Hundar sem hafa ekki stjórn á þvaglátum

Algengt er að aldraðir hundar hafi ekki fulla stjórn á þvaglátum og geta margar ástæður legið að baki. Lestu meira um orsakir og meðferð í þessari grein.
Ageing Golden Retriever lying down outdoors in grass.

Þegar hundurinn þinn eldist sérðu breytingar á hegðun, persónuleika og líkamlegu ástandi hans. Það er algengt að eldri hundar hafi ekki fulla stjórn á þvaglátum. Það skiptir máli að vera í aðstöðu til að annast gamla hundinn sinn.

Þegar hundar eldast, minna þeir að sumu leyti á hvolpa. Þeir hætta að pissa eins og á yngri árum og verða stundum ekki einu sinni varir við að þeir séu að pissa. Stundum lekur þvag frá þeim á gólfið en í öðrum tilvikum geta þeir átt erfitt með þvaglát. Það á alls ekki að refsa hundi þegar þetta gerist, hann pissar ekki viljandi á gólfið heldur hefur hann ekki lengur stjórn á þvaglátunum.

Rétt eins og mannfólkið, geta hundar glímt við meltingartruflanir með óþægilegum einkennum sem tengjast stundum víðtækari heilsufarsvandamálum. Fóðrið er lykilatriði ef hundar hafa viðkvæm meltingarfæri og einnig til að viðhalda meltingarfærakerfinu heilbrigðu.

Af hverju missa hundar stjórn á þvaglátum?

Líkami hunda breytist með aldrinum, rétt eins og hjá mönnum. Vöðvar slakna og taugaboð berast hægar. Meðal þeirra vöðva sem verða slakari eru vöðvarnir í kringum þvagfærin og hundar geta smám saman misst stjórn á þessum vöðvum er þeir eldast.

Þetta vandamál er algengara hjá tíkum en rökkum og er einnig algengara hjá sumum stóru hundategundunum. Þar á meðal eru Boxer, Dobermann, Giant Schnauzer, Great Dane og German Shepherd. Hjá tíkum sem hafa farið í ófrjósemisaðgerð verður þvagleka vart hjá 30% þeirra sem vega yfir 20 kíló og innan við 10% hjá þeim sem vega minna.

Ýmislegt bendir til þess að offita geti aukið líkur á þvagleka, ekki síst hjá tíkum sem hafa farið í ófrjósemisaðgerð. Ástæðan er talin vera fita sem safnast í kringum þvagfærakerfið og hindrar starfsemi vöðvana á svæðinu með þeim afleiðingum að tíkurnar missa stjórn á þvaglátum.

Þvagfærasjúkdómar geta líka valdið því að hundar missa stjórn á þvaglátum, til dæmis þvagfærabólgur, blöðrubólga, sýking eða þvagfærasteinar. Aðrir sjúkdómar eins og sykursýki eða taugaröskun geta líka valdið því að hundar missa stjórn á þvaglátum. Þess vegna er brýnt að fara með hundinn til dýralæknis eins fljótt og unnt er ef þú tekur eftir breyttu mynstri hundsins við þvaglát.

Ageing Great Dane standing outdoors in a field.

Hvað er hægt að gera ef hundurinn gerir þarfir sínar inni?

Það fer eftir því hver ástæðan er. Ef hann gerir þarfir sínar inni af því hann hefur ekki fulla stjórn á vöðvunum, getur dýralæknirinn ávísað örvandi lyfi þannig að hann nái betri stjórn á vöðvunum í grindarbotninum. Lyfin hafa áhrif í 75% tilfella.

Ef hundurinn þinn er með undirliggjandi þvagrásarsjúkdóm gæti dýralæknirinn lagt til skurðaðgerð til að hreinsa þvagfærasteina og í kjölfarið ávísað sýklalyfi til að vinna á sýkingu. Að lokum gæti dýralæknirinn bent þér á fóður sem stuðlar að heilbrigðu þvagfærakerfi. Dýralæknirinn gæti líka mælt með breytingum á lifnaðarháttum, til dæmis aukinni hreyfingu til að draga úr líkum á frekari þvagfærasjúkdómum.

Ef ástæðan er læknisfræðilegs eðlis, meðhöndlar dýralæknir hundinn heildrænt í stað þess að meðhöndla eingöngu þvaglekann.

Hegðun hundsins í tengslum við þvaglát getur breyst þegar hann eldist og ástæðulaust að halda að ekki sé hægt að leysa þetta. Talaðu við dýralækninn þinn sem getur ráðlagt þér hvað best er að gera.

Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu