Blaut- eða þurrfæði - hvað á að gefa kettinum?

British Shorthair cat lying down on a white rug next to a feeding bowl
Þegar fólk er að íhuga hvað eigi að gefa ketti, veltir það oft fyrir sér hvort sé betra, blautmatur eða þurrmatur. Besti kattamaturinn ætti ekki einungis að veita bestu næringuna, heldur þarf líka að vera auðvelt fyrir þig að stjórna gjöfinni auk þess sem kötturinn þarf að vilja borða matinn.

 

Helst ætti það einnig að hjálpa til við að halda hugsanlegum heilsufarsvandamálum í skefjum. Blautfæði er frábær leið til að uppfylla sumar þessara þarfa en þurrfæði getur verið frábært á annan máta. Blautfæði hjálpar til við að auka vatnsneyslu kattarins, en þurrfæði nýtist til að viðhalda tannheilsu hans. Ilmurinn af blautfæði er líklegri til að freista jafnvel vandlátustu katta, en þurrfóður heldur gæðum sínum í skálinni allan daginn. Þar sem blaut- og þurrfæði fyrir ketti veitir mismunandi ávinning er vert að íhuga hvort hentugt sé að gefa kettinum báðar tegundirnar (þó ekki í sömu skálinni).

 

Ávinningur þurrfæðis fyrir ketti

Einn helsti kosturinn við þurrfæði fyrir ketti er að það geymist auðveldlega og einfalt er að gefa kettlingnum það. Það getur legið í skál allan daginn án þess að skemmast. Það gerir kettinum kleift að narta reglulega í það, sem er tilvalið til að stuðla að heilbrigðum matarvenjum. Þegar þurrfóður er rétt blandað nýtist það einnig til að bæta tannheilsu, því ef yfirborð kornsins er örlítið hrjúft heldur það tannsteinsmagninu sem sest á tennurnar í skefjum.

 

Ávinningur blautfæðis fyrir ketti

Margir kettir fá ekki nægan vökva eingöngu með því að drekka og treysta því á að fóðrið bæti við það vatnsmagn sem þeir neyta. Lykilávinningur blautfæðis fyrir ketti er að það tryggir aukavökvann sem þarf til að viðhalda réttu vökvastigi líkamans og dregur einnig úr líkum á heilsufarsvandamálum í nýrum og þvagfærum.

 

Einn af kostunum við blautfóður er að það er lyktarmeira en þurrfóður. Það skiptir ketti máli því þeir treysta mun meira á lyktarskynið en bragðskynið. Kettir hafa alla jafna mun næmara lyktarskyn en menn en bragðskyn mannsins er um tuttugu sinnum meira en hjá köttum.
Bengal cat indoors eating from a feeding bowl

Kostir þess að gefa blandað fóður

Köttum finnst gott að hafa svolitla fjölbreytni í fóðrinu. Það þýðir þó ekki að þeir þurfi að fá ólíkt fóður í hvert mál eða að skipta þurfi um fóður í hverjum mánuði, því fer fjarri. Það hefur sýnt sig að matvandir kettir eru sáttari ef þeir fá bæði blautfóður og þurrfóður. Kettir hafa líka ólíkan smekk þegar kemur að áferð fóðursins. Með því að gefa kettinum þínum bæði þurrfóður og blautfóður fær hann blandaða áferð og kann örugglega vel að meta aðra hvora.

 

Blandað fóður samræmist náttúrulegum fóðurvenjum katta. Kettir vilja borða margar litlar máltíðir yfir daginn. Gefðu kettinum bæði blautfóður og þurrfóður. Settu fóðrið í aðskildar skálar svo hann geti ákveðið hvað hann vill borða hverju sinni.

 

Að venja kettlinginn við blandað fóður

Gefa má kettinum ólíkar fóðurtegundir til skiptis eða samtímis. Það fer eftir því hvað kettinum líkar best. Breytingar á fóðrun þarf að gera í rólegheitum og gefa kettinum viku til að aðlagast. Annars er hætt við að hann fái magakveisu. Hér getur þú lesið meira um hvernig best er að standa að breytingum á fóðrun:

Líkaðu við og deildu þessari síðu