Helstu næringarefni fyrir kettlinga

Við veljum innihaldsefni út frá næringarfræðilegri samsetningu, gæðum og sjálfbærni. Þessi innihaldsefni nýtast til að tryggja kettlingum nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigðan vöxt og þroska. Rétt eins og flókið púsluspil inniheldur öll nauðsynleg púsl til að mynda heildarmyndina veitir heildstætt mataræði í góðu næringarjafnvægi nákvæma samsetningu þeirra næringarefna sem kettlingurinn þarf til að þroskast á heilbrigðan hátt.
Kitten standing indoors licking its lips next to a stainless steel feeding bowl
Bengal kittens playing on a white sheet while their mother stands behind

Mataræði kettlingsins verður að styðja við vöxt hans

Vegna þess að kettlingar eru að ganga í gegnum hratt vaxtarskeið þurfa þeir hærra hlutfall próteins í mataræðinu. Prótein eru mikilvæg til að byggja upp vöðva, bein og aðra vefi og getur ójafnvægi í mataræði valdið alvarlegum vandamálum t.d. í beinum og liðum.
Hraður vöxtur kettlingsins veldur einnig álagi á viðkvæmt meltingarkerfi hans. Því er ekki nóg að maturinn sé í réttu næringarfræðilegu jafnvægi heldur þarf hann einnig að vera mjög auðmeltanlegur.

Þroskaþörf kettlinga

Þarfir kettlinga sem eru að þroskast eru mjög frábrugðnar þörfum fullorðinna katta og líkjast ekkert þörfum mannfólks. Mataræði þeirra verður að sjá þeim fyrir næringarefnunum sem nauðsynleg eru líkamanum og réttri næringarefnablöndu til að líkaminn þroskist og vaxi á réttan hátt. Einnig verður mataræðið að taka tillit til óþroskaðrar meltingar, ónæmis og tannvaxtar. Sérsniðin næringarblanda styður við vöxt líkamans, orkuþörf og virkni ónæmiskerfisins.

Kattalínan okkar

ROYAL CANIN® kettlingafóðrið eflir vöxt og þroska. Í því eru öll næringarefni sem eru kettlingnum nauðsynleg fyrsta árið.

Sacred Birman kitten eating wet food in black and white on a white background

Lestu meira um fóðrun

Það skiptir höfuðmáli að þú fóðrir kettlinginn þinn á fóðri sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarþörf hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.