Spjöllum svolítið um English Cocker Spaniel-hunda
English Cocker Spaniel er alltaf ofarlega á listanum yfir vinsæl hundakyn, ekki síst í heimalandi sínu, Englandi. Enska afbrigðið er nátengt bandaríska frænda sínum, American Cocker Spaniel, en einkennist af lengri haus og trýni og svolítið stærri skrokki. Eyrun virðast ætla að snerta gólfið. English Cocker Spaniel-hundar eru skapgóðir og jafnlyndir og hafa lengi verið meðal vinsælustu gæludýra heimsins.
Opinbert heiti: English Cocker Spaniel
Önnur heiti: Cocker Spaniel, English Cocker, Cocker, EC
Upprunasvæði: Spánn
Slefmyndun
2 out of 5Snyrtiþarfir
5 out of 5Hármissir
3 out of 5Gelthneigð
3 out of 5Orkuþörf *
5 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
39 - 41 cm | 38 - 39 cm |
Weight | Weight |
13 - 14.5 kg | 13 - 14.5 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
1 til 7 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
7 til 10 ára | Frá 10 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
2 out of 5Snyrtiþarfir
5 out of 5Hármissir
3 out of 5Gelthneigð
3 out of 5Orkuþörf *
5 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
4 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
39 - 41 cm | 38 - 39 cm |
Weight | Weight |
13 - 14.5 kg | 13 - 14.5 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
1 til 7 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
7 til 10 ára | Frá 10 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Fáðu að vita meira um English Cocker Spaniel
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Ekki láta þennan silkimjúka feld blekkja þig: English Cocker Spaniel-hundar eru jafn harðgerir og þeir eru snoppufríðir og kunna vel við sig í óbyggðum, enda upphaflega ræktaðir sem veiðihundar. Þetta er tryggur félagi sem er alltaf til í göngutúr, jafnvel langan, sama hvernig viðrar. Hvað elska þeir mest, annað en að fá að hlaupa um úti í náttúrunni? Þig. Hundar af þessu kyni kjósa allra helst að vera nálægt eigendum sínum, hvort sem er úti í náttúrunni eða heima í kósí við arineldinn. Þetta eru mjög trygglyndir hundar að eðlisfari.
English Cocker Spaniel-hundur þarf markvissa, en milda, agaþjálfun allt frá unga aldri. Hundar af þessu kyni geta verið mjög viljasterkir. Veiðieðlið er þeim í blóð borið og stundum eru þeir ekki alveg til í að koma þegar á þá er kallað. Gelt getur verið vandamál hjá English Cocker Spaniel-hundum, rétt eins og hjá öllum veiðihundum. Góð þjálfun getur komið að miklu gagni á því sviði.
English Cocker Spaniel-hundurinn hefur öldum saman verið þekktur fyrir færni sína við að sækja veiðifugla og er oft notaður við fuglaveiðar. Þetta er minnsta hundategundin í flokki veiðihunda og þar sem þeim er eðlislægt að finna og sækja hluti eiga þeir það til að næla sér í hluti á heimilinu og færa þá á aðra staði. Ef þinn hundur virðist eirðarlaus gæti verið gott að fara út í garð og kasta einhverju fyrir hann að sækja. Stöðugleiki er eitt einkenna hunda af þessu kyni og sterkir og nettir líkamar þeirra virðast svífa áreynslulaust yfir akurinn – eða garðinn þinn.
Tvær staðreyndir um English Cocker Spaniel-hunda
1. Þessi silkimjúku eyru eiga það til að fá sýkingar
Eins og hjá mörgum hundum með síð eyru er mjög mikilvægt að halda hlustunum hreinum og opnum. Hreinsaðu hlustirnar heima og láttu dýralækninn skoða þær vandlega í læknisheimsóknum.
2. Hvaðan kemur heitið?
English Cocker Spaniel hundategundin er nefnt eftir skógarsnípunni (á ensku „woodcock“), sem er fugl sem þessum hundum þykir sérlega gaman að eltast við.
Saga kynsins
English Cocker Spaniel á sér ríka sögu sem veiðihundur. Hundar af þessu kyni voru upprunalega þjálfaðir til að sækja bráð við fuglaveiðar og voru mikið notaðir um allt England og annars staðar í Evrópu til að sækja litla fugla, ekki síst skógarsnípuna (woodcock) sem kynið dregur nafn sitt af. Almennt er álitið að sem nytjahundar séu enskir Cocker Spaniels elsta kynið.
Uppruna kynsins má rekja til Spánar, og „Spaniel“ merkir í raun „spænskur hundur“. English Cocker Spaniel-hundar urðu fljótt mjög vinsælir veiðihundar, sérstaklega við fuglaveiðar, fyrir tilkomu veiðiriffla. Spaniel-hundar skiptast í tvo flokka, vatna-Spaniel og land-Spaniel, eftir því hvort tegundin hentar betur við veiðar á vatnasvæðum eða þurrlendi, en enska afbrigðið er það smágerðasta. Þessir hundar urðu mjög vinsælir á Englandi á 19. öld, þegar hundasýningar urðu algengari og tilteknir ræktunarstaðlar festust í sessi. Vegna skapgerðareiginleika og persónutöfra varð English Cocker Spaniel-afbrigðið fljótlega einna vinsælast allra Spaniel-afbrigðanna.
Þegar leið á 20. öldina byrjaði enska afbrigðið að skilja sig frá bandaríska frænda sínum og bæði afbrigði voru skilgreind sem aðskilin afbrigði hjá American Kennel Club árið 1946. Enska afbrigðið hefur lengri haus og trýni og er snögghærðara.
Vinsældir þessara hunda jukust enn árið 1955, þegar Disney-teiknimyndin Hefðarfrúin og umrenningurinn kom út, þar sem Hefðarfrúin var falleg og hrífandi Cocker Spaniel-tík.
Frá toppi til táar
Líkamleg sérkenni English Cocker Spaniel-hunda
1.Eyru
2.Höfuð
3.Líkami
4.Skott
5.Feldur
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um English Cocker Spaniel-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Sjálfstæðir og viljasterkir
English Cocker Spaniel-hundar eru þekktir fyrir glaðværð, en hafa einnig aðra skemmtilega eiginleika. Einn þeirra er þrjóska og viljastyrkur. En svo geta þeir allt í einu tapað þræðinum og stokkið af stað í allt aðra átt. Með góðri þjálfun frá unga aldri læra þeir hver er „alpha“ og hver ekki.
Stundum erfitt að húsvenja
Eitt einkenna English Cocker Spaniel-kynsins er þrjóska og þessir hundar eru vanir mikilli líkamlegri virkni og það getur því stundum reynst snúið að húsvenja þá. Búr getur verið prýðilegt hjálpartæki þegar þarf að umbuna fyrir góða hegðun eða venja hundinn af slæmri hegðun.
Feldurinn er mjúkur og augnaráðið blíðlegt, en undir niðri býr þróttmikill og kappsfullur hundur.
Þetta er vissulega heimilishundur, en líka veiðihundur. Það er því lykilatriði fyrir English Cocker Spaniel-hund að fá mikla hreyfingu. Þeir elska langar gönguferðir úti í náttúrunni og missa aldrei af tækifæri til að leika sér úti í garði.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Við val á fóðri fyrir English Cocker Spaniel-hund þarf að taka mið af ýmsum þáttum: Aldri hundsins, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástandi og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn.
Hreint og tært vatn ætti að vera til staðar öllum stundum. Þegar heitt er í veðri, og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft.
Orkuinntöku þarf ævinlega að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn gæti þarfnast meiri orku.
Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
Þarfir English Cocker Spaniel-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi English Cocker Spaniel-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 12 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessu tímabili, sem einkennist af miklum breytingum, uppgötvunum og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum English Cocker Spaniel-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæða (e. prebiotics), t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.
Tennur hvolpsins, sem eru í fyrstu hvolpatennur og verða seinna að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til við val á stærð, lögun og harðleika þurrfóðursins. Til að viðhalda hraustri húð og fallegum feldi hjá English Cocker Spaniel þarf lykilnæringarefni, svo sem omega-3 fitusýrur (EPA-DHA), A-vítamín og hjólkrónuolíu. Þessu stutta vaxtartímabili fylgja miklar orkuþarfir og fóðrið verður að hafa mikið næringarinnihald (sett fram sem kcal/100g af mat), en magn annarra næringarefna er einnig hærra í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að skipta daglegri næringu í þrjár máltíðir þar til hvolparnir verða sex mánaða en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.
Helstu þarfir sem næring fyrir fullorðinn English Cocker Spaniel þarf að uppfylla eru:
Að viðhalda heilsu og fallegu útliti húðarinnar og vörn feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum.
Að viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu innan skynsamlegra marka. English Cocker Spaniel-hundar eru þekktir fyrir mikla matarlyst. Það er því lykilatriði fyrir heilbrigði og hreysti þessara hunda að viðhalda réttri líkamsþyngd.
Styrkir góða hjartastarfsemi með sérstilltu innihaldi steinefna, EPA-DHA, táríns, L-karnitíns og andoxunarefna.
Stuðla skal að meltanleika, hágæða próteini og jafnri inntöku trefja.
Til að styrkja ónæmisvarnir hundsins er mælt með fóðri sem er bætt með andoxunarefnum og mannan-fásykrum.
Eftir 7 ára aldur byrja English Cocker Spaniel-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem er rík af andoxunarefnum stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fæði fyrir eldri English Cocker Spaniel-hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem verja frumur gegn skaðlegum áhrifum oxunarhvarfa sem tengjast öldrun
Hágæðaprótein. Sá misskilningur er útbreiddur að minna prótínmagn í fóðri dragi úr líkum á nýrnabilun. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihaldið er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.
Hærra hlutfall snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan stuðlar að góðu ástandi húðar og feldar.
Meira magn fjölómettaðra fitusýra (ómega-3 og ómega-6 fitusýra) til að halda feldinum í góðu ástandi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu.
Með hækkandi aldri eiga hundar það til að þróa með sér tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þarf stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum. Rétt lögun þurrfóðursins stuðlar að minni fóðurinntöku og hjálpar hundinum að viðhalda ákjósanlegri líkamsþyngd.
Yfir allt æviskeið English Cocker Spaniel er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
Umönnun English Cocker Spaniel-hunda
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
English Cocker Spaniel-hundar njóta þess að hreyfa sig, fá að hlaupa og fara í langar gönguferðir og þurfa hreyfingu á hverjum degi. Þetta eru veiðihundar að upplagi og vanir útivistinni. Þeim finnst líka gaman að ærslast með krökkunum (English Cocker Spaniel eru mjög barnvænir hundar!) í garðinum, enda elska þeir að leika sér.
Feldurinn er það sem einna helst einkennir English Cocker Spaniel. Hárin eru gljáandi og fíngerð og þetta hundakyn hefur löngum verið vinsælt á hundasýningum, þar sem snöggur, þéttur, hrokkinn feldurinn vekur ævinlega aðdáun. Til að halda feldinum fallegum þarf að bursta hann vikulega. Gott er að fara með Cocker Spaniel-hunda til hundasnyrtis til að tryggja góða umhirðu svæða sem erfitt er að komast að, svo sem kringum andlitið og fæturna, undir hálsinum og á skottinu, þar sem hárin geta verið síðari. Hundurinn þinn kann vel að meta það.
Eins og hjá mörgum hreinræktuðum hundum með skýrt afmarkaða eiginleika þarf að byrja þjálfunina snemma. English Cocker Spaniel-hundar eru mjög næmgeðja og það þarf að sýna þeim þolinmæði og blíðu. Samkvæmni frekar en harka er lykilatriði. Þeir eru mjúkir að innan sem utan.
English Cocker Spaniel-hundar njóta þess að hreyfa sig, fá að hlaupa og fara í langar gönguferðir og þurfa hreyfingu á hverjum degi. Þetta eru veiðihundar að upplagi og vanir útivistinni. Þeim finnst líka gaman að ærslast með krökkunum (English Cocker Spaniel eru mjög barnvænir hundar!) í garðinum, enda elska þeir að leika sér.
Feldurinn er það sem einna helst einkennir English Cocker Spaniel. Hárin eru gljáandi og fíngerð og þetta hundakyn hefur löngum verið vinsælt á hundasýningum, þar sem snöggur, þéttur, hrokkinn feldurinn vekur ævinlega aðdáun. Til að halda feldinum fallegum þarf að bursta hann vikulega. Gott er að fara með Cocker Spaniel-hunda til hundasnyrtis til að tryggja góða umhirðu svæða sem erfitt er að komast að, svo sem kringum andlitið og fæturna, undir hálsinum og á skottinu, þar sem hárin geta verið síðari. Hundurinn þinn kann vel að meta það.
Eins og hjá mörgum hreinræktuðum hundum með skýrt afmarkaða eiginleika þarf að byrja þjálfunina snemma. English Cocker Spaniel-hundar eru mjög næmgeðja og það þarf að sýna þeim þolinmæði og blíðu. Samkvæmni frekar en harka er lykilatriði. Þeir eru mjúkir að innan sem utan.
7/7
Allt um English Cocker Spaniel-hunda
Hundar af þessu kyni geta alveg átt til að gelta, sérstaklega ef hundurinn er skilinn einn eftir innandyra. Þetta eru sprækir hundar sem njóta þess virkilega að fá að fara út. Cocker Spaniel-hundar vilja gjarnan láta í sér heyra og eru kannski bara að láta vita af sér. Þetta er næmgeðja kyn með ríka þörf fyrir félagsskap fjölskyldu og líður best hjá eigendum sem eru oft heima.
English Cocker Spaniel er blíðlegt og ljúft hundakyn með mikla ástarþörf og sterka löngun til að vera með eiganda sínum. Þannig hundur elskar að kúra og vill gjarnan þóknast.
Lesa meira um þetta efni
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu