Fyrstu fjórar vikurnar

Frumbernskan

Nýgotnir kettlingar vilja halda sig í hlýju og öryggi læðunnar og gotsystkina sinna. Mestur tími þeirra fer í að sofa og næra sig.

Næring

Á nýburatímanum sinnir móðirin öllum næringarþörfum kettlinga sinna. Lykilatriði er að fá reglulega skammta af broddmjólk úr móðurmjólkinni á fyrstu 18 til 24 klukkustundunum eftir fæðingu. Broddmjólk er rík af mótefnum sem hjálpa ónæmiskerfinu og próteinum sem efla þroska.

Heilsufar

Ábyrgur ræktandi fer með kettlingana til dýralæknis skömmu eftir að þeir koma í heiminn. Dýralæknirinn gengur úr skugga um að kettlingarnir hafi enga fæðingargalla eða annað sem þarf að huga sérstaklega að. Ef kettlingur er tekinn frá mömmu sinni og systkinum í frumbernsku, getur það haft skaðleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska hans og leitt til árásarhneigðar. Rétt er að ormahreinsa kettlinga mánaðarlega fyrstu sex mánuðina.

Hegðun

Á þessu stigi sofa kettlingar stóran hluta dagsins og hreyfing er takmörkuð við að skríða til móður sinnar eftir mjólk og hlýju. Mal og önnur raddeinkenni eru orðin greinileg, auk þess sem þeir krafsa endurtekið með loppunum rétt eins og fullorðnir kettir.

Þroski

Þegar kettlingar koma í heiminn eru þeir nær heyrnarlausir og geta lítið sem ekkert hreyft sig. Augu þeirra eru algjörlega lokuð. Þeir byrja að opna augun um fimm daga gamlir. Naflastrengurinn losnar frá þegar kettlingarnir eru um vikugamlir. Á þessum tíma bæta þeir á sig 10 - 30 g á dag.

Umhverfi

Fyrstu vikurnar er mikilvægast að ungviðið sé í hreinu, rólegu og hlýju umhverfi. Of mikill hávaði eða ónæði getur haft slæm áhrif á svefn kettlingana og truflað þá á spena. Það skiptir höfuðmáli að líkamshiti kettlinganna sé yfir 34°C. Ef hitinn fer niður fyrir 34°C geta kettlingarnir ekki melt mjólkina almennilega og ef hann fer niður í 32°C hverfur sogviðbragðið og þeir hætta að nærast.

Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn

Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
4-8 vikna

Vaninn á fasta fæðu

Kettlingurinn þroskast hratt líkamlega og hann byrjar að borða fasta fæðu. Á þessum tíma lærir hann mest af læðunni og systkinum sínum.