Australian Shepherd puppies lying down in black and white on a white background
Fyrstu fjórar vikurnar

Frumbernska

Fyrstu dagar lífsins. Hvolpar halda sig nálægt móður sinni og mestur tími fer í svefn og fóðrun.

Næring

Það skiptir höfuðmáli að hvolpar komist á spena á fyrstu átta klukkutímunum eftir að þeir koma í heiminn. Þá fá þeir mjólkurbroddinn úr móðurmjólkinni. Í broddinum eru mótefni og næringarefni sem efla ónæmiskerfi og þroska hvolpsins fyrstu vikurnar.

Jack Russell Terrier puppies suckling indoors

Heilsufar

Ábyrgur ræktandi mun sjá til þess að allir hvolpar fari til dýralæknis á fyrstu dögunum eftir fæðingu. Dýralæknirinn mun athuga með fæðingargalla og almenna velferð. Við lok þessa tímabils er góð hugmynd að hefja ormahreinsun.

puppy

Hegðun nýbura

Í frumbernsku verja hvolpar mestum tíma sólarhringsins í að næra sig og hvílast. Það skiptir höfuðmáli fyrir þroska þeirra að þeir fái næði til þessara athafna og því ætti að forðast að ónáða tíkina og hvolpana á þessum aldri.

Newborn puppies lying down asleep indoors

Þroski nýbura

Hvolpar byrja að opna augun fimm daga gamlir og um tveggja vikna fara þeir að heyra. Þeir sjá og heyra illa í byrjun en sjónin eykst á þriðju viku og heyrnin sömuleiðis.

Newborn puppies lying down asleep indoors

Neonatal environment

While puppies will spend all their time within crawling distance of their mother during this period, regular and gentle handling by humans will help puppies cope with stress and human contact more effectively later in life.

Newborn puppy being held indoors
Puppy product composition

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.
Labrador Retriever puppy sitting in black and white on a white background
4-8 vikna

Ungir hvolpar vandir á fasta fæðu

Þegar hvolpar opna augun og byrja að brölta, fara þeir að skoða umheiminn.