Spjöllum um Beagle-hunda

Beagle-hundar eru meðal vinsælustu hunda heims, enda trygg, ástúðleg og greind dýr. Með stóru brúnu augun sín, mjúk eyrun og „biðjandi“ svip er líka erfitt að standast þessa myndarlegu hunda. Bakgrunnur þeirra sem veiðidýr getur gert þjálfun svolítið erfiða og þeir hafa tilhneigingu til að gelta meira en margir aðrir hundar, en Beagle-tegundin er algjörlega þess virði að leggja sig fram. Með örlitlum tíma og þolinmæði muntu fljótlega hafa þinn eigin „Snoopy“ þér við hlið.

Opinbert heiti: Beagle

Önnur heiti: Hound, English Beagle

Uppruni: Bretland

Standandi fullorðinn Beagle-hundur í svarthvítu
  • Slefmyndun

    2 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    1 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Gelthneigð

    5 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Teikning af svörtum, ljósbrúnum og hvítum Beagle-hundi
MaleFemale
HeightHeight
33 - 38 cm30.5 - 33 cm
WeightWeight
9 - 13 kg9 - 10 kg
HvolparFullorðnir
2 til 12 mánaða12 mánaða til 7 ára
Eldri hundarÖldungar
7 til 10 ára10 til 20 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
  • Slefmyndun

    2 out of 5
  • Snyrtiþarfir

    1 out of 5
  • Hármissir

    3 out of 5
  • Gelthneigð

    5 out of 5
  • Orkuþörf *

    3 out of 5
  • Samhæfni með öðrum gæludýrum

    4 out of 5
  • Þolir hann heitt veður?

    3 out of 5
  • Þolir hann kalt veður?

    2 out of 5
  • Getur búið í íbúð?

    3 out of 5
  • Getur verið einn?*

    1 out of 5
  • Hentar sem fjölskylduhundur?*

    4 out of 5
"* Við mælum ekki með því að gæludýr séu skilin eftir í langan tíma. Félagsskapur getur komið í veg fyrir tilfinningalegt uppnám og eyðileggjandi hegðun. Ræðið við dýralækninn til að fá ráðleggingar. Ekkert gæludýr er eins, jafnvel þó þau séu af sömu tegund og þetta yfirlit yfir sérkenni hverrar tegundar er aðeins til viðmiðunar. Til að gæludýr sé ánægt og líði vel mælum við með því að það sé alið upp í samneyti við aðra og að séð sé fyrir grunnþörfum þess (og félagslegum og hegðunartengdum þörfum). Skiljið gæludýr aldrei eitt eftir með barni. Hafið samband við ræktandann eða dýralækninn til að fá frekari ráðleggingar. Öll gæludýr eru félagslynd og vilja vera í samneyti við aðra. Það er samt sem áður hægt að kenna þeim að vera ein frá ungaaldri. Leitið ráða hjá dýralækni eða þjálfara til að aðstoða við þetta."
Teikning af svörtum, ljósbrúnum og hvítum Beagle-hundi
MaleFemale
HeightHeight
33 - 38 cm30.5 - 33 cm
WeightWeight
9 - 13 kg9 - 10 kg
HvolparFullorðnir
2 til 12 mánaða12 mánaða til 7 ára
Eldri hundarÖldungar
7 til 10 ára10 til 20 ára
Ungviði
Fæðing til 2 mánaða
Beagle-hvolpur hlaupandi með bleikan bolta í munninum
1/7

Lærðu að kynnast Beagle

Allt sem þú þarft að vita um tegundina

Með bangsatrýnið sitt, hangandi eyru og svipmikil augu er það engin furða að Beagle-hundurinn sé ein af ástsælustu hundategundunum sem til eru. Þeir eru mildir og léttir í fari og hafa líka yndislega skapgerð – og með smáþjálfun eru Beagle-hundar frábærir með börnum og öðrum dýrum líka.

Þótt ekki sé vitað nákvæmlega um uppruna Beagle-hundsins er talið að hann hafi verið með okkur í mörg hundruð ár. Talið er að hann sé upprunalega kominn af veiðihundum Rómverja, en hann varð vinsæll í Bretlandi upp úr 1800. Árið 1890 var The Beagle Club stofnaður og ræktunarstaðallinn fylgdi skömmu síðar.

Í dag er Beagle eitt af 10 vinsælustu hundakynjum heimsins, samkvæmt American Kennel Club. Þeir eru líka vinsælir á skjánum okkar, og hafa farið með aðalhlutverk í öllu frá leirmyndaseríunni Wallace og Gromit og vinsæla sjónvarpsþættinum The Wonder Years til barnamyndarinnar Shiloh. Svo var það auðvitað Snoopy, frægasti Beagle-hundur allra tíma, sem kom fram í teiknimyndasögunni Smáfólk.

Með rústrauðan, svartan og hvítan feld er Beagle svipaður Foxhound í útliti, þótt sá síðarnefndi sé mun stærri. Auk þess eru tvö mismunandi afbrigði innan Beagle-kynsins. Bandaríska hundaræktarfélagið gerir greinarmun á þeim sem eru undir 33 cm við öxl og þeim sem eru á milli 33 og 38 cm, en í Bretlandi geta þeir verið aðeins stærri.

Maltese-hundar eru nokkuð heilbrigð hundategund og margir lifa töluvert lengi. Maltese-hundar geta lifað fram í táningsárin og í sumum tilvikum mikið lengur.

Beagle-hundurinn þinn er virkur og orkumikill og þarf að minnsta kosti klukkutíma af hreyfingu á hverjum degi, en helst meira. Þeir eru ræktaðir til að veiða í hópum, pluma sig betur í félagsskap og þola ekki vel að vera skildir eftir einir.

Eitt varnaðarorð enn áður en þú velur Beagle-hund: þeim líkar vel að heyra í sjálfum sér og eru þekktir fyrir að gelta nokkuð oft. Þeir eiga það einnig til að vera aðeins erfiðari í þjálfun en aðrar tegundir, en það er ekkert sem ekki er hægt að sigrast á með smá nammi og örlítilli þolinmæði.

En þegar allt kemur til alls eru þessi trygglyndu dýr dásamlegir félagar. Og ef þú leggur þig aðeins fram muntu fljótlega eignast nýjan besta vin.

Nærmynd af Beagle-hvolpi
2/7

Tvær staðreyndir um Beagle-hunda

1. Magnað lyktarskyn

Ásamt Bloodhound og Basset Hound hefur Beagle-hundurinn eitt best þróaða lyktarskyn allra hundategunda. Reyndar eru þeir með um 220 milljónir lyktarnema í nefinu.

2. Hluti af amstri dagsins 

Í ljósi frábærs lyktarskyns kemur það ekki á óvart að margir Beagle-hundar vinna sem þefhundar á flugvöllum. Venjulega eru þeir notaðir til að þefa uppi sprengiefni og fíkniefni, en undanfarið hafa þeir einnig verið þjálfaðir til að greina kórónuveiruna.

3/7

Saga kynsins

Þrátt fyrir miklar getgátur meðal hundaunnenda er uppruni Beagle-hunda enn nokkuð á huldu. Að öllum líkindum eru þeir þó komnir af rómverskum veiðihundum sem voru notaðir til að veiða kanínur og þess háttar. Í seinni tíð hafa þeir skotið upp kollinum í málverkum og bókmenntum allt frá tímum Elísabetar fyrstu.

Á þeim tíma voru Beagle-hundar minni og með grófari feld - sumir svo litlir að hægt var að bera þá í vasa á veiðijakka. Beagle-hundar hafa stækkað með árunum en smærri útgáfur af tegundinni, þekktar sem „Pocket Beagles“, eru enn til í dag.

Þó að nákvæmur uppruni Beagle-nafnsins hafi glatast með tímanum telja margir að orðið komi frá gelíska hugtakinu „beag“ (lítið). Aðrir segja að það komi frá franska hugtakinu fyrir hljóðið sem veiðihorn gefa frá sér („be'geule“).

Hvað sem því líður er talið að nútímaútgáfa Beagle-hundsins hafi komið fram í Bretlandi í kringum 1830. Talið er að hann sé blanda nokkurra tegunda – þar á meðal hugsanlega Talbot Hound, North Country Beagle og Southern Hound – en persónuleiki hans virðist sameina bestu eiginleika þeirra í einum hundi.

Árið 1890 var The Beagle Club stofnaður í Bretlandi og ræktunarstaðallinn fylgdi skömmu síðar. Í dag birtist Beagle reglulega á listum yfir eftirlætistegundir um allan heim.

Í ljósi góðra hegðunareiginleika Beagle, stærðar þeirra og skapgerðar eru þeir einnig vinsælir á rannsóknarstofum. Sem betur fer vinna mörg góðgerðasamtök að því að finna þeim heimili. Ertu að hugsa um að fá þér Beagle-hund? Af hverju ekki að gera rannsóknarstofuhund að gæludýri?

4/7

Frá höfði til skotts

Líkamleg sérkenni Beagle-hunda

Teikning af svörtum, ljósbrúnum og hvítum Beagle-hundi
1
2
3
4
5

1.Höfuð

Hvelfd höfuðkúpa með löngum hangandi eyrum og köntuðu trýni.

2.Ásjóna

Stór, svipmikil augu, ýmist brún eða ljósbrún að lit.

3.Feldur

Feldurinn er snöggur, sléttur og þéttur í ýmsum litum, þar á meðal hvítum, brúnum og svörtum.

4.Líkami

Vöðvastæltur og traustur líkami með beina, jafna yfirlínu og stutta fætur.

5.Skott

Langt skott sem vísar upp, oft hvítt á endanum.
Beagle-hvolpur situr, í svarthvítu
5/7

Hlutir sem gæta skal að

Hér er að finna áhugaverðar staðreyndir um Beagle-hunda, bæði sérkenni kynsins og yfirlit yfir helstu heilsufarsþætti

Það er mikilvægt að velja viðurkenndan ræktanda

Þó að Beagle-hundar lifi yfirleitt nokkuð lengi, með meðallífslíkur upp á 12 til 15 ár, geta þeir átt á hættu að fá erfðafræðilega sjúkdóma á lífsleiðinni - eins og allar tegundir hunda. Eins og alltaf er lykillinn að kaupa af ábyrgum og virtum ræktendum, þar sem þeir skima fyrir flestum arfgengum sjúkdómum sem hjálpar til við að draga úr áhættunni. Auk þess getur það hjálpað þér og dýralækninum þínum að vita hvort Beagle-hundurinn þinn sé arfberi, eða gæti hugsanlega þróað með sér heilsufarsvandamál síðar, svo hægt sé að skipuleggja ævilanga umönnun í samræmi við það.

Hafðu augun opin fyrir augnvandamálum

Beagle-hundategundin á það einnig til að glíma við ýmis sjónræn vandamál eins og gláku, hrörnunarsjúkdóm sem kallast sjónhimnuhrörnun (PRA) og sjúkdóm sem kallast „kirsuberjauga“ þar sem kirtill bólgnar upp í augnkróknum. Eins og svo oft getur snemmgreining skipt öllu máli. Með það í huga er mikilvægt að skoða augu Beagle-hundsins þíns reglulega og hafa samband við dýralækni ef það eru einhver óvenjuleg einkenni eða merki um óþægindi. Að auki er mælt með alhliða augnskoðun fyrir Beagle-hunda tvisvar á ári.

Þetta er tegund sem getur líka verið móttækileg fyrir flogaveiki

Þessi taugasjúkdómur, sem kemur til vegna óeðlilegrar rafvirkni í heilanum, getur leitt til vægra eða stundum alvarlegra krampa. Aðrar birtingarmyndir hans eru að hundarnir skjögra, detta eða verða tímabundið illa áttaðir. Þetta er einn af algengari sjúkdómum sem sjást hjá Beagle-hundum og geta einkennin fyrst komið fram í kringum sex mánaða aldur. Þó að flog geti valdið þeim sem verða vitni að þeim áhyggjum líta þau mun verr út en þau eru í raun. Raunin er sú að langtímahorfur hunda sem þjást af flogaveiki eru yfirleitt nokkuð jákvæðar. Eins og alltaf er best að ræða málin við dýralækni sem getur mælt með viðeigandi lyfjameðferð fyrir Beagle-hundinn þinn.

Heilbrigt fóður, heilbrigðari hundur

Við val á fóðri fyrir Beagle-hund þarf að huga að ýmsum þáttum: Aldri hundsins, lífsstíl, hreyfingu, líkamsástandi og heilsu, ásamt hugsanlegum veikindum eða veikleikum. Food provides energy to cover a dog’s vital functions, and a complete nutritional formula should contain an adjusted balance of nutrients to avoid any deficiency or excess in their diet, both of which could have adverse effects on the dog. Clean and fresh water should be available at all times. In hot weather and especially when out exercising, bring water along for your dog’s frequent water breaks. Orkuinntöku þarf ævinlega að aðlaga að veðurskilyrðum. Hundur sem er úti yfir veturinn hefur aukna orkuþörf.

The following recommendations are for healthy animals. Ef hundurinn á við heilsuvandamál að stríða skal hafa samband við dýralækninn sem mun skrifa upp á sérstaka fóðrun. Þarfir Beagle-hvolps hvað varðar orku, prótein, steinefni og vítamín eru mun meiri en hjá fullorðnum hundum. Hvolparnir þurfa orku og næringarefni til að viðhalda líkamanum en einnig til að stækka og byggja hann upp. Ónæmiskerfi Beagle-hvolpa þroskast smátt og smátt fram að 12 mánaða aldri. Blanda andoxunarefna, þar á meðal E-vítamíns, getur styrkt ónæmiskerfið á þessum tímum sem einkennast af miklum breytingum, reynslu og nýjum kynnum. Meltingargeta hvolpanna er ekki sú sama og hjá fullorðnum hundum: Meltingarkerfið er ekki enn þroskað og mikilvægt er að veita auðmeltanleg prótein sem líkaminn getur notað á skilvirkan hátt. Góðgerlafæða (e. prebiotics), t.d. ávaxtafásykrur, stuðla að góðri meltingargetu með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna og bæta hægðirnar.

Tennur hvolpsins, sem eru í byrjun mjólkurtennur og verða svo að fullorðinstönnum, eru mikilvægur þáttur sem taka þarf tillit til þegar stærð, lögun og áferð fóðurkúlna er ákveðin. Stjórna ætti inntöku hitaeininga þar sem Beagle-hundar eru þekktir fyrir tilhneigingu sína til að þyngjast. Ráðlegt er að skipta dagsskammtinum í þrjár máltíðir til sex mánaða aldurs og fækka þá máltíðum í tvær á dag.

Helstu þarfir sem næring fullorðinna Beagle-hunda þarf að uppfylla eru:

Að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að nota mjög meltanleg innihaldsefni og halda fituinnihaldi innan skynsamlegra marka

Að efla heilsu beina og liðamóta með kondroitíni, glúkósamíni og EPA-DHA

Stuðlar að meltanleika með hágæða próteini og jafnri inntöku trefja

Stuðlar að heilsu og fegurð húðarinnar og feldarins með íbættum nauðsynlegum fitusýrum (sér í lagi EPA-DHA), nauðsynlegum amínósýrum og B vítamínum.

Til að styrkja ónæmisvarnir hundsins er mælt með fóðri sem er bætt með andoxunarefnum og mannan-fásykrum.

Eftir 7 ára aldur byrja Beagles fyrst að sýna ellimerki. Fóðurblanda sem inniheldur aukið magn andoxunarefna stuðlar að því að viðhalda lífsþrótti, og sérstök næringarefni, svo sem kondróitín og glúkósamín, stuðla að því að viðhalda heilbrigði beina og liðamóta. Með öldrun breytast einnig meltingargeta og næringarkröfur hundanna, svo fóður fyrir eldri Beagle-hunda ætti að hafa eftirfarandi eiginleika:

Hærra C- og E-vítamínmagn Þessi næringarefni hafa andoxunareiginleika sem stuðla að vörn líkamsfrumna gegn skaðlegum áhrifum oxunar sem leiðir til öldrunar.

High-quality protein. Minnkun próteinmagns í fóðri spilar lítinn þátt í að sporna við nýrnabilun en fólk hefur oft ranghugmyndir hvað þetta varðar. Þar að auki nýta eldri hundar prótein úr fóðri verr en yngri hundar. Með því að draga úr fosfórinnihaldi er hægt að hægja á stigvaxandi skerðingu á starfsemi nýrna.

Hærra magn snefilefna, svo sem járns, sinks og mangan stuðlar að góðu ástandi húðar og felds.

Meira magn fjölómettaðra fitusýra til að halda feldinum í góðu ásigkomulagi. Dogs normally produce these fatty acids, but ageing can affect this physiological process.

Eftir því sem þeir eldast þjást hundar í auknum mæli af tannvandamálum. Til að tryggja að þeir haldi áfram að borða nóg þarf magn, stærð, lögun og áferð fóðurins að vera löguð að kjálka þeirra.

Forðast skal alla tíð að gefa Beagle-hundum matvæli fyrir fólk eða feitar millimáltíðir. Þess í stað skal launa þeim með fóðurkúlum sem falla innan næringarinntöku og fylgja leiðbeiningunum sem áletraðar eru á pakkann til að koma í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu.

Hliðarsýn af þremur Beagle-hundum að horfa út í fjarskann
6/7

Umönnun Beagle-hundsins

Ábendingar um snyrtingu, þjálfun og hreyfingu

Beagle-hundar hafa tilhneigingu til að vera þreklegir og orkumiklir hundar sem vita ekkert betra en að þefa af öllu utandyra. Þeir ættu því að fá að minnsta kosti klukkustund af hreyfingu á hverjum degi, en helst tvær eða fleiri. Roskinn Beagle-hundur getur orðið svolítið latur og viljað bara kúra í körfunni sinni, en þar sem þetta er tegund sem er gjörn á að fitna of mikið er mikilvægt að láta það ekki gerast. Á hvaða aldri sem þeir eru halda Beagle-hundar ávallt eðlislægu veiðieðli sínu, með tilhneigingu til að elta lykt, svo það gæti verið skynsamlegt að hafa þá í ól, eða að minnsta kosti í augsýn. Þeir hafa einnig ótrúlega hæfileika til að sleppa lausir, til dæmis með því að grafa sig undir girðingar, svo það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim, jafnvel heima í garðinum.

Einn af mörgum jákvæðum þáttum við að eiga Beagle-hund er hvað þeir þurfa litla feldumhirðu. Þrátt fyrir að þeir séu með þéttan tvöfaldan feld, sem verndar þá fyrir veðri og vindum, er snöggur, sléttur og vatnsheldur feldurinn þeirra auðveldur í þrifum og umhirðu. Að bursta Beagle-hunda einu sinni í viku með meðalstórum bursta ætti að vera nóg til að fjarlægja dauð hár. Auk þess er hárlos yfirleitt bara í meðallagi mikið, en getur þó verið meira á ákveðnum hárlosstímabilum. Vegna snöggs feldsins ætti einstaka bað meira en að duga. Einnig ætti að klippa klær reglulega, bursta tennur eins oft og hægt er og skoða löng „dropaeyru“ Beagle-hundsins vandlega meðan á snyrtingu stendur.

Þegar kemur að því að þjálfa Beagle-hundinn þinn er það satt að þeir geta verið aðeins meira krefjandi en sumar tegundir. Ekki láta þá vita að við sögðum þér það. Og þó að þeir séu blíðir og dyggir hundar vilja þeir líka njóta ákveðins sjálfstæðis. Vegna sögu sinnar sem veiðihundar vilja Beagle-hundar finna lyktina af öllu á gönguferðum sínum – og það getur tekið lengri tíma að húsvenja þá en aðra hunda. En á móti kemur að Beagle-hundar læra líka mjög fljótt og bregðast vel við þjálfun sem byggir á verðlaunum - sérstaklega ef verðlaunin fela í sér mat. Lykillinn er að byrja snemma með hvolpaþjálfunarnámskeiðum og reglulegri félagsmótun. Með örlítilli skipulagningu og þolinmæði njóta bæði þú og hundurinn ávinnings af því.

Beagle-hundar hafa tilhneigingu til að vera þreklegir og orkumiklir hundar sem vita ekkert betra en að þefa af öllu utandyra. Þeir ættu því að fá að minnsta kosti klukkustund af hreyfingu á hverjum degi, en helst tvær eða fleiri. Roskinn Beagle-hundur getur orðið svolítið latur og viljað bara kúra í körfunni sinni, en þar sem þetta er tegund sem er gjörn á að fitna of mikið er mikilvægt að láta það ekki gerast. Á hvaða aldri sem þeir eru halda Beagle-hundar ávallt eðlislægu veiðieðli sínu, með tilhneigingu til að elta lykt, svo það gæti verið skynsamlegt að hafa þá í ól, eða að minnsta kosti í augsýn. Þeir hafa einnig ótrúlega hæfileika til að sleppa lausir, til dæmis með því að grafa sig undir girðingar, svo það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim, jafnvel heima í garðinum.

Einn af mörgum jákvæðum þáttum við að eiga Beagle-hund er hvað þeir þurfa litla feldumhirðu. Þrátt fyrir að þeir séu með þéttan tvöfaldan feld, sem verndar þá fyrir veðri og vindum, er snöggur, sléttur og vatnsheldur feldurinn þeirra auðveldur í þrifum og umhirðu. Að bursta Beagle-hunda einu sinni í viku með meðalstórum bursta ætti að vera nóg til að fjarlægja dauð hár. Auk þess er hárlos yfirleitt bara í meðallagi mikið, en getur þó verið meira á ákveðnum hárlosstímabilum. Vegna snöggs feldsins ætti einstaka bað meira en að duga. Einnig ætti að klippa klær reglulega, bursta tennur eins oft og hægt er og skoða löng „dropaeyru“ Beagle-hundsins vandlega meðan á snyrtingu stendur.

Þegar kemur að því að þjálfa Beagle-hundinn þinn er það satt að þeir geta verið aðeins meira krefjandi en sumar tegundir. Ekki láta þá vita að við sögðum þér það. Og þó að þeir séu blíðir og dyggir hundar vilja þeir líka njóta ákveðins sjálfstæðis. Vegna sögu sinnar sem veiðihundar vilja Beagle-hundar finna lyktina af öllu á gönguferðum sínum – og það getur tekið lengri tíma að húsvenja þá en aðra hunda. En á móti kemur að Beagle-hundar læra líka mjög fljótt og bregðast vel við þjálfun sem byggir á verðlaunum - sérstaklega ef verðlaunin fela í sér mat. Lykillinn er að byrja snemma með hvolpaþjálfunarnámskeiðum og reglulegri félagsmótun. Með örlítilli skipulagningu og þolinmæði njóta bæði þú og hundurinn ávinnings af því.

7/7

Allt um Beagle-hunda

Heimildir
  1. Veterinary Centers of America https://vcahospitals.com/
  2. Royal Canin Dog Encyclopaedia. Ed 2010 and 2020
  3. Banfield Pet Hospital https://www.banfield.com/
  4. Royal Canin BHN Product Book
  5. American Kennel Club https://www.akc.org/



Líkaðu við og deildu þessari síðu