Fóðrun og næring kettlinga

Það skiptir höfuðmáli að þú fóðrir kettlinginn þinn á fóðri sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Kettlingar þurfa annars konar fóður en fullorðnir kettir

Næringarþörf kettlinga er mjög ólík næringarþörf fullorðinna katta. Kettlingar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður. Kettlingar þurfa að fá orkumikið og próteinríkt fóður sem inniheldur næringarefni til að styrkja ónæmiskerfið. Auk þess þarf að vera rétt hlutfall af vítamínum og steinefnum í fóðrinu.

Hvers vegna mataræði kettlingsins er svona mikilvægt

Til að hjálpa kettlingnum þínum að vaxa og halda heilsu er mikilvægt að gefa honum mat sem hentar aldri hans, lífsstíl og sérstökum næringarþörfum. Hann þarf rétt jafnvægi próteina, fitu, kolvetna, vítamína og steinefna. Einungis mataræði sem er í góðu jafnvægi veitir nauðsynlegar amínósýrur á borð við tárín, sem líkaminn getur ekki myndað.
Sacred Birman kitten sitting indoors next to a red feeding bowl

Fæðing til 4 mánaða

Á þessu mikla vaxtarskeiði þurfa kettlingar mataræði sem er ríkt af andoxunarefnum til að hjálpa þeim að byggja upp ónæmiskerfið. Þeir eru tilbúnir til að afvenslast við fjögurra til átta vikna aldur og til að byrja með ætti maturinn að vera með mjög mjúkri áferð til að auðvelda þeim að venja sig af mjólkinni.

Tabby kitten standing indoors eating from a stainless steel feeding bowl

4 til 12 mánaða

Meltingar- og ónæmiskerfi kettlingsins er að styrkjast en er enn viðkvæmt. Farið er að hægjast á vaxtarhraða og orkuþörf kettlingsins en hann þarf samt auðmeltanlegt fóður sem er sérstaklega hannað fyrir kettlinga í vexti.

Abyssinian kitten standing indoors eating from a white feeding bowl

Fullorðnir kettir

Þegar kettlingurinn hefur tekið fullorðinstennurnar um 12 mánaða aldur getur þú smám saman skipt yfir í fullorðinsfæði. Næringarþarfir fullorðins kattar eru háðar þáttum eins og stærð, kattakyni, hversu virkur hann er og hvort hann hafi verið vanaður. Það gæti hjálpað að ræða við dýralækni um hvernig sé best að skipta í réttan fullorðinsmat á réttum tíma fyrir köttinn þinn.

Sacred Birman kitten sitting indoors next to a red feeding bowl

Fæðing til 4 mánaða

Á þessu mikla vaxtarskeiði þurfa kettlingar mataræði sem er ríkt af andoxunarefnum til að hjálpa þeim að byggja upp ónæmiskerfið. Þeir eru tilbúnir til að afvenslast við fjögurra til átta vikna aldur og til að byrja með ætti maturinn að vera með mjög mjúkri áferð til að auðvelda þeim að venja sig af mjólkinni.

Tabby kitten standing indoors eating from a stainless steel feeding bowl

4 til 12 mánaða

Meltingar- og ónæmiskerfi kettlingsins er að styrkjast en er enn viðkvæmt. Farið er að hægjast á vaxtarhraða og orkuþörf kettlingsins en hann þarf samt auðmeltanlegt fóður sem er sérstaklega hannað fyrir kettlinga í vexti.

Abyssinian kitten standing indoors eating from a white feeding bowl

Fullorðnir kettir

Þegar kettlingurinn hefur tekið fullorðinstennurnar um 12 mánaða aldur getur þú smám saman skipt yfir í fullorðinsfæði. Næringarþarfir fullorðins kattar eru háðar þáttum eins og stærð, kattakyni, hversu virkur hann er og hvort hann hafi verið vanaður. Það gæti hjálpað að ræða við dýralækni um hvernig sé best að skipta í réttan fullorðinsmat á réttum tíma fyrir köttinn þinn.

Næringarefni fyrir heilbrigðan vöxt

Ýmis næringarefni eru mikilvæg fyrir kettlinginn á fyrstu mánuðunum að hjálpa heilbrigðum vexti og þroska. Mataræði kettlinga verður að veita næga orku og gæðaprótein til að styðja við vöxt, styrkja óþroskað ónæmiskerfi og vera auðmeltanlegt. ROYAL CANIN® fæði er í næringarfræðilegu jafnvægi og veitir heildstætt mataræði sem er sérsniðið að þörfum kettlinga af öllum stærðum, kynjum og hreyfiþörf.

Helstu næringarefni

Vísindin á bak við ROYAL CANIN® kettlingafóðrið

Við sérhæfum okkur í heilsusamlegu fóðri. Í okkar huga snýst fóðrun kettlingsins þíns ekki bara um uppbyggingu líkamans og að hann fái orku, heldur viljum við líka vernda hann. Við bjóðum fóður sem ver kettlinginn þinn fyrir sjúkdómum auk þess að sjá honum fyrir orku, stuðla að frumuvexti og viðhaldi.
1/4

Nákvæmt næringarjafnvægi

Með samstarfi okkar við ræktendur, dýralækna og næringarfræðinga tryggjum við að hver ROYAL CANIN® blanda sé búin til með ítrustu nákvæmni. Blöndurnar eru sérhannaðar til að uppfylla sérstakar þarfir kettlingsins þíns út frá aldri, kattakyni, lífsstíl og næmi.

Auk þess að fínstilla næringarfræðilegt jafnvægi og gæði fóðursins okkar leggjum við jafnframt áherslu á eftirfarandi lykilþætti.

Sacred Birman kitten indoors eating from a red bowl
2/4

Mjög gómsætt

Kettir og kettlingar eru ótrúlega viðkvæmir fyrir lykt og áferð en bragðskynið er minna þroskað, sem getur gert þá matvanda. Til að gera blöndurnar okkar girnilegri tryggjum við að:

  • Innihaldsefni séu sérlega valin út frá lykt, þéttleika og áferð auk næringargæðanna.
  • Áferð korns, lögun og stærð séu hönnuð á nákvæmlega réttan hátt.
  • Maturinn geymist fullkomlega.
Kitten sitting indoors eating from a white bowl
3/4

Auðmeltanlegt

Meltingarkerfi kettlinga er viðkvæmt og því eru blöndurnar okkar fyrir kettlinga mjög meltanlegar til að bæta upptöku næringarefna og koma í veg fyrir ólgu í maga.

Brown and white kitten sitting in a kitchen eating from a red feeding bowl
4/4

Mikið matvælaöryggi

Royal Canin hefur verið í fararbroddi hvað varðar gæðastjórnun og öryggi fóðurs í gæludýramatariðnaðinum í yfir 50 ár. Hver sending sem við fáum og hver framleiðslulota af fóðrinu sem við búum til er prófuð ítarlega með tilliti til næringargæða og öryggi fóðurs.

Grey and white kitten sitting indoors next to a stainless steel feeding bowl

Matartímar kettlingsins

Grey and white kitten standing inside eating from a white feeding bowl

Rétt umhverfi fyrir fóðurskál kettlingsins

Kettir eru mjög viðkvæmir og ýmislegt getur valdið því að þeir vilja ekki borða. Þeir vilja borða á rólegum stað, þar sem ekki er mikill umgangur og þeir vilja ekki hafa fóðrið sitt nálægt kattakassanum. Ekki hafa vatnsskálina nálægt fóðurskálinni því annars getur fóður farið í vatnið. Ekki hafa fóðurskálina nálægt matarborði fjölskyldunnar því annars gæti hann freistast til að stelast í matinn ykkar.
Haltu öllu áreiti í lágmarki því gestagangur, rifrildi, breytingar á birtu og hvellur hávaði getur haft áhrif á matarlyst kettlingsins.

1/2

Hvað er þrautaskál?

Þrautaskál er gagnvirkt leikfang með fóðri. Þegar kettlingurinn leikur sér fær hann fóðurbita.

Tvær megingerðir eru fáanlegar:

  • Þær sem eru alltaf á sama stað. Þær geta hentað fyrir blautfóður eða verið eins og völundarhús. Þær eru sérhannaðar til varna því að kötturinn borði of hratt eða of mikið í einu. Þær geta líka verið eins og einskonar matarborð.
  • Hin gerðin er færanleg og er ætluð fyrir þurrfóður. Á henni eru litlar fóðurskálar, egg og boltar.

Grey and white kitten laying down on top of a feeding puzzle
2/2

Hver er ávinningurinn af matarþrautum fyrir kettlinga?

Jafnvel þegar kettir eru vel fóðraðir eru þeir með mjög sterkt veiðieðli og matarþrautir nýta það. Þær geta verið heilsusamlegar fyrir kettlinginn þinn, því þær hvetja hann til að vera virkari. Jafnframt geta þær bætt andlega líðan kettlingsins og komið í veg fyrir hegðunarvandamál með því að draga úr leiðindum, gremju og streitu sem oft getur skapast af lífinu innandyra.

Grey tabby kitten standing on a cat tree by a window

Hversu mikið þarf kettlingurinn minn að drekka?

Kettir þurfa að öllu jafna að drekka um 60 ml af vatni fyrir hvert kíló sem þeir vega. Þeir geta ýmist drukkið vatn eða innbyrt vökva í gegnum fóðrið. Líkamshiti kettlingsins þíns, hreyfing hans, líkamlegt ástand og það fóður sem þú gefur honum, hafa áhrif á það hversu mikið hann þarf að drekka. Kettlingur sem er fóðraður á þurrfóðri (sem inniheldur um 10% af vatni) þarf að drekka meira en sá sem borðar blautfóður (sem inniheldur um 80% vatn).

Sjáðu til þess að hreint vatn sé alltaf til staðar

Fylltu reglulega á vatnið fyrir kettlinginn og skiptu alveg um það að minnsta kosti daglega til að halda því fersku. Þvoðu vatnsskálar jafnframt daglega til að koma í veg fyrir að sníkjudýr hreiðri þar um sig.

Hvernig hvetja skal kettlinga til að drekka

Kettir vilja drekka þegar tækifæri gefst, svo þú skalt setja nokkrar skálar hér og þar um heimilið og passa að hver um sig sé á rólegum stað, fjarri matarskálum og kattabökkum. Prófaðu einnig:

  • Að nota gler-, postulín- eða málmskálar - mörgum köttum líkar ekki bragðið af vatni úr plastskálum. A
  • ð nota víða og grunna skál sem er fyllt upp að brún svo kettlingurinn geti fylgst með umhverfi sínu á meðan hann drekkur.
  • Að láta kettlinginn þinn drekka úr vatnsbrunni eða af krana - sumir kjósa frekar rennandi vatn.

Af hverju getur verið gott að gefa kettlingi blandað fóður?

Talað er um blandað fóður þegar kettlingurinn þinn fær blöndu af blautfóðri og þurrfóðri, annað hvort í sömu máltíð eða sitt á hvað. Þannig fær kettlingurinn góða samsetningu af næringarefnum og blönduð fóðrun getur líka haft heilsusamleg áhrif.

Vatnsgjöf

Tveir pokar af blautfæði á dag geta veitt um það bil 73% af ráðlagðri daglegri vatnsneyslu kettlingsins þíns.

Þyngdarstjórnun

Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.

Tannhirða

Þurrt korn getur nýst til að halda tönnum kettlingsins hreinum vegna þess að það virkar eins og bursti á tennurnar þegar hann tyggur.

Borðað oft og lítið í einu

Ef kettlingurinn þinn fær aðgang að þurrfóðri sem hann getur borðað smám saman yfir daginn gerir þú honum kleift að fylgja náttúrulegum matarháttum katta sem felast í því að borða margar litlar máltíðir á dag.

Kitten standing indoors eating from a stainless steel bowl

Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?

Matarvenjurnar sem kötturinn kemur sér upp á fyrsta ári munu hafa áhrif á hvað hann vill borða síðar á ævinni. Þess vegna er gott að bjóða kettlingnum upp á fjölbreyttan mat snemma á ævinni, en fara þó ávallt hægt og rólega í að kynna hann fyrir nýjum mat. Tilvalið er að hefja blandaða fóðrun við tveggja til þriggja mánaða aldur.

how to transition onto new food illustration

Að breyta mataræði kettlingsins

Allar snöggar breytingar á fóðri geta valdið meltingartruflunum hjá kettlingnum og jafnvel gert hann tortrygginn gagnvart fóðrinu. Þess vegna er mikilvægt að fara varlega í fóðurskipti og gefa sér viku til þess, hvort sem þú ert að skipta yfir í fullorðinsfóður eða aðra fóðurtegund.

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.