Á ég að láta gelda fressið mitt?
Ófrjósemisaðgerðir á köttum eru mjög algengar og þeim fylgja margir kostir fyrir köttinn og heimili þitt. Þessa ákvörðun þarf að ígrunda, ekki síst ef þú hefur áhuga á að eignast kettlinga í framtíðinni.
Hvað er gelding?
Talað er um geldingu þegar fresskettir eru gerðir ófrjóir. Yfirleitt er talað um að læður séu teknar úr sambandi þegar þær fara í ófrjósemisaðgerð en orðið „gelding“ er stundum notað um bæði kynin.
Hvernig virkar gelding?
Kynhormón kattarins eru fjarlægð. Á fressköttum eru eistun fjarlægð svo þeir framleiði ekki sæðisfrumur sem gætu frjóvgað egg læðunnar. Þeir verða því óhæfir til að fjölga sér. Ófrjósemisaðgerðir eru í höndum dýralækna.
Hvenær er best að láta gelda kettlinginn minn?
Best er að láta gera ófrjósemisaðgerð í kringum kynþroskann sem er á milli sex og tólf mánaða hjá fressköttum. Fresskettir verða kynþroska og byrja að leita að maka á aldrinum sjö til tólf mánaða. Hægt er að gera ófrjósemisaðgerð á fressköttum frá þriggja mánaða aldri með góðum árangri. Dýralæknir getur ráðlagt þér hvenær best er að kettlingurinn þinn fari í ófrjósemisaðgerð.
Af hverju ætti ég að láta gelda kettlinginn minn?
Helsta ástæðan er sú að þá stuðlar þú ekki að því að kettlingar komi í heiminn fyrir slysni. Erfitt er að stýra því og góð heimili fyrir kettlingana geta verið vandfundin. Gelding minnkar líkurnar á að hann fái kynsjúkdóm þar sem mökunarhvötin minnkar. Líkur á slagsmálum við aðra ketti minnka og heimilishaldið verður því rólegra.
Hvernig breytist fóðrun kettlingsins míns?
Næringarþörf kettlingsins þíns breytist eftir geldingu. Orkuþörfin minnkar um 30% eða þar um bil en matarlystin eykst um 20-25%. Þar sem kettlingurinn þinn er enn að vaxa og þarf orku til að byggja upp vöðva, er mikilvægt að hann fái fóður sem er miðað við breytta næringarþörf. Fóður sem er sérhannað fyrir gelda ketti getur verið góður kostur. Fáðu ráðleggingar um næringu hjá dýralækninum.
Hvaða aðrir meinbugir fylgja geldingu?
Fressköttum hættir mjög til að fitna eftir geldingu og það getur leitt til heilsufarsvandamála. Þar á meðal sjúkdóma í liðum, sykursýki og þvagfærasjúkdóma. Ef þú lætur gelda kettlinginn þinn skaltu fylgjast vel með hitaeiningunum sem hann innbyrðir og sjá honum fyrir hreyfingu með því að leika við hann svo hann fitni ekki um of.
Gelding getur haft góð áhrif á köttinn þinn og heimilið. Þú getur rætt við dýralækninn þinn til að fá frekari upplýsingar og mat á því hvort rétt er að gelda köttinn þinn.
Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn
Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
Líkaðu við og deildu þessari síðu