Að hjálpa kettlingafullu læðunni þinni að gjóta heima
Þegar læða heimilisins á von á kettlingum er mikilvægt að þú sért vel undirbúin/n þegar stóri dagurinn rennur upp. Ef þú velur að hafa gotið á heimilinu þá eru ýmis einföld en mikilvæg atriði sem þú getur nýtt þér til að tryggja að læðunni líði vel, hún sé heilbrigð og geti gotið í streitufríu umhverfi.
Að undirbúa heimilið svo læðan eigi auðveldara með got
Helst ætti kettlingafulla læðan þín að hafa herbergi eða svæði út af fyrir sig við lok meðgöngunnar. Læður geta orðið árásargjarnar á síðustu tveimur vikum meðgöngunnar, svo gott er að hafa læðuna út af fyrir sig og fjarri börnum. Herbergið þarf að vera nokkuð heitt - um 22° C - til að henni líði vel og lítil hætta sé á ofkælingu, auk þess sem best er að hafa rakastig við 65-70%.
Þú ættir að setja upp þægilegan kassa þar sem læðan getur gotið. Til dæmis mætti nota pappakassa sem er nógu stór fyrir hana til að liggja í og með nógu háar hliðar til að kettlingarnir detti ekki út. Fóðraðu hann með plasti og síðan dagblöðum, sem auðvelt er að fjarlægja ef þau óhreinkast, og breiddu svo teppi yfir.
Hreiðurkassinn ætti að vera hlýrri en sjálft herbergið til að styðja við kettlingana á fyrstu dögum lífsins þegar þeir eru hvað viðkvæmastir. Gott er að nota innrauðan lampa, vegna þess að hann dreifir hitanum vel, og stilla á 30° C.
Hvernig geturðu séð hvort læðan sé að fara að gjóta?
Mögulega tekurðu ekki eftir fyrstu stigum gotsins, vegna þess að engir samdrættir eru sjáanlegir. Þess í stað mun læðan virðast eirðarlaus og hegða sér undarlega, t.d. elta þig stöðugt – eða forðast þig. Hún mun jafnframt láta heyra vel í sér og oft snyrta læður sig óhóflega.
Þegar hún er næstum tilbúin í gotið mun hún klóra sér, koma sér fyrir í hreiðurkassanum og mala hátt. Þegar þú tekur eftir rauðleitri útferð mun ekki líða langur tími þar til fyrstu kettlingarnir koma í heiminn ásamt fylgjum – oftast minna en klukkustund.
Related Articles
Sérsniðin næring fyrir kettlinginn þinn
Næringarríkt fóður sem styrkir náttúrulegt varnarkerfi kettlingsins og stuðlar að heilbrigðum vexti og þroska meltingarfæranna.
Líkaðu við og deildu þessari síðu