Fóðrun og næring hvolpa
Hvolpar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður sem er ekki eins og fóður fyrir fullorðna hunda. Það skiptir höfuðmáli að þú gefir hvolpinum þínum fóður sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarfræðilegum þörfum hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.
Ástæða þess að fóðrun hvolpsins er jafn mikilvæg og raun ber vitni
Hvernig næringarþörf hvolpsins breytist
Mánaðargamlir
Tveggja til fjögurra mánaða
Á þessu stigi er áhersla lögð á að styðja uppbyggingu beina og stoðkerfis hvolpsins með vandlega stýrðu magni af kalsíum, fosfór og D-vítamíni.
Fjögurra til sjö mánaða
10 mánaða til fullorðinsára
Þegar hvolpar nálgast fullorðinsaldur þurfa þeir enn að fá sérstaka næringu sem styrkir liðina. Þetta á ekki síst við um hunda af stórum tegundum því vöðvarnir stækka og valda auknu álagi á beinin.
Mánaðargamlir
Tveggja til fjögurra mánaða
Á þessu stigi er áhersla lögð á að styðja uppbyggingu beina og stoðkerfis hvolpsins með vandlega stýrðu magni af kalsíum, fosfór og D-vítamíni.
Fjögurra til sjö mánaða
10 mánaða til fullorðinsára
Þegar hvolpar nálgast fullorðinsaldur þurfa þeir enn að fá sérstaka næringu sem styrkir liðina. Þetta á ekki síst við um hunda af stórum tegundum því vöðvarnir stækka og valda auknu álagi á beinin.
Hvenær verður hvolpurinn þinn fullorðinn?
MJÖG LÍTILL | LÍTILL | MIÐLUNGSSTÓR | STÓR | MJÖG STÓR | |
---|---|---|---|---|---|
Meðalþyngd fullorðins hunds | Upp að 4 kg | Upp að 10 kg | 11-25 kg | 26-44 kg | 45 kg og meira |
Vaxtartímabil (frá goti þar til hann verður fullorðinn) | 8 til 10 mánuðir | 8 til 10 mánuðir | 12 mánuðir | 15 mánuðir | 18 til 24 mánuðir |
Næringarefnin sem eru nauðsynleg fyrir mataræði hvolpsins
Ýmis næringarefni eru mikilvæg fyrir hvolpinn á fyrstu mánuðunum að hjálpa heilbrigðum vexti og þroska. Mataræði hvolpsins verður að veita næga orku og gæðaprótein til að styðja við vöxt, auk þess sem það þarf að vera auðmeltanlegt. ROYAL CANIN® mataræði er í næringarfræðilegu jafnvægi og er sérsniðið að þörfum hvolpa af öllum stærðum, kynjum og hreyfiþörf.
Næringarþörf hvolpaVísindaleg nálgun ROYAL CANIN® á næringu fyrir hvolpa
Við sérhæfum okkur í heilsusamlegu fóðri enda lítum við ekki þannig á að hvolpafóður eigi bara að vera orkugjafi. Það á að byggja upp og viðhalda frumum líkamans, verja hann gegn sjúkdómum og varna meltingarvandamálum, vandamálum í liðum og aldurstengdum kvillum.
Hvolpavörurnar okkar
Hversu mikið fóður á ég að gefa hvolpinum mínum?
- Örlitlir - allt að 4 kg á fullorðinsaldri
- Litlir - allt að 10 kg á fullorðinsaldri
- Meðalstórir - 11 kg til 25 kg á fullorðinsaldri
- Stórir - 26 kg til 44 kg á fullorðinsaldri
- Risar - yfir 45 kg á fullorðinsaldri
- Smáhundar og mjög litlir hundar hafa viðkvæmari kjálka og minni tennur en stærri hundar. Þess vegna þarf fóðrið þeirra að vera af réttri stærð og með réttri áferð.
- Miðlungs stórir hundar hreyfa sig oft mikið utan dyra og þurfa því að fá orkumikið fóður til að byggja upp náttúrulegar varnir.
- Stórir og mjög stórir hundar vaxa hægar og þurfa minni orku fyrir hvert kíló af líkamsþyngd en litlu hundarnir.
Að velja rétta fóðrunaráætlun fyrir hvolp
Örlítil eða lítil kyn
Fullorðnir 1-2 máltíðir á dag
Miðlungs stórar tegundir
Sex til tólf mánaða tvær máltíðir á dag
Fullorðnir ein til tvær máltíðir á dag
Stór eða risavaxin kyn
Allt að 6 mánuðum 3 máltíðir á dag
6-15 mánaða 2 máltíðir á dag
Fullorðnir 1 eða 2 máltíðir á dag
Breytingar á fóðurgjöfum hvolpa
Hvolpar eru vanafastir og þurfa ekki sömu fjölbreytni í mataræði og mannfólkið. Best er að gefa þeim sama fóðrið, helst á sama tíma, á sama stað og úr sömu skál svo þeir finni til öryggis og meltingin raskist ekki.
Hvað er blönduð fóðrun fyrir hvolpa?
Kostir þess að gefa hvolpi blandað fóður
Vatnsgjöf
Í þurrfæði er rakainnihaldið í kringum 8% en í blautfæði er það oftast að minnsta kosti 75%.
Bragðgæði
Blautfóðurblöndurnar okkar eru hannaðar til að höfða til jafnvel vandlátustu hvolpa.
Þyngdarstjórnun
Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.
Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?
Góðar fóðurvenjur hvolpsins þíns
Hafðu stjórn á skömmtunum
Til að koma í veg fyrir að þú offóðrir hvolpinn skaltu skoða mataræðisleiðbeiningarnar á umbúðum fóðursins og mæla hvern skammt vandlega. Mundu að uppgefið magn miðast við allan daginn, ekki einstaka máltíð.
Farðu varlega í nammið
Nammi skal alltaf telja sem hluta af daglegum heildarmatarskammti hvolpsins til að koma í veg fyrir að hann borði of mikið. Takmarkaðu hversu mikið þú gefur og gerðu það alltaf á réttum tíma og af réttri ástæðu.
Ekki gefa honum mannamat
Hundar hafa ekki sömu næringarþörf og mannfólkið. Það sem er hollt fyrir okkur getur valdið hundi alvarlegum óþægindum í maga. Ef hundar fá afganga frá matarborðinu er hætt við að þeir venjist á að betla mat þegar fólk borðar og það er hvimleiður ósiður.
Takmarkaðu virkni fyrir og eftir fóðrun
Til að koma í veg fyrir ólgu í maga skaltu forðast að láta hvolpinn hoppa um næstu 1 eða 2 klukkustundir eftir að hann borðar. Og ekki fóðra hann strax eftir að hann hefur verið að hamast mikið.
Gefðu hvolpinum að borða eftir að þú borðar
Hundar eru hópdýr sem þurfa að vita hvar þeir standa í virðingarröðinni. Gefðu honum að borða á eftir fjölskyldunni svo hann átti sig á að þið eruð ofar í virðingarröðinni en hann.
Hafðu matartímana rólega stund
Hafðu fóðurskálina á rólegum stað. Ónæði og umgangur getur dregið athygli hvolpsins frá fóðrinu. Fylgstu með honum meðan hann borðar, án þess að gera fjaðrafok úr því, því annars gæti hann orðið matsár eins og sagt er, eða farið að verja fóðrið sitt.
Borðað á réttum hraða
Ef hvolpurinn þinn gleypir fóðrið í sig, getur þú prófað að gefa honum fóðrið í þrautaskál. Ef hvolpurinn er mjög lengi að borða skaltu samt fjarlægja skálina eftir 15 til 20 mínútur svo hann venji sig ekki á að narta í matinn.
Hafðu stjórn á skömmtunum
Til að koma í veg fyrir að þú offóðrir hvolpinn skaltu skoða mataræðisleiðbeiningarnar á umbúðum fóðursins og mæla hvern skammt vandlega. Mundu að uppgefið magn miðast við allan daginn, ekki einstaka máltíð.
Farðu varlega í nammið
Nammi skal alltaf telja sem hluta af daglegum heildarmatarskammti hvolpsins til að koma í veg fyrir að hann borði of mikið. Takmarkaðu hversu mikið þú gefur og gerðu það alltaf á réttum tíma og af réttri ástæðu.
Ekki gefa honum mannamat
Hundar hafa ekki sömu næringarþörf og mannfólkið. Það sem er hollt fyrir okkur getur valdið hundi alvarlegum óþægindum í maga. Ef hundar fá afganga frá matarborðinu er hætt við að þeir venjist á að betla mat þegar fólk borðar og það er hvimleiður ósiður.
Takmarkaðu virkni fyrir og eftir fóðrun
Til að koma í veg fyrir ólgu í maga skaltu forðast að láta hvolpinn hoppa um næstu 1 eða 2 klukkustundir eftir að hann borðar. Og ekki fóðra hann strax eftir að hann hefur verið að hamast mikið.
Gefðu hvolpinum að borða eftir að þú borðar
Hundar eru hópdýr sem þurfa að vita hvar þeir standa í virðingarröðinni. Gefðu honum að borða á eftir fjölskyldunni svo hann átti sig á að þið eruð ofar í virðingarröðinni en hann.
Hafðu matartímana rólega stund
Hafðu fóðurskálina á rólegum stað. Ónæði og umgangur getur dregið athygli hvolpsins frá fóðrinu. Fylgstu með honum meðan hann borðar, án þess að gera fjaðrafok úr því, því annars gæti hann orðið matsár eins og sagt er, eða farið að verja fóðrið sitt.
Borðað á réttum hraða
Ef hvolpurinn þinn gleypir fóðrið í sig, getur þú prófað að gefa honum fóðrið í þrautaskál. Ef hvolpurinn er mjög lengi að borða skaltu samt fjarlægja skálina eftir 15 til 20 mínútur svo hann venji sig ekki á að narta í matinn.
Hvernig á að skipta um mataræði hvolpsins
- Dagur 1 og 2: 75% fyrri matur + 25% nýr matur
- Dagur 3 og 4: 50% fyrri matur + 50% nýr matur
- Dagur 5 og 6: 25% fyrri matur + 75% nýr matur
- Dagur 7: 100% nýr matur
Algengar spurningar um hvolpafóður
Það er skynsamlegt að fylgjast með þyngd hvolpsins til að ganga úr skugga um að hann stækki eðlilega. Veggspjöld með skýringamyndum af ólíku holdafari hanga uppi hjá flestum dýralæknum og gefa góða mynd af útliti hunda í kjörþyngd, of feitum eða of grönnum hundum. Það er mikilvægt að vita hver kjörþyngd hundsins er. Það er hundinum óhollt að vera of grannholda eða of feitur. Hægt er að meta holdafar hvolpsins með því að horfa á hann og þreifa á honum. Dýralæknir getur kennt þér að meta holdafar hundsins þíns.