Kettlingurinn sóttur og fyrsta vikan hjá þér
Það sem þú þarft að vita til að sjá um kettlinginn þinn
Það er að mörgu að huga þegar tekið er á móti nýjum kettlingi. Þú þarft að undirbúa þig vel áður en þú sækir hann og vita hvernig sé best að haga fyrsta deginum og nóttinni sem kettlingurinn er hjá þér. Þar á meðal þarftu að ákvarða hvað þú ætlir að gefa honum að borða.
Fyrstu vikuna er best að koma á rútínu auk þess sem þú ættir að fara með hann til dýralæknis og byrja félagsmótun. Eins er mikilvægt að vita hvernig sé best að kynna kettlinginn fyrir vinum, fjölskyldu, börnum og öðrum gæludýrum. Jafnframt þarftu að átta þig á hvernig sé best að haga fyrstu ævintýrum hans utandyra þegar bólusetningu er lokið.
Ertu tilbúin/n til að sækja kettlinginn þinn?
Mikilvægt er að þú sért að fullu tilbúin/n áður en þú sækir kettlinginn. Gakktu úr skugga um að þú hafir gert heimilið kettlingavænt og fullbúðu eitt herbergi með því að setja þangað allt sem hann þarfnast, þar á meðal rúm, matar- og vatnskálar, kattakassa og leikföng.
Þú þarft jafnframt kattabúr til að flytja kettlinginn þinn og fóður af sömu tegund og fyrri eigandi hefur verið að gefa honum. Það er líka góð hugmynd að finna dýralækni sem þú treystir og panta tíma í skoðun nokkrum dögum eftir að þú hefur sótt kettlinginn.
Gakktu úr skugga um að heimilið sé öruggt fyrir kettlinginn og settu upp aðstöðu þar sem hann á að halda til. Þú þarft líka að hafa ferðabúr fyrir hann. Best er að vera búinn að finna dýralækni svo þú getir bókað tíma nokkrum dögum eftir að kettlingurinn kemur heim með þér.
Þú ættir aldrei að taka að þér kettling yngri en átta vikna og sumir ræktendur halda kettlingum hjá mömmunni og gotsystkinum til 12 vikna aldurs. Á þeim aldri ætti kettlingurinn að vera farinn að borða fasta fæðu og kominn með nægan félagsþroska til að eiga samskipti við aðra ketti. Milli átta og 16 vikna byrjar kettlingurinn að finna sinn sess á heimilinu svo það er góður tími til að styrkja aðlögunina á heimilinu.
Best er að sækja kettlinginn þinn þegar þú hefur nokkra rólega daga til að verja með honum heimavið og þú átt ekki von á neinum gestum. Reyndu að sækja hann að morgni svo hann hafi tíma til að venjast heimili þínu fyrir nóttina.
Spurðu hvaða fóður kettlingurinn borðar og hvernig fóðurvenjur hans eru. Spurðu líka hvort hann noti kattakassa. Kannaðu hvort hann er búinn að fara til dýralæknis, fá bólusetningu og ormalyf og hvort búið er að örmerkja hann. Spurðu líka hvaða leikfang sé í mestu uppáhaldi hjá honum.
Ef hægt er, skaltu skilja leikföng og teppi eftir hjá kettlingnum í nokkra daga áður en þú sækir hann. Lyktin af nýja heimilinu verður þá orðin kunnugleg og róar kettlinginn á leiðinni heim og þegar hann kemur heim.
Hver sem ferðamátinn er, ættirðu að taka með þér kattabúr vegna þess að það er hættulegt að hafa kettling lausan í bíl og hann gæti sloppið ef þú ert gangandi eða ferðast með almenningssamgöngum.
Veldu búr sem mun rúma kettlinginn þinn þegar hann verður fullvaxinn og bættu við teppi til að auka þægindin. Myrkvað búr mun auka öryggiskennd kettlingsins þíns. Og mundu að taka bréfþurrkur og teppi til skiptanna ef slys verða meðan á ferðinni stendur. Hafðu burðarbúrið nærri þér á meðan á ferðinni stendur svo þú getir róað kettlinginn þinn.
Ef þú ert á bíl skaltu halda öllu rólegu og keyra varlega til að bregða ekki kettlingnum. Festu annað hvort kattabúrið með sætisbelti til að koma í veg fyrir að það renni til eða láttu annan farþega halda því föstu.
Til að veita kettlingnum öryggi skaltu setja þunnt teppi yfir kattabúrið og hafa leikföng eða teppi sem hann þekkir lyktina af með í búrinu. Öruggast er að hafa hann í búrinu meðan á ferðinni stendur, en þú getur auðveldað honum að halda ró sinni með því að tala blíðlega við hann.
Fyrsti dagur kettlingsins á nýja heimilinu
Fyrsta nótt kettlingsins á nýja heimilinu
Veittu öruggan svefnstað
Til að kettlingar haldi heilsu og þeim líði vel þurfa þeir að sofa mikið. Þeir þurfa að geta hvílt sig á rólegum stað þar sem þeir finna til öryggis. Kettlingurinn getur sofið í 20 klukkutíma á sólarhring og þegar hann fullorðnast þarf hann allt að 18 tíma svefn á sólarhring.
Besta kettlingafóðrið og fóðrunarvenjur
Haltu sama mataræðinu til að byrja með
Hvers kyns skyndilegar breytingar á mataræði kettlingsins geta valdið meltingartruflunum og streitu. Þess vegna skaltu fyrstu vikuna gefa kettlingnum sama fóður og fyrri eigandinn gaf honum. Svo geturðu smám saman skipt yfir í annað fóður ef þú vilt, og valið kettlingafóður sem hentar aldri hans.
Veittu rólegan stað til að borða
Þetta ætti að vera þar sem kettlingnum finnst hann vera öruggur, fjarri þeim stað sem þú og önnur gæludýr borða. Köttum finnst ekki gott að borða of nálægt kattakassanum sínum og þeir ættu ávallt að hafa aðgang að hreinu vatni. Það er mikilvægt að halda vatnskálum frá matnum til að forðast að það sullist á milli.
Ekki gefa kettlingnum mjólk eða mola af matarborðinu
Eftir afvenslun missa kettlingar getu til að melta sykur úr mjólkinni og þeir geta fengið niðurgang af kúamjólk. Ef þú gefur kettlingi mola af matarborðinu gæti hann vanist á að sníkja eða orðið veikur og of þungur af því að borða rangt fæði.
Ekki hafa áhyggjur þótt kettlingurinn hafi litla matarlyst
Streitan sem fylgir því að flytja á nýtt heimili getur dregið úr matarlyst kettlingsins í byrjun en þegar hann verður heimavanur ætti matarlystin að komast í eðlilegt horf. Það er líka gott að hafa hugfast að köttum er ekki eðlislægt að borða stórar máltíðir. Þeir borða frekar margar litlar máltíðir á dag. Ef þú hefur áhyggjur af matarvenjum kettlingsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.
Lestu um næringu og hvolpafóður
Að breyta mataræði kettlingsins með öruggum hætti
Félagsmótun kettlinga
Fyrsta heimsókn kettlingsins þíns til dýralæknis
Það er mjög mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis í skoðun eftir að hann hefur fengið nokkra daga í að koma sér fyrir hjá þér. Með því að undirbúa þig vandlega geturðu tryggt að það sé jákvæð upplifun fyrir kettlinginn. Og þú getur notað tækifærið til að læra meira um hvernig sé best að sjá um hann.
Kettlingurinn gæti verið í ójafnvægi eftir flutninginn á nýja heimilið, en þú getur hjálpað honum að halda ró sinni. Hreyfðu þig alltaf hægt og rólega og meðhöndlaðu hann mjög varlega. Notaðu blíða rödd og veittu stöðuga hughreystingu eftir því sem þú kynnir hann fyrir nýjum aðstæðum, hljóði og lykt. Passaðu þig einnig á að halda fjölda gesta í lágmarki til að byrja með.
Hvernig kynna skal kettlinginn fyrir börnum, gæludýrum og öðru fólki
Að hitta önnur dýr og fólk getur oft verið yfirþyrmandi fyrir kettlinga og gert þá hrædda, svo mikilvægt er að þú kynnir þá fyrir ókunnugum á réttan hátt.
Að kynna kettlinginnDagleg rútína kettlingsins
Kettlingurinn þinn getur byrjað að fara út undir eftirliti þegar búið er að endurbólusetja hann, um fjögurra mánaða. Hann er samt ekki tilbúinn að vera eftirlitslaus úti fyrr en í kringum sex mánaða aldurinn.
Auk þess að tryggja að kettlingurinn þinn sé fullbólusettur þarftu að athuga:
- Að hann sé auðkenndur með örmerki eða hálsól með merkispjaldi. Ólin þarf að passa vel um hálsinn á kettlingnum.
- Að garðurinn sé öruggur fyrir kettlinginn.
- Þú veist hvað kettlingnum þínum finnst skemmtilegast svo þú getur lokkað hann aftur inn með því.
Áður en kettlingurinn þinn fer út án eftirlits þarf jafnframt að vana hann til að koma í veg fyrir óæskileg got.
Fyrsta ferð kettlingsins þíns utandyra getur verið yfirþyrmandi, en hér eru nokkrar leiðir til að tryggja að upplifunin verði jákvæð:
- Veldu rólegan tíma og haltu börnum og öðrum gæludýrum í burtu.
- Farðu út fyrir kvöldmat svo að þú getir notað mat kettlingsins til að laða hann inn aftur.
- Gakktu með kettlingnum þínum meðan hann skoðar sig um svo hann týnist ekki.
- Skildu hurðina eftir opna svo hann sjái hvernig hann kemst aftur inn.