Spjöllum svolítið um langhærða Standard Dachshunda

Það er óhætt að segja að langhærður Standard Dachshundur bókstaflega hundelti allt sem hann kemur auga á: Þetta hundakyn er í flokki þefhunda og er þekkt fyrir að vera smávaxið. Hvernig getur svona lítill hundur elt eitthvað uppi? Ræktun Dachshunda miðaði að því að gera þá smávaxna, þá einkum til að þeir gætu smogið niður í þröngar holur og gryfjur til að finna greifingja og smádýr. Það er þessi fortíð tegundarinnar sem gerir hundana hugrakka og djarfa. Venjulegir Dachshundar eru nettir, en það er líka til enn smærra afbrigði.

Opinbert heiti: Langhærður Standard Dachshundur (Standard Long-Haired Dachshund)

Önnur heiti: Doxie, Dashie, Badger Dog

Uppruni: Þýskaland

Fullorðinn Dachshund stendur, í svarthvítu með hvítan bakgrunn
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    4 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Gelthneigð

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    2 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    1 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    3 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    2 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Mynd af brúnum og drapplituðum langhærðum Standard Dachshund
MaleFemale
HeightHeight
37 - 47 cm35 - 45 cm
WeightWeight
9 - 12 kg9 - 12 kg
HvolparFullorðnir
2 til 10 mánuðir10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 áraFrá 12 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    4 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Gelthneigð

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    2 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    1 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    3 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    2 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Mynd af brúnum og drapplituðum langhærðum Standard Dachshund
MaleFemale
HeightHeight
37 - 47 cm35 - 45 cm
WeightWeight
9 - 12 kg9 - 12 kg
HvolparFullorðnir
2 til 10 mánuðir10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 áraFrá 12 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Dachshund situr í grasi og horfir upp á sólina
1/7

Fáðu að vita meira um langhærðan Standard Dachshund 

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Langhærðir Standard Dachshundar eru skapgóðir og auðveldir í meðförum. Þeir skipta sjaldan skapi og eru mjög orkumiklir og þess vegna til í hvaða leik sem stungið er upp á. Aftur og aftur. Dachshundur er ástríkur hundur sem víkur helst ekki frá þér. Þessir litlu hundar hafa stórt hjarta. Og þar sem lífslíkur langhærðs Standard Dachshunds eru frá 12 upp í 16 ár gætuð þið átt langa samveru í vændum.

Þótt langhundurinn sé orkubolti verður hann seint maraþonhlaupari. Stuttar ferðir innan hverfisins daglega duga vel til að halda stuttum fótunum og langa skrokknum í góðu formi.

Feldgerðir Dachshunda eru þrjár: Grófur feldur, snöggur feldur og síður feldur. Líkamsstærðin er líka þrenns konar: Miniature, Standard og Kaninchen. Síðastnefnda líkamsgerðin er með breiðari brjóstkassa – u.þ.b. 30 sentímetra – og vegur í mesta lagi 3,5 kíló. „Kaninchen“ er þýska orðið yfir kanínu, enda er þessi stærð langhunda ræktuð sérstaklega til að róta eftir kanínum og öðrum smádýrum sem halda til í þröngum holum. Unnendur hunda af þessu kyni tala almennt um hunda sem eru á milli 5,5 og 8 kíló á þyngd sem „tweenies“, eða hunda í „milliþyngd“. Þetta er þó ekki viðurkennt sem ræktunarstaðall.

Dachshundar eru mjög sjálfstæðir og viljasterkir, en langt frá því neinir einfarar. Þeir mynda mjög sterk tengsl við einn tiltekinn einstakling. Langhærður Standard Dachshundur þarf að fá rétta þjálfun til að tryggja sem besta félagsfærni og fyrirbyggja að hundurinn glefsi í ókunnuga. Langhærðir Standard Dachshundar búa að langri arfleifð sem þróttmiklir veiðihunda og eru því þrautseigir og viljasterkir. Það getur verið gott að nota hundabúr við þjálfun þeirra, ef þörf krefur.

Þetta er hundakyn sem vill hafa nóg að starfa og er alltaf til í að létta undir með eiganda sínum við dagleg störf. Þeir eru hugdjarfir að eðlisfari og þótt smáir séu er geltið býsna hátt – og getur hljómað eins og gelt frá miklu stærri hundi.

Þegar kalt er í veðri þarf að halda vel hita á langhærðum Standard Dachshundi, þar sem smágerður líkaminn heldur illa hita. Það getur því verið gott að setja hann í hlýjan hundavetrarjakka. Og Dachshundar taka sig svo sannarlega vel út í flottum vetrarfötum.

Langhærður Standard Dachshund sitjandi í grasi
2/7

Tvær staðreyndir um langhærða Standard Dachshunda

1. Langhundar eru stundum tortryggnir í garð ókunnugra.

Langhærðir Standard Dachshundar eru blíðlyndir hundar en geta þó virst tortryggnir, einkum við fólk sem þeir hafa aldrei hitt, sem stafar af getu þeirra til að tengjast einum einstaklingi mjög sterkum böndum. Það þarf því að þjálfa félagsfærni þeirra snemma.

2. Tveir fyrir einn: Lítill hundur, hávært gelt 

Langhærður Standard Dachshundur er vissulega nettur, en hann getur gelt hátt og snjallt, sem arfleifð frá fortíð hans sem veiðihundur: Þegar hundurinn hefur hnusað alveg niður við jörðina eftir bráðinni geltir hann hátt þegar hann finnur eitthvað spennandi til að láta veiðimennina vita.

3/7

Saga kynsins

Langhærðir Standard Dachshundar eiga sér merka sögu. Upprunasvæði þeirra er Þýskaland og þar í landi eru þeir í miklu uppáhaldi. Hundar af þessu kyni eru að eðlisfari veiðihundar og teljast til flokks veiðihunda sem hafa verið ræktaður úr þýska Bassett-hundinum um sex alda skeið. Þýski Dachshundaklúbburinn var stofnaður árið 1888, og árið 1885 komst Dachshundurinn í ræktunarbækur bandarísku hundaræktunarsamtakanna American Kennel Club.

Af smáhundi að vera er geltið merkilega hátt, svo þeir geta hljómað eins og miklu stærri hundar. Sérstætt gelt langhærðra Standard Dachshundsins þróaðist í aldanna rás í samræmi við hlutverk hans sem veiðihunds og var ætlað að kalla veiðimennina til þegar hundurinn hafði fundið bráð í holum eða lággróðri. Þessir hundar voru oft hafðir í hjörð við veiðar á stærri veiðidýrum, svo sem villisvínum, og þar kom eðlislæg þrautseigja þeirra sér vel.

Eftir seinni heimsstyrjöldina var allt þýskt illa séð í Bandaríkjunum og þá var heiti hins vinalega Dachshunds breytt í „Liberty Hound“. Til allrar hamingju festist heitið aldrei við hann. Dachshundurinn hefur með tímanum orðið að einu helstu kennimerkja Þýskalands. Þetta jafnlynda og skapgóða hundakyn nýtur nú mikilla vinsælda um heim allan.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni langhærðra Dachshunda

Mynd af brúnum og drapplituðum langhærðum Standard Dachshundi
1
2
3
4
5

1.Eyru

Löng eða meðallöng eyru lafa niður af haus, staðsett hátt

2.Höfuð

Niðurmjór, ílangur haus, ekki oddmjór.

3.Líkami

Auðþekkjanlegur, langur skrokkur með stuttum fótleggjum sem liggja nærri jörðu, breið og vöðvastælt bringa.

4.Feldur

Gljándi og fljótandi hár, lengri hár undir hálsi, á bringu, neðan á skrokknum á fótleggjum og á eyrum.

5.Skott

Langt og beint skott (óháð sídd eða gerð feldar), engin hringun, liggur beint úr frá hryggnum.
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um langhærða Standard Dachshunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Forðastu að leyfa Dachshundinum að stökkva of mikið.

Þú þarft að koma í veg fyrir að langhærði Standard Dachshundurinn þinn framkvæmi hreyfingar sem gætu virst eðlileg líkamleg virkni hjá öðrum hundum – svo sem að stökkva niður af húsgögnum eða hlaupa upp stiga. Þetta hljómar meinleysislega, en langhærður Standard Dachshundur gæti auðveldlega slasað sig við slíkar hreyfingar, þar sem langt bakið fær ekki nægilegan stuðning frá stuttum fótunum. Hafðu því vökult auga með hundinum, svo hann framkvæmi ekki hreyfingar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla. Með reglulegri hreyfingu er hægt að viðhalda styrknum í bæði baki og fótleggjum.

Gaman að veiða og róta

Langhærðir Standard Dachshundar voru ræktaðir fyrir spretthlaup á opnum svæðum og hafa eðlislægt veiðieðli og það getur verið erfitt að venja þá af slíku atferli – svo sem að grafa holur. Það getur vel komið fyrir að hundurinn grafi upp blómabeð, grafi holur í blettinn eða jafnvel róti í þvottinum og öðrum eigum, til að uppfylla þessa eðlislægu þörf. Litlu fæturnir henta fullkomlega við þetta verk, ásamt mjög hárbeittum klóm og tönnum. Þar sem þessir hundar hafa eðlislæga þörf fyrir að geðjast eiganda sínum er vel hægt að kenna þeim að halda aftur af slíkri hegðun. Til að gera hundinn þinn vel siðaðan er best að byrja slíka þjálfun snemma.

Hætt við flogaveiki

Langhærður Standard Dachshundur er oftast hraustur og heilbrigður hundur, en hundum af þessu kyni er þó hætt við flogum Þetta er kvilli sem tengist erfðagerðinni og er langvinnur taugasjúkdómur sem einkennist af snöggum skjálftum og vöðvakippum. Þessi flog gera lítil sem engin boð á undan sér, standa yfirleitt stutt yfir og lýkur fljótt. Mikilvægt er að halda ró sinni meðan á flogi stendur, þar sem þau ganga oftast fljótt yfir og oftar en ekki tekur hundurinn ekki eftir því að nokkuð hafi gerst. Þú þarft að taka vel eftir þegar þetta gerist, skrá hjá þér tilvikin og láta dýralækninn vita af. Eins og með alla sjúkdóma er mikilvægt að greina kvillann snemma og með reglulegum heimsóknum til dýralæknis er auðveldara að meðhöndla sjúkdóminn. Oftast nær er hægt að meðhöndla flogaveiki með lyfjagjöf.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Dachshund þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Clean and fresh water should be available at all times to support your dog’s urinary health. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.

Þarfir Dachshundahvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Dachshundahvolpa þroskast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. A complex of antioxidants - including vitamin E - can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Dachshundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að tryggja hámeltanleg prótín sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Similarly, a puppy’s teeth – starting with the milk teeth, or first teeth, then the permanent teeth – are an important factor that needs to be taken into account when choosing the size, form, and hardness of kibble. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að hafa mikið orkuinnihald (uppgefið sem kkal/100 g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma, einkum hvað varðar kalsíum og fosfór, sem styrkir bein og liði Dachshunda. It is recommended to split the daily allowance into three meals until they are six months old, then to switch to two meals per day.

Helstu þarfir sem næring fullorðinna Dachshunda þarf að uppfylla eru:

Að styrkja bein og liði með hæfilegu magni af kalsíum og fosfór og næringarefnum eins og glúkósamíni og kondróítíni.

Að viðhalda stinnleika vöðva og réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldinu í skynsamlegu jafnvægi.

Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.

Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndum. Það þarf að huga vel að vernd tanna og kjálka Dachshunda. Sérstök lögun og áferð þurrfóðurs, sem er ætlað að styrkja tyggingu, getur hægt á myndun tannsýklu og blanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni getur dregið úr tannsteinamyndun og stuðlar þar með að bættri daglegri munnheilsu. Small breed dogs are well known for being fussy eaters. Exclusive formula and flavourings, as well as a kibble size with a special texture, will stimulate their appetite. Smáhundar eru útsettir fyrir nýrnasteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfæra.

Fyrir Dachshunda sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæða kolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Because an indoor lifestyle often means less exercise, an adapted calorie content, which meets the reduced energy needs, and a diet that contains L-carnitine, which promotes fat metabolism, can help maintain an ideal weight. It is important to avoid feeding them human foods or fatty snacks. Instead, reward your dog with kibble taken from their daily meal allowance, and strictly follow the feeding guidelines written on the package in order to prevent excessive weight gain.

Eftir 8 ára aldur byrja Dachshundar að sýna merki um öldrun. A formula enriched with antioxidants will help maintain their vitality and an adapted phosphorus content will support their renal system. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Dachshunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:

Aukið magn C- og E-vítamíns. These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing.

EPA-DHA og nákvæmt magn kalsíums og fosfórs til að styðja við bein og liði Dachshund. Dachshundar eru með stutta útlimi og stuttan hrygg og hafa því meiri tilhneigingu til að fá álagskvilla í liðum en önnur hundakyn.

Sérvalin næringarefni og hitaeiningafjöldi í mataræði fullorðins hundar hjálpar þér að viðhalda æskilegustu líkamsþyngd þroskaðs hunds. Mikil þyngdaraukning getur haft slæm áhrif á heilsu Dachshundsins og því er nauðsynlegt að tryggja gott mataræði.

High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. In addition, older dogs are less efficient at using dietary protein than younger dogs. Reducing the phosphorus content is a good way of slowing down the gradual deterioration of kidney function.

Hærra hlutfall snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan stuðlar að góðu ástandi húðar og feldar.

As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the shape, size, and hardness of their kibble needs to be tailored to their jaw. Þurrfóðrið má mýkja með volgu vatni til að auðveldara sé að éta þá.

Dachshund sem liggur út af, svarthvít mynd
6/7

Umönnun langhærðra Standard Dachshunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Langhærðir Standard Dachshundar eru íþróttakappar af Guðs náð og þurfa reglulega og mikla hreyfingu! Sterklegur skrokkur og mikil orka gera að verkum að þeir þurfa jafn mikla hreyfingu og aðrir hundar. Mælt er með gönguferðum tvisvar á dag en aldrei löngum skokktúrum; langhærður Standard Dachshundur er lítið fyrir langhlaup. Afgirtur garður er alveg nægilegt rými fyrir þennan hund til að hlaupa eins og hann lystir. Langhundar eru ekki byggðir til að stökkva. Bakið er langt og getur verið viðkvæmt, vegna stuttra fótanna sem styðja við það, og snögg hreyfing upp á við getur valdið talsverðri hættu.

Langhærðir Standard Dachshundar eru þekktir fyrir snögghærðan og sléttan feld, sem fær á sig fallegan gljáa með réttri umhirðu. Til að halda feldinum fallegum þarf að kemba Dachshundinn tvisvar í viku og hundurinn þarf aðeins bað ef þess gerist sérstaklega þörf. Æskilegt er að klippa klærnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Tennurnar ætti hins vegar að bursta minnst tvisvar til þrisvar í viku og daglega ef hundurinn leyfir.

Þótt langhærðir Standard Dachshundar séu þekktir fyrir þrjósku er auðvelt að þjálfa þá, sérstaklega sem hund sem líður vel í nánum tengslum við einn einstakling. Uppruni þeirra sem veiðihundar gerir að verkum að þeir hafa eðlislæga þörf fyrir að róta, elta og fanga og það þarf því að þjálfa þá af festu frá unga aldri. Þeir eru viljasterkir, svo þolinmæði er lykilatriði! Meðal helstu eiginleika langhærðra Standard Dachshunda eru hugrekki og áræðni og þeir þurfa því að vita hver ræður. Sjálfstæði þeirra er góður eiginleiki, en það þarf að passa að þeir ráfi ekki bara þangað sem þeim sýnist. Dachshundum lyndir yfirleitt ágætlega við aðra hunda og ketti á heimili, en stundum fá þeir þörf fyrir að taka stjórnina.

Langhærðir Standard Dachshundar eru íþróttakappar af Guðs náð og þurfa reglulega og mikla hreyfingu! Sterklegur skrokkur og mikil orka gera að verkum að þeir þurfa jafn mikla hreyfingu og aðrir hundar. Mælt er með gönguferðum tvisvar á dag en aldrei löngum skokktúrum; langhærður Standard Dachshundur er lítið fyrir langhlaup. Afgirtur garður er alveg nægilegt rými fyrir þennan hund til að hlaupa eins og hann lystir. Langhundar eru ekki byggðir til að stökkva. Bakið er langt og getur verið viðkvæmt, vegna stuttra fótanna sem styðja við það, og snögg hreyfing upp á við getur valdið talsverðri hættu.

Langhærðir Standard Dachshundar eru þekktir fyrir snögghærðan og sléttan feld, sem fær á sig fallegan gljáa með réttri umhirðu. Til að halda feldinum fallegum þarf að kemba Dachshundinn tvisvar í viku og hundurinn þarf aðeins bað ef þess gerist sérstaklega þörf. Æskilegt er að klippa klærnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Tennurnar ætti hins vegar að bursta minnst tvisvar til þrisvar í viku og daglega ef hundurinn leyfir.

Þótt langhærðir Standard Dachshundar séu þekktir fyrir þrjósku er auðvelt að þjálfa þá, sérstaklega sem hund sem líður vel í nánum tengslum við einn einstakling. Uppruni þeirra sem veiðihundar gerir að verkum að þeir hafa eðlislæga þörf fyrir að róta, elta og fanga og það þarf því að þjálfa þá af festu frá unga aldri. Þeir eru viljasterkir, svo þolinmæði er lykilatriði! Meðal helstu eiginleika langhærðra Standard Dachshunda eru hugrekki og áræðni og þeir þurfa því að vita hver ræður. Sjálfstæði þeirra er góður eiginleiki, en það þarf að passa að þeir ráfi ekki bara þangað sem þeim sýnist. Dachshundum lyndir yfirleitt ágætlega við aðra hunda og ketti á heimili, en stundum fá þeir þörf fyrir að taka stjórnina.

7/7

Allt um langhærða Standard Dachshunda

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu