Spjöllum svolítið um Pomeranian
Pomeranian-hundar eru komnir af sleðahundum þrátt fyrir að vera talsvert smávaxnari í dag. Þessir hundar eru gáfaðir, galsafullir og orkumiklir. Hundarnir eru einna helst þekktir fyrir að líkjast refum, vera ávallt „brosandi“ og með silkimjúkan feld. Svo ekki sé minnst á sérkennilega makkann sem lítur út eins og hálskragi. Síðan setur loðið skottið punktinn yfir i-ið. Hundarnir eru ávallt á varðbergi gagnvart ókunnugum og eru framúrskarandi varðhundar. Þetta er stór hundur fastur í líkama smáhunds.
Opinbert heiti: Pomeranian
Önnur heiti: Zwergspitz, Toy Spitz, Pom
Uppruni: Þýskaland
Slefmyndun
1 out of 5Snyrtiþarfir
4 out of 5Hármissir
4 out of 5Gelthneigð
5 out of 5Orkuþörf *
1 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
2 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
18 - 30.5 cm | 18 - 30.5 cm |
Weight | Weight |
0 - 3.5 kg | 0 - 3.5 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
10 mánaða til 8 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
8 til 12 ára | 12 til 22 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
1 out of 5Snyrtiþarfir
4 out of 5Hármissir
4 out of 5Gelthneigð
5 out of 5Orkuþörf *
1 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
2 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
3 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
18 - 30.5 cm | 18 - 30.5 cm |
Weight | Weight |
0 - 3.5 kg | 0 - 3.5 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
10 mánaða til 8 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
8 til 12 ára | 12 til 22 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Fáðu að vita meira um Pomeranian
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Pomeranian-hundar eru smágerðari en forverar sínir sleðahundarnir, en haga sér enn í dag eins og mikið stærri hundar. Þessir hundar eru hugrakkir, hvatvísir og óhræddir og þar að auki afar forvitnir um allt í umhverfi sínu. Þeir eru þar af leiðandi framúrskarandi varðhundar.
Pomeranian-hundar eiga hins vegar til að gelta nokkuð mikið. Þessir hundar henta hugsanlega ekki eigendum sem vilja frið og ró eða búa nálægt viðkvæmum nágrönnum.
Þar fyrir utan hafa Pomeranian-hundar marga dásamlega eiginleika. Þessir hundar eru bæði gáfaðir og athugulir, ávallt til í að spjalla við eigendur sína og er yfirleitt skemmtilegt hafa í kringum sig. Pomeranian-hundar verða að hámarki 30 cm að hæð og þurfa því ekki á mikilli hreyfingu að halda. Hundarnir ættu að passa inn á flest heimili.
Pomeranian-hundar eru minnsta afbrigði German Spitz-hundategundarinnar, en önnur afbrigði eru m.a. Samoyed-, Alaskan Malamute- og Norwegian Elkhound-hundar. Pomeranian-hundar eru kallaðir Toy Spitz-hundar í sumum löndum. Hundategundin sem er við lýði í dag á líklega uppruna sinn að rekja til Þýskalands á 17. öld en ræktunin snerist aðallega um að gera hundana minni og minni.
Fyrr en varði urðu Pomeranian-hundar afar eftirsóttir hjá fjölda virtra aðdáenda. Viktoría englandsdrotting er hugsanlega frægasti aðdáandi hundategundarinnar og lagði sitt að mörkum til að tryggja vinsældir hennar (frekari upplýsingar um sögu Pomeranian-hunda er að finna í hlutanum um sögu tegundarinnar.
Pomeranian-hundar eru bæði hvatvísir og ástúðlegir. Það er því sönn ánægja að hafa þessa hunda sem gæludýr. Pomeranian-hundar lifa óvenjulega lengi, eða oft langt fram í táningsárin og í sumum tilvikum mikið lengur.
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Pomeranian eru vinsælustu smáhundarnir. Þeir eru líka fastagestir á listum yfir 20 vinsælustu hunda í heimi.
Tvær staðreyndir um Pomeranian-hunda
1. Uppruni tegundarinnar er á steinöld
Hægt er að rekja ættir Pomeranian-hunda til German Spitz-hunda aftur í steinöld. Fundist hafa nokkuð vel varðveittar líkamsleifar slíkra hunda við fornleifauppgröft í Þýskalandi og hundarnir teljast vera elstu forverar tegundarinnar.
2. Björgunin af Titanic
Tveir Pomeranian-hundar voru á meðal þeirra þriggja hunda sem lifðu af þegar skemmtiferðaskipið Titanic fórst árið 1912. Hundarnir, ásamt eigendum sínum, voru hluti af þeim fáu heppnu sem náðu að koma sér í björgunarbát. Í lokaatriði samnefndrar kvikmyndar heldur aðalpersónan Rósa á Pomeranian-hundi.
Saga kynsins
Norrænir forfeður Pomeranian-hunda voru sleðahundar á norðuheimskautinu. Pomeranian-hundar eru yfirleitt kallaðir Wolfspitz- eða Spitz-hundar, enda eru þeir komnir af German Spitz-hundum.
Hundarnir eru skírðir í höfuði á hinu sögufræga héraði Pommern (í Norður-Póllandi og Þýskalandi) þaðan sem þeir eru upprunnir. Talið er að Pomeranian-hundarnir sem eru við lýði í dag hafi verið ræktaðir að mestu leyti á 18. öld. Upprunalega voru þessir hundar en notaðar voru vandaðar ræktunaraðferðir til að draga úr stærð þeirra og þróa fleiri litarsamsetningar feldsins.
Pomeranian-hundar urðu afar vinsælir á stuttum tíma og fyrr en varði voru þeir einnig orðnir eftirsóttir af kóngafólkinu. Talið er að Charlotte drottning, eiginkona Georgs III englandskonungs hafi verið fyrsti konungsborni einstaklingurinn sem eignaðist Pomeranian-hund. Hún átti reyndar tvo Pomeranian-hunda sem birtust báðir í málverkum eftir Sir Thomas Gainsborough.
Nokkuð síðar gerðist Viktoría bretlandsdrottning mikill aðdáandi Pomeranian-hunda og kom meira að segja á laggirnar eigin ræktun. Vegna inngripa Viktoríu jukust skráningar tegundarinnar til muna á Crufts-hundasýningunni í Bretlandi.
Ræktunarklúbbur var stofnaður árið 1891 á fyrstu Crufts-hundasýningunni og staðall hundategundarinnar birtist stuttu síðar. Árið 1898 var tegundin viðurkennd í Bandaríkjunum af American Kennel Club og var formlega viðurkennd í landinu árið 1900. Það er ekki ofsögum sagt að allar götur síðan hafi Pomeranian-hundar verið gríðarlega vinsælir gestir á hundasýningum og á heimilum.
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Pomeranian-hunda
1.Face
2.Líkami
3.Skott
4.Feldur
5.Feldur
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Pomeranian-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Betra er að nota beisli en taum.
Eins og á við um aðra smáhunda eru Pomeranian-hundar viðkvæmir fyrir ágengum kvilla sem kallast barkarþrenging. Kvillinn veldur hrörnun á brjóski barkans, veikir barkarhimnuna og getur leitt til frekari þrengingar öndunarvegarins. Sjúkdómurinn er arfgengur en getur versnað enn frekar ef hundarnir kasta sér fram þegar þeir eru hálsól og beisli, eða ef eigandinn dregur of fast í tauminn. Einkenni eru m.a. hljóð sem líkist flauti, hósti, mæði eða öndun með erfiðismunum og jafnvel yfirlið í alvarlegum tilvikum. Því er ávallt best að leiða hundinn í beisli. Skurðaðgerð getur komið til greina ef sjúkdómurinn er alvarlegur.
Einnig er mikilvægt að hugsa vel um lappirnar á hundunum.
Annar kvilli sem getur herjað á Pomeranian-hunda er liðhlaup í hnéskeljum. Stundum er slíkt fyrirbrigði kallað „hnékippur“ hjá fólki, eða þegar hnéskelin færist úr stað. Yfirleitt hrekkur útlimurinn aftur í lið en liðurinn brotnar smám saman niður í hvert skipti sem slíkt gerist. Kvillinn veldur yfirleitt bólgu og miklum sársauka. Einkenni geta verið helti eða skringilegt „valhopp“ við göngu. Ráðlagt er að fara með hundana í liðamótaskoðun hjá dýralækni tvisvar á ári, sér í lagi vegna þess að kvillinn veldur liðbólgu seinna á lífsleiðinni. Það er ágætis forvarnarráðstöfun að sjá til þess að halda Pomeranian-hundinum í kjörþyngd. Í alvarlegri tilfellum er mögulega ávísað verkjastillandi lyfjum eða skurðaðgerð er framkvæmd.
Eigendur verða einnig að huga að heilbrigði augna hundanna
Eigendur verða að hafa í huga að Pomeranian-hundar hafa tilhneigingu til að fá augnkvilla. Slíkt getur m.a. falið í sér drer, þurr augu og kvilla í táragögnum. Mikilvægt er að leita ráða hjá dýralækni því slíkir kvillar geta haft áhrif á sjón hundanna ef ekkert er að gert. Eigendur ættu tafarlaust að hafa samband við dýralækni ef einkenni eins og roði, örmyndun eða óhófleg táramyndun kemur í ljós, eða ef hundurinn byrjar að nudda augun. Þannig má grípa til viðeigandi ráðstafana í tíma. Einnig er mælt með því að fara með hundana reglulega í augnskoðun.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Við val á fóðri fyrir Pomeranian-hunda þarf að huga að ýmsum þáttum: aldri, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástandi og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn þinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækni sem mun skrifa upp á sérstakt sjúkdómsfæði. Hreint og tært vatn ætti að vera aðgengilegt öllum stundum til að viðhalda reglulegum þvaglátum. Þegar heitt er í veðri, sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft.
Þarfir Pomeranian-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Pomeranian-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 8 mánaða aldri. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Pomeranian-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Jöfn neysla trefja, svo sem psyllium, getur auðveldað flutning um þarma og stuðlað að góðum hægðum.
Similarly, a puppy’s teeth – starting with the milk teeth, or first teeth, then the permanent teeth – are an important factor that needs to be taken into account when choosing the size, form, and hardness of kibble. Þessu vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og maturinn verður að hafa mikið næringarinnihald (sett fram sem kkal/100 g af fóðri), en magn annarra næringarefna er einnig hærra í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. It is recommended to split the daily allowance into three meals a day until they are six months old, then to switch to two meals per day.
Helstu þarfir sem næring fullorðinna Pomeranian-hunda þarf að uppfylla eru:
Að viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu innan skynsamlegra marka
Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum.
Smáhundar eins og Pomeranian-hundar geta fengið hægðatregðu á fullorðinsárum og því verður að gefa þeim fóður sem inniheldur jafnt trefjamagn, þ.m.t. psyllium til að auðvelda meltingu ásamt auðmeltanlegu prótíni til að bæta hægðirnar.
Þurrfóðrið þarf að vera mjög smátt og henta nettum kjálkum Pomeranian-hundanna til að forðast vandamál þegar þeir matast. Þetta getur einnig örvað matarlystina, en þessir hundar eru stundum matvandir. Smáhundar eru útsettir fyrir nýrnasteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.
Mikilvægt er að forðast að gefa þeim mat ætluðum mönnum eða feita millibita. Þess í stað er hægt að launa þeim með þurrfóðri sem er hluti af daglegri næringarinntöku til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu. Einnig er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum um mataræði sem koma fram á umbúðunum, sér í lagi þegar um gelda Pomeranian-hunda er að ræða. Geldir hundar hafa nefnilega meiri tilhneigingu til að þyngjast.
Eftir 8 ára aldur byrja Pomeranian-hundar að sýna fyrstu merkin um öldrun. Mataræði auðgað með andoxunarefnum hjálpar til við að viðhalda orku og lykilnæringarefni, svo sem tárín, styrkja hjartastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Pomeranian ætti að hafa eftirfarandi í huga:
Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunar sem leiðir til öldrunar.
High-quality protein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við nýrnabilun en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótín úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.
A higher proportion of the trace elements iron, copper, zinc, and manganese to help maintain good condition of the skin and coat.
Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þessari framleiðslu.
Með hækkandi aldri eiga hundar það til að þróa með sér tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf að sníða lögun, stærð og áferð þurrfóðursins að kjálkunum.
Umhirða Pomeranian-hunda
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Pomeranian-hundar eru afar smávaxnir og þurfa ekki á eins mikilli hreyfingu að halda og aðrir hundar. Hins vegar verður að fara með hundana í a.m.k. einn göngutúr á hverjum degi til að teygja aðeins úr litlu löppunum og leyfa þeim að hnusa aðeins utandyra. Ráðlagt er að forðast hundagerði vegna smæðar Pomeranian-hunda, þar sem stærri tegundir geta rekið sig í hundana fyrir slysni eða Pomeranian-hundarnir skorað stærri hunda á hólm. Mikilvægt er að hafa auga með hundunum þegar þeir eru í garðinum eða bakgarðinum, þar sem þessir litlu töframenn eiga það til að flýja, jafnvel í gegnum lítil op. Pomeranian-hundar hafa tilhneigingu til að þyngjast á fullorðinsárum og því er mikilvægt að þeir fái hreyfingu, þrátt fyrir að hundarnir vilji einna helst liggja í kjöltu eigenda sinna.
Glæsilegur feldurinn er helsta einkenni Pomeranian-hunda og verður að snyrta reglulega til að halda honum í horfinu. Létt burstun á hverjum degi ætti að duga til að fjarlægja dautt hár og viðhalda gljáa feldsins. Feldur Pomeranian-hunda er tvöfaldur. Undirfeldurinn er mjúkur, þykkur og snögghærður á meðan ytri feldurinn er síðari. Ráðlagt er að bursta feldinn vel og vandlega einu sinni í viku. Ráðlagt er að láta fagmann snyrta Pomeranian-hunda, þ.m.t. að baða hundana á fjögurra til sex vikna fresti. Pomeranian-hundar geta farið þó nokkuð mikið úr hárum og reglubundin snyrting ætti að halda hárunum úr teppunum heima við. Klippa verður klærnar reglulega, bursta tennur a.m.k. vikulega (helst daglega) og skoða eyrun með reglulegu millibili.
Pomeranian-hundar eru afar gáfaðir. Því borgar sig að búa til sérsniðna æfingaráætlun fyrir hundana til að örva þá líkamlega og andlega. Hundarnir njóta líka að leika sér heima með eigendum sínum. Hægt er að þjálfa hunda með mikla hæfileika frekar og skrá til keppni í lipurð, hlýðni o.s.frv. Þessir hundar eru einnig framúrskarandi meðferðarhundar. Hafa ber nokkur atriði í huga... Pomeranian-hundar eiga það til að vera nokkuð „háværir“, sér í lagi af því að þeim stendur yfirleitt stuggur af ókunnugum. Hægt er að vinna gegn þessu með því að hefja félagsmótun hundanna snemma. Það getur tekið aðeins lengri tíma að húsvenja hunda af þessari tegund. En með alúð, festu og almennri þolinmæði ætti það að hafast.
Pomeranian-hundar eru afar smávaxnir og þurfa ekki á eins mikilli hreyfingu að halda og aðrir hundar. Hins vegar verður að fara með hundana í a.m.k. einn göngutúr á hverjum degi til að teygja aðeins úr litlu löppunum og leyfa þeim að hnusa aðeins utandyra. Ráðlagt er að forðast hundagerði vegna smæðar Pomeranian-hunda, þar sem stærri tegundir geta rekið sig í hundana fyrir slysni eða Pomeranian-hundarnir skorað stærri hunda á hólm. Mikilvægt er að hafa auga með hundunum þegar þeir eru í garðinum eða bakgarðinum, þar sem þessir litlu töframenn eiga það til að flýja, jafnvel í gegnum lítil op. Pomeranian-hundar hafa tilhneigingu til að þyngjast á fullorðinsárum og því er mikilvægt að þeir fái hreyfingu, þrátt fyrir að hundarnir vilji einna helst liggja í kjöltu eigenda sinna.
Glæsilegur feldurinn er helsta einkenni Pomeranian-hunda og verður að snyrta reglulega til að halda honum í horfinu. Létt burstun á hverjum degi ætti að duga til að fjarlægja dautt hár og viðhalda gljáa feldsins. Feldur Pomeranian-hunda er tvöfaldur. Undirfeldurinn er mjúkur, þykkur og snögghærður á meðan ytri feldurinn er síðari. Ráðlagt er að bursta feldinn vel og vandlega einu sinni í viku. Ráðlagt er að láta fagmann snyrta Pomeranian-hunda, þ.m.t. að baða hundana á fjögurra til sex vikna fresti. Pomeranian-hundar geta farið þó nokkuð mikið úr hárum og reglubundin snyrting ætti að halda hárunum úr teppunum heima við. Klippa verður klærnar reglulega, bursta tennur a.m.k. vikulega (helst daglega) og skoða eyrun með reglulegu millibili.
Pomeranian-hundar eru afar gáfaðir. Því borgar sig að búa til sérsniðna æfingaráætlun fyrir hundana til að örva þá líkamlega og andlega. Hundarnir njóta líka að leika sér heima með eigendum sínum. Hægt er að þjálfa hunda með mikla hæfileika frekar og skrá til keppni í lipurð, hlýðni o.s.frv. Þessir hundar eru einnig framúrskarandi meðferðarhundar. Hafa ber nokkur atriði í huga... Pomeranian-hundar eiga það til að vera nokkuð „háværir“, sér í lagi af því að þeim stendur yfirleitt stuggur af ókunnugum. Hægt er að vinna gegn þessu með því að hefja félagsmótun hundanna snemma. Það getur tekið aðeins lengri tíma að húsvenja hunda af þessari tegund. En með alúð, festu og almennri þolinmæði ætti það að hafast.
7/7
Allt um Pomeranian-hunda
Nei, German Spitz-hundar eru forverar Pomeranian-hunda og hafa marga svipaða eiginleika en þetta eru tvær ólíkar hundategundir. Helsti munurinn á tegundunum er stærðin. Pomeranian-hundar eru yfirleitt helmingi minni en German Spitz-hundar.
Pomeranian-hundar eru mjög árvakir, fylgjast grannt með því sem er að gerast í nánast umhverfi sínu og vilja segja öðrum frá því sem fyrir augu ber. Þessir hundar er einnig nokkuð tortryggnir hvað ókunnuga varðar og geta látið vel í sér heyra ef svo ber undir. Snemmbúin félagsmótun, hvolpaþjálfun og jákvæð styrking geta komið að gagni við að kenna hundinum skipunina um að „þegja“.
Lestu nánar um hundategundir
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu