Dachshund puppies in black and white

Að umhverfisþjálfa hvolp

Umhverfisþjálfun snýst um að kynna hvolpinn fyrir nýjungum, nýju sjónrænu áreiti, hljóðum og nýrri upplifun. Þessi þjálfun snýst um að hjálpa hvolpinum að venjast umheiminum og kenna honum að verða sjálfsöruggur í nýjum aðstæðum.
Labrador puppy standing black and white

Hvernig getur umhverfisþjálfun komið að gagni?

Árangursrík umhverfisþjálfun styrkir samband þitt við hvolpinn verulega. Hún hefur jafnframt langtíma áhrif á velferð hvolpsins, bæði líkamlega og andlega. Það tekur ekki nema nokkrar vikur að umhverfisþjálfa hvolpinn en það sem hann lærir á fyrstu mánuðunum nýtist honum alla ævi.

1: Tíminn skiptir höfuðmáli

Því fyrr sem þú byrjar að umhverfisþjálfa hvolpinn þinn, þeim mun auðveldara og ánægjulegra verður líf ykkar beggja.

2: Umhverfisþjálfun er ferli

Taktu eitt skref í einu. Ekki gera óraunhæfar kröfur til hvolpsins.

3: Farðu á hraða hvolpsins

Hvolpar þroskast á sínum hraða. Aldrei þvinga hvolpinn þinn til að gera eitthvað sem honum finnst óþægilegt. Ef hann verður hræddur, reyndu þá aftur seinna. Ef þér sýnist eitthvað vera yfirþyrmandi fyrir hvolpinn, veltu þá fyrir þér hvernig þú getur kynnt það fyrir honum á annan hátt eða í öðru samhengi.

4: Jákvæð styrking

Þótt það sé mikilvægt fyrir hvolpinn þinn að upplifa nýja hluti er nauðsynlegt að fylgja nýrri upplifun eftir með umbun (leik, mat eða ástúð) til að styrkja æskilega hegðun.

Hvað áttu að kynna fyrir hvolpinum þínum?

Tillögurnar hér að neðan fjalla um aðbúnað, aðstæður og reynslu sem nýtist hvolpinum þínum í umhverfisþjálfun:

Beagle puppy lying down on a rug next to a vacuum

Hávaði

Í heiminum eru margvísleg skrítin hljóð sem hvolpurinn kann að verða hræddur við í byrjun. Það er gott að hvolpurinn venjist á unga aldri hljóðum úr hárblásara, þvottavél, farsímum, suðukatli, sjónvarpi og þjófavarnarkerfi auk þess sem hann þarf að venjast tónlist og sprengihljóðum flugelda.

American Cocker Spaniel puppy walking indoors behind owner

Staðir

Hvolpar eru oft spenntir fyrir að kanna nýja staði og því finnst þeim gaman að fara í heimsókn til annarra, í skóla, almenningsgarða, lyftur og stiga, lestar og strætisvagna, á markaði og gatnamót, svo dæmi séu tekin. Alla slíka nýja staði mun hvolpurinn vilja kynna sér vandlega eftir því sem hann stækkar.

Welsh Pembroke Corgi puppy being carried by owner

Fólk

Það er gott fyrir félagsþroska hvolpsins þíns að hitta ólíkt fólk. Sjáðu til þess að hann hitti nýtt fólk á nýjum stöðum á jákvæðan hátt og í rólegheitum. Þetta getur verið dýralæknirinn, fólk í einkennisbúningum, reiðhjólafólk eða aðrir sem hann hittir alla jafna ekki oft.

Australian Shepherd puppies running outside on a beach

Yfirborð

Mismunandi yfirborð innan- og utanhúss getur virkað óárennilegt fyrir hvolpinn fyrst um sinn. Borgin, sveitin og ströndin eru allt góðir staðir til að hefjast handa. Það er líka gagnlegt sýna hvolpinum þínum mismunandi hæð, halla og áferð, t.d. sand, tré og flísalagða fleti, svo slíkur mismunur hræði hann ekki á fullorðinsaldri.

Puppy walking outside in the snow

Veður

Fyrirbæri sem okkur þykja sjálfsögð eins og rigning, vindur eða snjór geta verið óvenjuleg upplifun fyrir hvolp. Prófaðu að fara með hann í gönguferðir í mismunandi veðri til að hjálpa honum að venjast breytingum á veðri, loftslagi og hitastigi. Sum kyn gætu þurft hlífðarfatnað til að halda þeim heitum og þurrum.

Þegar þú ferð með hvolpinn þinn á nýjan stað eða í nýjar aðstæður, skiptir máli að vera rólegur til að hann skynji aðstæðurnar sem eðlilegar.

Tímalína félagsmótunar hvolpsins

 

Fyrstu mánuðina er hvolpurinn þinn mjög móttækilegur fyrir nýrri reynslu og námi. Þessi tímalína veitir hugmynd um mikilvægustu stig félagsmótunar og þau verkefni sem ætti að ráðast í á þessum stigum.

 

Fyrstu tveir mánuðirnir

Þessir fyrstu tveir mánuðir með móður hvolpsins og samgotungum skipta lykilmáli hvað varðar rétta félagsmótun hans. Hegðunin sem lærist, það sem hann upplifir og samskipti hvolpsins við fólk, auk heilsu og skapgerðar móðurinnar - allt hefur þetta mikið að segja fyrir mótun þroska og hegðunar. Sem væntanlegur eigandi ættir þú að gefa þér tíma til að heimsækja ræktendurna sem þú hefur í huga og kanna:

Tveggja til þriggja mánaða

Um leið og hvolpurinn þinn kemur á nýja heimilið skaltu byrja félagsmótunarferlið smám saman, setja upp aðstæður þar sem hann lærir nýja hluti og verðlauna góða hegðun. Jafnvel þótt hvolpurinn þinn sé enn ekki bólusettur að fullu skaltu ekki láta það koma í veg fyrir að þú farir með hann út, leyfir honum að hitta fólk eða leika sér í garðinum. Gakktu bara úr skugga um að hvolpurinn hitti einungis hunda sem hafa verið bólusettir að fullu.

Lykilverkefni

Þriggja til fjögurra mánaða

Þegar hvolpurinn þinn er fullbólusettur er óhætt að leyfa honum að rannsaka heiminn utan heimilisins. Á þessu tímabili lærir hvolpurinn mjög mikið og þetta er því afar mikilvægt skeið í lífi hans. Því meiri tíma sem þú verð með honum og því meiri vinnu sem þú leggur í að umhverfisþjálfa hann, þeim mun betra. Öll þessi vinna á eftir að skila sér!

Lykilverkefni

Fyrstu tveir mánuðirnir

Þessir fyrstu tveir mánuðir með móður hvolpsins og samgotungum skipta lykilmáli hvað varðar rétta félagsmótun hans. Hegðunin sem lærist, það sem hann upplifir og samskipti hvolpsins við fólk, auk heilsu og skapgerðar móðurinnar - allt hefur þetta mikið að segja fyrir mótun þroska og hegðunar. Sem væntanlegur eigandi ættir þú að gefa þér tíma til að heimsækja ræktendurna sem þú hefur í huga og kanna:

Tveggja til þriggja mánaða

Um leið og hvolpurinn þinn kemur á nýja heimilið skaltu byrja félagsmótunarferlið smám saman, setja upp aðstæður þar sem hann lærir nýja hluti og verðlauna góða hegðun. Jafnvel þótt hvolpurinn þinn sé enn ekki bólusettur að fullu skaltu ekki láta það koma í veg fyrir að þú farir með hann út, leyfir honum að hitta fólk eða leika sér í garðinum. Gakktu bara úr skugga um að hvolpurinn hitti einungis hunda sem hafa verið bólusettir að fullu.

Lykilverkefni

Þriggja til fjögurra mánaða

Þegar hvolpurinn þinn er fullbólusettur er óhætt að leyfa honum að rannsaka heiminn utan heimilisins. Á þessu tímabili lærir hvolpurinn mjög mikið og þetta er því afar mikilvægt skeið í lífi hans. Því meiri tíma sem þú verð með honum og því meiri vinnu sem þú leggur í að umhverfisþjálfa hann, þeim mun betra. Öll þessi vinna á eftir að skila sér!

Lykilverkefni

Byrjaðu þegar hvolpurinn er enn á unga aldri og er sem móttækilegastur fyrir nýjum upplifunum.

Kynntu nýjungar smám saman og reglulega fyrir hvolpinum þínum

Sjáðu til þess að hvolpurinn öðlist jákvæða og nýja lífsreynslu

Ef hvolpurinn þinn bregst undarlega við eða verður óöruggur í nýjum aðstæðum skaltu dreifa athygli hans. Vertu glaðleg/ur og gefðu honum nammi eða umbun

Fylgst með áður en tekið er þátt

Þú ættir alltaf að leyfa hvolpnum þínum að fylgjast með nýju umhverfi eða upplifun í rólegheitum áður en hann tekur of mikinn þátt. Að neyða hvolpinn til að takast á við nýjar aðstæður, fólk eða staði án þess að gefa þeim svolítinn tíma til að aðlagast og átta sig á aðstæðunum getur leitt til neikvæðra minninga og hegðunar. Hér eru þrjú einföld ráð til að gera þetta

1/3

Fylgst með úr fjarlægð

Þegar þú ferð með hvolpinn þinn á nýjan stað, eins og torg eða leikvöll þar sem er mikið af fólki, börnum eða öðrum hundum, leyfðu hvolpinum þínum þá að staldra við og fylgjast með úr fjarlægð. Þú getur hvatt hann til dáða með því að hrósa honum eða gefa honum hundanammi.

Labrador Retriever puppy walking outdoors next to a water fountain
2/3

Búðu til öruggan stað

Þegar ekki er hægt að fylgjast með úr fjarlægð, t.d. þegar þú ert heima hjá vini eða á æfingu, skaltu búa til öruggan stað fyrir hann nálægt þér.

English Cocker Spaniel puppy standing on a table in a veterinary clinic
3/3

Ýttu undir yfirvegun

Kenndu kettinum þínum að bregðast við af yfirvegun þegar hann upplifir eitthvað nýtt, verður hræddur eða spenntur. Verðlaunaðu hann fyrir góða hegðun.

Australian Shepherd puppy standing outside while owners examine ears
Dachshund puppies in black and white

Þjálfun hvolpsins

Grunnþjálfun er mikilvægur liður í umhverfisþjálfun hvolpsins. Því betri umhverfisþjálfun sem hvolpurinn þinn fær þeim mun heilbrigðari og ánægðari verður hann.