Hvenær á að taka tík úr sambandi?

Ýmsir kostir fylgja því að láta taka hvolpinn þinn úr sambandi. Áður en þú tekur ákvörðun þess efnis þarftu samt að kynna þér málið vel. Hér er útskýrt á einfaldan hátt í hverju ófrjósemisaðgerð felst og breytingar sem orðið geta á hundum í kjölfarið.
Puppy West Highland White Terrier sitting on an examination table in a vets office.

Ófrjósemisaðgerðir eru oft gerðar á tíkum en þú ættir að kynna þér málið vel áður en þú tekur ákvörðun. Ýmsir kostir fylgja því að láta taka tíkarhvolpinn úr sambandi en það getur líka haft áhrif á hegðun hennar og ekki síst næringarþörfina.

Hvað þýðir að taka úr sambandi?

Oft er talað um að taka tíkur úr sambandi þegar þær eru gerðar ófrjóar. Sumir tala um geldingu en það hugtak er samt oftar notað um rakka.

Hvað gerist þegar hvolpurinn minn er tekinn úr sambandi?

Þegar hvolpatíkin þín er tekin úr sambandi fer hún í ófrjósemisaðgerð hjá dýralækni. Dýralæknirinn fjarlægir eggjastokkana. Sumir dýralæknar mæla líka með því að eggjaleiðarar og leg sé fjarlægt í leiðinni. Eftir aðgerðina getur tíkin ekki orðið hvolpafull og hún lóðar ekki framar.

Hvenær er best að láta taka hvolpinn minn úr sambandi?

Ef þú ákveður að láta taka hvolpatíkina þína úr sambandi, skaltu láta gera það áður en hún verður kynþroska, á aldrinum sex til níu mánaða. Stórir og mjög stórir hundar þroskast hægar en smáhundar svo betra er að þeir séu svolítið eldri þegar þeir fara í ófrjósemisaðgerð. Dýralæknir getur ráðlagt þér hvenær er best að hvolpurinn þinn fari í ófrjósemisaðgerð.

Óæskilegt er að gelda tíkarhvolpa fyrir þriggja mánaða aldur þar sem það gæti leitt til heilsufarsvandamála síðar meir. Þó er æskilegt að tíkin fari í ófrjósemisaðgerð fyrir fjögurra ára aldur því það getur dregið úr líkum á legbólgum.

Hvaða kostir fylgja því að fara með tíkina í ófrjósemisaðgerð?

Margt mælir með ófrjósemisaðgerð, bæði fjölskyldunnar vegna og af heilsufarsástæðum.

  • Það verða hverfandi líkur á því að rakkar komi í garðinn til þín eins og þegar tíkin er lóða, til að merkja svæðið með þvagi.
  • Líkur á æxlum, til dæmis í spenum, eggjastokkum og legi, minnka verulega eða hverfa jafnvel alveg.
  • Engin hætta er á því að tíkin eignist hvolpa fyrir slysni.

Breytist hegðun tíkarinnar og næringarþörf eftir ófrjósemisaðgerð?

Hegðun hunda, hvort sem um er að ræða rakka eða tíkur, breytist í kjölfar ófrjósemisaðgerðar þar sem aðgerðin veldur hormónabreytingum og breytingum á líkamsstarfseminni. Hún lóðar þá ekki lengur og öll hegðun sem tengist fengitímanum ætti að hverfa, til dæmis óróleiki og væl. Næringarþörf hennar breytist samhliða ófrjósemisaðgerðinni.

Ef þú ákveður að láta gera tíkina þína ófrjóa, skiptir miklu máli að þú kynnir þér hvernig breyta þarf mataræðinu. Tíkin getur þyngst umtalsvert á örfáum vikum eða mánuðum í kjölfar aðgerðarinnar, þar sem líkaminn brennir færri hitaeiningum en áður. Það er mikilvægt að ræða við dýralækninn um æskilega þyngd tíkarinnar þinnar og hvernig best er að breyta fóðurskömmtum eftir aðgerðina. Þú ættir að gefa henni fóður sem er sérstaklega ætlað tíkum sem búið er að gera ófrjóar og inniheldur réttu næringarefnin fyrir hana.

Ófrjósemisaðgerð fylgja ýmsir kostir en þú ættir þó að hugsa málið áður en þú ferð með tíkina þína í slíka aðgerð. Ef spurningar vakna, skaltu ráðfæra þig við dýralækni því hann getur áreiðanlega svarað þeim.

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Líkaðu við og deildu þessari síðu