Að venja hvolp á að vera í búri

Hvolpar eru félagsverur og ef þeir eru einir geta þeir orðið órólegir og jafnvel tekið upp á því að skemma hluti. Ef hvolpur er vaninn á að vera í búri, líður honum vel í búrinu, jafnvel þótt þú sért ekki heima.
Jack Russell Terrier puppy sleeping on a soft blanket
Dalmatian puppy sleeping indoors

Af hverju skiptir máli að venja hvolp á að vera í búri?

Hvolpar geta orðið hræddir og óöruggir þegar þeir eru skildir eftir einir. Þær tilfinningar geta brotist út í óæskilegri hegðun hjá þeim. Ef rétt er farið að við að venja hvolp á að vera í búri, kemur það í veg fyrir þessa óæskilegu hegðun auk þess sem hundurinn á öruggt skjól í búrinu þar sem hann getur verið í næði.

Hvaða kostir fylgja því að venja hvolp á að vera í búri?

Ýmislegt mælir með því að venja hvolp á að vera í búri:

Einn

Ef þú venur hvolpinn á að vera í búri getur þú takmarkað aðgengi hans um húsið meðan hann lærir húsreglurnar.

Tveir

Þegar hvolpinum er farið að líða vel í búrinu sínu er óhætt að láta hann vera í búrinu yfir nótt eða þegar hann er einn heima.

Þrír

Eftir að hafa vanist kassanum fyllist hvolpurinn ekki lengur kvíða eða finnst hann vera yfirgefinn þegar hann er skilinn einn eftir

Fjórir

Minna verður um óhreinindi, nag og skemmdir

Fimm

Hvolpurinn þinn hefur stað út af fyrir sig þar sem honum finnst hann öruggur og getur snúið til hvenær sem er

Sex

Þú getur notað kassann til að flytja hvolpinn á einfaldan hátt til dýralæknis eða annarra staða

Dachshund puppy sitting indoors on a blanket

Hvernig á að velja kassa?

Kassar eru til í öllum stærðum og gerðum. Aðalatriðið er að kassinn ætti að vera nógu stór til að hvolpurinn geti staðið upp og snúið sér í honum, bæði núna og þegar hann nær fullorðinsaldri.

1/5

Að venja hvolpinn við búr

  • Komdu búrinu fyrir á stað þar sem fjölskyldan er oft saman
  • Láttu mjúkt teppi í búrið
  • Hafðu búrið opið og bjóddu hundinum að fara inn í það
  • Settu fóðurkúlur inn í búrið til að hvetja hvolpinn til að fara inn í búrið og skoða það.
  • Þú getur líka látið uppáhalds dótið hans inn í búrið í sama tilgangi.

Poodle puppy sitting indoors in a dog bed
2/5

Borðað í búrinu

  • Byrjaðu að gefa hvolpinum reglulegar máltíðir nálægt búrinu
  • Ef hvolpurinn er sáttur við búrið getur þú sett fóðurskálina hans inn í búrið
  • Ef hvolpurinn verður kvíðinn getur þú gefið honum fóðrið fyrir utan búrið og smám saman fært það inn í búrið
  • Þegar hvolpurinn er sáttur við að borða í búrinu skaltu loka því varlega. Frábær leið til að lengja matartímann inni í búrinu er að setja nagdót eða leikfang með hundanammi inn í búrið.
  • Lengdu smám saman tímann sem búrið er lokað eftir hverja máltíð.

Chocolate Labrador Retriever puppy lying down behind a dog fence
3/5

Að sitja í kassanum

  • Þegar hundurinn þinn er orðinn vanur því að verja tíma innan kassans skaltu prófa að skilja hann eftir í stutta stund þegar þú ert heimavið
  • Kallaðu hvolpinn að kassanum og gefðu honum nammi
  • Gefðu honum skipun, eins og t.d. „Í kassann“ og þegar hann fer inn í kassann skaltu hrósa honum og gefa annað nammi
  • Gefðu hvolpinum nagbein eða leikfang til að hann hafi eitthvað að dunda sér við. Þegar hann hefur slakað á skaltu yfirgefa herbergið rólega
  • Auktu tímann sem þú ert í burtu smám saman í hvert skipti þar til hægt er að skilja hvolpinn eftir einan án þess að hann væli

Poodle puppy sitting down on a white sheet
4/5

Að vera í búri

  • Þegar hvolpurinn þinn er sáttur við að vera í búri í 30 mínútur án þess að sýna merki um kvíða, getur þú skilið hann eftir í búrinu þegar þú ert að heiman.
  • Hrósaðu hvolpinum alltaf hæglætislega og gefðu honum góðgæti áður en þú setur hann inn í búr.
  • Drífðu þig út og ekki gera kveðjustundina tilfinningaþrungna.
  • Þegar þú kemur til baka, skaltu ekki heilsa hvolpinum með æsingi. Það skiptir máli að hann upplifi aðskilnaðinn sem eðlilegan.
  • Hvolpurinn ætti ekki að vera í búri lengur en í fjóra til fimm klukkutíma á dag. Best er að lengja smám saman tímann sem hvolpurinn er í búri því flestir hvolpar þurfa að pissa að minnsta kosti einu sinni á þessum tíma.

Chihuahua puppy lying down on a blanket
5/5

Að sofa í kassanum yfir nótt

  • Kynntu hvolpinn fyrir kassanum strax við unga aldur
  • Færðu búrið til að byrja með nálægt svefnherberginu þínu - þannig finnst honum hann ekki vera einangraður
  • Ef hvolpurinn vælir á næturnar gæti þurft að hleypa honum út að pissa
  • Hrósaðu hvolpinum þegar hann fer í kassann og gefðu honum nammi
  • Þegar hundurinn er orðinn sáttur við að sofa í kassanum geturðu fært hann á annan stað á heimilinu

Chihuahua puppies sleeping in a dog crate
Dachshund puppies playing in black and white

Þjálfun og leikur hvolpa

Það er afar mikilvægt fyrir þroska hvolpsins að hann leiki sér og læri. Hann þarf líka að læra helstu lífsreglurnar. Hvolpar eru námfúsir að upplagi og þú ættir því að byrja að þjálfa hvolpinn þinn eins fljótt og auðið er.

Dachshund mother and puppies in black and white on a white background

Að umhverfisþjálfa hvolp

Félagsmótun er eitt mikilvægasta skrefið í því að tryggja að hvolpurinn þinn þroskist í sjálfsöruggan fullorðinn hund í góðu jafnvægi. Það er aldrei of snemmt að byrja í rólegheitunum að kynna gæludýrið fyrir nýjum upplifunum, fólki og dýrum.