Lifrarbólga í hundum

Smitandi lifrarbólga í hundum er mjög alvarlegur sjúkdómur sem stafar af bráðsmitandi veiru sem ræðst á lifrina. Hún getur ágerst mjög hratt í hvolpum og hundum.
Young Labrador Retriever lying down on an examination table in a vets office.

Hvað er smitandi lifrarbólga í hundum?

Smitandi lifrarbólga í hundum er alvarlegur sjúkdómur og fyrirfinnst hvarvetna í heiminum. Lifrarbólgan stafar af bráðsmitandi veiru sem ræðst á lifrina.

Hún getur ágerst mjög hratt í hvolpum og hundum. Dánartíðni hunda af völdum lifrarbólgu er á bilinu 10-30% og er yfirleitt hærri meðal mjög ungra hunda.

Hver eru einkenni smitandi lifrarbólgu í hundum?

Ýmis einkenni koma fram hjá hvolpum og hundum með smitandi lifrarbólgu. Það sem fyrst ber að athuga er:

  • Hiti
  • Sleni
  • Niðurgangi
  • Uppköst
  • Stækkuð lifur
  • Kviðverkir

Hvolpur eða hundur með smitandi lifrarbólgu á háu stigi gæti líka haft eftirtalin einkenni:

  • Marbletti
  • Rauða flekki
  • Bólgna eitla

Hvað veldur smitandi lifrarbólgu í hundum?

Lifrarbólgan smitast með blóði, útferð úr nösum, munnvatni, þvagi eða saur smitaðra hunda.

Þetta er veira sem getur lifað lengi í hundasamfélagi og er erfið viðureignar því hún þolir fituleysi eins og eter og einnig sýru og formalín.

Get ég látið bólusetja hvolpinn minn við smitandi lifrarbólgu?

Hægt er að koma í veg fyrir lifrarbólgu með réttu bóluefni. Þess vegna er mikilvægt að láta bólusetja hvolpinn á réttum tíma.

Hvolpar fá oftast fyrstu bólusetningarnar þegar þeir eru sex til átta vikna og lifrarbólgubólusetningu á aldrinum sjö til níu vikna.

Hvolpurinn þinn á að vera endurbólusettur við lifrarbólgu á aldrinum 11 til 13 vikna. Hann er ekki óhultur fyrr en eftir endurbólusetninguna.

Hvernig veit ég hvort hvolpurinn minn þarf bólusetningu?

Skylt er að bólusetja gegn ákveðnum sjúkdómum en aðrar bólusetningar eru valkvæðar. Bólusetning gegn smitandi lifrarbólgu er ein af skyldubólusetningunum svo hún er inni í bólusetningarpakkanum sem dýralæknirinn sér um.

Kemur bóluefnið örugglega í veg fyrir að hundurinn minn geti smitast af lifrarbólgu?

Fyrsta bólusetningin veitir ekki fullkomna vernd gegn smitandi lifrarbólgu. Það er mikilvægt að þú látir endurbólusetja hundinn gegn smitandi lifrarbólgu alla ævi.

Miðað er við að hvolpurinn fái aðra endurbólusetningu þegar hann verður 15 mánaða og síðan árlega upp frá því.

Talaðu við dýralækninn sem skipuleggur bólusetningar hvolpsins þíns í samræmi við þarfir hans en þær geta meðal annars farið eftir því hvar hann býr og hverjir lifnaðarhættir hans eru.

Hvað á ég að gera ef mér finnst hvolpinum líða illa?

Ef hvolpurinn sýnir einhver merki um smitandi lifrarbólgu er mikilvægt að hafa strax samband við dýralækni. Hann gerir blóðrannsóknir, mótefnamælingu og ónæmisflúrljómu til að kanna hvort hvolpurinn þinn er sýktur og ef svo er, ákveður hann hvaða meðferð hentar best.

Besta forvörnin til að koma í veg fyrir að hundurinn þinn veikist af smitandi lifrarbólgu og öðrum alvarlegum smitsjúkdómum, er að láta bólusetja hann. Ef þú hefur efasemdir um þetta bóluefni eða ef spurningar vakna varðandi bólusetningar hvolpsins, skaltu ræða við dýralækni.

Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

puppy products

Sérsniðin næring fyrir hvolpinn þinn

Mikið úrval er til af fóðri sem styrkir varnarkerfi og heilbrigðan vöxt ásamt því að þroska meltingarkerfið.

Líkaðu við og deildu þessari síðu