Fóðrun og næring kettlinga
Kettlingar þurfa annars konar fóður en fullorðnir kettir
Næringarþörf kettlinga er mjög ólík næringarþörf fullorðinna katta. Kettlingar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður. Kettlingar þurfa að fá orkumikið og próteinríkt fóður sem inniheldur næringarefni til að styrkja ónæmiskerfið. Auk þess þarf að vera rétt hlutfall af vítamínum og steinefnum í fóðrinu.
Hvers vegna mataræði kettlingsins er svona mikilvægt
Fæðing til 4 mánaða
4 til 12 mánaða
Meltingar- og ónæmiskerfi kettlingsins er að styrkjast en er enn viðkvæmt. Farið er að hægjast á vaxtarhraða og orkuþörf kettlingsins en hann þarf samt auðmeltanlegt fóður sem er sérstaklega hannað fyrir kettlinga í vexti.
Fullorðnir kettir
Fæðing til 4 mánaða
4 til 12 mánaða
Meltingar- og ónæmiskerfi kettlingsins er að styrkjast en er enn viðkvæmt. Farið er að hægjast á vaxtarhraða og orkuþörf kettlingsins en hann þarf samt auðmeltanlegt fóður sem er sérstaklega hannað fyrir kettlinga í vexti.
Fullorðnir kettir
Næringarefni fyrir heilbrigðan vöxt
Ýmis næringarefni eru mikilvæg fyrir kettlinginn á fyrstu mánuðunum að hjálpa heilbrigðum vexti og þroska. Mataræði kettlinga verður að veita næga orku og gæðaprótein til að styðja við vöxt, styrkja óþroskað ónæmiskerfi og vera auðmeltanlegt. ROYAL CANIN® fæði er í næringarfræðilegu jafnvægi og veitir heildstætt mataræði sem er sérsniðið að þörfum kettlinga af öllum stærðum, kynjum og hreyfiþörf.
Helstu næringarefniVísindin á bak við ROYAL CANIN® kettlingafóðrið
Matartímar kettlingsins
Þrjár aðferðir við að fóðra ketti og kettlinga eru algengastar.
- Sjálfsafgreiðsla - Þetta er náttúrulegasta leiðin. Þegar kettir hafa frjálsan aðgang að fóðri, borða þeir yfirleitt margar litlar máltíðir á dag, allt að 16 máltíðir á sólarhring. Þessi aðferð hentar kettlingum sem geta borðað þurrfóður og eru ekki of þungir eða líklegir til að borða yfir sig.
- Skammtar - Þegar þú gefur kettlingnum þínum fóðurskammt á ákveðnum tíma dagsins. Þessi aðferð er ekki í fullkomnu samræmi við náttúrlegar fóðurvenjur katta. Það kann þess vegna að vera betra að skipta dagsskammtinum niður í nokkrar litlar máltíðir sem þú gefur honum nokkrum sinnum yfir daginn.
- Blandað fóður - Hér er átt við að kettlingurinn fái þurrfóður í sjálfsafgreiðslu en blautfóður á ákveðnum tímum. Ef þú ferð þessa leið þarftu að gæta að heildar fóðurmagninu sem þú gefur kettlingnum svo hann þyngist ekki of mikið.
Rétt umhverfi fyrir fóðurskál kettlingsins
Hversu mikið þarf kettlingurinn minn að drekka?
Af hverju getur verið gott að gefa kettlingi blandað fóður?
Vatnsgjöf
Tveir pokar af blautfæði á dag geta veitt um það bil 73% af ráðlagðri daglegri vatnsneyslu kettlingsins þíns.
Þyngdarstjórnun
Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.
Tannhirða
Þurrt korn getur nýst til að halda tönnum kettlingsins hreinum vegna þess að það virkar eins og bursti á tennurnar þegar hann tyggur.
Borðað oft og lítið í einu
Ef kettlingurinn þinn fær aðgang að þurrfóðri sem hann getur borðað smám saman yfir daginn gerir þú honum kleift að fylgja náttúrulegum matarháttum katta sem felast í því að borða margar litlar máltíðir á dag.
Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?
Að breyta mataræði kettlingsins
Allar snöggar breytingar á fóðri geta valdið meltingartruflunum hjá kettlingnum og jafnvel gert hann tortrygginn gagnvart fóðrinu. Þess vegna er mikilvægt að fara varlega í fóðurskipti og gefa sér viku til þess, hvort sem þú ert að skipta yfir í fullorðinsfóður eða aðra fóðurtegund.