum kettlingi best.

Kitten sitting on a windowsill looking outside

Eftir að kettlingur hefur verið vanaður á hann venjulega auðveldara með að þyngjast vegna þess að matarlystin eykst um leið og virknin verður minni. Til að koma í veg fyrir að kettlingurinn verði of þungur og glími við heilsufarsvandamál í tengslum við það er mikilvægt að aðlaga mataræðið. Dýralæknirinn þinn ætti að geta ráðlagt þér varðandi það.

Að koma auga á einkenni veikinda

Að þekkja algeng heilsufarsvandamál sem kettlingurinn þinn gæti staðið frammi fyrir og hvernig þú getur komið auga á fyrstu einkenni þeirra getur gert þig öruggari og hjálpað þér að sjá um kettlinginn.

Algeng heilsufarsvandamál
British Shorthair kitten standing in black and white on a white background

Rétt næring stuðlar að heilbrigði kettlingsins þíns

Sá þáttur sem hefur mest áhrif á heilsufar kettlingsins þíns er fóðrið sem hann fær. Næringarþörf katta og kettlinga er ólík eftir aldri. Ef þú gefur kettlingnum þínum réttu næringarefnin miðað við aldur hans og sérþarfir, tryggir þú honum heilbrigðan beinavöxt, heilbrigða húð, heilbrigðan feld, góða meltingu og fleira.

Aldursbundin næring fyrir kettlinga

Sacred Birman kitten in black and white eating from a white dish

Að fóðra kettlinginn þinn

Kynntu þér betur næringarþörf kettlingsins þíns og hvernig þú getur tryggt heilsusamlegar matarvenjur.

Sérsniðin næring fyrir kettlinga

Sérsniðið fóður sem fullnægir sérstökum þörfum kettlinga á ólíkum aldri og af ólíkum kattakynjum, hvernig sem lifnaðarhættir þeirra eru.