Algeng húðvandamál hjá köttum

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að kötturinn þinn bítur sig eða klórar sér mikið. Hann gæti verið með sníkjudýr eins og flær eða mítla en hugsanlega má rekja ástæðuna til lélegs fóðurs. Lestu meira um þessi algengu húðvandamál og hvernig þau eru meðhöndluð.

Article

Adult cat sitting outside scratching its ear.

Húð kattarins þíns er stórt líffæri sem þarf snefilefni og undirstöðufrumefni til að viðhalda heilbrigði sínu. Allt sem hindrar upptöku þessara næringarefna hefur áhrif á húð og feld gæludýrsins þíns. Sem betur fer er hægt að meðhöndla öll algengustu húðvandamálin hvort sem þau eru innvortis eða útvortis.

Sníkjudýr í köttum

Sníkjudýr sem taka sér bólfestu á húð kattarins þíns geta valdið ertingu og óþægindum, jafnvel hárlosi eða öðrum alvarlegri vandamálum.

Kettir fá ótrúlega oft flær. Þessi örsmáu sníkjudýr setjast að á húð kattarins og valda því að hann klórar sér ákaft og sleikir sig til að reyna að losna við kláðann. Fyrir vikið getur kötturinn gleypt mikið af feldhárum sem safnast saman í hárkúlur innvortis. Kettir geta líka þróað með sér húðbólgu ef þeir fá ofnæmi fyrir flóabitum en það gerist einkum ef þeir fá of mörg flóabit. Það getur líka farið eftir því hvort kötturinn hefur áður orðið alvarlega fyrir barðinu á flóm.

Mítlar geta sest á húð kattarins þegar hann fer út. Þeir festa sig einkum á háls eða eyru og valda bólgum. Sum afbrigði mítla eru á plöntum á ákveðnum árstímum og geta líka herjað á fólk og önnur spendýr en ketti.

Ef kötturinn klórar sér óvenju mikið og er með svartan eyrnamerg gæti hann verið með eyrnamaur. Eyrnamaurinn býr um sig í eyrnagöngunum og veldur eyrnaverk sem getur verið mjög sár.

Hringormur getur valdið húðvandamálum þótt kötturinn finni ekki mikið fyrir þeim og klóri sér ekki sérstaklega mikið. Þessi örsmái sveppur ræðst á feldinn við hársrótina. Húðin dökknar og kötturinn fær hárlos á sýkta svæðinu.

Sníkjudýr eru meðhöndluð með blandaðri meðferð, lyfi sem kettinum er gefið, úða sem er úðað beint á húðina og aðgerðum á heimilinu sem dýralæknirinn tilgreinir. Ef kötturinn þinn fær flær má alls ekki nota flóalyf sem er ætlað hundum því það getur reynst kettinum banvænt.

Adult cat lying down on an examination table being treated by a vet.

Mataræði kattarins og húðsjúkdómar

Hár katta er 95% prótein, og tekur hárvöxtur og endurnýjun húðarinnar til sín allt að 30% af daglegri próteinneyslu kattarins þíns. Þess vegna getur skortur á próteini í mataræði kattarins þíns leitt til minni húð- og feldgæða. Það getur til dæmis lýst sér í hrúðri á húðinni, að hár losni auðveldlega, að litur minnki, hárið vaxi illa og verði þunnt og að hárið verði matt eða stökkt.

Ef köttinn þinn skortir nauðsynlegar fitusýrur, eins og omega 3 og omega 6, gætirðu einnig tekið eftir vandamálum eins og fitugri eða þurri húð og að gljái hársins verði daufur. Kettir geta ekki framleitt sumar nauðsynlegar fitusýrur og því þurfa þær að vera innifaldar í daglegu mataræði.

Að gefa kettinum þínum heildstætt fóður í góðu jafnvægi er einfaldasta leiðin til að vernda gegn þessum kvillum. Þú getur einnig fengið sérstaklega hannað kattafóður sem bætir gæði húðar og felds ef kötturinn þinn á í sérstökum vandræðum með heilbrigði húðarinnar.

Skinnsjúkdómar hjá köttum og áhrif lífsstíls

Ef kötturinn þinn fer reglulega út gætirðu tekið eftir að hann fái á sig óhreinindi úr umhverfinu sem erta húðina, t.d. flísar eða grasfræ. Mundu að hreinsa slíkt af honum þegar kötturinn kemur inn af flakkinu til að koma í veg fyrir að það leiði til kláða og hann klóri sér.

Þú gætir einnig tekið eftir að kötturinn sé einstaka sinnum bitinn af öðrum dýrum (sér í lagi ef hann hefur ekki verið vanaður). Ígerð getur myndast í þessum bitum ef gerlar komast í sárið, sem veldur bólgu, þrútinni húð og hita. Dýralæknir mun þurfa að djúphreinsa sárið til að kötturinn nái bata.

Það er gott að þvo köttinn, en passaðu þig á að nota einungis vörur sem eru hannaðar fyrir ketti vegna þess að þeir eru með súrari húð en mannfólk. Sjampó sem hannað er fyrir fólk getur verið ertandi fyrir ketti og valdið húðvandamálum.

Ef þú heldur að kötturinn þinn þjáist af húðvandamálum skaltu hafa samband við dýralækninn strax – hann getur hafið meðferð með skjótum hætti og komið í veg fyrir frekari óþægindi hjá kettinum.

Maine Coon adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsufari kattarins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu