Spjöllum svolítið um Golden Retriever-hunda
Golden Retriever-hundar eru afar glaðlyndir og hoppa svo sannarlega af geislandi kæti. Þetta eru afar blíðir hundar með framúrskarandi skaplyndi. Þeir eru vinalegir og ástúðlegir við alla í kringum sig. Golden Retriever eru ótrúlega fjölhæf hundategund, hvort sem hundarnir séu í faðmi fjölskyldunnar, sinni leitar- og björgunarstörfum eða vinni sem leiðsöguhundar. Þar á ofan bætist geislandi fegurð hundanna og góð heilsa og því kemur ekki á óvart að hér er um vinsælustu hunda í veröldinni að ræða.
Opinbert heiti: Golden Retriever
Uppruni: Skotland
Slefmyndun
3 out of 5Snyrtiþarfir
3 out of 5Hármissir
4 out of 5Gelthneigð
4 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
2 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
56 - 61 cm | 51 - 56 cm |
Weight | Weight |
30 - 34 kg | 25 - 30 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
15 mánaða til 5 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
5 til 8 ár | 8 til 18 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Slefmyndun
3 out of 5Snyrtiþarfir
3 out of 5Hármissir
4 out of 5Gelthneigð
4 out of 5Orkuþörf *
3 out of 5Samhæfni með öðrum gæludýrum
4 out of 5Þolir hann heitt veður?
2 out of 5Þolir hann kalt veður?
3 out of 5Getur búið í íbúð?
2 out of 5Getur verið einn?*
2 out of 5Hentar sem fjölskylduhundur?*
4 out of 5
Male | Female |
---|---|
Height | Height |
56 - 61 cm | 51 - 56 cm |
Weight | Weight |
30 - 34 kg | 25 - 30 kg |
Fullorðnir | |
---|---|
15 mánaða til 5 ára | |
Eldri hundar | Öldungar |
5 til 8 ár | 8 til 18 ára |
Ungviði | |
Fæðing til 2 mánaða |
Fáðu að vita meira um Golden Retriever
Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hinir glöðu og hressu Golden Retriever-hundar hafi upprunalega verið ræktaðir til að sækja bráð við fuglaveiðar. Í dag eru hundarnir víðfrægir fyrir tryggð og trúfast skaplyndi, valhoppandi göngulag sitt og hinn dásamlega gyllta feld. Golden Retriever-hundar geta líka verið galsafullir eins og hvolpar jafnvel þegar hundarnir eru orðnir fullorðnir.
Hins vegar hafa hundarnir haldið eftir upprunalegum eiginleikum sínum frá fyrri veiðidögum. Golden Retriever eru frægir fyrir mikið þrek, vinnusemi og eru afbragðs leitarhundar. Hundarnir eru notaðir víða um heim af leitar- og björgunarsveitum til að leita að týndu fólki. Hundar af þessari tegund eru afar blíðir og henta því vel sem leiðsöguhundar fyrir blinda eða sjónskerta. Þeir eru einnig framúrskarandi meðferðarhundar.
Hundar af þessari tegund eru alls ekki varðhundar. Hundarnir væru líklegri til að dilla skottinu heldur en hitt ef innbrotsþjófar kæmu inn á heimilið!
Golden Retriever eru einna þekktastir fyrir að vera afar góðir fjölskylduhundar. Þegar hundarnir fá rétta þjálfun eru þeir afar barngóðir og geta umborið önnur dýr og mynda sterk tengsl við mennskar fjölskyldur sínar. Golden Retriever eru vinsælustu hundar í veröldinni ásamt German Shepherd- og Labrador-hundum.
Útlit Golden Retriever einkennist af þykkum, vatnsheldum feldi með þykkum undirfeldi. Feldurinn getur verið í ýmsum litum, allt frá fölgylltum yfir í dökkbrúnan og allt þar á milli. Hins vegar eru allir hundar af þessari tegund með afar þykkan feld sem þolir mikinn kulda. Það þýðir að sjálfsögðu að feldurinn þarfnast töluvert mikillar snyrtingar. Golden Retriever eru þekktir fyrir að fara mikið úr hárum.
Golden Retriever eru veiðihundar að upplagi og þurfa þar af leiðandi nokkuð mikla hreyfingu á hverjum degi, t.d. að fara í göngutúra, út að skokka eða ýmsa boltaleiki. Hundar af þessari tegund eru veiðihundar í eðli sínu og finnst ekkert skemmtilegra en að ná í hluti og færa eigendum sínum. Þegar Golden Retriever-hundur fær næga hreyfingu verður hann aðdáandi þinn númer eitt.
2 staðreyndir um Golden Retriever
1. 101 Retriever-hundar
Golden Retriever klúbburinn í Skotlandi hélt samkomu í frumheimkynnum hundakynsins í júlí 2006. Ljósmynd af 188 hundum á viðburðinum setti líklega met fyrir flesta Golden Retriever-hunda á einni mynd.
2. Græðgishundar
Þetta er tegund sem elskar að borða! Fyrir vikið geta Golden Retriever auðveldlega orðið of þungir. Þar af leiðandi skal gefa hundunum lítið af nammi og þess í stað fitulítið úrvalsfæði. Hér að neðan eru fleiri staðreyndir um besta fóðrið fyrir Golden Retriever.
Saga kynsins
Golden Retriever-hundar komu fram á sjónarsviðið fyrir um 200 árum síðan. Eiginleg saga tegundarinnar höfst á 19. öld í Skotlandi. Þar bjó skoskur aðalsmaður að nafni Lord Tweedmouth sem átti gulan veiðihund sem hét Nous.
Lord Tweedmouth var mikill veiðimaður og árið 1865 ákvað hann að rækta fuglaveiðihund sem gæti unnið í erfiðu landslaginu og óvægri veðráttunni. Hann ákvað að blanda gula veiðihundinum sínum saman við hinn útdauða, dröfnótta vatna-spaniel og síðar blandaði hann írskum setter og sporhundi saman við. Hann hélt ítarlega skrá um ræktunina og því höfum við aðgang að allri sögu Golden Retriever-hundanna.
Fyrstu Golden Retriever-hundarnir voru sýndir í Englandi árið 1908 og voru viðurkenndir af Kennel Club of England árið 1911. Í þá daga voru hundarnir hins vegar flokkaðir sem „Retriever - gulir eða gylltir“. Nafni tegundarinnar var síðan breytt í kjölfar stofnunar Golden Retriever klúbbsins árið 1913. Golden Retriever-hundar voru viðurkenndir af ræktunarfélaginu American Kennel Club árið 1925.
Hundategundin er sú allra vinsælasta í heiminum í dag. Hins vegar eru til þrjár ólíkar tegundir af Golden Retriever: enska, kanadíska og ameríska undirgerðin. Enginn marktækur munur er á undirgerðunum og eru þær því flokkaðar sem sama tegundin.
Frá höfði til skotts
Líkamleg sérkenni Golden Retriever-hunda
1.Eyru
2.Ásjóna
3.Feldur
4.Líkami
5.Skott
Hlutir sem gæta skal að
Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Golden Retriever-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti
Vertu viss um að athuga eyrun þeirra reglulega
Algengur sjúkdómur sem herjar á Golden Retriever-hunda kallast „hljóðholsbólga“ eða eyrnasýking. Sýkingin stafar oftast af ofnæmi og veldur sársauka og kláða hjá hundinum. Slíkt getur einnig valdið heyrnarskemmdum í alvarlegri tilfellum. Því verður að skoða eyrun vikulega m.t.t. sýkinga og fara með Golden Retriever-hundinn undir eins til dýralæknisins ef eitthvað óvenjulegt kemur í ljós. Einnig er ráðlegt að fara með hundinn í skoðun hjá sérfræðingi a.m.k. tvisvar sinnum á ári.
Hundarnir geta einnig fundið fyrir liðverkjum
Líkt og á viðum fjölda hundategunda hafa Golden Retriever-hundar erfðafræðilega tilhneigingu til að fá mjaðmalos, sem verður þegar mjaðmakúlan og mjaðmaliðurinn liggja á skjön. Slíkt getur valdið sársauka, bólgu og valdið liðbólgu síðar á lífsleið hundsins. Hins vegar er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þú ættir að ræða við dýralækninn um kostina sem eru í boði. Sjúkdómurinn getur t.d. versnað ef Golden Retriever-hundurinn er of þungur. Þess vegna er mikilvægt að hundurinn fái gott mataræði. Einnig er hægt að meðhöndla alvarlegri tilfelli með skurðaðgerð.
Hafðu gætur á breytingum á líkama þeirra
Golden Retriever-hundar geta því miður fengið ýmsar gerðir af krabbameini, þ. á m. eitlaæxli, blóðæðaæxli og mastfrumnaæxli.
Snemmbúin greining er lykillinn og því er mikilvægt að hafa augun hjá sér varðandi óvenjuleg einkenni, sér í lagi kekkja eða hnúða, augljósan sársauka eða öndunarerfiðleika. Hægt er að skoða Golden Retriever á meðan hundarnir eru snyrtir. Því miður verður mun erfiðara að koma auga á slíkt ef sýkingin verður innvortis. Þar af leiðandi skal fara með Golden Retriever í skoðun ef hundurinn virðist vera slappur, ef hann vill ekki éta eða léttist. Einnig er ráðlagt að fara með hundinn a.m.k. tvisvar á ári í almenna skoðun hjá dýralækninum.
Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur
Við val á fóðri fyrir Golden Retriever þarf að huga að ýmsum þáttum: their age, lifestyle, activity level, physiological condition, and health including potential sickness or sensitivities. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Clean and fresh water should be available at all times to support good urinary regularity. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. A dog that lives outdoors in winter will have increased energy requirements. The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skaltu hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.
Þarfir Golden Retriever-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi Golden Retriever-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. A complex of antioxidants -including vitamin E -can help support their natural defences during this time of big changes, discoveries, and new encounters. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Golden Retriever-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Prebiotics, such as fructo-oligosaccharides, support digestive health by helping balance the intestinal flora, resulting in good stool quality.
Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af réttri stærð, lögun og áferð. Þetta vaxtarskeið skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Stórkynja hvolpar, svo sem Golden Retriever-hvolpar, vaxa hratt á löngu tímabili og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og vefjaskemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Það þýðir að hvolpur sem étur of mikið (innbyrðir of mikla orku) þyngist of hratt og vex of hratt. Með því að takmarka næringarinnihald hundafóðurs fyrir Golden Retriever-hvolpa og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr hættu á yfirþyngd.
Innihald annarra næringarefna ætti að vera meira í sérhönnuðu fóðri fyrir hvolpa á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stórkynja hunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að hafa í huga að það er í besta falli óþarfi og í versta falli hættulegt fyrir hundinn að bæta innihaldsefnum við heildstæða fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegum næringarþörfum í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag. Yfir allt æviskeið Golden Retriever-hunda er mikilvægt að forðast að gefa þeim matvæli ætluð mönnum eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.
Til að stuðla að heilsu og fegurð húðarinnar og feldsins með viðbættum nauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum (sér í lagi EPA og DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.
Helstu þarfir sem næring fullorðinna Golden Retriever-hunda þarf að uppfylla eru:
Að viðhalda æskilegu holdafari með mjög meltanlegum innihaldsefnum og með því að halda fituinnihaldi í lágmarki
Stuðla skal að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum
Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja
Eftir 5 ára aldur byrja Golden Retriever-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að heilbrigði beina og liðamóta. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og fæði fyrir eldri Golden Retriever-hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:
Aukið magn C- og E-vítamíns. These nutrients have antioxidant properties, helping to protect the body’s cells against the harmful effects of the oxidative stress linked to ageing
High-quality protein. Contrary to a widely held misconception, lowering the protein content in food brings little benefit in limiting kidney failure. Þar að auki nýta eldri hundar prótín úr fóðri verr en yngri hundar. Reducing the phosphorus content is a good way of slowing down the gradual deterioration of kidney function
A higher proportion of the trace elements iron, zinc, and manganese to help maintain the good condition of the skin and coat
Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu
As they age, dogs increasingly suffer from teeth problems. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nægilegt magn þarf stærð, lögun og áferð fóðurkúlnanna að henta kjaftinum.
Umhirða Golden Retriever
Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu
Golden Retriever eru að upplagi veiðihundar og þurfa því á mikilli hreyfingu að halda utandyra. Fullorðnir hundar ættu að hreyfa sig a.m.k. klukkutíma á dag, helst tvo klukkutíma eða lengur. Golden Retriever geta orðið nokkuð háværir og fjörugir ef þeir fá ekki nægilega hreyfingu. Því er góð hugmynd að fara í langan göngutúr eða út að hlaupa til að brenna aukaorku. Hins vegar eru sumir hundar af þessari tegund sáttir við að verða sófadýr og geta þyngst mikið. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að hundarnir fái mikla hreyfingu. Golden Retriever eru að upplagi veiðihundar og njóta þess að ná í hluti og synda. Það er því þess virði að vera smá skapandi og finna áhugaverða hluti fyrir þá að gera.
Aðeins einn galli? Eini sjáanlegi gallinn við að eiga Golden Retriever er að feldurinn krefst nokkuð mikillar snyrtingar. Sér í lagi í ljósi þess að hundar af þessari tegund vilja ekkert frekar en að hlaupa um moldarflög, rúlla sér upp úr drullupollum eða synda í ám og vötnum (sund er í miklu uppáhaldi hjá þeim). Golden Retriever eiga þar að auki til að fara mikið úr hárum. Því verður að greiða hundunum a.m.k. tvisvar í viku og daglega á meðan þeir fara úr hárum. Einnig ætti að skoða feldinn að göngutúrum loknum til að ganga úr skugga um að ekkert hafi flækst í feldinum. Hundarnir þurfa að fara í bað reglulega til að þeir lykti vel. Einnig ætti að klippa klærnar, skoða eyrun og bursta tennurnar reglulega.
Golden Retriever eru snjallir og greindir hundar sem vilja þóknast eigendum sínum. Þar af leiðandi er þjálfun hundanna yfirleitt mjög ánægjuleg, bæði fyrir hundinn og eigandann. Hundarnir eru afar áhugasamir um mat og nammi getur verið afar lokkandi, það verður að gæta þess að nammið sé hollt! Ráðlagt er að fjarlægja nammi úr daglegu mataræði. Félagsmótun Golden Retriever verður að hefjast snemma á lífsleiðinni og gott er að byrja í hvolpaþjálfun eins fljótt og auðið er. Hundategundin er þekkt fyrir mikla lipurð og hlýðni. Margir hundar af þessari tegund verða framúrskarandi sýningarhundar. Fyrir utan þjálfun er hægt að leika við Golden Retriever heima við til að styrkja böndin á milli hundsins og eigandans enn frekar.
Golden Retriever eru að upplagi veiðihundar og þurfa því á mikilli hreyfingu að halda utandyra. Fullorðnir hundar ættu að hreyfa sig a.m.k. klukkutíma á dag, helst tvo klukkutíma eða lengur. Golden Retriever geta orðið nokkuð háværir og fjörugir ef þeir fá ekki nægilega hreyfingu. Því er góð hugmynd að fara í langan göngutúr eða út að hlaupa til að brenna aukaorku. Hins vegar eru sumir hundar af þessari tegund sáttir við að verða sófadýr og geta þyngst mikið. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að hundarnir fái mikla hreyfingu. Golden Retriever eru að upplagi veiðihundar og njóta þess að ná í hluti og synda. Það er því þess virði að vera smá skapandi og finna áhugaverða hluti fyrir þá að gera.
Aðeins einn galli? Eini sjáanlegi gallinn við að eiga Golden Retriever er að feldurinn krefst nokkuð mikillar snyrtingar. Sér í lagi í ljósi þess að hundar af þessari tegund vilja ekkert frekar en að hlaupa um moldarflög, rúlla sér upp úr drullupollum eða synda í ám og vötnum (sund er í miklu uppáhaldi hjá þeim). Golden Retriever eiga þar að auki til að fara mikið úr hárum. Því verður að greiða hundunum a.m.k. tvisvar í viku og daglega á meðan þeir fara úr hárum. Einnig ætti að skoða feldinn að göngutúrum loknum til að ganga úr skugga um að ekkert hafi flækst í feldinum. Hundarnir þurfa að fara í bað reglulega til að þeir lykti vel. Einnig ætti að klippa klærnar, skoða eyrun og bursta tennurnar reglulega.
Golden Retriever eru snjallir og greindir hundar sem vilja þóknast eigendum sínum. Þar af leiðandi er þjálfun hundanna yfirleitt mjög ánægjuleg, bæði fyrir hundinn og eigandann. Hundarnir eru afar áhugasamir um mat og nammi getur verið afar lokkandi, það verður að gæta þess að nammið sé hollt! Ráðlagt er að fjarlægja nammi úr daglegu mataræði. Félagsmótun Golden Retriever verður að hefjast snemma á lífsleiðinni og gott er að byrja í hvolpaþjálfun eins fljótt og auðið er. Hundategundin er þekkt fyrir mikla lipurð og hlýðni. Margir hundar af þessari tegund verða framúrskarandi sýningarhundar. Fyrir utan þjálfun er hægt að leika við Golden Retriever heima við til að styrkja böndin á milli hundsins og eigandans enn frekar.
7/7
Allt um Golden Retriever
Það er aðeins til ein tegund af Golden Retriever en hins vegar eru til þrjár undirgerðir, sem eru eftirfarandi: enska, kanadíska og ameríska undirgerðin. Almennt séð eru enskir Golden Retriever-hundar mun samanreknari og með ljósari feld en aðrar undirtegundir. Líkamsbygging kanadískra og amerískra Golden Retriever-hunda er svipuð, en kanadísku hundarnir eru hins vegar með þynnri feld. Og gelta að sjálfsögðu með öðrum hreim.
Golden Retriever-hundar ráða betur við að vera einir en flestar aðrar hundategundir, en finnst samt ekkert betra en að vera í faðmi fjölskyldunnar. Eins og á við um öll hundakyn getur aðskilnaðarkvíði komið fram ef hundurinn er skilinn frá eigendum sínum of lengi eða of oft. Slíkt getur kallað fram gelt, ýlfur og eyðileggjandi hegðun. Þar af leiðandi er best að skilja Golden Retriever eins lítið eftir einan og völ er á. Slíkt á eiginlega við um alla hunda.
Lesa meira um þetta efni
Heimildir
- Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
- Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
- Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
- Royal Canin BHN Product Book
- American Kennel Club https://www.akc.org/
Líkaðu við og deildu þessari síðu