Fyrstu dagarnir og vikurnar með nýja hvolpinum þínum
Fyrsti dagur hvolpsins á nýja heimilinu
Hvolpum finnst gott að vita við hverju þeir eiga að búast. Skipuleggðu rútínuna sem þú ætlar að hafa fyrir fóðrun, klósettferðir, hreyfingu og snyrtingu og þá geturðu byrjað strax á fyrsta degi. Ef þú veist hvaða rútínu ræktandinn fylgir áður en þú sækir hvolpinn, þá er best að halda henni áfram til að veita stöðugleika þar til hvolpurinn hefur komið sér fyrir.
Fyrsta nótt hvolpsins á nýja heimilinu
Hvolpar eru að sumu leyti eins og kornabörn. Sumir aðlagast auðveldlega og sofa vært frá fyrstu nótt meðan aðrir hvolpar halda vöku fyrir heimilisfólkinu meðan þeir eru að aðlagast nýja heimilinu. Sýndu þolinmæði og staðfestu og fylgdu þessum ráðum.
Hvolpar þreytast auðveldlega og þurfa mikinn svefn til að öðlast heilbrigðan þroska og líða vel, svo mikilvægt er að gefa þeim sem flest tækifæri til að hvíla sig. Til að byrja með þurfa hvolpar allt að 18 til 20 tíma svefn á hverju 24 klukkustunda tímabili. Það mun svo minnka í um það bil 12 til 14 klukkustundir þegar þeir ná fullorðinsaldri.
Hvernig fóðra skal hvolpinn fyrst um sinn
Gefðu sama fóður í byrjun
Fyrstu eina eða tvær vikurnar eftir að hvolpurinn kemur heim til þín skaltu gefa honum sama fóður og hann er vanur og fylgja leiðbeiningum á umbúðunum. Snöggar breytingar á fóðri geta valdið meltingartruflunum.
Bjóddu upp á rólegan stað til að borða
Þetta ætti að vera fjarri þeim stað sem þú og önnur gæludýr borða. Leyfðu hvolpinum að vera í friði á meðan hann borðar til að koma í veg fyrir að hann finni til kvíða eða fari í vörn.
Að hefja fóðrunaráætlun
Hundum finnst hughreystandi að vita hvenær þeir fái að borða svo þú skalt vinna eftir fóðrunaráætlun frá fyrsta degi. Við afvenslun þurfa þeir fjórar máltíðir á dag og þangað til þeir eru að minnsta kosti fjögurra mánaða gamlir þurfa þeir þrjár máltíðir á dag. Ef þú ert óviss á einhverjum tímapunkti skaltu fá ráð hjá dýralækninum þínum.
Lestu um næringu og hvolpafóður
Best er að gefa ungum hvolpum þrjár til fjórar máltíðir á dag í stað einnar eða tveggja stórra máltíða. Þú getur notað hluta af fóðurskammti dagsins sem verðlaun fyrir góða frammistöðu í þjálfun. Með því móti kemur þú í veg fyrir að hann borði of mikið.
Örugga aðferðin við að breyta mataræði hvolpsins
Fóðrun hvolpsins
Með því að skilja vel næringu og matarvenjur hunda geturðu veitt hvolpinum þínum eins heilbrigt upphaf ævinnar og kostur er.
Farðu með hvolpinn til dýralæknis
Með hvolpinn í fyrsta sinn til dýralæknis
Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari hvolpsins þíns nokkrum dögum eftir heimkomuna borgar sig að fara til dýralæknis og biðja hann skoða hvolpinn. Með réttum undirbúningi getur fyrsta heimsóknin til dýralæknisins verið ánægjuleg reynsla fyrir hvolpinn. Hún er líka gott tækifæri fyrir þig til að læra meira um umönnun hvolpsins.
Í fyrsta sinn til dýralæknisAð umhverfisþjálfa hvolpinn
Hér eru nokkrar leiðir til að umhverfisþjálfa hvolpinn fyrstu vikuna.
Lærðu um félagsmótun hvolpsins þíns
Að kynna hvolpinn fyrir börnum, fullorðnum og öðrum gæludýrum
Þegar þú kynnir hvolpinn þinn fyrir nýju fólki og öðrum dýrum ertu í raun að undirbúa hann fyrir tengsl við fólk og dýr í framtíðinni. Það skiptir höfuðmáli að fara rétt að.
Kynntu hvolpinn þinnVöku- og svefntími hvolpsins þíns
Fyrstu dagana og vikurnar er áríðandi að þú tryggir að hvolpurinn aðlagist nýju fjölskyldunni vel, hann dafni og verði heilbrigður hundur sem hegðar sér vel. Best er að þú takir þér frí frá vinnu fyrstu vikuna ef þú átt þess kost. Þá getur þú einbeitt þér að því að fastsetja venjur. Það eykur öryggiskennd hvolpsins sem skilur þá til hvers er ætlast af honum.
Fyrsta gönguferð hvolpsins þíns
Þegar hvolpurinn er orðinn bólusettur og dýralæknirinn hefur staðfest að hann megi hitta aðra hunda þarftu að fara með hann í gönguferð tvisvar á dag. Fyrsta gönguferðin er mikilvægur viðburður og þú skalt leggja þig fram um að gera hana ánægjulega svo hann hafi fullt sjálfstraust í ferðirnar sem á eftir koma.
Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan til að tryggja vel heppnað upphaf á gönguferðum hvolpsins.
Milli fjögurra og 16 vikna þroskast heilinn talsvert og þá eru hvolparnir eru tilbúnari að reyna eitthvað nýtt. Þetta er tilvalinn tími til að byrja að kynna nýjungar fyrir þeim og hefja grunnþjálfunina. Ef ungir hvolpar kynnast ekki ólíkum hlutum, hljóðum, lykt, áferð, fólki og gæludýrum getur það valdið hegðunarerfiðleikum og tilfinningaflækjum þegar þeir eldast.
Þjálfun hvolpsins
Skoða hvolpavörur
Næring sem er sérsniðin að þörfum hvolpa eftir mismunandi aldri, stærð og hundakyni.