Fóðrun og næring hvolpa

Hvolpar vaxa hratt en meltingarkerfi þeirra og ónæmiskerfi þroskast hægt og því þurfa þeir að fá sérstakt fóður sem er ekki eins og fóður fyrir fullorðna hunda. Það skiptir höfuðmáli að þú gefir hvolpinum þínum fóður sem er sérstaklega hannað til að mæta næringarfræðilegum þörfum hans. Með því stuðlar þú að eðlilegum þroska hans og leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni.

Ástæða þess að fóðrun hvolpsins er jafn mikilvæg og raun ber vitni

Hvolpar ganga í gegnum mikilvægt vaxtar- og þroskaskeið Fóðrun þeirra á þessum tíma skiptir höfuðmáli og hefur áhrif á heilbrigði þeirra þegar þeir eldast.
English Cocker Spaniel puppy eating from a stainless steel bowl

Hvernig næringarþörf hvolpsins breytist

Matarþarfir hvolpsins breytast með hverju þroskastigi í átt að fullorðinsaldrinum, en mismunandi hundakyn verða fullþroska á mismunandi aldri. Til að tryggja að hvolpurinn fái viðeigandi stuðning allan tímann sem hann er að vaxa ætti hann að vera á sérstöku hvolpafæði þar til hann nær fullorðinsaldri.

Puppy lying on a blanket next to mother

Mánaðargamlir

Þegar hvolpar eru mánaðargamlir má smám saman byrja að venja þá af spena og á fasta fæðu. Þeir þurfa næringarefni sem byggja upp náttúrulegt varnarkerfi og styrkja „góðu bakteríurnar“ í viðkvæmu meltingarkerfinu.

Jack Russell Terrier puppy eating from a stainless steel bowl outdoors

Tveggja til fjögurra mánaða

Á þessu stigi er áhersla lögð á að styðja uppbyggingu beina og stoðkerfis hvolpsins með vandlega stýrðu magni af kalsíum, fosfór og D-vítamíni.

Welsh Cardigan Corgi puppy eating from a red bowl

Fjögurra til sjö mánaða

Hvolpurinn þinn er byrjaður að byggja upp líkamsþyngd sína á þessum aldri og þarf nóg af hágæðapróteini sem auðvelt er að melta.

Husky puppy standing in a kitchen eating from a bowl

10 mánaða til fullorðinsára

Þegar hvolpar nálgast fullorðinsaldur þurfa þeir enn að fá sérstaka næringu sem styrkir liðina. Þetta á ekki síst við um hunda af stórum tegundum því vöðvarnir stækka og valda auknu álagi á beinin.

Puppy lying on a blanket next to mother

Mánaðargamlir

Þegar hvolpar eru mánaðargamlir má smám saman byrja að venja þá af spena og á fasta fæðu. Þeir þurfa næringarefni sem byggja upp náttúrulegt varnarkerfi og styrkja „góðu bakteríurnar“ í viðkvæmu meltingarkerfinu.

Jack Russell Terrier puppy eating from a stainless steel bowl outdoors

Tveggja til fjögurra mánaða

Á þessu stigi er áhersla lögð á að styðja uppbyggingu beina og stoðkerfis hvolpsins með vandlega stýrðu magni af kalsíum, fosfór og D-vítamíni.

Welsh Cardigan Corgi puppy eating from a red bowl

Fjögurra til sjö mánaða

Hvolpurinn þinn er byrjaður að byggja upp líkamsþyngd sína á þessum aldri og þarf nóg af hágæðapróteini sem auðvelt er að melta.

Husky puppy standing in a kitchen eating from a bowl

10 mánaða til fullorðinsára

Þegar hvolpar nálgast fullorðinsaldur þurfa þeir enn að fá sérstaka næringu sem styrkir liðina. Þetta á ekki síst við um hunda af stórum tegundum því vöðvarnir stækka og valda auknu álagi á beinin.

