Ræðum um Labrador Retriever hunda
Það er ástæða fyrir því að Labrador Retriever hundar séu ein vinsælasta hundategund heims. Hundar af þessari tegund eru leikgjarnir og tryggir og valinkunnir fyrir opið, glaðlynt skap sem hver og einn mun kunna að meta - svo framarlega að hægt er að þola óstöðvandi ástina sem þeir sýna fólki! Þeir eru líka snjallir. Með þolinmæði er hægt að þjálfa Labrador hunda vel. Þess skal gæta að hafa diskinn með matnum ekki of nálægt borðbrúninni.
Opinbert heiti: Labrador Retriever
Önnur heiti: Labrador, Lab
Uppruni: Bretland
Slefmyndun
4 out of 5Snyrtiþarfir
3 out of 5Hármissir
5 out of 5Gelthneigð
2 out of 5Orkuþörf *
4 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
5 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Þolir hann kalt veður?
4 out of 5Getur búið í íbúð?
1 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
56 - 61 cm | 53 - 58 cm |
Weight | Weight |
30 - 36 kg | 25 - 32 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
15 mánuðir til 5 ár | |
Eldri hundar | Öldungar |
5 til 8 ára | Frá 8 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
4 out of 5Snyrtiþarfir
3 out of 5Hármissir
5 out of 5Gelthneigð
2 out of 5Orkuþörf *
4 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
5 out of 5Þolir hann heitt veður?
3 out of 5Þolir hann kalt veður?
4 out of 5Getur búið í íbúð?
1 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
56 - 61 cm | 53 - 58 cm |
Weight | Weight |
30 - 36 kg | 25 - 32 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
15 mánuðir til 5 ár | |
Eldri hundar | Öldungar |
5 til 8 ára | Frá 8 ára aldri |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Lærðu að kynnast Labrador
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Labrador Retriever hundar eru svo sannarlega ekki sófadýr. Að synda, leika, hey, sagði einhver „Sæktu“? og langir göngutúrar með uppáhaldsmannfólkinu gera Labrador hundinn til í allt. Þar með talið þjálfun. Þjálfunartímar gleðja yfirleitt hundana þar sem gáfur eru þeim í blóð bornar. Þegar búið er að þjálfa Labrador hunda eru þeir jafnlyndir og leikgjarnir og frábærir þegar börn eru annars vegar. Hundarnir eru oft þjálfaðir sem meðferðarhundar, en sérkenni Labrador hunda gera þá að frábærum þjónustuhundum. Og þeir haga sér frekar vel líka.
Það er mikilvægt að muna að þessi tegund hefur frekar mikinn drifkraft: matarlystina. Þetta getur gert það erfitt að viðhalda góðri þyngd Labrador hunda, jafnvel erfiðara en hjá öðrum tegundum. Með góðu mataræði, nóg af hreyfingu og góðum dýralækni geturðu státað af heilbrigðum, ánægðum hundi.
Þessir hundar eru sterkbyggðir og vöðvastæltir og hafa sterka kjálka og breitt trýni. Augun eru yfirleitt brún eða ljósbrún og augnaráðið vinalegt, gáfað og tryggt. Þegar Labrador Retriever horfir á eiganda sinn er ljóst að hann er nátengdur honum.
Feldir Labrador hunda eru stutthærðir og þykkir, krullast ekki og hafa engin löng hár, en eru með veðurþolinn undirfeld. Litur feldsins er gulur (ljósdrapplitaður til rauður og allt þar á milli), brúnn eða alsvartur. Skottið er yfirleitt á hreyfingu og frekar þykkt þegar þeir fæðast. Skott Labrador hundsins er hulið þykkum hárum og gerir það að verkum að því svipar til skotts oturs. Gott ráð: þegar Labrador er ánægður að sjá þig skaltu ekki verða fyrir skottinu á honum!
Labrador Retriever hundar eru þekktir fyrir vinalegheit og gott geðslag og hafa mjög góða aðlögunarhæfni að hvaða aðstæðum sem þeir búa við. Ef hundurinn býr með fjölskyldu þurfa þeir að hafa næga þolinmæði til að bíða eftir að börnin komi heim úr skólanum og fara beint út í garð að leika með þeim. Þó svo að Labrador-hundar gelti þegar þeir heyra óvenjuleg hljóð eða hávaða eru þeir ekki góðir varðhundar. Þegar þeir eru vel þjálfaðir eru þeir alls ekki árasargjarnir og bera engar illar tilfinningar í garð fólks eða annarra gæludýra sem þeir búa með.
Tvær staðreyndir um Labrador Retriever hunda
1. Labradorar lifa fyrir tvennt: að leika sér og éta
Og ekki endilega í þessari röð. En til þess er þjálfun. Á netinu er til fullt af góðum hvolpaþjálfunarmyndböndum fyrir Labrador hunda og góða þjálfara er hægt að finna á svæðinu. Leikurinn hjálpar til við að halda Labrador hundinum í góðu formi og kemur í veg fyrir að honum leiðist. Þú getur þetta.
2. Að vera með allt á hreinu
Labrador Retriever hundar geta verið viðkvæmir fyrir ákveðnum heilsufarsvandamálum, allt frá vandamálum á borð við rangvöxt í mjöðm (ræktandi sem vandur er að virðingu sinni mun prófa foreldrana áður en þeir eru paraðir til að koma í veg fyrir að þetta hendi hvolpinn) til krossbandaslita, rétt eins og hjá mönnum. Með ráðlögðum prófum, heilnæmri fóðrun og skoðunum er hægt að finna flest vandamál snemma.
Saga kynsins
Það er ástæða fyrir því að Labrador Retriever hundar eru færir á landi sem í vatni. Þeir eru beinir afkomendur St. John‘s Water Dog, sem fékk nafngiftina frá kanadíska héraðinu Nýfundnalandi og Labrador og sjómenn notuðu þessa ötulu hunda til að hjálpa við að draga inn netin og fiskana úr ísköldum útsjónum. Hundarnir voru sjómönnunum einnig félagsskapur á afskekktri, stórri og óbyggðri eyju.
En svarið við spurningunni „Hvaðan koma Labrador hundar“ liggur ekki beint við. Tegundin, eins og við þekkjum hana í dag, varð til í Bretlandi snemma á 19. öldinni. Djarfir aðalsmenn og sjómenn sem komu aftur heim komu með forfaðir Labrador hundsins aftur til Englands, en þar varð tegundin fljótt vinsæl fyrir sterkbyggðan skrokk og tryggð.
Jarl Malmesbury hugsaði fram í tímann og sá það rétt fyrir að þessi hundategund myndi henta vel til að búa á stóreigninni. Ræktun tegundarinnar var sett af stað og það er jarlinum og öðrum aðalsmönnum sem hann þekkti að þakka að Labrador Retriever hundar séu enn til í dag. Labrador Retriever hundar eru jafn hæfir til sunds og á landi og eru ein vinsælasta tegund heims.
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Labrador Retriever-hunda
1.Eyru
2.Feldur
3.Feldur
4.Skott
5.Leggir og hryggjarsúla
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Labrador Retriever hunda, bæði sérkenni tegundarinnar og yfirlit yfir almenna heilsu
Labrador Retriever getur átt það til að fitna
Þessi tegund reynir að næla sér í gúmmelaði þegar hægt er! Rannsóknir okkar sýna fram á að regluleg hreyfing og gott mataræði séu nauðsynleg til að sporna við því að Labrador hundar fitni. Þetta dregur einnig úr vandamálum með liðamót, svo sem rangvexti í mjöðm eða olnboga, en hann getur leitt til afmyndunar mjaðma og liðgigtar, en einnig tengdra kvilla í olnboga. Rangvöxtur getur verið sársaukafullur og skert hreyfigetu Labrador hundsins og gæti jafnvel þarfnast skurðaðgerðar. Góðu fréttirnar? Snemmbúin greining er lykilatriði til að sporna við þessu og reglulegar skoðanir geta stuðlað að því að koma í veg fyrir kvillann.
Þú þekkir þetta sem eyrnabólgu en læknisfræðilega hugtakið er otitis
Og Labrador Retriever hundum getur hætt til að fá hana. Þetta getur stafað af lífsstílnum, en Labradorar elska að synda eða vaða í djúpum pollum, en ein ástæða þess að Labradorum hættir frekar til að fá endurteknar eyrnasýkingar er að ytra eyrað eða eyrnablaðkan, stærri hlutinn af eyranu utanverðu, stöðvar loftflæði og því getur raki safnast fyrir í hlustinni. Verkir, kláði, ólykt og heyrnartap geta orsakast af eyrnabólgu, en hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að rannsaka eyrun tvisvar sinnum á ári. Engar áhyggjur, dýralæknirinn mun sjá allt sem er óeðlilegt snemma og bregðast við því.
Þeir geta líka let í því að rífa liðbönd
Krossbönd eru vöðvarnir sem halda hnéliðunum saman. Ef þau rifna getur það verið mjög sársaukafullt fyrir hund þar sem þá renna hnéliðirnir fram og til baka. Þetta eru algengustu bæklunarmeiðslin hjá virkum hundum sem hafa beina, lóðrétta afturfótabyggingu eins og Labrador Retriever. Sem betur fer er frekar einfalt að koma auga á vandamál áður en þau koma fram með bæklunarprófum tvisvar á ári.
Dýralæknirinn getur einnig rætt um þyngdarstjórnun Labrador hundsins sem öryggisráðstöfun. These simple tools can help you stay on top of potential problems.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Þegar fóður er valið fyrir Labrador Retriever hund þarf að hafa marga þætti í huga: aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog.
Þarfir Labrador Retriever hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum, en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Labrador Retriever-hvolpa þróast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlar, t.d. frúktó-ólígó sakkaríð, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóru og leiða til góðra hægða.
Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af viðeigandi stærð, lögun og áferð til að auðvelda þeim að grípa þær með tönnunum og éta. Þessi vaxtartími skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Hvolpar stórra hundategunda, svo sem hvolpar Labrador Retriever hunda, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir sem byrja að vaxa. Með því að draga úr orkuinnihaldi fóðurs fyrir Labrador Retriever hvolpa og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr hættu á yfirþyngd. Gelding á þátt í yfirþyngd hjá hundum.
Innihald annarra næringarefna ætti að vera meira í sérhönnuðu fóðri fyrir hvolpa á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stórra hundategunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegum næringarþörfum í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag. Forðast skal að gefa Labrador hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
Aðal næringarþarfir fullorðinna Labrador Retriever hunda eru:
Viðheldur kjörþyngd með aðlöguðu kaloríuinnihaldi, auknu próteinmagni og L-karnitíni sem á þátt í heilbrigðri fitubrennslu. Labrador Retriever hundar eru vel þekktir fyrir að vera gráðugir og fyrir tilhneigingu til að þyngjast. Sérstök hönnun á lögun fóðurkúlna getur einnig hjálpað til við að draga úr því hversu hratt þeir éta.
Stuðla skal að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni, andoxunarefnum og EPA-DHA.
Stuðlar að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B-vítamínum til að styðja við ytri varnir húðarinnar.
Stuðla skal að meltanleika, hágæða próteini og jafnri inntöku trefja.
Eftir 5 ára aldur byrja Labrador Retriever hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með öldrun breytist einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fóður fyrir eldri Labrador Retriever hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
Aðlöguð inntaka fitu og kaloría hjálpar til við að viðhalda góðri þyngd og inntaka próteins og L-karnitíns stuðlar að vöðvamassa
Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem verja frumur gegn skaðlegum áhrifum oxunarhvarfa sem tengjast öldrun
High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á skaða á nýrnavirkni
Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangan, stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.
A higher quantity of polyunsaturated fatty acids (omega-3 and omega-6 fatty acids) to maintain the quality of the coat. Dogs can normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.
As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. To ensure they continue to eat in sufficient quantities, the size, shape, and texture of their kibble need to be tailored to their jaw. An adapted kibble shape may help reduce the rate of food intake to help your dog maintain a healthy body weight.
Umönnun Labrador Retriever hunda
Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Labrador Retriever er fjörug og orkumikil tegund sem þarf mikla hreyfingu á hverjum degi. Labrador sem fær ekki næga hreyfingu er líklegur til að sýna af sér ofvirka og jafnvel eyðileggjandi hegðun til að losa um innbyrgða orku sína. Það skemmtilegasta sem þeir gera er, eins og nafnið gefur til kynna, að sækja hluti ásamt því að synda. Þeir geta átt það til að þyngjast en sem betur fer elska þeir líka að brenna orku í veiðiferðum eða löngum hlaupatúrum. Eins og sjá má er þetta tegund sem ekki hentar kyrrsetufólki.
Til að halda feldinum heilbrigðum og glansandi þarf að bursta Labrador Retriever vikulega og jafnvel oftar þegar þeir eru í árstíðabundnu hárlosi. Þeir gætu líka þurft að komast í bað stöku sinnum til að halda þeim hreinum, ekki síst eftir útivist. Einnig ef þeir hafa verið einhvers staðar í námunda við vatn eða tjörn. Eins og allir hundar – og fólk – þurfa Labrador hundar reglulega tannlæknaþjónustu, þar með talið að tennurnar séu burstaðar heima fyrir og hreinsaðar af fagmanni. Góð tannhirða er mikilvæg fyrir almennt heilbrigði Labrador hundsins til lengri tíma litið. Klippa þarf klær eftir þörfum og skoða eyrun vikulega ef hundurinn leyfir það.
Líkamlegur styrkur og hátt orkustig Labrador Retriever hunda gerir það að verkum að miklu máli skiptir að hefja félagsmótun og hvolpaþjálfun snemma. Það er líka skemmtilegt. Ef Labrador hvolpur er kynntur rólega fyrir ólíku fólki, stöðum og aðstæðum á aldrinum frá 7 vikna til 4 mánaða og ef þjálfun hefst snemma, hjálpar það honum að verða yfirvegaður og prúður sem fullorðinn. Hjá Labrador hundum er hvolpaþjálfun hluti af félagsmótun og hún hjálpar eigandanum að greina og leiðrétta ósiði snemma. Labrador hundar eru dyggir, gáfaðir og ákafir félagar sem hafa litla þolinmæði. Auðvelt er að þjálfa þá, en þjálfun skilar sér í frábærri hegðun.
Labrador Retriever er fjörug og orkumikil tegund sem þarf mikla hreyfingu á hverjum degi. Labrador sem fær ekki næga hreyfingu er líklegur til að sýna af sér ofvirka og jafnvel eyðileggjandi hegðun til að losa um innbyrgða orku sína. Það skemmtilegasta sem þeir gera er, eins og nafnið gefur til kynna, að sækja hluti ásamt því að synda. Þeir geta átt það til að þyngjast en sem betur fer elska þeir líka að brenna orku í veiðiferðum eða löngum hlaupatúrum. Eins og sjá má er þetta tegund sem ekki hentar kyrrsetufólki.
Til að halda feldinum heilbrigðum og glansandi þarf að bursta Labrador Retriever vikulega og jafnvel oftar þegar þeir eru í árstíðabundnu hárlosi. Þeir gætu líka þurft að komast í bað stöku sinnum til að halda þeim hreinum, ekki síst eftir útivist. Einnig ef þeir hafa verið einhvers staðar í námunda við vatn eða tjörn. Eins og allir hundar – og fólk – þurfa Labrador hundar reglulega tannlæknaþjónustu, þar með talið að tennurnar séu burstaðar heima fyrir og hreinsaðar af fagmanni. Góð tannhirða er mikilvæg fyrir almennt heilbrigði Labrador hundsins til lengri tíma litið. Klippa þarf klær eftir þörfum og skoða eyrun vikulega ef hundurinn leyfir það.
Líkamlegur styrkur og hátt orkustig Labrador Retriever hunda gerir það að verkum að miklu máli skiptir að hefja félagsmótun og hvolpaþjálfun snemma. Það er líka skemmtilegt. Ef Labrador hvolpur er kynntur rólega fyrir ólíku fólki, stöðum og aðstæðum á aldrinum frá 7 vikna til 4 mánaða og ef þjálfun hefst snemma, hjálpar það honum að verða yfirvegaður og prúður sem fullorðinn. Hjá Labrador hundum er hvolpaþjálfun hluti af félagsmótun og hún hjálpar eigandanum að greina og leiðrétta ósiði snemma. Labrador hundar eru dyggir, gáfaðir og ákafir félagar sem hafa litla þolinmæði. Auðvelt er að þjálfa þá, en þjálfun skilar sér í frábærri hegðun.
7/7
Um Labrador Retriever hunda
Í einu orði sagt, já. Þeir eru með tvöfaldan feld og það getur haft í för með sér ansi mikið hárlos fyrir hunda eins og Labradora. Þeir fara úr hárum allt árið en mest á vorin og veturna. Það borgar sig að venja þá við að vera burstaðir tvisvar í viku og með því að snyrta þá má draga úr því magni hundahára sem stíflar ryksuguna í hverri viku.
Á sama hátt og með aðra hunda þá fæðast Labrador Retriever hundar ekki með allar reglurnar sér í blóð bornar. En þeir vilja læra og með nokkrum góðum tímum getur eigandinn eða þjálfarinn fengið Labrador hvolpinn til að skilja til hvers sé búist við af honum. Það er Labrador hundum eðlislægt að gleðjast og þeir eru fljótir að læra. Að hefja þjálfun snemma er lykilatriði ef börn búa á heimilinu og það sama gildir um allar hundategundir.
Lestu nánar um hundategundir
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu