Kettlingurinn sóttur og fyrsta vikan hjá þér

Það er mjög spennandi að sækja nýja kettlinginn en það fyrst og fremst mikil breyting fyrir hann að fara að heiman frá mömmu sinni og systkinum. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga og sem hjálpa kettlingnum að aðlagast nýja heimilinu.

Það sem þú þarft að vita til að sjá um kettlinginn þinn

Það er að mörgu að huga þegar tekið er á móti nýjum kettlingi. Þú þarft að undirbúa þig vel áður en þú sækir hann og vita hvernig sé best að haga fyrsta deginum og nóttinni sem kettlingurinn er hjá þér. Þar á meðal þarftu að ákvarða hvað þú ætlir að gefa honum að borða.

Fyrstu vikuna er best að koma á rútínu auk þess sem þú ættir að fara með hann til dýralæknis og byrja félagsmótun. Eins er mikilvægt að vita hvernig sé best að kynna kettlinginn fyrir vinum, fjölskyldu, börnum og öðrum gæludýrum. Jafnframt þarftu að átta þig á hvernig sé best að haga fyrstu ævintýrum hans utandyra þegar bólusetningu er lokið.

Ertu tilbúin/n til að sækja kettlinginn þinn?

Mikilvægt er að þú sért að fullu tilbúin/n áður en þú sækir kettlinginn. Gakktu úr skugga um að þú hafir gert heimilið kettlingavænt og fullbúðu eitt herbergi með því að setja þangað allt sem hann þarfnast, þar á meðal rúm, matar- og vatnskálar, kattakassa og leikföng.

Þú þarft jafnframt kattabúr til að flytja kettlinginn þinn og fóður af sömu tegund og fyrri eigandi hefur verið að gefa honum. Það er líka góð hugmynd að finna dýralækni sem þú treystir og panta tíma í skoðun nokkrum dögum eftir að þú hefur sótt kettlinginn.

Fyrsti dagur kettlingsins á nýja heimilinu

Kettlingar eru mjög viðkvæmir þegar þeir koma í nýtt umhverfi og því borgar sig að fara gætilega þegar kettlingurinn kemur á heimilið. Með því að fylgja eftirfarandi ráðleggingum getur þú auðveldað kettlingnum að aðlagast á nýja heimilinu.
1/6

Sjáðu til þess að friður og ró ríki á heimilinu

Kettlingurinn getur orðið stressaður, nýfarinn frá mömmu sinni og kominn í nýtt umhverfi með nýrri lykt, nýjum hljóðum og nýju sjónrænu áreiti. Þú skalt því sjá til þess að friður og ró ríki á heimilinu.

Kitten standing indoors
2/6

Leyfðu kettlingnum að skoða sig um

Þegar þú kemur heim skaltu setja kattabúrið í herbergi sem þú hefur undirbúið fyrir kettlinginn og opna dyrnar. Leyfðu honum að koma út og kanna umhverfið á eigin hraða og forðastu freistinguna að knúsa hann strax.

Kitten walking along a windowsill indoors
3/6

Sýndu kettlingnum rúmið sitt

Eftir að kettlingurinn þinn hefur kannað herbergið sitt gæti hann verið tilbúinn í lúr svo þú skalt sýna honum rúmið sitt í stað þess að leika við hann. Gakktu líka úr skugga um að hann viti hvar kattabakkinn hans sé staðsettur.

Kitten sitting in a cat bed
4/6

Fylgstu með kettlingnum þínum

Kettlingurinn þinn kann að vera hlédrægur í byrjun en smám saman mun hann byrja að skoða sig um. Ef engar hættur eru á heimilinu fyrir kettlinginn, skaltu leyfa honum að skoða sig um en hafðu samt gætur á honum. Þú getur líka haft hann í eigin herbergi, ekki síst ef á því eru gluggar. Sjáðu samt til þess að hann hafi nægan félagsskap fyrstu vikurnar.

Kitten sitting on owners lap
5/6

Vertu á staðnum

Kettlingar ættu ekki að vera lengi einir heima fyrr en eftir fjögurra mánaða aldur. Þú getur vanið kettlinginn á að vera einan heima í stutta stund í einu. Þá byrjar þú að fara í burtu í nokkrar mínútur og lengir svo tímann smám saman. Stundum getur verið heppilegt að taka tvo kettlinga inn á heimilið á sama tíma en það er misjafnt eftir kattakynjum.

Kitten being held by its owner
6/6

Gefðu honum sitt pláss

Kettir þurfa að skipuleggja yfirráðasvæði sitt þannig að svæðin þar sem þeir matast, hvíla sig, þrífa sig (klósettferðir) og leika sér séu aðskilin. Fylgstu með hvernig kettlingurinn notar rýmið og gerðu breytingar ef nauðsyn krefur svo honum líði vel. Þú gætir til dæmis þurft að færa rúmið hans hærra eða kattakassann lengra frá matarsvæðinu.

Kitten lying on a wooden windowsill next to a plantpot

Fyrsta nótt kettlingsins á nýja heimilinu

Kettlingar eru oft mjög órólegir fyrstu nóttina á nýju heimili og það er eðlilegt að þeir væli fyrstu tvær til þrjár næturnar. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga og sem hjálpa kettlingnum að aðlagast nýja heimilinu.

Veittu öruggan svefnstað

Settu rúm kettlingsins á notalegan og rólegan stað með teppi og passaðu að hann hafi aðgang að vatni, mat og kattabakka. Til að koma á reglulegu svefnmynstri hjá kettlingnum er gott að slökkva ljósið, en fyrstu nóttina gæti hjálpað að láta næturljós skína meðan hann aðlagast umhverfi sínu.

Til að kettlingar haldi heilsu og þeim líði vel þurfa þeir að sofa mikið. Þeir þurfa að geta hvílt sig á rólegum stað þar sem þeir finna til öryggis. Kettlingurinn getur sofið í 20 klukkutíma á sólarhring og þegar hann fullorðnast þarf hann allt að 18 tíma svefn á sólarhring.

Besta kettlingafóðrið og fóðrunarvenjur

Fyrsta skiptið sem þú fóðrar kettlinginn þinn er mikilvægt skref í ferðalagi ykkar saman. Að skilja hvers hann þarfnast mun hjálpa þér að tryggja að það gangi vel.

Haltu sama mataræðinu til að byrja með

Hvers kyns skyndilegar breytingar á mataræði kettlingsins geta valdið meltingartruflunum og streitu. Þess vegna skaltu fyrstu vikuna gefa kettlingnum sama fóður og fyrri eigandinn gaf honum. Svo geturðu smám saman skipt yfir í annað fóður ef þú vilt, og valið kettlingafóður sem hentar aldri hans.

Veittu rólegan stað til að borða

Þetta ætti að vera þar sem kettlingnum finnst hann vera öruggur, fjarri þeim stað sem þú og önnur gæludýr borða. Köttum finnst ekki gott að borða of nálægt kattakassanum sínum og þeir ættu ávallt að hafa aðgang að hreinu vatni. Það er mikilvægt að halda vatnskálum frá matnum til að forðast að það sullist á milli.

Ekki gefa kettlingnum mjólk eða mola af matarborðinu

Eftir afvenslun missa kettlingar getu til að melta sykur úr mjólkinni og þeir geta fengið niðurgang af kúamjólk. Ef þú gefur kettlingi mola af matarborðinu gæti hann vanist á að sníkja eða orðið veikur og of þungur af því að borða rangt fæði.

Ekki hafa áhyggjur þótt kettlingurinn hafi litla matarlyst

Streitan sem fylgir því að flytja á nýtt heimili getur dregið úr matarlyst kettlingsins í byrjun en þegar hann verður heimavanur ætti matarlystin að komast í eðlilegt horf. Það er líka gott að hafa hugfast að köttum er ekki eðlislægt að borða stórar máltíðir. Þeir borða frekar margar litlar máltíðir á dag. Ef þú hefur áhyggjur af matarvenjum kettlingsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Lestu um næringu og hvolpafóður

Kettlingurinn þinn ætti að fá fóður sem inniheldur öll næringarefni sem hann þarfnast meðan hann er að þroskast. Þú þarft að skipta um fóður og breyta skammtastærðum eftir því sem hann eldist.

Að breyta mataræði kettlingsins með öruggum hætti

Meltingarkerfi kettlingsins er mjög viðkvæmt og snöggar fóðurbreytingar geta valdið magakveisu. Þegar komið er að því að skipta um fóður kettlingsins skiptir höfuðmáli að gera það hægt og rólega til að forðast meltingarvandamál. Sjá leiðbeiningar okkar um örugg fóðurskipti hjá kettlingnum.
1/3

Farðu með kettlinginn til dýralæknis

Dýralæknir þarf að skoða kettlinginn þinn nokkrum dögum eftir að þú tekur hann heim með þér. Þá heilbrigðisskoðar hann kettlinginn og gerir bólusetningaáætlun. Auk þess getur hann ráðlagt þér varðandi ormahreinsun, næringu og fleira.

Kitten coming out of a cat carrier at a vet clinic
2/3

Ferðast í bíl

Kettlingurinn þinn gæti þurft að ferðast í bíl, til dæmis þegar farið er með hann til dýralæknis. Því er mikilvægt að hann venjist því. Ef þú fórst ekki með hann heim í bíl, skaltu fara með hann í bíltúr fyrstu vikuna sem hann er hjá þér. Fyrst þarf hann að vera orðinn sáttur við að vera í ferðakörfunni eða búrinu. Síðan getur þú farið með hann í búrinu í bílinn án þess að setja hann í gang. Þegar kettlingurinn er orðinn rólegur getur þú sett bílinn í gang og vanið kettlinginn á að vera í bílnum á ferð.
3/3

Notaðu burðartösku eða búr fyrir kettlinginn

Það er öruggast að hafa kettlinginn í burðartösku eða búri á leiðinni heim. Hafir þú ekki gert það borgar sig að venja hann sem fyrst á tösku eða búr þannig að honum líði vel þar þegar þið farið í fyrsta sinn til dýralæknis. Þú getur hvatt kettlinginn til að hvíla sig í töskunni eða búrinu þannig að hann upplifi þetta góðan og öruggan hvíldarstað.
1/5

Lestu um umhverfisþjálfun kettlingsins þíns

Þú berð ábyrgð á því að kötturinn þinn öðlist sjálfstraust og venjist umhverfi sínu. Þú getur umhverfisþjálfað hann með því að sjá honum smám saman fyrir nýrri lífsreynslu og hughreysta hann af nærgætni.

Neva Masquerade kitten sitting indoors
2/5

Að kynna ný hljóð fyrir hvolpinum

Hljóð geta brugðið kettlingum og gert þá órólega, svo þú skalt kynna kettlinginn þinn reglulega fyrir nýjum hljóðum meðan þú hughreystir hann. Þetta gætu t.d. verið tónlist eða hljóð frá þvottavél eða hárþurrku. Passaðu þig á að kynna aðeins ný hljóð svo lengi sem kettlingurinn virðist vera rólegur yfir því.

Sacred Birman kitten walking in a kitchen
3/5

Hjálpaðu kettlingnum að skoða sig um

Kettlingurinn mun þurfa að ráða við yfirborð af ýmsu tagi. Þú getur hjálpað honum að venjast með því að sýna honum í rólegheitunum stiga, klifurtré innanhúss og yfirborð af ýmsu tagi.

Kitten exploring outdoors
4/5

Vendu kettlinginn þinn við meðhöndlun

Dýralæknirinn þinn mun vilja skoða kettlinginn þinn ítarlega. Til að koma í veg fyrir að þetta geri hann órólegan er best að venja kettlinginn varlega við að vera tekinn upp og meðhöndlaður.

British Shorthair kitten being stroked by owner
5/5

Leiktu við kettlinginn

Gefðu þér tíma til að leika þannig við kettlinginn að þú hvetjir hann varlega til að sýna eðlislæga hegðun eins og að læðast að, stökkva á og slá í.

Kitten playing in a kitchen chasing a stick

Félagsmótun kettlinga

Umhverfisþjálfun ætti að hefjast sem fyrst. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir óæskilega hegðun auk þess sem slík þjálfun styrkir sjálfstraust kettlingsins. Það kemur honum til góða þegar hann verður fullorðinn. Finndu út hvernig þú getur félagsmótað kettlinginn þinn.

Fyrsta heimsókn kettlingsins þíns til dýralæknis

Það er mjög mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis í skoðun eftir að hann hefur fengið nokkra daga í að koma sér fyrir hjá þér. Með því að undirbúa þig vandlega geturðu tryggt að það sé jákvæð upplifun fyrir kettlinginn. Og þú getur notað tækifærið til að læra meira um hvernig sé best að sjá um hann.

Í fyrsta sinn til dýralæknis

Kettlingurinn gæti verið í ójafnvægi eftir flutninginn á nýja heimilið, en þú getur hjálpað honum að halda ró sinni. Hreyfðu þig alltaf hægt og rólega og meðhöndlaðu hann mjög varlega. Notaðu blíða rödd og veittu stöðuga hughreystingu eftir því sem þú kynnir hann fyrir nýjum aðstæðum, hljóði og lykt. Passaðu þig einnig á að halda fjölda gesta í lágmarki til að byrja með.

Hvernig kynna skal kettlinginn fyrir börnum, gæludýrum og öðru fólki

Að hitta önnur dýr og fólk getur oft verið yfirþyrmandi fyrir kettlinga og gert þá hrædda, svo mikilvægt er að þú kynnir þá fyrir ókunnugum á réttan hátt.

Að kynna kettlinginn

Dagleg rútína kettlingsins

Fyrstu dagar og vikur kettlingsins með þér munu hafa áhrif á hvernig hann aðlagast fjölskyldunni og hvort hann muni þroskast í hamingjusaman og félagslyndan kött. Hér eru nokkrar leiðir til að koma á venjum sem munu veita kettlingnum þínum eins gott upphaf og kostur er á.
1/4

Að nota kattakassann

Margir kettlingar læra að nota kattabakka með því að fylgjast með móður sinni. Ef kettlingurinn þinn er ekki húsvanur skaltu setja hann í bakkann og klóra í sandinn með öðrum framfóta hans. Gerðu það eftir hverja máltíð og þegar hann vaknar. Gakktu úr skugga um að kattabakkinn sé á rólegum stað, alltaf aðgengilegur og fjarri matar- og vatnsskálum.
2/4

Fóðrun

Fylgdu sömu rútínu og fyrri eigandi kettlingsins fyrstu vikuna. Eftir það geturðu smám saman fært þig yfir í þá rútínu sem þú vilt hafa. Þrír meginvalkostir eru í boði:

  • Settu fram daglegan þurrfæðisskammt kettlingsins þíns og leyfðu honum að narta í hann að eigin geðþótta.
  • Gefðu honum nokkrar litlar máltíðir á dag.
  • Settu fram minni skammt af þurrfæði sem hann getur gengið í að vild en gefðu blautfæði á ákveðnum tímum.

Hvaða kost sem þú velur ættirðu að halda þig við hann svo kettlingurinn læri við hverju er að búast.

Kitten sitting on a white rug eating from a red bowl
3/4

Að leika

Passaðu upp á að allir fjölskyldumeðlimir verji tíma í að leika við köttinn og mynda tengsl við hann. Leiksvæðið er mikilvægasti hluti yfirráðasvæðis þeirra og þeir þurfa pláss til að hlaupa, klifra og fela sig. Kettir elska sérstaklega að vera hátt uppi, svo ef þú ert ekki með nógu marga staði sem kötturinn getur tyllt sér á er skynsamlegt að kaupa kattatré.

Grey and white kitten playing indoors with a red ball
4/4

Hegðun og þjálfun

Þótt þú eigir alltaf að koma fram við kettlinginn þinn af nærgætni er mikilvægt að honum séu sett mörk. Ein besta leiðin til að fá kettling til að láta af óæskilegri hegðun, eins og að róta í ruslinu, er að draga athygli hans að leikfangi og segja „nei“ eða annað einfalt orð.

Bengal kittens playing together indoors
1/3

Hreyfing

Einn virkasti tími dagsins hjá köttum er þegar rökkva tekur. Kettlingurinn mun hafa sérstaklega gaman af því að leikið sé við hann á þeim tíma, sem mun jafnframt þreyta hann fyrir háttatímann. Eins eru kettir virkir við dögun. Ef þú vaknar ekki snemma að jafnaði gætirðu prófað að gefa kettinum leikfang sem gefur honum fóður þegar hann leikur með það. Þannig getur hann haft ofan af fyrir sér snemma á morgnana.

Grey kitten walking through grass
2/3

Staðsetning rúms

Settu rúm kettlingsins á þann stað sem þú ætlar að hafa hann allan fullorðinsaldurinn, því þegar hann er byrjaður að sofa einhvers staðar er ekki auðvelt að breyta staðsetningunni. Þótt rúm kettlingsins þurfi að vera á rólegum stað er best að hafa það frekar nálægt þeim hluta heimilisins þar sem þú verð mestum tíma, því hann hefur gaman af að fylgjast með þér.

Neva Masquerade kittens sitting together in a grey cat bed
3/3

Samkvæmni

Gakktu úr skugga um að kettlingurinn þinn hafi allt sem hann þarf á að halda, kattakassa, ferskt vatn, fóður, skemmtilegt leikfang og teppi. Gefðu honum síðan merki um háttatíma með því að slökkva ljósin. Hann kann að væla fyrstu næturnar en fljótlega lærir hann að þú kemur til hans að morgni og reglufesta eykur öryggistilfinningu hans.

Siamese kitten standing on a table indoors

Kettlingurinn þinn getur byrjað að fara út undir eftirliti þegar búið er að endurbólusetja hann, um fjögurra mánaða. Hann er samt ekki tilbúinn að vera eftirlitslaus úti fyrr en í kringum sex mánaða aldurinn.

Auk þess að tryggja að kettlingurinn þinn sé fullbólusettur þarftu að athuga:

  • Að hann sé auðkenndur með örmerki eða hálsól með merkispjaldi. Ólin þarf að passa vel um hálsinn á kettlingnum.
  • Að garðurinn sé öruggur fyrir kettlinginn.
  • Þú veist hvað kettlingnum þínum finnst skemmtilegast svo þú getur lokkað hann aftur inn með því.

Áður en kettlingurinn þinn fer út án eftirlits þarf jafnframt að vana hann til að koma í veg fyrir óæskileg got.

Fyrsta ferð kettlingsins þíns utandyra getur verið yfirþyrmandi, en hér eru nokkrar leiðir til að tryggja að upplifunin verði jákvæð:

  • Veldu rólegan tíma og haltu börnum og öðrum gæludýrum í burtu.
  • Farðu út fyrir kvöldmat svo að þú getir notað mat kettlingsins til að laða hann inn aftur.
  • Gakktu með kettlingnum þínum meðan hann skoðar sig um svo hann týnist ekki.
  • Skildu hurðina eftir opna svo hann sjái hvernig hann kemst aftur inn.

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® Kitten styður heilbrigðan vöxt og þroska með því að veita öll nauðsynleg næringarefni fyrir þarfir kettlingsins fyrsta æviárið.