Hvernig hjálpa skal kettinum að þyngjast

Það getur verið erfitt að átta sig á hvernig best sé að hjálpa kettinum að þyngjast á öruggan og heilbrigðan hátt eftir áfall, skurðaðgerð eða veikindi, en hér eru nokkur ráð.

Article

Adult cat sitting down indoors eating from a silver bowl.

Eftir aðgerð, veikindi eða annan erfiðan atburð gæti kötturinn lést svo mikið að hann sé undir kjörþyngd. Mikilvægt er fyrir líðan hans og rétta virkni líffæranna að hann komist aftur í heilbrigða, hóflega þyngd – og til að það takist þarftu rétta blöndu af mataræði og fóðrunarvenjum.

Kjörþyngd kattarins þíns

Það skiptir lykilmáli að þekkja kjörþyngd kattarins áður en þú setur hann á mataræði sem er hannað til að þyngja hann, vegna þess að auðvelt getur verið að fóðra köttinn of mikið. Ef hann þyngist svo mikið að hann lendi í yfirþyngd mun því fylgja margvísleg heilbrigðisvandamál. Ráðfærðu þig við dýralækninn um hver sé æskileg þyngd kattarins og hvað þú ættir að gefa þér langan tíma að í að ná kettinum í hana.

Að passa upp á meltingu kattarins meðan á þyngdaraukningu stendur

Ef kötturinn hefur misst þyngd vegna veikinda er nauðsynlegt að þú ofgerir ekki meltingarkerfinu á meðan á þyngdaraukningu stendur. Meltingarkerfi kattar er viðkvæmara en hjá fólki og ræður ekki við fjölbreytt mataræði – það leiðir til magaóþæginda og jafnvel enn frekara þyngdartaps.

Einnig er mikilvægt að ná réttu jafnvægi næringarefna í mataræði sem ætlað er að þyngja köttinn til að forðast óþægindi í meltingarkerfinu. Sem dæmi má nefna að þótt orkuþétt fita geti hjálpað kettinum að þyngjast getur hún einnig valdið niðurgangi. Að sama skapi ætti prótein – sem er nauðsynlegt frumuvexti – að vera í hæsta gæðaflokki og mjög meltanlegt til að draga úr álagi á meltingarkerfið.

Adult cat eating from a metal bowl at home

Mataræði kattarins þíns á meðan á þyngdaraukningu stendur

Til að hjálpa kettinum þínum að þyngjast er ekki góð hugmynd að gefa honum bara meira af matnum sem hann borðar núna. Líkaminn ræður mögulega ekki við stóra skammta og matarlystin er væntanlega takmörkuð þannig að kötturinn borðar mögulega ekki neitt. Aukaskammtar af fóðri veita þar að auki mögulega ekki það næringarjafnvægi sem kötturinn þarfnast til að þyngjast eða ná bata eftir veikindi. Þess í stað gæti honum til dæmis gagnast betur að fá sérstakt mataræði með bætibakteríuörvandi efnum sem auka jafnvægi í magaflórunni og efla heilbrigði meltingarinnar.

Til að hjálpa kettinum þínum að þyngjast ættirðu að nota fóður sem er með mikinn orkuþéttleika. Með því getur kötturinn borðað minna, en samt fengið allt sem hann þarf. Það ætti einnig að vera mjög bragðgott til að örva matarlystina og auðvelt fyrir kettlinginn að borða. Korn af réttri stærð eða matur með mýkri áferð getur sem dæmi virkað hvetjandi.

Hvernig fóðra skal kött til að hjálpa honum að þyngjast

Það er mikilvægt að kettinum þínum líði vel og hann finni ekki fyrir streitu á matmálstíma svo hann byrji að borða reglulega og þyngist. Meðal þess sem þú getur gert til að tryggja það er að:

  • Skipta daglegum skammti í smærri máltíðir sem þú gefur honum reglulega
  • Hita upp matinn til að ná fram matarilminum og auka matarlystina
  • Horfa ekki á köttinn borða, þar sem það getur virkað stressandi
  • Íhuga úr hverju hann vill helst borða (t.d. uppáhaldsskál) og auðvelda honum það
  • Aðskilja svæðin þar sem hann borðar, drekkur, leikur sér og fer í kattakassann, rétt eins og hann myndi gera úti í náttúrinni
  • Tala við dýralækninn þinn um lyf sem örva matarlyst fyrir köttinn

Dýralæknirinn mun geta ráðlagt þér bestu leiðirnar til að tryggja að kötturinn þinn komist í rétta þyngd og viðhaldi heilbrigðum lífsstíl. Bókaðu tíma hjá honum ef þú ert ekki viss um hvað sé best að gera í þessum efnum.

If you have any concerns about your cat’s health, consult a vet for professional advice.

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu