Hugað að heilsu hvolpsins
Sex ráð til að viðhalda heilbrigði hvolpsins þíns
2. Ef þér finnst eitthvað ekki vera í lagi, eða að hvolpurinn þinn virðist ekki eins og hann á að sér að vera, skaltu tala við dýralækninn þinn.
3. Gakktu úr skugga um að hvolpurinn fái rétta næringu með sérhæfðu hvolpamataræði sem er í góðu jafnvægi.
4. Hundar eru félagsverur. Verðu tíma með hvolpinum þínum og mundu að leika og eiga samskipti við hann.
5. Fylgdu alltaf leiðbeiningum dýralæknis varðandi ormahreinsun.
Finndu réttu vöruna
Svaraðu spurningum um gæludýrið þitt
Fáðu sérsniðna ráðleggingu
Hafðu mataræði gæludýranna alltaf uppfært
Styrktu ónæmiskerfi hvolpsins þíns með sérsniðnu fóðri
Það skiptir höfuðmáli fyrir heilsu og velferð hvolpsins í framtíðinni að hann þroski með sér sterkt ónæmiskerfi á fyrstu mánuðum lífsins. Fóðrið okkar er vísindalega þróað til að stuðla að langvarandi hreysti.
Hvernig þú færð sem mest út úr fyrstu heimsókn hvolpsins til dýralæknis
Þegar hvolpurinn þinn hefur gert sig heimakominn er kominn tími til að fara með hann í heimsókn til dýralæknis. Dýralæknirinn þarf að kanna ýmsa mikilvæga þætti og hefja nauðsynlegar meðferðir á borð við bólusetningar og ormahreinsun. Þetta einfalda ferli mun veita hvolpinum þínum besta veganestið út í lífið.
Í fyrsta sinn til dýralæknisBólusetningar og ormahreinsun
Meira lesefni
Ætti ég að vana hvolpinn minn?
Með því að vana hvolpinn fyrirbyggirðu að þú getir notað hann til undaneldis, þar sem aðgerðin kemur í veg fyrir framleiðslu sæðis eða eggja. En það hefur margvíslegan heilsufarslegan og hegðunarlegan ávinning í för með sér auk þess að koma í veg fyrir óæskileg got.
Ófrjósemisaðgerðir sem þessar eru ýmist kallaðar vönun eða gelding og eru mismunandi mill karl- og kvendýra. En í tilfellum beggja kynja fer aðgerðin fram þannig að hvolpurinn er svæfður og fer í smávægilega skurðaðgerð hjá dýralækni.
Kostir þess að láta gelda ketti
Rakkar
- Minni hætta á æxlum í eistum og bakraufarkirtli og stækkun blöðruhálskirtils.
- Ólíklegra er að karlkyns hundar merki umráðasvæði sitt í garðinum þínum.
- Ólíklegra er að karlkyns hundurinn þinn fari á flakk, skilji eftir sig þvagmerkingar eða sé árásargjarn.
Tíkur
- Forvarnir gegn æxlum í spena.
- Einkenni lóðarís hverfa eða minnka.
Bæði
- Forvarnir gegn kynsjúkdómum.
- Rakkar missa áhuga á tíkunum.
- Engir óæskilegir hvolpar.
Rakkar
- Minni hætta á æxlum í eistum og bakraufarkirtli og stækkun blöðruhálskirtils.
- Ólíklegra er að karlkyns hundar merki umráðasvæði sitt í garðinum þínum.
- Ólíklegra er að karlkyns hundurinn þinn fari á flakk, skilji eftir sig þvagmerkingar eða sé árásargjarn.
Tíkur
- Forvarnir gegn æxlum í spena.
- Einkenni lóðarís hverfa eða minnka.
Bæði
- Forvarnir gegn kynsjúkdómum.
- Rakkar missa áhuga á tíkunum.
- Engir óæskilegir hvolpar.
Hvenær á að láta vana hvolpinn þinn
Að breyta mataræði hvolpsins eftir vönun
Algeng heilsufarsvandamál hjá hvolpum
Að þekkja algeng heilsufarsvandamál sem hvolpurinn þinn gæti staðið frammi fyrir og einkennin sem þú ættir að fylgjast með getur gert þig öruggari og hjálpað þér að sjá um hvolpinn.
Algeng heilsufarsvandamál