Blönduð fóðrun fyrir hundinn

English Cocker Spaniel standing indoors eating from a feeding bowl
Er betra að nota blautfæði eða þurrfæði fyrir hundinn? Eða kannski útbúa hundamatinn sjálf/ur? Þetta eru spurningar sem dýralæknar fá oft frá nýjum gæludýraeigendum. Rétt næring fyrir hunda er lykillinn að heilbrigðum þroska þeirra. Þess vegna getur verið yfirþyrmandi að ákveða hvað sé best að gefa þeim.

 

Ólíkar tegundir af fóðri

Helsti munurinn á blautfóðri og þurrfóðri er vatnsinnihaldið. Raki í þurrfóðri er um 8% meðan hann er nær 75% í blautfóðri. Það þýðir að meira er af öllum næringarefnum, þar á meðal orku, í þurrfóðri en í blautfóðri.

 

100 grömm af þurrfóðri fyrir hunda innihalda um 370 kílókaloríur. Sama magn af blautfóðri inniheldur „aðeins“ 100 kílókaloríur. Munurinn er því talsverður. Þetta er til viðbótar fóðrinu sem hundurinn þinn borðar. Til að hundurinn þinn fái orkuþörf sinni fullnægt þarf hann að fá þrisvar til fjórum sinnum minna magn af þurrfóðri en blautfóðri.

 

Hundurinn þinn kann örugglega betur að meta blautfóðrið sem örvar bragðskyn hans. Það er erfiðara að tyggja þurrfóðrið og það getur verið vandamál fyrir sum dýr. Sumir hundar eru matvandir og leika sér með þurrfóðrið í stað þess að borða það. Ástæðan kann að vera sú að fóðurkúlurnar eru of harðar til að hundurinn þinn geti tuggið þær. Þess vegna lítur hann á þær sem dót en ekki fóður.

 

Blönduð fóðrun - að sameina blaut- og þurrfæði

Báðar fóðurtegundirnar hafa sína kosti og galla og þess vegna velja gæludýraeigendur í auknum mæli að nýta þær báðar. Það er góð lausn sem getur haft marga kosti í för með sér.

 

Að bjóða bæði blaut- og þurrfæði hefur ýmsa kosti í för með sér. Þegar nauðsynlegt er að færa gæludýr yfir í blautfæði mun líkaminn verða undirbúinn fyrir slíka breytingu. Þessa breytingu er hægt að framkvæma á bæði skilvirkan og fljótlegan hátt og þar að auki, sem skiptir hvað mestu máli, án óþægilegra afleiðinga.

 

Það er óþarfi að blanda saman þurrfóðri og blautfóðri í eina fóðurskál. Þú þarft ekki einu sinni að gefa báðar tegundirnar samtímis. Einn af kostum þurrfóðurs er að það er ekki lyktarsterkt og það geymist vel. Það er því góður kostur ef þú skilur fóðrið eftir í skálinni fyrir hundinn að narta í það yfir daginn ef hann borðar það ekki allt í einu lagi. Þá getur þú gefið honum blautfóður um kvöldið.

 

Hins vegar eru tvö mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga.
Dalmatian adult sitting indoors on a white rug next to a stainless steel feeding bowl

Rétt magn fóðurs

Vegna þess að þurrfæði er vökvasnautt og hefur mikla þéttni næringarefna og orku þá er ákveðið magn af því ekki sambærilegt við sama magn blautfæðis. Til að veita sama magn orku og næringarefna skaltu gefa hundinum 3,5 sinnum minni skammt af því en blautfæði. Þegar þú gefur einn skammt af þurrfæði og einn skammt af blautfæði er mikilvægt að muna þetta til að forðast offóðrun.

 

Þegar hundurinn hefur fengið ákveðið magn af blautfóðri verður hann vel mettur. Þegar hann er nýbúinn með þurrfóðursskammtinn finnur hann hugsanlega enn til svengdar og biður um meira. Þá ákveða sumir hundaeigendur að gefa hundinum -ekki bara svolítið meira- heldur heila máltíð til viðbótar. Hundurinn þarf ekki á þessum hitaeiningum að halda og þær geta leitt til offitu hjá honum.

 

Hugsanlegt er að hundurinn þoli ekki að fá þurrfóður á virkum dögum og blautfóður um helgar því venjulega þurfa hundar tíma til að aðlagast nýju fóðri. Hundurinn gæti sem sagt fengið niðurgang. Meltingarkerfið venst ákveðinni samsetningu fóðurs og fóðurgerð. Þegar byrjað er að gefa blandað fóður, þarf að bæta nýja fóðrinu smám saman við gamla fóðrið. Frekari upplýsingar um hvernig best er að standa að breytingum á fóðrun eru hér.

Líkaðu við og deildu þessari síðu