​Af hverju er hundurinn minn með hárlos?

Ef þú hefur tekið eftir því að hundurinn þinn sé að missa hár, annað hvort á blettum eða öllum skrokknum, er mikilvægt að þú áttir þig á algengum ástæðum þess áður en þú hefur samband við dýralækni.
Adult Irish Terrier lying down by a window being brushed.

Gljáandi, þykkur feldur er góð vísbending um að hundurinn þinn fái allt sem hann þarfnast frá mataræði sínu, umhverfi og lífsstíl. Þess vegna getur verið óþægilegt að taka eftir því að hann sé að missa hár, og stundum er erfitt að átta sig nákvæmlega á orsökunum.

Einkenni hárloss hjá hundinum þínum

Einkennin hárloss geta verið að hár hundsins sé stökkt eða þurrt, að hann fari meira úr hárum en vanalega og að þú farir að sjá skallabletti sem geta ýmist verið hringlaga eða óreglulegir. Hárlosið gæti jafnframt ýmist verið staðbundið eða almennt um allan skrokk hundsins.

Algengar orsakir hárloss hjá hundum

Mjög algeng orsök hárloss hjá hundum eru sníkjudýr á borð við smámaur, lús eða flær. Ef hundurinn þinn missir sérstaklega hár í kringum háls og skott er mjög líklegt að það sé vegna flóa. Þessi örsmáu sníkjudýr geta dreifst hratt út um skrokkinn og ert húðina, sem leiðir til mikils kláða svo hundurinn klórar sér mikið, sem orsakar síðan hárlos.

Hvers kyns húðsjúkdómar sem hundurinn fær, þar á meðal exem eða flasa, geta að lokum leitt til hárloss. Ef hundinum þínum líður illa, eða húðin veldur honum vanlíðan, mun hann bregðast við með því að klóra sér eða sleikja. Með tímanum getur þetta leitt til hárloss vegna þess að ákveðin svæði húðarinnar veikjast og feldurinn er togaður af.

Puppy Jack Russell standing indoors eating from a silver bowl.

Hárlos hjá hundum getur einnig orðið vegna skorts á ákveðinni næringu, en ef hún væri til staðar myndi það leiða til þess að húð og hár yrðu heilbrigð. Keratín, kjarnahluti hársins, þarfnast brennisteinsamínósýra til að myndast á réttan hátt. Án þeirra gæti hárvöxtur hundsins orðið hægur, hárið gæti orðið stökkt og að endingu mun það leiða til hárloss. Bíótín er með sama hætti lykilnæringarefni sem styður við heilbrigði húðar og hárs og verndar gegn vandamálum eins og hárlosi.

Ef hundurinn þinn er með hárlos gæti það einnig verið eitt einkenni flóknara vandamáls. Æxli í eggjastokkum eða eistum, sérstaklega hjá eldri hundum, geta valdið staðbundnu hárlosi – æxlið seytir hormónum sem raska náttúrulegum tíðahring og heilbrigðum hárvexti.

Cushing's-sjúkdómur, sem er algengt vandamál hjá hundastofninum, getur einnig valdið hárlosi. Hann á sér stað þegar æxli myndast sem leiðir til að nýrnahetta hundsins framleiðir of mikið kortisól, sem veldur offitu, hárlosi, dökkum blettum og nokkrum öðrum hegðunareinkennum. Vanvirkur skjaldkirtill getur einnig haft hárlos í för með sér, auk annarra einkenna, en sá sjúkdómur orsakast af því að hormónaframleiðsla hundsins verður vanvirk.

Vernd gegn hárlosi

Nauðsynlegt er að bregðast við sumum af þessum flóknari orsökum hárloss, svo sem Cushing's-sjúkdómi, með því að fá meðferð hjá dýralækni og fylgjast svo vel með hundinum í framhaldinu. Hins vegar getur þú einnig gert ýmislegt heimafyrir til að vernda gæludýrið þitt fyrir hárlosi:

  • Passaðu þig á að fylgja ráðlögðum leiðbeiningum um reglulega og virka meðferð gegn flóm og eggjum þeirra
  • Notaðu sérhannað húðsjúkdómavottað sjampó fyrir hundinn þinn til að draga úr kláða og þar með klórar hann sér minna
  • Gefðu hundinum þínum fóður sem er bætt með sérstökum næringarefnum sem styðja við húðina og heilbrigðan hárvöxt, þar með talið bíotín og auðmeltanleg hágæðaprótein.

Það er mikilvægt að fara með hundinn til dýralæknis þegar þú hefur tekið eftir hárlosi til að fá ítarlega skoðun og ráðgjöf um hvers konar meðferð sé viðeigandi. Þú getur líka rætt við dýralækninn þinn varðandi umhirðu húðar og felds hundsins hvenær sem er.

Related Articles

Jack Russel Terrier adult standing in black and white on a white background

Finna dýralækni

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu hundsins þíns skaltu ráðfæra þig við dýralækni.

Líkaðu við og deildu þessari síðu