Tölum um Rottweiler-hunda
Hina sterkbyggðu Rottweiler-hunda þekkja flestir, sem og orðspor þeirra. Þeir eru samt sem áður trúir og tryggir félagar. Þeir eru ástkærir, hlýðnir og hafa einstaklega blítt skaplyndi. Hundar af þessu kyni eru einnig afar vinsælir varðhundar um allan heim, þökk sé óttaleysi þeirra, mikilli greind og kraftmiklum skrokki. Vegna þessa líður Rottweiler-hundum best hjá reyndum eiganda sem getur tekið sér hlutverk „forystudýrsins“.
Opinbert heiti: Rottweiler
Önnur heiti: Rottie, Rottweiler Metzgerhund, Butcher’s Dog of Rottweil
Uppruni: Þýskaland
Slefmyndun
2 out of 5Snyrtiþarfir
1 out of 5Hármissir
3 out of 5Gelthneigð
3 out of 5Orkuþörf *
5 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
3 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
1 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
61 - 68.5 cm | 56 - 63.5 cm |
Weight | Weight |
43 - 61 kg | 36 - 45 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
8 mánaða til 2 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
2 ára til 5 ára | 5 til 16 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
2 out of 5Snyrtiþarfir
1 out of 5Hármissir
3 out of 5Gelthneigð
3 out of 5Orkuþörf *
5 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
3 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
1 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
61 - 68.5 cm | 56 - 63.5 cm |
Weight | Weight |
43 - 61 kg | 36 - 45 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
8 mánaða til 2 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
2 ára til 5 ára | 5 til 16 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Fáðu að vita meira um Rottweiler-hundinn
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Hundakynið er oftar en ekki kynnt til sögunnar í fjölmiðlum og kvikmyndum sem árásargjarnt og hættulegt en persónuleiki Rottweiler-hunda er allt öðruvísi í raun og veru. Hundarnir eru svo sannarlega sterkbyggðir og þá má þjálfa til að fella glæpamann til jarðar ef svo ber undir Hundar af þessu kyni eru hins vegar innst inni afar miklir ljúflingar. Þegar hundar af þessu kyni fá viðeigandi þjálfun hjá reyndum eiganda verða þeir hlýðnir, kurteisir, blíðir og tryggir félagar.
Rottweiler-hundar hafa sterka tilhneigingu til að verja ættflokk sinn og mynda því mjög sterk tengsl við mennskar fjölskyldur sínar. Hundum af þessu kyni finnst samt sem áður afar skemmtilegt að leika sér, eins og eigendur þeirra geta staðfest. Hundarnir njóta þess að kúra með uppáhaldsfólkinu sínu og reyna meira að segja reyna að sitja í kjöltu ef tækifæri gefst.
Rottweiler-hundar er eitt elsta hundakynið í veröldinni og sögu þeirra má rekja til Rómaveldis þegar hundarnir voru notaðir til að smala nautgripum. Í dag eru Rottweiler-hundar dáðir og elskaðir sem gæludýr. Þeir eru kraftmiklir og afar greindir hundar og eru því oft notaðir sem varðhundar. Hundar af þessu kyni fylgjast afar vel með umhverfi sínu og sýna hraða svörun við vinnuaðstæður.
Hundarnir eru vinsælir við löggæslu, öryggisvörslu og björgunarstörf. Slíkt hefur án efa aukið enn á orðspor þessa hundakyns.
Tignarleg stærð Rottweiler-hundanna er svo sannarlega tilkomumikil. Þetta eru stórir, vöðvastæltir, kraftmiklir og afar tilkomumiklir hundar. Þeir hafa sléttan dökkan feld með ryðbrúnum flekkum, svipmikil dökkbrún augu og skott sem dillar kröftulega.
Annað sem gott er að hafa í huga er að Rottweiler þurfa mikla hreyfingu. Þeir ættu að lágmarki að fá tveggja klukkustunda líkamlega hreyfingu á hverjum degi. Já, að minnsta kosti tvær klukkustundir á dag. Svo lengi sem hundarnir fá að reyna á sig, hljóta rétta þjálfun og félagsfærnimótun verða þeir skjótt óaðskiljanlegur félagi fjölskyldunnar.
Tvær staðreyndir um Rottweiler-hunda
1. Goðsagnirnar hraktar
Hættulega hegðun Rottweiler-hunda má nánast í öllum tilvikum rekja til vanhæfra eigenda eða skorts á fullnægjandi félagsfærnimótun og þjálfun. Slíkt er mikilvægt að hafa í huga varðandi þetta kyn, sér í lagi vegna þess að hundarnir eru gríðarlega sterkir. Frekari upplýsingar um þjálfun Rottweiler-hunda er að finna hér á eftir.
2. Ræktunin er mikilvægust
Rottweiler-hundar urðu afar eftirsóttir á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Fjöldi vanhæfra ræktenda nýtti sér hins vegar tækifærið og því glímdu margir hundar við heilsufarsvandamál og/eða slæmt skaplyndi. Það borgar sig að sýna þolinmæði og leita að viðurkenndum og traustum hundaræktanda.
Saga kynsins
Rottweiler er eitt elsta hundakyn í veröldinni og forveri hennar var „Molossus“ af mastiff-kyni. Á tímum Rómverja voru þessir harðgerðu hundar notaðir til að smala nautgripum og sem varðhundar. Hundarnir fylgdu rómverjum í hetjulegum svaðilförum þeirra um Alpana. Rómverjar byggðu nýlendur í Þýskalandi og þar hittu rómverskir hundar fyrir og blönduðust við innlend hundakyn. Þetta gaf af sér Rottweiler-kynið sem við þekkjum í dag.
Hundarnir heita í höfuðið á bænum Rottweil sem áður fyrr var miðstöð verslunar með nautgripi og voru hundarnir aðallega notaðir við smölun. Slátrarar í nágrenninu nýttu hundana sem trausta dráttarhunda og Rottweiler-hundar eru því einnig kallaðir „Metzgerhunds“ (slátrarahundar).
Löngu síðar, eða í upphafi 19. aldar urðu Rottweiler-hundar vinsælir hjá löggæsluyfirvöldum og orðstír þeirra sem varðhundar óx og dafnaði. Hundakynið var viðurkennd af ræktunarfélaginu American Kennel Club árið 1931. Hins vegar urðu þessir hundar ekki vinsælir fyrir alvöru fyrr en eftir Seinni heimstyrjöldina. Þeir urðu með tíð og tíma afar vinsæl gæludýr.
Nauðsynlegt er að minnast á að Rottweiler-hundar voru einnig fyrstu leiðsöguhundar fyrir blint fólk, en á seinni tímum hafa þeir notið mikilla vinsælda sem hjálparhundar. Þrátt fyrir neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum hafa hundavinir um allan heim þessa hunda í hávegum.
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Rottweiler-hunda
1.Höfuð
2.Augu
3.Líkami
4.Feldur
5.Skott
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um rottweiler-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Hafið augun opin fyrir álagsmeiðslum á útlimum hundanna
Eitt algengasta heilsufarsvandamál Rottweiler-hunda er arfgengur kvilli sem kallast „mjaðmalos“, eða afmyndun mjaðmagrindarinnar. Hundar sem fá þennan kvilla sýna oft merki um sársauka eða lömun í einum eða báðum afturlöppunum, en þó ekki í öllum tilvikum. Kvillinn getur oft valdið liðagigt þegar hundarnir eldast. Ábyrgur hundaræktandi mun láta röntgenmynda mjaðmir og olnboga allra foreldra og á þann hátt draga úr hættunni á því að hundarnir veikist. Hágæðafóður, reglubundin hreyfing og rétt líkamsþyngd Rottweiler-hunda getur stuðlað að heilbrigðum liðamótum.
Hundarnir geta líka verið viðkvæmir fyrir magakvillum
Eins og á við um fleiri stór hundakyn eru Rottweiler-hundar viðkvæmir fyrir magastækkun með garnaflækju (eða uppþembu). Slíkt er alvarlegur kvilli af völdum ofmyndunar lofttegunda í maganum. En sem betur fer er hægt að gera fjölda fyrirbyggjandi ráðstafana. Til dæmis er hægt að skipta fóðrinu þeirra niður í nokkra skammta á dag vegna þess að uppþemba getur oft stafað af of miklu áti eða vatnsinntöku í einni lotu. Hægt að nota sérsaka skál til að hægja á áti þeirra. Einnig er afar mikilvægt að bíða eins lengi og hægt er með að hreyfa Rottweiler-hunda eftir matartíma. Einkenni geta verið útþaninn kviður, mikið slef og uppsölur. Hafa verður samband við dýralækni án tafar, þar sem mikilvægt er að veita skjóta meðferð.
Hafið augun opin fyrir óeðlilegum kekkjum eða hnúðum
Eins og á við um öll hundakyn geta Rottweiler-hundar fengið ofvöxt eða hnúða á líkamann. Oftast er um meinlausan ofvöxt að ræða eins og vörtur, blöðrur eða fituhnúða, en í vissum tilvikum getur verið um „mastfrumnaæxli“ að ræða, en það er krabbamein sem verður að meðhöndla eins fljótt og auðið er. Rottweiler-hundar hafa einnig tilhneigingu til að fá tiltekið beinkrabbamein sem kallast beinsarkmein, sem er algengara hjá stærri hundum. Fyrstu einkenni um slíkt er yfirleitt helta, þar sem meinið kemur yfirleitt fram á svæðunum í kringum axlir, úlnliði eða hné. Eins og ævinlega er mikilvægt að hafa augun opin fyrir óeðlilegum breytingum hjá hundinum því snemmbúin greining er lykilatriði. Því fyrr sem hundurinn kemst undir hendur dýralæknisins, því betra.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Við val á fóðri fyrir Rottweiler-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physical condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Mjög stórkynja hundum er hætt við að fá kvilla sem kallast „magastækkun með garnaflækju“ (e. gastric dilatation and volvulus). Þá teygist á maganum og hann snýst vegna of mikils lofts, sem er vanalega tilkomið vegna þess að hundurinn hefur borðað of mikið. Þetta ástand getur verið hundinum lífshættulegt. Þess vegna er mælt með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir á dag á hvolpaaldri og halda þeirri venju áfram á fullorðinsárunum. Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum. Þegar heitt er í veðri, og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft. The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
Þarfir Rottweiler-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Rottweiler-hvolpa þroskast smátt og smátt á öllu vaxtarskeiðinu. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Rottweiler-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt til að byggja upp bein, vefi og líffæri. Forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna. Mikilvægt er að velja þurrfóður af réttri stærð, lögun og áferð til að hundarnir eigi auðvelt með að éta fóðrið. Stórkynja hvolpa vaxa hratt á löngu tímabili og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og vefjaskemmdir í liðamótum.
Í byrjun vaxtartímans (upp að 8 mánaða aldri) eru það aðallega beinin sem byrja að vaxa, en einnig vöðvarnir. Til að draga úr hættu á slíku er gott að velja fóður með sérstilltu hitaeiningamagni sem styður við mikinn vaxtarhraða og kemur einnig í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu. Vönun getur einnig stuðlað að yfirþyngd hjá hundum. Gott jafnvægi milli hitaeiningafjölda og steinefna (kalsíums og fosfórs) á þessu fyrsta vaxtarskeiði mun stuðla að eðlilegri myndun steinefna í beinum, sem styður við beinþéttingu og eðlilegum þroska liða. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru stórkynja hvolpar viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því.
Á öðru vaxtarskeiði hundsins, frá 8 mánaða aldri, er gott að aðlaga innihald prótíns og L-karnitíns í fæðinu til að styðja við uppbyggingu vöðva. Yfir allt æviskeið Rottweiler-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með þurrfóðri sem er hluti af næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
Eins og mörgum stórkynja hundum er Rottweiler-hundum hætt við meltingarvandamálum og mikil líkamsþyngd þeirra getur valdið álagi á liði þegar líður á ævina. Rottweiler-hundar þurfa því fóður með miklu prótíni og réttu magni fæðutrefja, sem hámarkar meltingargetuna, sem og glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum, til að styrkja bein og liði.
Fóðurblanda með omega-3-fitusýrum, svo sem EPA-DHA, stuðlar að heilbrigði húðarinnar og aðlagað tárín er mikilvægt fyrir hjartað.
Umhirða Rottweiler-hunda
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Fullorðnir Rottweiler-hundar eru sterkir og stæltir og þurfa því mikla hreyfingu og þjálfun til að vera í toppformi, bæði andlegu og líkamlegu. Þeir þurfa minnst tveggja tíma hreyfingu daglega til að losa um þessa miklu orku og til að viðhalda hugarró. Best er að þeir hafi aðgang að stóru en öruggu svæði þar sem þeir geta sprett úr spori og losað um orku. Rottweiler-hundar halda jafnan í gáskafullt geðslag hvolpsins fram á fullorðinsaldur og hafa því gaman af því að bregða á leik í garðinum. Þeir hafa líka gaman af því að synda ef því er komið við.
Feldurinn er tvöfaldur og miðlungssíður svo bursta þarf Rottweiler-hunda vikulega til að halda feldinum í toppstandi. Mestan hluta ársins fara þeir tiltölulega lítið úr hárum en meira getur borIð á hárlosi í kringum árstíðabundin hamskipti Rottweiler-hunda, á vorin og haustin. Einnig má búast við talsverðu slefi. Gott er að baða þá reglulega en vegna stærðar Rottweiler-hunda kjósa margir eigendur frekar að bóka tíma fyrir þá hjá fagfólki í snyrtingu. Klær Rottweiler-hunda skal klippa eftir þörfum, eyru þarf að skoða reglulega og tennur þarf að bursta eins oft og hægt er – í það minnsta tvisvar til þrisvar í viku en daglega ef mögulegt er. Galdurinn er að venja þá við þetta strax frá unga aldri svo þeir viti að ekkert sé að óttast.
Frá fyrstu tíð er mikilvægt að Rottweiler-hundurinn þinn líti á þig sem „forystudýrið“. Annars mun hann líta á sjálfan sig sem „forystuhundinn“. Af þessum sökum er Rottweiler-hundur ekki góður kostur fyrir fyrstu eigendur. Blíð en ströng manneskja og rétt þjálfun geta þó séð til þess að Rottweiler-hvolpurinn verði að hamingjusömum og öruggum hundi. Vegna þess að Rottweiler-hundar hafa náttúrulega eðlishvöt til að vernda er einnig mikilvægt að venja þá snemma á samskipti svo þeim líði vel innan um annað fólk og dýr. Þeir eru mjög gáfaðir, fljótir að læra og njóta sín í örvandi umhverfi þjálfunarnámskeiða. Til að ná sem bestum árangri skaltu alltaf nota jákvæða styrkingu og tækni sem byggir á verðlaunakerfi.
Fullorðnir Rottweiler-hundar eru sterkir og stæltir og þurfa því mikla hreyfingu og þjálfun til að vera í toppformi, bæði andlegu og líkamlegu. Þeir þurfa minnst tveggja tíma hreyfingu daglega til að losa um þessa miklu orku og til að viðhalda hugarró. Best er að þeir hafi aðgang að stóru en öruggu svæði þar sem þeir geta sprett úr spori og losað um orku. Rottweiler-hundar halda jafnan í gáskafullt geðslag hvolpsins fram á fullorðinsaldur og hafa því gaman af því að bregða á leik í garðinum. Þeir hafa líka gaman af því að synda ef því er komið við.
Feldurinn er tvöfaldur og miðlungssíður svo bursta þarf Rottweiler-hunda vikulega til að halda feldinum í toppstandi. Mestan hluta ársins fara þeir tiltölulega lítið úr hárum en meira getur borIð á hárlosi í kringum árstíðabundin hamskipti Rottweiler-hunda, á vorin og haustin. Einnig má búast við talsverðu slefi. Gott er að baða þá reglulega en vegna stærðar Rottweiler-hunda kjósa margir eigendur frekar að bóka tíma fyrir þá hjá fagfólki í snyrtingu. Klær Rottweiler-hunda skal klippa eftir þörfum, eyru þarf að skoða reglulega og tennur þarf að bursta eins oft og hægt er – í það minnsta tvisvar til þrisvar í viku en daglega ef mögulegt er. Galdurinn er að venja þá við þetta strax frá unga aldri svo þeir viti að ekkert sé að óttast.
Frá fyrstu tíð er mikilvægt að Rottweiler-hundurinn þinn líti á þig sem „forystudýrið“. Annars mun hann líta á sjálfan sig sem „forystuhundinn“. Af þessum sökum er Rottweiler-hundur ekki góður kostur fyrir fyrstu eigendur. Blíð en ströng manneskja og rétt þjálfun geta þó séð til þess að Rottweiler-hvolpurinn verði að hamingjusömum og öruggum hundi. Vegna þess að Rottweiler-hundar hafa náttúrulega eðlishvöt til að vernda er einnig mikilvægt að venja þá snemma á samskipti svo þeim líði vel innan um annað fólk og dýr. Þeir eru mjög gáfaðir, fljótir að læra og njóta sín í örvandi umhverfi þjálfunarnámskeiða. Til að ná sem bestum árangri skaltu alltaf nota jákvæða styrkingu og tækni sem byggir á verðlaunakerfi.
7/7
Allt um Rottweiler-hunda
Þótt ekki séu allir sammála um það eru Rottweiler-tíkur almennt taldar ögn blíðari og ekki eins háværar og rakkarnir. En með réttri þjálfun – og ekki síst réttum eiganda – geta bæði kynin orðið trygg gæludýr. Þessu tengt er einnig vert að skoða kosti og galla geldingar. Slík aðgerð getur til dæmis dregið úr árásargirni beggja kynja en hún eykur þó hættuna á þyngdaraukningu ef ekki er fylgst vel með fóðruninni. Enn einn kosturinn við að velja tík er sá að þær lifa almennt nokkrum árum lengur en rakkarnir.
Feldurinn er þykkur og tvöfaldur svo Rottweiler-hundar þola vetrarveður ágætlega en eru þó viðkvæmari fyrir kulda en ætla mætti. Hátt hitastig gæti einnig reynst þeim erfitt svo alltaf skal tímasetja hreyfingu í takt við það. Nauðsynlegt er að þeir komist í skugga og fái nóg vatn að drekka. Almennt er litið á þá sem hörkutól en Rottweiler-hundar eru viðkvæmari fyrir hitasveiflum en ætla mætti.
Lesa meira um þetta efni
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu