Hvað ætti kötturinn að vera þungur?

Það getur verið erfitt að greina þyngdaraukningu eða -tap hjá kettinum þínum, en slíka breytingar geta haft langtímaáhrif á heilsu hans. Hér eru nokkur atriði sem þú ættir að fylgjast með ef þú heldur að vandamál gæti verið með þyngd kattarins.
Adult Maine Coon lying down on an examination table being checked over by a vet.

Þyngd katta breytist með náttúrulegum hætti yfir ævina, en það er mikilvægt að þú takir eftir því ef þyngd kattarins þíns - hvort sem hún er of mikil eða of lítil - er að verða heilsufarslegt vandamál. Það er ekki auðvelt að taka eftir þessu ef þyngdaraukningin eða -tapið hefur átt sér stað á löngum tíma, en þó eru nokkrir þættir sem þú getur fylgst með.

Áttaðu þig á hvaða kettir eiga á mestri hættu að þyngjast

Kettirnir sem eru í mestri hættu á þyngdaraukningu eru:

  • Stutthærðir kettir af evrópskri tegund, frekar en hreinræktaðir
  • Fimm til 10 ára gamlir sem eru með takmarkaða virkni
  • Fress
  • Þeir sem hafa verið vanaðir, því það getur sett af stað mikla þyngdaraukningu
  • Þeir sem eru fóðraðir með frjálslegum hætti og meira en mælt er með
  • Innikettir sem hafa takmörkuð tækifæri til að hreyfa sig eða leika sér

Kynntu þér hvernig eigi að meta þyngd kattarins

Margar breytur hafa áhrif á þyngd hvers kattar, þar á meðal stærð hans, tegund, kyn og aldur. Þess vegna fást ekki alltaf réttar niðurstöður með því að einfaldlega vigta köttinn og bera saman við „kjörþyngd“. Þess í stað geturðu metið þyngd kattarins með nokkrum einföldum skrefum.

Þegar þú horfir á útlínur kattarins ofan frá ættirðu að geta séð bein hans greinilega, þar á meðal holuna á síðunni, og sjá skýra aðgreiningu milli brjósthols og kviðar (bringu og maga). Ef útlínurnar eru mjög greinilegar gæti kötturinn þinn verið of léttur, en ef útlínurnar eru útþandar með lítilli aðgreiningu gæti hann verið í yfirþyngd.

Með því að þukla á kettinum geturðu fengið góða hugmynd um hvort þyngdin sé heilbrigð eða ekki. Kannaðu mjúklega hvort þú getir fundið fyrir rifbeinunum og talið þau, fundið fyrir hryggjarliðum á baki og fundið afmarkað svæði með magafitu. Þú getur svo notað eftirfarandi viðmið til að meta hvort þú þurfir að hafa áhyggjur af þyngd kattarins:

  • Ef þú finnur fyrir rifbeinum hans en þau sjást ekki er kötturinn þinn í kjörþyngd
  • Ef þú finnur fyrir rifbeinunum en getur ekki talið þau er kötturinn í yfirþyngd
  • Ef þú finnur rifbeinin alls ekki þjáist kötturinn af offitu

Það er mikilvægt að fara með köttinn þinn til dýralæknisins ef þú hefur áhyggjur af heilsu hans. Dýralæknirinn gæti framkvæmt sömu skoðun auk þess að framkvæma önnur próf til að meta þyngd kattarins.

Adult cat lying down on a white carpet with its feet on a radiator.

Þekktu viðvörunarmerkin fyrir þyngd kattarins

Ef þú tekur eftir að kötturinn þinn léttist eða þyngist mjög skyndilega getur það verið merki um alvarlegri undirliggjandi vanda. Ef þyngdartapinu eða -aukningunni fylgja meltingarvandamál, uppköst, niðurgangur, breytingar á húð eða feldgæðum og skapbreytingar er nauðsynlegt að ráðfæra sig við dýralækni sem getur framkvæmt heildargreiningu.

Þegar kötturinn þinn er í kjörþyngd mun hann hafa miklu betri möguleika á að lifa heilbrigðu, nægjusömu lífi með góðu mataræði, leik, hreyfingu og félagsskap. Með því að þekkja hvenær þyngd hans gæti verið orðin óeðlileg geturðu áttað þig á mögulegum vandamálum fljótt og leyst þau á viðeigandi hátt. Þannig snýrðu kettinum þínum aftur á rétta leið að löngu og heilbrigðu lífi.

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu