Spjöllum um Boxer-hunda

Boxer-hundar eru þekktir fyrir galsafullt og vinalegt eðli. Stundum er aðeins of mikið stuð, en þeir hafa gríðarlega orku og lífsgleði. Ef Boxer-hundar fá snemma þjálfun geta þeir einnig verið mjög tryggir og húsbóndahollir félagar, sem mynda sterk tengsl við fjölskyldurnar sínar. Mjög sterk. Reyndar finnst þeim ekkert betra en að vera með þér - og munu jafnvel sofna á þér, ef þú leyfir þeim það.

Opinbert heiti: Boxer

Önnur heiti:: German Boxer, Deutscher Boxer, American Boxer

Uppruni: Þýskaland

Standandi fullorðinn Boxer-hundur í svarthvítu
  • Slefmyndun

    3 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    1 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Gelthneigð

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    4 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    3 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    1 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Myndskreyting af brúnum og hvítum Boxer
MaleFemale
HeightHeight
58.5 - 63.5 cm54.5 - 59.5 cm
WeightWeight
30 - 31 kg25 - 26 kg
HvolparFullorðnir
2 til 15 mánaða15 mánaða til 5 ára
Eldri hundarÖldungar
5 til 8 ár8 til 18 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    3 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    1 out of 5
  • Hármissir

    4 out of 5
  • Gelthneigð

    3 out of 5
  • Orkuþörf *

    4 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    3 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    1 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Myndskreyting af brúnum og hvítum Boxer
MaleFemale
HeightHeight
58.5 - 63.5 cm54.5 - 59.5 cm
WeightWeight
30 - 31 kg25 - 26 kg
HvolparFullorðnir
2 til 15 mánaða15 mánaða til 5 ára
Eldri hundarÖldungar
5 til 8 ár8 til 18 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Tveir Boxer-hundar liggja í grasi
1/7

Lærðu að kynnast Boxer

Allt sem þú þarft að vita um kynið

Boxer-hundar eru þekktir fyrir takmarkalausa orku sína, vinalegt og skemmtilegt geðslag og takmarkalausan áhuga fyrir nánast öllu í kringum sig. Það er bara svo margt í lífinu sem er spennandi - eða það er að minnsta kosti þeirra afsökun og þeir halda sig við hana.

En þeir eru líka mjög blíðir og ástúðlegir og mynda sterk tengsl við eigendur sína. Einnig eru þeir góðir með börnum þegar þeir hafa fengið smá þjálfun. Boxer-hundar eru venjulega mjög varkárir og bera virðingu fyrir þeim sem eru í kringum þá. Þar sem þeir geta stundum verið örlítið háværari en þeir ætla sér er best að halda litlum krílum frá þeim - bara til öryggis - en annars eru þeir þekktir fyrir að vera mjög traustir hundar.

Boxer-hundar eru í eðli sínu verndandi og tryggir, þeir gelta hugrakkir á allt sem þeir telja að gæti ógnað fjölskyldunni. Jafnvel þótt þeir séu líklegri til að sleikja ókunnuga en gera eitthvað annað. Þeir eru engu að síður góðir varðhundar.

Þeir komu upprunalega af veiðihundum í Þýskalandi, þar sem þeir hjálpuðu til við að fanga bráð. Boxer-hundum var síðar blandað við smærra mastiff-hundakyn frá Englandi. Nafnið er tilkomið vegna þess hvernig þeir nota framlappirnar - bókstaflega eins og boxarar - þegar þeir leika. Þetta þýðir að þeir geta verið svolítið gjarnir á að hoppa á fólk, en þjálfun getur hjálpað til við það.

Útlitslega eru Boxer-hundar með stuttan, sléttan feld, áberandi trýni og gáfuleg, dökkbrún augu. Litur þeirra getur verið á bilinu dröfnótt eða bröndótt út í hárauðan lit eða alhvítan. Hver hundur hefur sitt sérstaka yfirbragð. Þeir eru vöðvastæltir og þreklega vaxnir en þó með þokkafullar og kraftmiklar hreyfingar.

Mikilvægt er að eigendur geri sér grein fyrir því að Boxer-hundar þurfa að minnsta kosti tveggja tíma hreyfingu á dag. Einnig er gott að þjálfa þá snemma á ævinni til að hafa hemil á galsa og glaðværð Boxer-hundsins. Svo framarlega sem hugað er að þessu tvennu, ásamt því að fá næga ástúð frá eigendum sínum, ættu Boxer-hundar að endurgjalda greiðann með miklu trygglyndi. Það er ekki að ástæðulausu sem Boxer-hundar teljast eitt besta gæludýrið fyrir fjölskyldur.

Nærmynd af Boxer með aðeins augu og trýni sjáanlegt
2/7

Tvær staðreyndir um Boxer-hunda

1. Pétur Pan í hundslíki 

Ein af mörgum áhugaverðum staðreyndum um Boxer-hunda er að hvolpaárin þeirra eru fleiri en hjá nokkru öðru kyni. Þrátt fyrir að þeir teljist vera fullorðnir í kringum 15 mánaða aldur tekur það þá um þrjú ár að ná fullum þroska. Kannski kemur það þess vegna ekki á óvart að þeir sýni af sér unglega hegðun allt lífið.

2. Tveir eins 

Fáir vita að það eru í raun til tvær tegundir af Boxer-hundum. Auk hefðbundna Boxer-kynsins er til amerískt afbrigði sem er með örlítið öðruvísi líkamleg einkenni. Til dæmis er skrokkur á amerískum Boxer minni um sig, stinnari og með sveigðari háls. Einnig eru trýni og eyru aðeins lengri á amerísku tegundinni.

3/7

Saga kynsins

Það er erfitt að trúa því að Boxer-hundarnir sem við þekkjum í dag séu grimmir veiðihundar að uppruna. Og samt er það staðreynd.

Boxer-hundar komu upprunalega af gömlum bardagahundum frá Tíbet, ef leitað er langt aftur í tímann, en hundurinn sem við þekkjum í dag á rætur að rekja til Vestur-Evrópu. Til að halda áfram með söguna þurfum við að líta til Þýskalands á 19. öld og kynna okkur hundinn Bullenbeisser („nautabít“). Þýskt aðalsfólk notaði hundana til að elta og fanga bráð á veiðum og þessi hraustu dýr tókust á við allt frá dádýrum og villisvínum til bjarndýra.

Með breyttum tíðaranda þar sem landareignum var skipt upp töpuðu hefðbundnar veiðar vinsældum sínum. Um tíma leit þetta ekki vel út fyrir Bullenbeisser-hundana. Allt breyttist þó þegar þeim var blandað við smærra mastiff-hundakyn frá Bretlandi. Undir lok 19. aldar leit fyrsti Boxer-hundurinn dagsins ljós.

Árið 1904 var kynið skráð hjá American Kennel Club. Þar varð kynið eitt það vinsælasta í landinu og enn þann dag í dag birtist það oft á listum yfir „10 vinsælustu kynin“.

Í Þýskalandi voru Boxer-hundar hins vegar eitt af fyrstu kynjunum sem lögreglan nýtti við störf sín auk þess sem þeir liðsinntu hernum í báðum heimsstyrjöldunum. Þrátt fyrir uppruna sinn sem hörkutól eru Boxer-hundar í dag taldir eitt vingjarnlegasta hundakynið.

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni Boxer-hunda

Teikning af brúnum og hvítum Boxer
1
2
3
4
5

1.Líkami

Líkaminn er kraftmikill og rennilegur og með einstaklega mikinn vöðvamassa.

2.Höfuð

Höfuðið einkennist af kúptri höfuðkúpu, stuttu og áberandi trýni sem er dæmigert fyrir flokk breiðhöfða (brachycephalic) og svipmiklum brúnum augum.

3.Feldur

Mjúkur gljáandi feldur sem liggur þétt upp við húðina getur verið bröndóttur til rauður og hvítur.

4.Hegðun

Kynið er þekkt fyrir góða hegðun og sýnir af sér stolt og árvekni.

5.Skott

Langt skottið er ofarlega og er stöðugt á iði, stundum iðar jafnvel allur líkaminn.
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Boxer-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Öndunarerfiðleikar geta komið fram

Þar sem Boxer-hundar tilheyra flokki breiðhöfða (brachycephalic) þýðir það að höfuðkúpa þeirra er breið, andlitið flatt og trýnið stutt, sem getur valdið einhverjum heilsufarsvandamálum. Þetta á einkum við um öndunarerfiðleika sem geta komið fram ef þeir verða of spenntir (sem er í sannleika sagt ekki óvenjulegt fyrir Boxer-hunda) eða ef þeim verður of heitt í heitu loftslagi. Í alvarlegum tilfellum getur þetta leitt til yfirliðs. Besta ráðið er að velja ábyrgan ræktanda sem leggur sig fram við að rækta heilbrigða Boxer-hunda. Fylgstu líka með þyngd hundsins þar sem hún getur aukið við vandamálið. Ef þörf krefur skaltu leita ráða hjá dýralækninum þínum sem getur gefið frekari ráðleggingar.

Athugaðu reglulega hvort þú finnur hnúta eða hnúða á hundinum

Annað hugsanlegt heilsufarsvandamál fyrir Boxer-hunda er að þeir geta átt á hættu að fá krabbamein. Reyndar er það algengasta alvarlega vandamálið þegar kemur að heilsu þeirra. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að snemmbúin greining getur komið í veg fyrir alvarleg veikindi. Fylgstu því með öllum breytingum á Boxer-hundinum þínum á borð við öndunarerfiðleika (einkenni lungnakrabbameins) eða helti (einkenni beinkrabbameins). Spjallaðu einnig við dýralækninn þinn um reglulegar rannsóknir á hundinum þínum. Hvítir Boxer-hundar geta einnig átt á hættu að fá húðkrabbamein (sem og hundar í öðrum lit með hvítu mynstri) svo gæta þarf að því að hlífa þeim við mikilli sól.

Þeir geta einnig verið viðkvæmir fyrir tilteknum hjartasjúkdómi sem finnst í hundum

Sjúkdómurinn kallast „Boxer cardiomyopathy,“ (hjartavöðvakvilli) þar sem hann er algengari hjá Boxer-hundum en nokkru öðru hundakyni. Þetta er arfgengur kvilli sem leggst á sleglana í hjartanu.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Boxer-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: aldri þeirra, lífsstíl, virkni, líkamlegu ástandi og heilsu, þar á meðal hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Fóður veitir orku til að sjá fyrir nauðsynlegri líkamsstarfsemi og heilnæm fóðursamsetning ætti að innihalda rétt magn næringarefna til að forðast skort eða of mikla næringu, en í báðum tilfellum hefur þetta skaðleg áhrif á hundinn. Hreint og tært vatn ætti alltaf að vera aðgengilegt til að tryggja góða starfsemi þvagfærakerfisins. Þegar heitt er í veðri, og sérstaklega þegar hundurinn er úti að hreyfa sig skal hafa vatn meðferðis til að hann geti drukkið nógu oft. Orkuinntöku gæti einnig þurft að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn hefur aukna orkuþörf. Eftirfarandi ráðleggingar eru fyrir heilbrigð dýr. Ef hundurinn á við heilsuvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstakt fóður.

Þarfir Boxer-hvolpa hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Boxer-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 15 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessu aldursskeiði sem einkennist af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum Boxer-hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. orlífsefni, t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Mikilvægt er að velja fóðurkúlur af viðeigandi stærð, lögun og áferð til að auðvelda þeim að grípa þær með tönnunum og éta. Þessi vaxtartími skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Hvolpar stórra hundategunda, svo sem hvolpar Labrador Retriever hunda, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin, en einnig vöðvarnir sem byrja að vaxa. Með því að draga úr orkuinnihaldi fóðurs fyrir Labrador Retriever hvolpa og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr hættu á yfirþyngd. Gelding á þátt í yfirþyngd hjá hundum.

Boxer-hundar eru breiðhöfðar, sem er mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð þurrfóðurs eru ákvörðuð, þar sem fóðrið þarf að auðvelda hundinum að taka upp og tyggja fæðuna. Þetta vaxtarskeið skilar sér í meðalmikilli fóðurþörf. Hvolpar stórra hundategunda, eins og Boxer-hvolpar, vaxa hratt á löngum tíma og eiga það sérstaklega á hættu að fá beina- og liðamótatengda kvilla, þar á meðal útlimagalla, beinaafmyndun og skemmdir í liðamótum. Í byrjun vaxtartímans eru það aðallega beinin en einnig vöðvarnir, sem byrja að vaxa. Þetta þýðir að hvolpur sem borðar of mikið fær of mikla orku, vex of hratt og of mikil þyngd hvílir á beinum og liðamótum. Þessi aukaþyngd á beinagrindinni mun auka hættuna á beinskekkju og liðvandamálum, eða mjaðmalosi. Með því að takmarka næringarinnihald hundafóðurs fyrir Boxer-hvolpa og gefa þeim rétt magn daglega er vexti þeirra haldið í skefjum og dregið úr hættu á yfirþyngd. Aðlagað próteininnihald og L-karnitín hjálpa við þróun vöðva. Innihald annarra næringarefna ætti að vera meira í sérhönnuðu fóðri fyrir hvolpa á vaxatarskeiði. Þó svo að auka þurfi kalkinnihald fóðursins eru stórkynja hvolpar viðkvæmir fyrir of mikilli kalkinntöku. Mikilvægt er að vita að þegar mat er bætt við fullkomna fóðurblöndu fyrir hunda á vaxtarskeiði er óþarfi og jafnvel hættulegt fyrir hundinn, nema dýralæknir hafi mælt með því. Mælt er með að skipta daglegum næringarþörfum í þrjár máltíðir daglega þar til hvolparnir verða sex mánaða, en þá er skipt yfir í tvær máltíðir á dag.

Helstu þarfir sem næring fullorðinna Boxer-hunda þarf að uppfylla eru:

Að viðhalda kjörþyngd og vöðvamassa með aðlöguðu próteininnihaldi og L-karnitíni sem stuðlar að fitubrennslu

Að styðja við heilbrigða hjartastarfsemi með sérstilltu innihaldi steinefna, EPA-DHA, táríns, L-karnitíns og andoxunarefna

Að stuðla að heilsu beina og liðamóta með glúkósamíni, kondróitíni og andoxunarefnum

Að stuðla að meltanleika með hágæðapróteini og jafnri inntöku trefja.

Til að stuðla að heilsu og fegurð húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.

Eftir 5 ára aldur byrja Boxer-hundar fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsorkunni og sérstök næringarefni, t.d. kondróítín og glúkósamín, stuðla að því að viðhalda heilbrigði beina og liðamóta. Með öldrun breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna, og fóður fyrir eldri Boxer-hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:

Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunar sem leiðir til öldrunar

High-quality protein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við nýrnabilun en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu nýrnastarfsemi

A higher proportion of the trace elements iron, copper, zinc, and manganese to help maintain good condition of the skin and coat.

Meira magn fjölómettaðra fitusýra, á borð við hjólkrónuolíu og lýsi, til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Venjulega framleiða hundar þessar fitusýrur en með aldrinum getur dregið úr þeirri framleiðslu.

Eftir því sem þeir eldast þjást hundar í auknum mæli af tannvandamálum. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf magn, stærð, lögun og áferð fóðurins að vera löguð að kjafti þeirra.

Forðast skal alla tíð að gefa Boxer-hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan daglegrar næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.

Boxer-hundur á hlaupum yfir gras

Boxer-hundar hafa mikla orku og þurfa að minnsta kosti tveggja tíma hreyfingu daglega. Já, tvo tíma. Hægt er að blanda saman reglulegum gönguferðum, leik í garðinum og hlaupum á víðavangi. Þeir eru fullkomin tegund fyrir þá sem leita að skokkfélaga. Dagleg ganga er mun æskilegri en eitt langhlaup um helgar. Fjörugur persónuleiki Boxer-hunda passar einnig sérstaklega vel við leik í garðinum. Eitt sem þarf að hafa í huga er að Boxer-hundar henta ekki vel fyrir heitt veður. Vegna breiðs höfuðs geta þeir stundum átt í erfiðleikum með að anda. Og mundu að bíða í að minnsta kosti klukkutíma áður en þú gefur þeim mat eftir hreyfingu.

Stutt og gljáandi hár sem þarfnast lágmarksumhirðu er einn af kostunum við að eiga Boxer. Vegna þess að þeir hafa tilhneigingu til að fara úr hárum allt árið um kring, og að stutt hár þeirra er gjarnt á að festast við teppi og áklæði, mun dagleg snyrting/burstun með hanska minnka þörfina á notkun ryksugu. Þeir þurfa aðeins að fara í bað af og til, en þú mátt búast við talsverðu slefi. Eins og með flestar tegundir ætti að bursta tennur Boxer-hunda reglulega – daglega ef hægt er – og þeir þurfa faglega tannhreinsun af og til. Klippa þarf klær eftir þörfum og skoða eyrun vikulega. Þá ætti það að vera upptalið.

Þar sem Boxer er orkumikill hundur frá náttúrunnar hendi, og hefur tilhneigingu til að hoppa á fólk, er það góð hugmynd að hefja þjálfun snemma. Hvolpanámskeið eru gagnlegur hluti af félagsmótunarferlinu - sérstaklega þar sem karlkyns Boxer-hundar eru áfjáðir í að sýna öðrum hundum hver ráði. Námskeið hjálpa því til við þol þeirra gagnvart öðrum hundum. Boxer-hundar eru greindir og hlýðnir (að mestu leyti!) og læra því fljótt og bregðast vel við hvatningu. Þeim líkar einnig samfelld andlegri örvun. Þegar þeim leiðist getur það komið fram í skemmdarhegðun á borð við það að naga hluti. Þeir taka því hins vegar ekki vel að vera skildir eftir á eigin spýtur. Boxer-hundar eru einnig frábærir meðferðarhundar.

Boxer-hundar hafa mikla orku og þurfa að minnsta kosti tveggja tíma hreyfingu daglega. Já, tvo tíma. Hægt er að blanda saman reglulegum gönguferðum, leik í garðinum og hlaupum á víðavangi. Þeir eru fullkomin tegund fyrir þá sem leita að skokkfélaga. Dagleg ganga er mun æskilegri en eitt langhlaup um helgar. Fjörugur persónuleiki Boxer-hunda passar einnig sérstaklega vel við leik í garðinum. Eitt sem þarf að hafa í huga er að Boxer-hundar henta ekki vel fyrir heitt veður. Vegna breiðs höfuðs geta þeir stundum átt í erfiðleikum með að anda. Og mundu að bíða í að minnsta kosti klukkutíma áður en þú gefur þeim mat eftir hreyfingu.

Stutt og gljáandi hár sem þarfnast lágmarksumhirðu er einn af kostunum við að eiga Boxer. Vegna þess að þeir hafa tilhneigingu til að fara úr hárum allt árið um kring, og að stutt hár þeirra er gjarnt á að festast við teppi og áklæði, mun dagleg snyrting/burstun með hanska minnka þörfina á notkun ryksugu. Þeir þurfa aðeins að fara í bað af og til, en þú mátt búast við talsverðu slefi. Eins og með flestar tegundir ætti að bursta tennur Boxer-hunda reglulega – daglega ef hægt er – og þeir þurfa faglega tannhreinsun af og til. Klippa þarf klær eftir þörfum og skoða eyrun vikulega. Þá ætti það að vera upptalið.

Þar sem Boxer er orkumikill hundur frá náttúrunnar hendi, og hefur tilhneigingu til að hoppa á fólk, er það góð hugmynd að hefja þjálfun snemma. Hvolpanámskeið eru gagnlegur hluti af félagsmótunarferlinu - sérstaklega þar sem karlkyns Boxer-hundar eru áfjáðir í að sýna öðrum hundum hver ráði. Námskeið hjálpa því til við þol þeirra gagnvart öðrum hundum. Boxer-hundar eru greindir og hlýðnir (að mestu leyti!) og læra því fljótt og bregðast vel við hvatningu. Þeim líkar einnig samfelld andlegri örvun. Þegar þeim leiðist getur það komið fram í skemmdarhegðun á borð við það að naga hluti. Þeir taka því hins vegar ekki vel að vera skildir eftir á eigin spýtur. Boxer-hundar eru einnig frábærir meðferðarhundar.

7/7

Allt um Boxer-hunda

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu