Klamýdófíla felis

Klamýdófíla felis er bakteríutegund sem veldur augnslímhúðarbólgu hjá köttum og kettlingum. Hægt er að bólusetja köttinn þinn gegn klamýdófíla felis í samráði við dýralækninn þinn.
Young cat lying down on an examination table being checked over by a vet.

Hvað er klamýdófíla felis?

Klamýdófíla felis er bakteríutegund sem veldur augnslímhúðarbólgu hjá köttum og kettlingum.

Hver eru einkenni klamýdófíla felis?

Þegar köttur eða kettlingur er með augnslímhúðarbólgu sýnir hann margvísleg einkenni. Meðal einkenna sem þú ættir að fylgjast með eru:

  • Hvers kyns útferð og vökvasöfnun í augum
  • Reglulegt og óhóflegt blikk
  • Að hann píri augun ítrekað
  • Roði í augnvef

Mun augnslímhúðarbólga sameinast einhverjum öðrum einkennum?

Oft sameinast augnsýkingar í formi augnslímhúðarbólgu sýkingum í efri öndunarvegi. Saman er þetta kallað „kattaflensa“ og stafar af nokkrum mismunandi sýkingum.

Algengast er að þetta innihaldi áblástursveiru í köttum (FHV-1) og bikarveiru í köttum (FCV), sem bæði eru veirusjúkdómar sem eru mjög algengir meðal katta.

Bakteríur eins og bronchiseptica og berfrymingur geta einnig lagt sitt af mörkum.

Hvernig dreifist kattaflensa?

Kattaflensa dreifist beint á milli katta sem og með fólki sem klappar þeim og þvær ekki hendurnar. Hún dreifist einnig með hlutum sem mengast af hnerrum eða tárum og eru ekki þrifnir nægilega. Þar á meðal geta verið matarskálar, búr og burstar.

Hver eru önnur einkenni kattaflensu?

Klínísk einkenni kattaflensu eru meðal annars:

  • rennsli úr augum og nefi
  • aukin munnvatnsmyndun
  • hnerrar
  • munnangur
  • bólgið tannhold
  • hálsbólga
  • stækkaðir eitlar

Verða einkenni kattaflensu alltaf greinileg?

Köttur eða kettlingur sem sýnir engin klínísk einkenni eða sjúkdómseinkenni eins og þau sem lýsandi eru fyrir kattaflensu getur engu að síður borið með sér ýmsar veirur og þar á meðal bikarveiru í köttum, áblástursveiru í köttum, FeLV og klamýdófíla felis.

Ef nýi kettlingurinn þinn umgengst aðra ketti skaltu ávallt vera á varðbergi. Mögulegt er að aðrir kettir í hópnum geti borið ofangreindar veirur með sér þátt fyrir að líta út fyrir að vera heilbrigðir.

Ef svo er, hefur það hættu í för með sér fyrir aðra ketti í hópnum, sér í lagi kettlinga.

Er hægt að bólusetja köttinn minn gegn klamýdófíla felis og augnslímhúðarbólgu?

Hægt er að bólusetja köttinn þinn gegn klamýdófíla felis í samráði við dýralækninn þinn.

Kettir og kettlingar eru reglulega bólusettir gegn ákveðnum kjarnaveirum og sjúkdómum sem geta saman myndað kattaflensu. Klamýdófíla felis er þó ekki alltaf innifalin.

Dýralæknirinn þinn mun ráðleggja þér hvort þetta bóluefni sé nauðsynlegt.

Hvaða kjarnabólusetningar fá kettir oftast?

Kjarnabólusetningar innihalda eftirfarandi:

  • Áblástursveiru í köttum (fHV-1)
  • Bikarveiru (FCV)
  • Kattafársveiru (FPV)
  • Hvítblæði í köttum (FeLV)

Bólusetning fyrir klamýdófíla felis er ekki gefin að staðaldri, en dýralæknar munu oft mæla með henni. Dýralæknirinn mun taka lífsstíl kettlingsins með í reikninginn, sér í lagi hvort hann muni vera mikið utandyra og hvort hann muni komast í snertingu við aðra ketti. Hann mun síðan setja saman ráðlagða bólusetningaráætlun.

Ef líklegt er að nýi kettlingurinn þinn muni umgangast aðra ketti er mikilvægt að ræða við dýralækninn þinn um að láta bólusetja hann fyrir öllum orsakavöldum kattaflensu.

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.

Líkaðu við og deildu þessari síðu