Tölum um Jack Russell Terrier-hunda

Hvað orkustig varðar er ekki ólíklegt að smávaxni risinn Jack Russell Terrier hafi vinninginn á markaðnum. Fjörugu fasi þessara hunda fylgir broslegt sjálfstraust sem tjáir sig á skýran hátt: „Kæra veröld, færðu þig aðeins, ég er mættur.“ Kynið var upphaflega ræktað til veiða og það státar enn í dag af mikilli greind; sá sem kann til verka getur því auðveldlega þjálfað þessa hunda. Jack Russell Terrier-hundarnir mynda sterk tengsl við fjölskyldu sína, sérstaklega þann einstakling sem sinnir hinum daglegu þörfum þeirra. Ef þú ert sá einstaklingur hefurðu eignast vin til æviloka. Reyndar vin sem á erfitt með að sitja lengi kyrr.

Opinbert heiti: Jack Russell Terrier

Önnur heiti: Jack Russell

Uppruni: England

Sitjandi Jack Russell, svarthvít mynd
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Hármissir

    2 out of 5
  • Orkuþörf *

    5 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    5 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af Jack Russel
MaleFemale
HeightHeight
25 - 30 cm25 - 30 cm
WeightWeight
5 - 6 kg5 - 6 kg
Fullorðnir
10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 árFrá 12 ára aldri
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Hármissir

    2 out of 5
  • Orkuþörf *

    5 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    5 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af Jack Russel
MaleFemale
HeightHeight
25 - 30 cm25 - 30 cm
WeightWeight
5 - 6 kg5 - 6 kg
Fullorðnir
10 mánaða til 8 ára
Eldri hundarÖldungar
8 til 12 árFrá 12 ára aldri
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Jack Russell hvolpur gægist fram undan tré
1/7

Fáðu að vita meira um Jack Russell Terrier

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Það er fátt sem jafnast á við hegðun og líkamsstöðu Jack Russell Terrier-hundsins . Hann lítur á sig sem risavaxið og kraftmikið villidýr. Það leynist bara innan í skrokki smáhunds.

Frakkur, galsafullur og stútfullur af orku arkar Jack Russell Terrier-hundurinn í gegnum tilveruna með lífsgleði að leiðarljósi. Traustur og tryggur er hann meira en til í að bjóða þér með í þá skemmtiferð.

Þótt Jack Russell Terrier-hundar geti orðið frábær fjölskyldudýr, einkum ef þeir fá félagsmótun sem hvolpar, geta þeir orðið „glefsandi æstir“ og henta því best í fjölskyldum með stálpuð börn sem skilja hvernig best er að hegða sér í kringum hund. Jack Russell-hundur hentar ekki vel í kringum smábörn eða mjög ung börn.

Jack Russell var upphaflega ræktaður til veiða og státar enn í dag af því úthaldi og skapgerð sem er óhjákvæmilegt einkenni hjá vinnuhundum, meðal annars því ríka veiðieðli sem hann er þekktur fyrir. Líklega finnst þér ekki spennandi tilhugsun að horfa upp á Jack Russell Terrier-hundinn þinn elta allt sem hreyfist og því er skynsamlegt að hafa hann ávallt í taumi.

Tvö atriði um þetta kyn sem vert er að hafa í huga: Þótt þeir séu smávaxnir þá þurfa þeir mikla hreyfingu – þú þreytist örugglega langt á undan þeim – og andlega örvun. Og þeim hugnast alls ekki að vera skildir eftir aleinir. Aðskilnaðarkvíði þessa kyns getur reyndar haft áhrif á almennt heilsufar hundsins. Sem betur fer mun snemmbær félagsmótun og þjálfun – jafnvel hjá sérfræðingi sem er kunnur séreinkennum Jack Russell Terrier-hunda – gera þessa hunda mjög fúsa til að fylgja þér í gegnum daginn.

Jack Russell hvolpur sitjandi á stóru graskeri
2/7

2 staðreyndir um Jack Russell Terrier

1. Sagðirðu eitthvað?

Því hefur verið fleygt fram að Jack Russell Terrier-hundurinn sé mjög hrifinn af eigin rödd. Kannski er þetta vinaleg leið til að segja að þetta kyn geti gelt umtalsvert. Æsingurinn liggur í eðlinu og þeir láta hiklaust í sér heyra ef þeir eru í uppnámi. Eða þegar þeir eru alsælir. Eða þegar þeir heyra eitthvað hljóð. Þú skilur hvað átt er við. Yfirveguð en ákveðin þjálfun í upphafi getur haldið þessari tilhneigingu í skefjum.

2. Hver er nákvæm hreyfingarþörf þessara hunda?  

Þótt hundar af þessu kyni séu litlir þá eru þeir líka fjörugir og þurfa að losa sig við umtalsvert magn af orku á hverjum degi. Ekki dugir að rölta með þá tvisvar á dag í stuttan tíma. Fyrir Jack Russell Terrier er gott að miða við a.m.k. eina klukkustund af hreyfingu. Stundir án ólar fullnægja sjálfstæðisþörf hundsins að hluta til – passaðu bara að hann sé í öruggu og lokuðu rými. Hann mun sleppa laus ef hann nær að grafa sér leið út – eins og sannur Terrier!

Sitjandi Jack Russell, svarthvít mynd
3/7

Saga tegundarinnar

Jack Russell Terrier-kynið má rekja til Englands seint á 19. öld þegar séra John Russel – nei, ekki sá sami og ræktaði John Russell Terrier-kynið – ræktaði hund sér til fylgdar á refaveiðum. Til að ekki yrði ruglast á hundunum og hundeltu dýrunum voru þeir hvítir að mestu, lágvaxnir til að vera í návígi við bráðina, nógu snöggir til að halda í við veiðimennina og nógu liðugir til að geta elt refina ofan í þröngar holur og hrakið þá út. Og þeir voru nógu forvitnir til að gelta hástöfum svo allir heyrðu þegar þeir fundu eitthvað, án þess að skaða bráðina í leiðinni.

Þessir þrautseigu Terrier-hundar voru því ræktaðir upp í tiltekið verkefni og þótt ekki sé hægt að rekja Jack Russell-hunda dagsins í dag til þessara fyrstu hunda prestsins er kynið enn mjög vinnusamt, en það kemur engum sem þekkir orkubirgðir og veiðieðli þessara hunda á óvart. Í dag eru eldspræku Jack Russell Terrier-hundarnir vinsælir sem góður félagsskapur, en þeir þurfa þó alltaf sitt rými til að kanna heiminn og örva snjallan hugann.

Engin ástæða er til að þreyta þig með allri löngu sögunni um opinbera vottun þessa kyns. Það nægir að fram komi að þessir hundar fengu loksins vottun af hálfu AKC árið 2001 og þá var heiti þeirra breytt í Parson Russell Terrier. The Jack Russell Terrier Breeders Association fylgdi í kjölfarið og breytti nafni sínu í Parson Russell Terrier Association of America. Áhugaverð staðreynd er sú að Australian National Kennel Council (ANKC) og New Zealand Kennel Club (NZCK) eru ein þeirra ræktunarsamtaka sem hafa skráð Jack Russell Terrier og Parson Russell Terrier sem ólík kyn.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni Jack Russell Terrier

Mynd af Jack Russell
1
2
3
4
5

1.Augu

Dökk augu, möndlulaga og árvökur.

2.Trýni

Kolsvart trýni.

3.Hauskúpa

Flöt hauskúpa sem mjókkar í átt að hnakka.

4.Líkami

Stæltur skrokkur, hvítur að mestu og hlutfallslega örlítið stærri á lengdina en hæðina.

5.Skott

Sperrt rófa, ýmist bein eða sveigð örlítið fram á við.
Standandi Jack Russell lítandi beint í myndavélina
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um jack russel terrier, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Hopp og skopp

<p>Þótt Jack Russell Terrier-hundar séu almennt heilsuhraustir eru nokkrir liðamótatengdir kvillar sem geta hrjáð þá, mögulega vegna stöðugrar hreyfiþarfar. Rótin er arfgengi sjúkdómurinn Legg-Calve-Perthes (LCP), en með skurðaðgerð er hægt að færa hundinn yfir í svokallað „luxating patellas“. Sem þýðir í raun að hnéskeljar hans geti færst úr stað. Þú verður fljótt var við einkennin, hundurinn haltrar, stingur við og tekur sér sitjandi stöðu eins og til að hlífa fætinum. Góður dýralæknir getur aðstoðað þig við að ákveða hvort þörf sé á skurðaðgerð.</p>

Geisp… tegundinni á auðvelt með að leiðast

<p>Það getur verið tiltölulega auðvelt að þjálfa Jack Russell Terrier-hunda vegna þess hvað þeir eru snjallir að eðlisfari, en þó eru þeir þekktir fyrir að fá fljótt leið á hlutunum og missa áhugann. Sem er óheppilegt þegar þjálfun er annars vegar! Þjálfunin þarf því að vera skemmtileg og síbreytileg til að Jack Russell Terrier-hundurinn missi ekki áhugann. Ef þér tekst þetta mun hundurinn vera fljótur að læra og þjálfunin festast í sessi. Þeir voru jú ræktaðir sem vinnuhundar.</p>

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Jack Russell Terrier þarf að huga að ýmsum þáttum: Aldur hans, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástand og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn. Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum til að stuðla að góðri þvagfærastarfsemi. Þegar heitt er í veðri og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn þinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækni sem mun skrifa upp á sérstakt sjúkdómsfæði .

Þarfir Jack Russell Terrier-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Jack Russell Terrier hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 10 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er heldur ekki sú sama og hjá fullorðnum Jack Russell Terrier: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurs er ákveðin. lögun og áferð fóðurs er ákveðin. Þessu stutta vaxtartímabili fylgir mikil orkuþörf og fóðrið verður að hafa mikið orkuinnihald (uppgefið sem kkal/100g af fóðri), en magn annarra næringarefna þarf einnig að vera meira í fóðri fyrir hvolpa á vaxtartíma. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir á dag þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.

Það þarf að forðast að gefa hundum mannamat og fituríka aukabita. Þess í stað skal launa þeim með þurrfóðri sem er hluti af daglegri næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.

Helsta næringarmarkmiðið fyrir fullorðna Jack Russell Terrier-hunda er:

Viðhalda réttri líkamsþyngd með því að nota mjög auðmeltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka

Að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum

Fullorðnir smáhundar eru útsettir fyrir munn- og tannkvillum, nánar tiltekið tannsýklu og tannsteinsmyndun. Það þarf að huga vel að vernd tanna og kjálka hjá Jack Russell Terrier. Fóðurblanda sem inniheldur kalsíumklóbindiefni mun hjálpa til við að draga úr myndun tannsteins og bætir daglega munnumhirðu. Smáhundar eru vel þekktir fyrir matvendni. Sérstök fóðurblanda og bragðefni, auk þurrfóðurs með sérstakri áferð, hjálpa til við að örva matarlystina.

Smáhundar eru útsettir fyrir nýrnasteinum og því er mælt með mataræði sem styður við heilbrigði þvagfærakerfisins.

Fyrir Jack Russell Terrier sem halda sig aðallega innandyra getur fæða með auðmeltanlegum prótínum, hæfilegu trefjainnihaldi og hágæða kolvetnum minnkað magn hægða og dregið úr lykt af hægðum. Þar sem innidýr hreyfa sig jafnan minna en önnur dýr er gott að sníða magn hitaeininga að orkuþörfinni. L-karnitínríkt fóður eykur svo fitubrennslu og viðheldur ákjósanlegri þyngd. Fyrir utan hreyfingarleysi innihunda getur vönun einnig leitt til ofþyngdar.

Eftir 8 ára aldur byrja Jack Russell Terrier-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti og rétt hlutfall fosfórs styður nýrnastarfsemina. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri Jack Russell Terrier-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:

Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarálags sem leiðir til öldrunar

Hágæðaprótein. Þvert á það sem oft er talið gagnast það lítið við að draga úr nýrnabilun að minnka prótíninnihald í fóðri. Þar að auki nýta eldri hundar prótín úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.

Hærra magn snefilefna, svo sem járns, kopars, sinks og mangans hjálpar við að viðhalda góðu ástandi húðar og feldar.

Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þessari framleiðslu. en með aldrinum getur dregið úr framleiðslu þeirra.

Með hækkandi aldri eiga hundar það til að þróa með sér tannkvilla. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf að sníða lögun, stærð og áferð þurrfóðursins að kjálkunum.

Jack Russell á gangi í skógi
6/7

Umönnun Jack Russel Terrier

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Feldur Jack Russell Terrier-hunda getur verið mismunandi, en krefst þó alltaf frekar lítillar umhirðu, líkt og hundurinn sjálfur. Burstaðu feld hundsins vikulega til að fjarlægja laus hár, koma í veg fyrir flækjur eða hnúta og dreifa úr náttúrulegum olíum húðarinnar til að tryggja hreinan og skínandi feld. Klipptu klærnar eftir þörfum og leitaðu reglulega eftir eyrnamerg og óhreinindum í eyrum. Jack Russell Terrier-hundar þurfa mikla hreyfingu. Skelltu þér í langar gönguferðir, fjallgöngur eða hjólreiðatúra. Þreyttur Jack Russell Terrier er góður Jack Russell Terrier! Kynið hefur mikla veiðiþörf og snemmbúin þjálfun auðveldar þér að koma í veg fyrir slík vandamál. Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu þarf þolinmæði og festu til að tryggja að þjálfun viljugs Jack Russell Terrier gangi vel fyrir sig. Þar skiptir mestu að hafa þjálfunina fjölbreytta til að vinna gegn meðfæddri stuttri athyglisgetu hundsins.

7/7

Allt um Jack Russell Terrier

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu