8 vikna og eldri

Hvolpur

Hvolpar byrja að læra að búa í sambýli við aðra. Það sem hvolpar læra á þessum aldri mótar þá alla ævi. Á þessum aldri ná smáhundar og miðlungsstórir hundar fullum líkamlegum þroska. Stórir og mjög stórir hundar ná hins vegar ekki fullum líkamlegum þroska fyrr en þeir verða 18 til 24 mánaða.

Næring

Þetta er lykilstig í líkamlegum og kynferðislegum þroska hvolpa og því er mikilvægt að tryggja að þeir borði fóður sem er hannað til að mæta þörfum þessa sérstaka þroskastigs. Sjáðu næringarleiðbeiningar okkar fyrir hvolpa til að fá frekari upplýsingar eða skoðaðu hvolpavörurnar okkar.

Heilsufar

Nú er rétti tíminn til að skipuleggja æfingar og hreyfingu gæludýrsins þíns. Góðar venjur sem þið temjið ykkur núna, skila sér í þroska og heilbrigði hvolpsins í framtíðinni. Ræddu við dýralækninn um bólusetningar í framtíðinni og einnig hvort rétt er að gera ófrjósemisaðgerð á hvolpinum.

Þroski

Hvolpar stækka mikið á aldrinum sex til níu mánaða og á þessum tíma styrkjast vöðvarnir líka mikið. Vaxtarhraðinn fer eftir því hver tegundin er. Barnatennur víkja fyrir fullorðinstönnum og fullorðinsfeldur kemur í stað hvolpafeldsins. Milli sex og tólf mánaða byrja rakkahvolpar að lyfta afturfótleggnum þegar þeir pissa og tíkarhvolpar lóða í fyrsta sinn.

Hegðun

Á þessu tímabili er lykilatriði að skerpa á skipulagi, tengslum, hreyfingu og æfingum. Hvolpum er eðlislægt að læra á þessum aldri svo það er mikilvægt að fylgja eftir því sem hann lærir á þessum tíma. Jafnframt skiptir máli að viðhalda þjálfun og auka umhverfisþjálfun. Með því móti þroskast hvolpurinn þinn í sjálfsöruggan hund sem hegðar sér vel.

Umhverfi

Að tryggja að hvolpurinn þinn hafi sína eigin föstu staði þar sem hann borðar og sefur, ásamt úrvali leikfanga til að leika sér með, mun hjálpa náttúrulegum þroska hans og auka skilning á grundvallarhúsreglum. Með því að kanna með honum fjölbreytt útivistarumhverfi og veita honum nýjar upplifanir örvarðu nám, eykur sjálfstraust hans og skapar sterkari tengsl milli hvolps og eiganda.

Stórir og mjög stórir hundar

Vaxtarhraði hvolpa er ólíkur og fer eftir stærð viðkomandi tegundar. Stórir hundar ná fullum líkamlegum þroska um 18 mánaða en mjög stórir hundar teljast ekki fullvaxnir fyrr en um tveggja ára aldur. Beinin vaxa mjög hratt í átta til níu mánaða hvolpum af stórum og mjög stórum tegundum. Í framhaldi af því tekur við uppbygging vöðva þar til þeir ná fullri líkamsþyngd (Stórir hundar 70 falda fæðingarþyngd sína og mjög stórir hundar 100 falda hana).

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.
4-8 vikna

Ungir hvolpar vandir á fasta fæðu

Þegar hvolpar opna augun og byrja að brölta, fara þeir að skoða umheiminn.