Að undirbúa fyrstu heimsókn kettlingsins til dýralæknis

Að gera fyrstu heimsókn kettlingsins til dýralæknis að spennandi viðburði
Ginger kitten in a veterinary clinic being examined
Kitten on an examination table being observed by a vet

Mikilvægi fyrstu heimsóknar til dýralæknis

Það er mikilvægt að fara með kettlinginn til dýralæknis fljótlega eftir að hann kemur á heimilið. Það er gott tækifæri fyrir þig til að læra meira um heilsufar og um umönnun kettlingsins þíns. Það borgar sig að undirbúa heimsóknina vel svo þú fáir sem mest út úr henni og upplifunin verði jákvæð fyrir kettlinginn þinn.

Kitten being held by a vet

Hvenær á að fara með kettlinginn til dýralæknis?

Allir kettlingar eru ólíkir og sumir þurfa að fara oftar til dýralæknis en aðrir. Kettlingurinn fór í fyrstu heimsóknina til dýralæknis þegar hann var um tveggja mánaða og þú þarft að fara með hann í frekari bólusetningar þegar að því kemur. Hann þarf að fara að minnsta kosti einu sinni á ári til dýralæknis, í heilbrigðisskoðun og endurbólusetningu. Hafðu samband við dýralækninn þinn ef þú hefur áhyggjur af heilsu eða velferð kettlingsins þíns.

Bengal kitten crouching in black and white

Finna dýralækni

Það er mikilvægt að finna dýralækni á svæðinu áður en þú nærð í kettlinginn þinn. Finndu dýralækni nálægt þér.

Norwegian Forest Cat kittens sat together in black and white

Þekking á heilsufari kettlingsins

Það er mikilvægt að þú þekkir venjur kettlingsins og hegðun þannig að þú áttir þig fljótt ef eitthvað amar að. Jafnframt skiptir miklu máli að vita hvenær á að bólusetja og endurbólusetja.