Hvenær verður hvolpurinn þinn fullorðinn?


MJÖG LÍTILL LÍTILL MIÐLUNGSSTÓR STÓR MJÖG STÓR
Meðalþyngd fullorðins hunds Upp að 4 kg Upp að 10 kg 11-25 kg 26-44 kg 45 kg og meira
Vaxtartímabil (frá goti þar til hann verður fullorðinn) 8 til 10 mánuðir 8 til 10 mánuðir 12 mánuðir 15 mánuðir 18 til 24 mánuðir
 

Næringarefnin sem eru nauðsynleg fyrir mataræði hvolpsins

Ýmis næringarefni eru mikilvæg fyrir hvolpinn á fyrstu mánuðunum að hjálpa heilbrigðum vexti og þroska. Mataræði hvolpsins verður að veita næga orku og gæðaprótein til að styðja við vöxt, auk þess sem það þarf að vera auðmeltanlegt. ROYAL CANIN® mataræði er í næringarfræðilegu jafnvægi og er sérsniðið að þörfum hvolpa af öllum stærðum, kynjum og hreyfiþörf.

Næringarþörf hvolpa

Vísindaleg nálgun ROYAL CANIN® á næringu fyrir hvolpa

Við sérhæfum okkur í heilsusamlegu fóðri enda lítum við ekki þannig á að hvolpafóður eigi bara að vera orkugjafi. Það á að byggja upp og viðhalda frumum líkamans, verja hann gegn sjúkdómum og varna meltingarvandamálum, vandamálum í liðum og aldurstengdum kvillum.

1/4

Hárfínt næringarjafnvægi

Til að hjálpa hvolpinum að verða sterkur og heilbrigður þarf fóðurblandan að vera mjög nákvæm. Við þróum fóðrið okkar í nánu samstarfi við ræktendur, dýralækna og næringarfræðinga. Og við sérbætum hverja blöndu með allt að 50 vandlega völdum næringarefnum til að tryggja að fóðrið uppfylli sérstakar þarfir hvolpsins út frá aldri, hundakyni, lífsstíl og næmi.
Auk þess að einblína á framúrskarandi næringarfræðilegt gæði fóðurblandanna okkar tryggjum við jafnframt eftirfarandi lykilþætti.

Puppy eating from a food bowl indoors
2/4

Mjög gómsætt

Hvolpar eru næmir á lykt og áferð fóðurs en bragðlaukarnir eru ekki jafn þroskaðir. Til að gera hvolpafóðrið eins girnilegt og hægt er:

  • Veljum við innihaldsefnin af kostgæfni með tilliti til lyktar, þéttni og áferðar auk næringarlegs gildis.
  • Hönnum við áferð, lögun og stærð fóðurkúlnanna sérstaklega fyrir hunda í öllum stærðarflokkum.
  • Geymsla fóðursins.
Jack Russell Terrier puppy sitting outdoors in grass next to a feeding bowl
3/4

Auðmeltanlegt

Hvolpar hafa viðkvæmt meltingarkerfi. Þess vegna tryggjum við að blöndurnar okkar séu afar auðmeltanlegar til að koma í veg fyrir ólgu í maga og jafnframt gera upptöku næringarefnanna auðvelda fyrir hvolpinn.

Golden retriever puppy indoors lying down on a cream towel next to a stainless steel feeding bowl
4/4

Mikið matvælaöryggi

Reglur varðandi hreinlæti hjá okkur eru þær sömu og við matvælaframleiðslu fyrir fólk. Við gætum fyllsta öryggis og uppfyllum ströngustu gæðastaðla við framleiðslu á hvolpafóðri.

Dachshund puppy lying down on a wooden floor next to a stainless steel feeding bowl

Hvolpavörurnar okkar

ROYAL CANIN® hvolpanæring eflir vöxt og þroska með því að veita öll þau næringarefni sem hvolpurinn þarfnast fyrsta árið.

Hversu mikið fóður á ég að gefa hvolpinum mínum?

Næringarþörf hvolpa er mismunandi og fer eftir tegund og stærð þegar þeir ná fullorðinsaldri. Biddu dýralækninn að finna út væntanlega þyngd hvolpsins þegar hann fullorðnast, miðað við tegundina. Í framhaldi af því getur þú fundið rétta fóðrið fyrir hann. Gættu þess að gefa honum rétta skammtastærð.

Að velja rétta fóðrunaráætlun fyrir hvolp

Hvolpar eru með lítinn maga og óþroskað meltingarkerfi þeirra bregst ekki vel við of miklu álagi. Til að koma í veg fyrir að hvolpurinn þjáist af kvillum eins og niðurgangi er best að skipta ráðlögðum dagskammti í litlar máltíðir sem hvolpurinn fær reglulega yfir daginn.
Dachshund puppy in black and white

Örlítil eða lítil kyn

Allt að 4 mánuðum 3 máltíðir á dag

4-10 mánaða 2 máltíðir á dag

Fullorðnir 1-2 máltíðir á dag

English Setter puppy sitting black and white

Miðlungs stórar tegundir

Upp að sex mánaða þrjár máltíðir á dag

Sex til tólf mánaða tvær máltíðir á dag

Fullorðnir ein til tvær máltíðir á dag

German Shepherd puppy black and white

Stór eða risavaxin kyn

Allt að 6 mánuðum 3 máltíðir á dag

6-15 mánaða 2 máltíðir á dag

Fullorðnir 1 eða 2 máltíðir á dag

Akita puppy sitting indoors on a wooden floor next to a stainless steel bowl

Breytingar á fóðurgjöfum hvolpa

Fyrst um sinn, á meðan hvolpurinn afvenslast, þarf hann fjórar máltíðir á dag sem dreifast jafnt frá morgni til kvölds. Þegar hann nær fullorðinsaldri mun hann ráða við eina til tvær máltíðir á dag.
Smærri hundakyn ná fullorðinsþroska fyrr en önnur, svo þau geta fyrr farið að borða færri máltíðir. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem miðast við vænta fullorðinsstærð hvolpsins þíns. En það borgar sig alltaf að fá ráð hjá dýralækninum þínum um bestu fóðrunaráætlunina fyrir hvolpinn þinn.

Hvolpar eru vanafastir og þurfa ekki sömu fjölbreytni í mataræði og mannfólkið. Best er að gefa þeim sama fóðrið, helst á sama tíma, á sama stað og úr sömu skál svo þeir finni til öryggis og meltingin raskist ekki.

Hvað er blönduð fóðrun fyrir hvolpa?

Blönduð fóðrun er þegar þú gefur hvolpinum þínum blöndu af blaut- og þurrfæði – annað hvort samtímis eða með aðskildum máltíðum, en aldrei í sömu skálinni. Hvort fæði um sig hefur ákveðna mikilvæga kosti. Sem dæmi eykur blautfæði vökvainntöku og höfðar til matvandra. Þurrfæði getur á móti hægt á þeim sem borða mjög hratt.

Kostir þess að gefa hvolpi blandað fóður

Vatnsgjöf

Í þurrfæði er rakainnihaldið í kringum 8% en í blautfæði er það oftast að minnsta kosti 75%.

Bragðgæði

Blautfóðurblöndurnar okkar eru hannaðar til að höfða til jafnvel vandlátustu hvolpa.

Þyngdarstjórnun

Hátt rakastig blautfæðis þýðir að skammtarnir geta verið stærri þótt kaloríufjöldinn sé sá sami.

Golden Retriever puppy standing indoors next to a stainless steel feeding bowl

Hvenær ætti ég að byrja blandaða fóðrun?

Hvolpar mega fá blandað fóður hvenær sem er, en að kynna þá fyrir fjölbreyttu mataræði snemma á lífsleiðinni gæti komið í veg fyrir að þeir verði matvandir á fullorðinsaldri. Meltingarvegur hunds venst samsetningu og tegund matar. Þegar byrjað er að gefa blandað fóður, þarf að bæta nýja fóðrinu smám saman við gamla fóðrið.

1/3

Hversu mikið þarf hvolpurinn minn að drekka?

Vatnsmagnið sem hvolpurinn þinn þarf, fer meðal annars eftir lofthita, stærð hans, hversu mikið hann hreyfir sig, líkamlegu ástandi og fóðri sem hann fær. Hvolpur sem er fóðraður á þurrfóðri (sem inniheldur um 10% af vatni) þarf að drekka meira en sá sem borðar blautfóður (sem inniheldur um 75% vatn).

Jack Russell Terrier puppy standing outdoors in grass next to a stainless steel feeding bowl
2/3

Á ég að hafa vatn í skál fyrir hvolpinn?

Besta leiðin til að tryggja að hvolpurinn drekki nægilega mikið er að sjá til þess að hann hafi alltaf aðgang að fersku vatni. Skiptu um vatn á hverjum degi og bættu fersku vatni í skálina eftir þörfum. Þvoðu skálina daglega til að halda henni hreinni.

English Cocker Spaniel puppy standing in a kitchen drinking from a water bowl
3/3

Að hvetja hvolpa til að drekka

Hafðu vatnsskál fyrir hundinn nálægt staðnum þar sem hann borðar en auk þess getur þú sett vatnsskálar á rólega staði hér og þar í húsinu. Þá hefur hann alltaf tök á að fá sér að drekka á rólegum stað.

Ekki nota of stóra vatnsskál því þá er hvolpurinn vís með að setja loppurnar í vatnið. Forðastu að nota plastskálar fyrir vatnið því plastið getur dregið í sig slæma lykt og bakteríur. Best er að nota skálar úr ryðfríu stáli eða leir.

Standard Schnauzer adult and puppy standing outdoors in a garden

Góðar fóðurvenjur hvolpsins þíns

Það getur verið álag að fóðra hvolp, sérstaklega ef hann neitar að borða eða borðar allt of hratt. Hér eru góðar fóðurvenjur sem gott er að setja strax í upphafi svo hvolpurinn tengi matartíma við eitthvað jákvætt og hann fái næringarefnin sem hann þarf.

Hafðu stjórn á skömmtunum

Til að koma í veg fyrir að þú offóðrir hvolpinn skaltu skoða mataræðisleiðbeiningarnar á umbúðum fóðursins og mæla hvern skammt vandlega. Mundu að uppgefið magn miðast við allan daginn, ekki einstaka máltíð.

Farðu varlega í nammið

Nammi skal alltaf telja sem hluta af daglegum heildarmatarskammti hvolpsins til að koma í veg fyrir að hann borði of mikið. Takmarkaðu hversu mikið þú gefur og gerðu það alltaf á réttum tíma og af réttri ástæðu.

Ekki gefa honum mannamat

Hundar hafa ekki sömu næringarþörf og mannfólkið. Það sem er hollt fyrir okkur getur valdið hundi alvarlegum óþægindum í maga. Ef hundar fá afganga frá matarborðinu er hætt við að þeir venjist á að betla mat þegar fólk borðar og það er hvimleiður ósiður.

Takmarkaðu virkni fyrir og eftir fóðrun

Til að koma í veg fyrir ólgu í maga skaltu forðast að láta hvolpinn hoppa um næstu 1 eða 2 klukkustundir eftir að hann borðar. Og ekki fóðra hann strax eftir að hann hefur verið að hamast mikið.

Gefðu hvolpinum að borða eftir að þú borðar

Hundar eru hópdýr sem þurfa að vita hvar þeir standa í virðingarröðinni. Gefðu honum að borða á eftir fjölskyldunni svo hann átti sig á að þið eruð ofar í virðingarröðinni en hann.

Hafðu matartímana rólega stund

Hafðu fóðurskálina á rólegum stað. Ónæði og umgangur getur dregið athygli hvolpsins frá fóðrinu. Fylgstu með honum meðan hann borðar, án þess að gera fjaðrafok úr því, því annars gæti hann orðið matsár eins og sagt er, eða farið að verja fóðrið sitt.

Borðað á réttum hraða

Ef hvolpurinn þinn gleypir fóðrið í sig, getur þú prófað að gefa honum fóðrið í þrautaskál. Ef hvolpurinn er mjög lengi að borða skaltu samt fjarlægja skálina eftir 15 til 20 mínútur svo hann venji sig ekki á að narta í matinn.

Hafðu stjórn á skömmtunum

Til að koma í veg fyrir að þú offóðrir hvolpinn skaltu skoða mataræðisleiðbeiningarnar á umbúðum fóðursins og mæla hvern skammt vandlega. Mundu að uppgefið magn miðast við allan daginn, ekki einstaka máltíð.

Farðu varlega í nammið

Nammi skal alltaf telja sem hluta af daglegum heildarmatarskammti hvolpsins til að koma í veg fyrir að hann borði of mikið. Takmarkaðu hversu mikið þú gefur og gerðu það alltaf á réttum tíma og af réttri ástæðu.

Ekki gefa honum mannamat

Hundar hafa ekki sömu næringarþörf og mannfólkið. Það sem er hollt fyrir okkur getur valdið hundi alvarlegum óþægindum í maga. Ef hundar fá afganga frá matarborðinu er hætt við að þeir venjist á að betla mat þegar fólk borðar og það er hvimleiður ósiður.

Takmarkaðu virkni fyrir og eftir fóðrun

Til að koma í veg fyrir ólgu í maga skaltu forðast að láta hvolpinn hoppa um næstu 1 eða 2 klukkustundir eftir að hann borðar. Og ekki fóðra hann strax eftir að hann hefur verið að hamast mikið.

Gefðu hvolpinum að borða eftir að þú borðar

Hundar eru hópdýr sem þurfa að vita hvar þeir standa í virðingarröðinni. Gefðu honum að borða á eftir fjölskyldunni svo hann átti sig á að þið eruð ofar í virðingarröðinni en hann.

Hafðu matartímana rólega stund

Hafðu fóðurskálina á rólegum stað. Ónæði og umgangur getur dregið athygli hvolpsins frá fóðrinu. Fylgstu með honum meðan hann borðar, án þess að gera fjaðrafok úr því, því annars gæti hann orðið matsár eins og sagt er, eða farið að verja fóðrið sitt.

Borðað á réttum hraða

Ef hvolpurinn þinn gleypir fóðrið í sig, getur þú prófað að gefa honum fóðrið í þrautaskál. Ef hvolpurinn er mjög lengi að borða skaltu samt fjarlægja skálina eftir 15 til 20 mínútur svo hann venji sig ekki á að narta í matinn.

how to transition onto new food illustration

Hvernig á að skipta um mataræði hvolpsins

Skyndilegar breytingar á mataræði hvolpsins geta valdið honum meltingartruflunum eða jafnvel gert hann tortrygginn gagnvart matnum. Hvort sem þú ert að skipta yfir í mat fyrir fullorðna, skipta um fóðurtegund eða að byrja að gefa honum blandað mataræði er mikilvægt að kynna nýjan mat hægt og rólega. Við mælum með því að þú gefir þér viku í breytinguna og notir eftirfarandi hlutföll:
  • Dagur 1 og 2: 75% fyrri matur + 25% nýr matur
  • Dagur 3 og 4: 50% fyrri matur + 50% nýr matur
  • Dagur 5 og 6: 25% fyrri matur + 75% nýr matur
  • Dagur 7: 100% nýr matur

Algengar spurningar um hvolpafóður

Hvolpavörurnar okkar

Finndu næringarfræðilega heildstætt mataræði sem er nákvæmlega sniðið að þörfum hvolpsins þíns.