Af hverju er kötturinn minn að léttast?

Ef þú hefur tekið eftir að kötturinn þinn léttist skyndilega gæti það verið einkenni undirliggjandi sjúkdóms eða veikinda. Hér eru nokkur algengustu vandamálin.
Adult Abyssinian standing indoors looking away from a white bowl.

Þyngd kattarins þíns breytist með náttúrulegum hætti þegar hann fullorðnast og hafa þættir á borð við kyn, tegund, aldur, lífsstíll og mataræði jafnframt áhrif. En ef þú tekur eftir skyndilegu þyngdartapi kattarins er mikilvægt að hafa samband við dýralækni vegna þess að það getur verið vísbending um alvarlegra, undirliggjandi vandamál. Þyngdartap getur ýmist orðið við hefðbundna, aukna eða minni matarlyst.

Meltingarfæravandamál hjá köttum

Ef kötturinn þinn þjáist af óþægindum, verkjum eða ertingu í meltingarkerfinu, getur það leitt til lystarleysis og að lokum þyngdartaps vegna þess að kötturinn vill ekki borða. Meltingarfærasjúkdómar geta verið iðrabólgusjúkdómar, ójafnvægi í þarmaflóru, fæðuofnæmi eða vandamál með virkni smáþarmanna. Þú gætir líka tekið eftir að gæði felds og húðar kattarins versna.

Almenn veikindi

Kettir með almenna sjúkdóma á borð við langvinnan nýrnasjúkdóm, skjaldkirtilsofvirkni eða sykursýki geta sýnt merki um þyngdartap. Það er mismunandi eftir því hvaða veikindi valda þyngdartapinu hvort matarlyst kattarins breytist. Mikilvægt er að ráðfæra sig við dýralækni til að komast að því hvort hægt sé að útiloka að sjúkdómar á borð við þessa orsaki þyngdartapið.

Kettir og lifrarsjúkdómar

Kettir sýna oft ekki nein bein merki um lifrarsjúkdóm fyrr en hann er langt kominn. Hins vegar er þyngdartap með fyrstu vísbendingum ásamt sinnuleysi, uppköstum og að kötturinn neitar að borða.

Adult British Shorthair lying down on a grey sofa.

Kötturinn þinn og sníkjudýr

Mörg mismunandi sníkjudýr geta valdið þyngdartapi hjá kettinum þínum. Tvær tegundir, Giardia og Coccidia, valda báðar alvarlegum niðurgangi sem getur leitt til vökva- og þyngdartaps. Þú ættir að ráðfæra þig við dýralækni ef þú telur að kötturinn þinn sé með sníkjudýr, þar sem hann getur greint hvaða sníkjudýr það er og veitt ráð um hvernig þú getir verndað köttinn þinn (og þig) fyrir því.

Hármýli og kettir

Kettir verja umtalsverðum tíma í að snyrta sig, sem stillir af líkamshita þeirra og tryggir að hár og húð séu hrein. Ef hárið skilst hins vegar ekki rétt út í gegnum meltingarkerfið getur það stíflast og myndað hármýli. Þessir klumpar af flæktu hári geta leitt til ælu, hægðatregðu, stíflu í vélinda, lystarleysis og þyngdartaps að lokum.

Vítamínskortur hjá köttum

Þyngdartap ásamt húðvandamálum eins og flögnun húðar, hárlosi og klóri getur verið vísbending um skort á B-vítamíni sem orsakast af meltingarfærasjúkdómum eða ójafnvægi í mataræði. Þetta vítamín er vatnsleysanlegt og geymist ekki í líkamanum og því verður mataræði kattarins að innihalda B-vítamínblöndu til að viðhalda heilbrigðum feldi og húð.

Ef mataræði kattarins þíns er ekki heildstætt og í jafnvægi gæti hann skort vítamín og önnur næringarefni. Ef kötturinn þinn er að léttast og þú hefur áhyggjur af að það sé vegna vítamínskorts skaltu hafa samband við dýralækninn þinn.

Ef þú hefur áhyggjur af því að kötturinn þinn hafi lést undanfarið skaltu fara til dýralæknisins þíns sem mun kanna málið og meta hvort bregðast þurfi við. Besta leiðin til að tryggja að kötturinn haldi heilbrigðri þyngd er að fara reglulega til dýralæknis og mæla matinn sem kötturinn borðar svo þú takir eftir breytingum á mataræði.

If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu