Við skulum tala um Stóra dana

Stórir dani er kannski ekki danskur, en hann er vissulega frábær. Stærstu hundar af þessu kyni vega um 80 kg og eru stundum kallaðir „Apolló hundanna“ á ensku í höfuðið á hinum forna sólguði. Stóri dani er afar stórt hundakyn sem getur orðið frábær fjölskylduhundur ef hann fær nægilegt pláss til að athafna sig ásamt fullnægjandi þjálfun: hann mun taka jafn mikið pláss í hjarta þínu og á heimilinu.

Opinbert heiti: Stóri dani

Uppruni: Þýskaland

Svarthvít mynd af Stóra dana sem horfir til hliðar
  • Slefmyndun

    4 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    5 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af Stóra dana
MaleFemale
HeightHeight
76 - 81 cm71 - 76 cm
WeightWeight
63 - 77 kg50 - 63 kg
Fullorðnir
8 mánaða til 2 ára
Eldri hundarÖldungar
2 til 5 áraFrá 10 ára aldri
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    4 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    5 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af Stóra dana
MaleFemale
HeightHeight
76 - 81 cm71 - 76 cm
WeightWeight
63 - 77 kg50 - 63 kg
Fullorðnir
8 mánaða til 2 ára
Eldri hundarÖldungar
2 til 5 áraFrá 10 ára aldri
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Stóri dani stendur og horfir í átt að myndavélinni
1/7

Lærðu að kynnast Stóra dana

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

Stóri Dani er einfaldlega stór: ljúfur, vinalegur og ástúðlegur karakter í stórum umbúðum.

Hundakynið er í dag af sömu stærð og býr yfir sama styrkleika og var áður nauðsynlegur til að veiða villigelti. Hins vegar hefur árásarhneigðin verið ræktuð úr kyninu á síðustu öldum og í dag eru hundar af þessu kyni afar blíðir. Stóri dani er myndalegt hundakyn með tignarlegt látbragð sem tjáir sig á kvikan hátt og hefur þykkan, glansandi feld í þremur hrífandi litasamsetningum: ljósgulbrúnn með röndum, svartflekkóttur eða silfurgrár.

Stóri dani er fljótur að læra og að þjálfun lokinni kemur hundinum yfirleitt vel saman við börn og er yndislegt gæludýr. Hins vegar verður að slá þann varnagla að þetta kyn krefst aðeins meiri skuldbindingar en smærra hundakyn. Þú ættir ef til vill ekki að fá þér Stóra dana ef þú átt safn af verðmætu kínversku postulíni, því þegar kraftmikið skottið nær einni góði sveiflu í borðhæð getur slíkt haft hrikalegar afleiðingar.

Stóri dani þarf á nokkuð mikilli hreyfingu að halda en er hins vegar ekki orkumesti hundurinn þrátt fyrir stærðina. Fullvaxnir hundar njóta ýmiss konar hreyfingar, gönguferða og hlaupatúra, og að fá tækifæri til að hnusa um lokað rými (sem betur fer geta þessir hundar ekki stokkið og því er ekki þörf á háu grindverki). Hafa ber í huga að vegna gríðalegrar stærðar er líftími Stóra dana nokkuð styttri en hjá öðrum hundum.

Segja má að eini gallinn við að búa með Stóra dana sé slefið. Stóri dani slefar töluvert. En þessar elskur bæta svo sannarlega upp fyrir það með ánægjunni sem þeir veita hinum mennsku fylginautum sínum.

Fullorðinn Stóri dani og hvolpur hvor við hliðina á öðrum sitjandi á grasi
2/7

Tvær staðreyndir um Stóra dana

1. Scooby Dooby Doo, hvar ert þú?

Talið er að Stóri dani sé fyrirmyndin að hinum ljúfa en huglausa teiknimyndahundi Scooby Doo! Hundakynið hefur einnig birst í teiknimyndasögunum um hinn risastóra „Marmaduke“, en þær hófu göngu sína í Bandaríkjunum á fimmta áratug 20. aldar og urðu síðan efni í kvikmynd árið 2010.

2. Stór (ekki) dani 

Stóri dani er auðvitað ekki frá Danmörku: Hundakynið á uppruna sinn að rekja til Þýskalands, en hópur dómara og hundaræktenda hélt fund í Berlín árið 1878 og sameinaði nokkrur hundakyn sem báru mismunandi heiti í eitt kyn: Deutsche Dogge. Sem þýðir þýskur hundur á ensku í beinþýðingu. Kynið varð því þekkt á ensku sem Stóri dani (Great Dane). Þetta er að sjálfsögðu allt mjög rökrétt.

Svarthvít mynd af Stóra dana sem horfir til hliðar
3/7

Saga kynsins

Hér er um ævafornt hundakyn að ræða og því ætti ekki að koma á óvart að uppruni Stóra dana liggur ekki alveg ljós fyrir. Myndskreytingar í grafhýsum egypsku faróanna benda til þess að þetta hundakyn hafi verið til í þúsundir ára. Talið er að kyn sem líktust mastiff- og gráhundum ásamt útdauða þýska veiðihundinum „Bullenbeisser“ komi allir til greina sem forverar Stóra dana.

Hins vegar er nokkuð öruggt að forverar Stóra dana hafi verið eftirsóttir til villigaltaveiða og sem varðhundar í Þýskalandi á miðöldum. Þegar hundakynið kom fyrst til Bretlands voru þessir hundar einmitt kallaðir þýskir villigaltarhundar.

Nokkrur svipuð hundakyn voru flokkuð saman á 19. öld undir nýja heitinu „Deutsche Dogge“ (þýskur hundur). Ekki er vitað hvernig heitið breyttist í Stóra dana á ensku og til að flækja hlutina enn frekar er hugsanlegt að þetta sé þýðing á frönsku heiti kynsins: Le Grand Danois.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamlegir eiginleikar Stóra dana

Teikning af Stóra dana
1
2
3
4
5

1.Höfuð

Tignarlegt útlit með stórum og stæltum haus.

2.Ásjóna

Tjáir sig á kvikan hátt og hefur eyru sem brettast fram á við.

3.Líkami

Sterkur, vöðvastæltur og kantaður skrokkur.

4.Feldur

Snöggur, þéttur og glansandi feldur í þremur litasamsetningum.

5.Skott

Kraftmikið skottið er frammjótt.
Stóra dana-hvolpur hvílir höfuðið á loppunum
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Stóra dana, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Varist uppþembu

Magaþemba og garnaflækja, þekkt sem uppþemba, hrjáir mörg stærstu hundakynin og er einn helsti kvillinn sem herjar á Stóra dana. Eigendur verða að geta borið kennsl á einkenni slíkra kvilla, m.a. þaninn kvið, eirðarleysi, uppsölur, munnvatnsrennsli, ýlfur eða óeðlilegt hreyfingarleysi og vita hvernig á að bregðast við: leitaðu tafarlausrar aðstoðar dýralæknis. Sumir eigendur kjósa að láta hunda sína gangast undir fyrirbyggjandi skurðaðgerð sem getur veitt hundinum vernd, a.m.k. að hluta til. Skurðaðgerðin kallast magafesting og felur í sér að magaveggir eru saumaðir á sinn stað. Slíkt ætti að koma í veg fyrir lífshættulega garnaflækju en kemur þó ekki í veg fyrir útvíkkun (þembu). Það er góð byrjun.

Mjaðmavandamál

Stóri dani er afar hávaxið hundakyn og hefur tilhneigingu til að fá gigtarsjúkdóma – eða sjúkdóma sem tengjast beinum og liðum. Sér í lagi geta vaxtaraflaganir komið fram í framfótum Stóra dana. Þessi vansköpun á framfótum hundanna getur takmarkað hreyfingar þeirra og valdið þeim sársauka. Mikilvægt er að gefa Stóra dana rétt fóður frá byrjun til að koma í veg fyrir slíka kvilla og gefa hundinum ekki fæðubótarefni sem innihalda kalk.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Stóra dana þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physical condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Mjög stórum hundum er hætt við að fá kvilla sem kallast „magaþemba með garnaflækju“ (gastric dilatation and volvulus, GDV) og veldur því að maginn þenst út og snúningur kemur á görnina vegna mikillar uppsöfnunar á gasi, vökva og fæðu. Þetta orsakast oftast af offóðrun og mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir á dag fyrir hvolpa og halda þeirri venju áfram á fullorðinsaldri. Clean and fresh water should be available at all times to support good urinary regularity. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. A dog that lives outdoors in winter will have increased energy requirements. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn þinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækni sem mun skrifa upp á sérstakt sjúkdómsfæði.

Þarfir hvolpa af Stóra dana-kyninu, hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín, eru meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Meðan á vexti þeirra stendur þróast ónæmiskerfi Stóru dana-hvolpa smám saman. Blanda andoxunarefna, þar á meðal e-vítamín, getur stutt við náttúrulegar varnir þeirra á þessu tímabili stórra breytinga, uppgötvana og nýrra kynna. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum : meltingarkerfið er ekki þroskað enn svo það er mikilvægt að gefa þeim auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt til að byggja upp bein, vefi og líffæri. Bætibakteríuörvandi efni, eins og frúktófásykrur, geta stutt við meltingarheilbrigði með því að hjálpa til við að koma jafnvægi á þarmaflóruna, sem leiðir til góðra hægða.

Risastórir hvolpar, sem taka sér langan tíma til að stækka, eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og liðaáverka.

Fyrsti hluti vaxtarstigsins (allt að 8 mánuðir) snýst aðallega um beinþroska, þó að vöðvar byrji líka að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið (tekur inn of mikla orku) þyngist of mikið og vex of hratt. Matur með aðlöguðu kaloríuinnihaldi til að styðja við háan vaxtarhraða um leið og komist er hjá umfram þyngdaraukningu hjálpar til við að lágmarka þessa áhættu. Jafnvægi á milli orku og steinefna (kalsíum og fosfórs) í þessum fyrsta vaxtaráfanga mun stuðla að beinaherðingu sem styður við beinþéttni og þróun heilbrigðra liða. Þrátt fyrir að auka þurfi kalsíummagnið í fóðrinu eru hvolpar stórra tegunda viðkvæmar fyrir of mikilli kalsíuminntöku. Þá er mikilvægt að skilja að það að bæta mat við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt svo fyrir um.

Eins og gildir um margar risahundategundir er Stóra dana hætt við meltingarviðkvæmni og líkamsþyngd þeirra getur skapað álag á liðina alla þeirra ævi. Næring Stóra dana ætti að innihalda hágæðaprótein og fjölbreytt framboð af matartrefjum til að stuðla að hámarksmeltanleika, einnig glúkósamín, kondróitín og andoxunarefni til að styðja við heilbrigði beina og liða. Blanda með omega-3 fitusýrum, svo sem EPA-DHA, hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri húð. Aðlagað táríninnihald er einnig mikilvægt að styðja við heilbrigða hjartastarfsemi.

Það er mikilvægt að gefa Stóra dana ekki mannamat eða feitar millimáltíðir. Í staðinn er hægt að verðlauna þá með bitum sem teknir eru til hliðar af daglegum matarskammti þeirra og fylgja leiðbeiningum um skammtastærðir sem eru á pakkanum út í hörgul.

Clean and fresh water should be available at all times. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks.

Stóri dani á leið yfir stíg
6/7

Umhirða Stóra dana

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Þú verður að leggja töluvert á þig við að snyrta og þjálfa Stóra danann þinn til að hundurinn haldist við góða heilsu og njóti lífsins. Snöggur og sléttur feldur Stóra dana þarf ekki á mikilli umhirðu að halda, nema þegar hundurinn fer úr hárum einu sinni eða tvisvar á ári en þá er nauðsynlegt að bursta hann einu sinni á dag, annars dugir vikuleg burstun. Stóri dani þarf reglulega hreyfingu – ákjósanlegt er að fara í göngu oft á dag. Þegar liðir þeirra eru fullvaxnir, sem gerist um tveggja ára aldur, geta þeir einnig skokkað eða farið í erfiðari gönguferðir. Æfingar án beislis þurfa að vera í öruggu, lokuðu rými: Stóra dana finnst gaman að nota nefið á sér. Með svona stóran hund þarftu að ganga úr skugga um að hundurinn sé vel þjálfaður og tryggja félagsmótun hans snemma. Samfelld og ákveðin þjálfun skilar sér í ástúðlegum, félagslyndum og vinalegum risahundi.

7/7

Allt um Stóra dana

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu