Nánar um German Shepherd

Kallaðu hann herra vinsælan. Hin víðfræga German Shepherd-hundategund er ein sú eftirsóttasta í veröldinni og þessir hundar eru margrómaðir fyrir að vera mjög greindir og afar tryggir. German Shepherd-hundar eru afar hlýðnir og eru yndislegir fjölskylduhundar. Það er afar auðvelt að þjálfa þessa hunda og þeir njóta þess að láta þjálfa sig. Þar fyrir utan: þessi björtu augu með undurfögru blettunum.

Opinbert heiti: German Shepherd-hundar

Önnur heiti: Þýskur fjárhundur, Alsatíuhundar, GSD

Uppruni: Þýskaland

Svarthvít mynd af German Shepherd-hundi á hlið sem lítur upp
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    5 out of 5
  • Hármissir

    5 out of 5
  • Gelthneigð

    4 out of 5
  • Orkuþörf *

    5 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    2 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    4 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    2 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Engin tvö gæludýr eru eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr séu ánægð og líði vel mælum við með því að þau séu alin upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þeirra (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll heimilisgæludýr eru félagslynd og kjósa félagsskap. Hins vegar er hægt að kenna þeim að takast á við einsemd frá unga aldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af svörtum og brúnum German Shepherd-hundi frá hlið
MaleFemale
HeightHeight
60 - 65 cm55 - 60 cm
WeightWeight
30 - 40 kg22 - 32 kg
Fullorðnir
15 mánaða til 5 ára
Eldri hundarÖldungar
5 til 8 ár8 til 18 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    1 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    5 out of 5
  • Hármissir

    5 out of 5
  • Gelthneigð

    4 out of 5
  • Orkuþörf *

    5 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    2 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    4 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    2 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Engin tvö gæludýr eru eins, jafnvel þó þau séu af sama kyni, og þetta yfirlit yfir sérkenni hvers kyns er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr séu ánægð og líði vel mælum við með því að þau séu alin upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þeirra (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll heimilisgæludýr eru félagslynd og kjósa félagsskap. Hins vegar er hægt að kenna þeim að takast á við einsemd frá unga aldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta.
Mynd af svörtum og brúnum German Shepherd-hundi frá hlið
MaleFemale
HeightHeight
60 - 65 cm55 - 60 cm
WeightWeight
30 - 40 kg22 - 32 kg
Fullorðnir
15 mánaða til 5 ára
Eldri hundarÖldungar
5 til 8 ár8 til 18 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Nærmynd frá hlið af móðum og másandi German Shepherd-hundi
1/7

Frekari upplýsingar um German Shepherd-hunda 

Allt sem þú þarft að vita um þessa tegund

German Shepherd eru gáfaðir og tryggir hundar. Þeir uppfylla nánast allar kröfur sem hægt er að gera til hunda. Hundar af þessari tegund eru afar tryggir eigendum og fjölskyldum sínum. Hundarnir fylgja eigendum sínum jafnvel á milli herbergja, í bílinn eða eiginlega hvert sem er.

Hversu orkumikill er German Shepherd? Mjög svo. Hundunum finnst öll hreyfing vera skemmtileg og eru því alltaf til í tuskið. German Shepherd-hundar elska að ganga og hlaupa, rekja spor og taka þátt í keppnum í lipurð, sem þeir svo vinna yfirleitt.

German Shepherd eru víðfrægir fyrir það að vera afar gáfaðir hundar. Þeir eru mjög gáfaðir og hafa einstaka hæfileika til að leysa þrautir. Annað aðaleinkenni hundanna er hin mikil tryggð við eigendur sína sem er einmitt ein aðalástæða þess að herir víða um heim nýta sér krafta þeirra.

German Shepherd eru frábærir þjónustuhundar fyrir fatlaða eða sjónskerta einstaklinga. Þeir henta vel í slík hlutverk vegna óbilandi tryggðar sinnar, gáfnafars og öflugs lyktarskyns.

Hundarnir skila framúrskarandi starfi ef þeir fá rétta þjálfun. Þessir hundar eru afar sjálfsöruggir auk þess að vera ótrúlega góðir félagar. Hundarnir mynda afar sterk tengsl við eigendur sína. Þar af leiðandi er tiltölulega auðvelt að þjálfa hundana en eigendur verða samt að gæta þess að vera samkvæmir sjálfum sér.

Annað einkenni tegundarinnar: þessi ótrúlegur feldur! Feldurinn er tvöfaldur og samanstendur af þykku, mjúku hári með áberandi litasamsetningum sem gefa German Shepherd-hundum nánast konunglegt útlit.

German Shepherd-hundur frá hlið með fætur lögregluþjóna í bakgrunni
2/7

Tvær staðreyndir um German Shepherd-hunda

1. Alveg ótrúlega öflugt lyktarskyn

Engin önnur hundategund hefur jafn öflugt lyktarskyn og German Shepherd-hundar. Hundar af þessari tegund eru því iðulega notaðir við leitar- og björgunarstörf, af löggæsluyfirvöldum og herjum sem sporhundar við leit að t.d. sprengjuefnum og eiturlyfjum.

2. Talandi um nef... 

German Shepherd voru ræktaðir sem fjárhundar og eiga það jafnvel til að smala saman öðrum dýrategundum og jafnvel mönnum. Hundarnir ýta á þig með nefinu, þegar þeir vilja fara út, fara í göngutúr eða þegar þeir eru svangir. Þetta er heillandi og meinlaus eiginleiki og getur komið sér vel hvað börnin varðar, enda eru German Shepherd-hundar einnig afar verndandi.

Svarthvít mynd af German Shepherd-hundi sem situr með tvo hvolpa
3/7

Saga kynsins

Traust skapgerð og óbilandi tryggð eru helstu einkenni German Shepherd-hundana og endurspegla hina gríðarlegu vinnu sem Max Frederic Emile Von Stephanitz höfuðsmaður lagði í ræktun þeirra. Von Stephanitz hóf ræktun hundanna árið 1899 í Þýskalandi og vildi rækta framúrskarandi fjárhund. Hann blandaði því saman fjárhundum frá Suður- og Mið-Þýskalandi. Markmiðið var að rækta mjög greindan og lipran hund. Þannig varð fjárhundurinn mikli til.

Von Stephanitz stofnaði síðan klúbb fyrir tegundina í Frankfurt árið 1899. Frekari ræktun gerði hundategundina afar hlýðna og voru þessir hundar notaðir meira og meira í öryggisgæslu, sér í lagi hjá löggæsluyfirvöldum og herjum, sem enn þann dag í dag nota German Shepherd-hunda. Og almenningur var sammála: Í upphafi 20. aldar urðu German Shepherd-hundar gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum þegar hundarnir Rin-Tin-Tin og Strongheart birtust í kvikmyndum. Þessi hundategund er afar vinsæl um allan heim. Samkvæmt tölfræði American Kennel Club hefur tegundin verið á meðal þeirra tíu vinsælustu á síðustu tíu árum, yfirleitt í öðru sætinu á eftir Labrador Retriever-hundunum.

4/7

Frá haus að skotti

Líkamleg sérkenni German Shepherd-hunda

Mynd af svörtum og brúnum German Shepherd-hundi frá hlið
1
2
3
4
5

1.Eyru

Eyrun enda í punkti og halla fram að römmuðu höfðinu.

2.Haus

Fleyglaga höfuðið samsvarar sér vel og trýnið er sterkbyggt.

3.Feldur

Þykkur undirfeldur, grófur efri feldur, áberandi djúpsvartir og brúnir litir ásamt silfri og hvítu.

4.Líkami

Vöðvastæltur, sterkur líkami, grannur og samsvarar sér vel, stinnur brjóstkassi.

5.Skott

Þykkt, sítt hár á skotti, aðeins lengra að neðan.

.

German Shepherd-hundur á hlaupum yfir gras og gul blóm
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér á eftir er að finna nokkrar áhugaverðar staðreyndir um German Shepherd, allt frá helstu einkennum tegundarinnar til almennra atriða um heilsu hundanna.

Sterkbyggð hundategund með viðkvæman maga

German Shepherd-hundar eru yfirleitt heilbrigðir en geta fengið kvilla í meltingarvegi og niðurgang. Slíkir kvillar eru yfirleitt ekki lífshættulegir en geta verið óþægilegir fyrir hundinn. Eigendur skulu vera meðvitaðir um kvilla á borð við aukaverkanir vegna matarræðis, niðurgangi eða linum hægðum, maga- og garnabólgu, brisbilun eða iðrabólgu og fleiri kvillum. Hundarnir geta einnig fengið ofnæmishúðbólgu, eða húðertingu. Besta leiðin til að halda hundum heilbrigðum er að gefa þeim næringarríkt matarræði. Nauðsynlegt er að framkvæma rétta greiningu, sem getur verið tímafrek og kostnaðarsöm. Hins vegar getur fær dýralæknir aðstoðað við að finna réttar lausnir.

Ótrúlegar mjaðmahreyfingar!

German Shepherd-hundar hafa tilhneigingu til að fá mjaðmalos sem er þriðji algengasti kvillinn sem hrjáir tegundina. Hér er um þroskafrávik að ræða sem stafar af því að kúlan og liðurinn við mjaðma- og lærbeinið passa ekki alveg saman. Slíkt veldur liðbólgu. Mikilvægt er að vaxtarhraði haldist stöðugur, sér í lagi hjá stærri hundategundum, til að bein og vöðvar þroskist samtímis. Mjaðmalos er algengara þegar vöðvar vaxa hratt og álag verður á bein og liðamót. Slíkt getur valdið liðbólgu og síðan mjaðmalosi. Slíkur kvilli hjá German Shepherd-hundi ætti að koma í ljós við almenna skoðun hjá dýralækni.

Mikil orka á hverjum degi

Eitt sem allir eigendur verða að vita: German Shepherd-hundar eru afar orkumikil tegund. Það er spennandi að ímynda sér þennan glæsilega hund sem næsta fjölskylduhund, en þessi hundategund hentar ekki öllum. Hundarnir verða að fá mikla hreyfingu á hverjum degi. German Shepherd-hundar geta t.d. fylgt eigendum sínum í langhlaup og geta hlaupið í margar klukkustundir samfleytt.

Eins og á við um allar hundategundir geta German Shepherd-hundar fengið ýmsa kvilla ef líkamlegir eiginleikar hundanna eru ýktir, eða í þessu tilviki, þegar bakið hallar um of. Lögun baksins fékkst við ræktun tegundarinnar fyrir hundasýningar. Hundaræktendur töldu að glæsilegar útlínur skrokksins og styttri lappirnar myndu gefa hundinum hoppandi göngulag um sýningarhringinn. Ráðlagt er að leita ráða hjá dýralækni eftir þörfum og ávallt kaupa hunda af ábyrgum ræktendum.

Heilbrigt mataræði, heilbrigðari hundur

Huga verður að ýmsum þáttum við val á fóðri fyrir German Shepherd-hund: aldri, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástandi og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og altæk fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn. Hreint og tært vatn ætti að vera fyrir hendi öllum stundum til að stuðla að góðri þvagfærastarfsemi. Þegar heitt er í veðri, og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig, skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft. Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn hefur aukna orkuþörf. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsufarsvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt mataræði.

Þarfir German Shepherd-hvolpa hvað varðar orku, prótín, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Þeir þurfa orku og næringarefni til viðhalds, vaxtar og uppbyggingar. Ónæmiskerfi German Shepherd-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessu tímabili, sem einkennist af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum German Shepherd-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Mannanfásykrur og forlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af réttri stærð, lögun og áferð. Þetta vaxtarskeið skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Stórkynja hvolpar, svo sem German Shepherd-hvolpar, vaxa hratt á löngu tímabili og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og vefjaskemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið fær of mikla orku, vex of hratt og of mikil þyngd hvílir á beinum og liðamótum. Þegar beinin þurfa að bera slíka aukaþyngd aukast líkurnar á beinskekkju og liðvandamálum, eða mjaðmalosi. Með því að takmarka næringarinnihald hundafóðurs fyrir German Shepherd-hvolpa og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr hættu á yfirþyngd.

Innihald annarra næringarefna ætti að vera meira í sérhönnuðu fóðri fyrir hvolpa á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru hvolpar stærri hundategunda viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegri næringarþörf í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.

Fóður German Shepherd-hunda verður að uppfylla eftirfarandi næringaþarfir:

Nota aðeins prótín af miklum gæðum til að auka meltanleika og úrval af sérvöldum trefjum til að draga úr gerjun í þörmum. Slíkt kemur jafnvægi á þarmaflóruna og tekur mið af viðkvæmu meltingarkerfi German Shepherd-hundanna.

Stuðlar að að auka hreysti og fallegt útlit húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum nauðsynlegar fitusýrur (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegar amínósýrur og B- vítamín til að styrkja varnir húðarinnar.

Auka heilbrigði beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum.

Eftir 5 ára aldur byrja German Shepherd-hundar að sýna merki um öldrun. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín, glúkósamín, kollagen og EPA-DHA stuðla að því að viðhalda heilbrigði beina og liðamóta. Með hækkandi aldri breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna og við val á fæði fyrir eldri German Shepherd-hunda ætti að hafa eftirfarandi í huga:

Aukið magn C- og E-vítamíns. Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem styrkja varnir líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunarálags, sem flýtir fyrir öldrun

Hágæðaprótín. Þvert á það sem oft er talið gagnast það lítið við að draga úr nýrnabilun að minnka prótíninnihald í fóðri. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að minnka fosfórinnihald er hægt að hægja á minnkun nýrnavirkni

Aukið hlutfall snefilefna eins og járns, kopars, sinks og mangans hjálpar við að viðhalda heilbrigði húðar og feldar.

Aukið hlutfall fjölómettaðra fitusýra eins og hjólkrónuolíu og fiskiolíu til að feldurinn haldi heilbrigðu útliti sínu. Yfirleitt framleiðir líkami hundana þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr framleiðslu þeirra.

Eftir því sem árin líða fá hundar oftar tannkvilla. Hægt er að tryggja að hundarnir haldi áfram að éta nægilega mikið með því að sérsníða stærð, lögun og áferð fóðursins að kjálkunum.

Forðast skal að gefa German Shepherd mat ætluðum mönnum eða nammi sem inniheldur fituefni. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.

German Shepherd-hundur hleypur yfir lauf
6/7

Umönnun German Shepherd-hunda

Hollráð um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

German Shepherd-hundar þurfa á mikilli hreyfingu að halda. Þetta eru afar þreklegir og virkir hundar og verða þar af leiðandi að fá mikla hreyfingu dag hvern. Hundarnir eru framúrskarandi langhlauparar, hvort sem þeir hlaupa einir eða með mönnum. Smölun, rakning spora eða æfingar í lipurð og snerpu eru upplagðar fyrir hunda af þessari tegund sem taka iðulega þátt í slíkum keppnum. Einnig taka þeir oft þátt í hundasýningum af öllu tagi.

German Shepherd hefur tvöfaldan feld - örlítið þykkan grófan ytri feld og mjúkan undirfeld. Best er að bursta tvisvar í viku. Þrátt fyrir mikla hreyfiþörf þarf ekki oft að baða þýska German Shepherd-hunda. Venjulega fara síðhærðar tegundir mikið úr hárum en það minnkar ef hundarnir eru burstaðir reglulega. Hárlos verður tvisvar á ári til að rýma fyrir nýja feldinum. Klippa verður klærnar mánaðarlega. Hins vegar þarf ekki að klippa klærnar eins oft á hundum sem ganga iðulega á hörðu undirlagi þar sem klærnar juðast þá niður.

German Shepherd eru afar hlýðnir hundar og svara vel leiðbeiningum og skipunum. Hundarnir vilja gleðja eigendur sína og eru þar að auki mjög greindir, en það er frábær samsetning til að móta hundana og tryggja framúrskarandi félaga. Ráðlagt er að hefja þjálfun snemma á lífsleiðinni þar sem German Shepherd-hundar eru alltaf að leita að krefjandi verkefnum. Hundarnir mynda afar sterk tengsl við mennska fjölskyldumeðlimi sína.

German Shepherd-hundar þurfa á mikilli hreyfingu að halda. Þetta eru afar þreklegir og virkir hundar og verða þar af leiðandi að fá mikla hreyfingu dag hvern. Hundarnir eru framúrskarandi langhlauparar, hvort sem þeir hlaupa einir eða með mönnum. Smölun, rakning spora eða æfingar í lipurð og snerpu eru upplagðar fyrir hunda af þessari tegund sem taka iðulega þátt í slíkum keppnum. Einnig taka þeir oft þátt í hundasýningum af öllu tagi.

German Shepherd hefur tvöfaldan feld - örlítið þykkan grófan ytri feld og mjúkan undirfeld. Best er að bursta tvisvar í viku. Þrátt fyrir mikla hreyfiþörf þarf ekki oft að baða þýska German Shepherd-hunda. Venjulega fara síðhærðar tegundir mikið úr hárum en það minnkar ef hundarnir eru burstaðir reglulega. Hárlos verður tvisvar á ári til að rýma fyrir nýja feldinum. Klippa verður klærnar mánaðarlega. Hins vegar þarf ekki að klippa klærnar eins oft á hundum sem ganga iðulega á hörðu undirlagi þar sem klærnar juðast þá niður.

German Shepherd eru afar hlýðnir hundar og svara vel leiðbeiningum og skipunum. Hundarnir vilja gleðja eigendur sína og eru þar að auki mjög greindir, en það er frábær samsetning til að móta hundana og tryggja framúrskarandi félaga. Ráðlagt er að hefja þjálfun snemma á lífsleiðinni þar sem German Shepherd-hundar eru alltaf að leita að krefjandi verkefnum. Hundarnir mynda afar sterk tengsl við mennska fjölskyldumeðlimi sína.

7/7

Allt um German Shepherd-hunda

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Útg. 2010 og 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu