Að bæta holdum á hundinn
Ef hundurinn þinn er nýkominn úr skurðaðgerð eða nýstaðinn upp úr veikindum, er hugsanlegt að hann hafi lagt verulega af. Það er mikilvægt að hann komist aftur í kjörþyngd til að líkamsstarfsemi verði aftur með eðlilegu móti. Hver er besta leiðin til þess?
Hver er eðlileg þyngd hundsins?
Hver hundur hefur sína kjörþyngd sem ákvarðast af aldri, tegund og kyni. Dýralæknirinn getur sagt þér hver kjörþyngd hundsins þíns er og hversu miklu hann þarf að bæta á sig til að komast í kjörþyngd. Það er mikilvægt að þú fáir þessar upplýsingar hjá dýralækninum svo þú gefir hundinum ekki of mikið og hann verði fyrir vikið of feitur.
Þú getur haft til viðmiðunar að ef hundurinn er í kjörþyngd, áttu að geta fundið fyrir rifbeinunum en þau eiga samt ekki að vera útstæð eða vera sýnileg úr fjarlægð. Ef rifbeinin eða önnur bein, eins og mjaðmabein, sjást úr fjarlægð, er hundurinn of grannur.
Að styðja við meltingarkerfið meðan hundurinn er að þyngjast
Meltingarkerfi hundsins er sérstaklega viðkvæmt í kjölfar veikinda. Það þarf að gæta þess að leggja ekki of mikið á meltingarkerfið þegar verið er að hjálpa hundum að þyngjast því þá geta þeir fengið ónot í magann, uppköst eða niðurgang.
Smáþarmarnir eru með mikilvægustu hlutum meltingarkerfis hundsins þíns. Þar á sér stað upptaka næringar úr fóðrinu sem nýtist líffærunum hundsins. Örflóran er í smáþörmunum - „góðu bakteríurnar“ sem viðhalda þörmunum heilbrigðum - og stærstu ónæmisfrumur líkamans. Þess vegna skiptir höfuðmáli af fóður, sem þú gefur hundinum þínum til að þyngjast, stuðli að heilbrigði þessa líffæris og alls meltingarfærakerfisins án þess að valda of miklu álagi á kerfið.
Hvað gefa skal hundinum til að hjálpa honum að þyngjast
Þótt það kunni að virðast skynsamlegt er ekki endilega góð hugmynd að gefa hundinum einfaldlega meira af núverandi fóðri til að hjálpa honum að þyngjast. Meltingarkerfið ræður mögulega ekki við það, auk þess sem ekki er víst að fóðrið veiti þá ákveðnu blöndu næringarefna sem hundurinn þarfnast á þessum tímapunkti.
Til að styðja við þyngdaraukninguna ættirðu að nota fóður sem er með mikinn orkuþéttleika. Með því geturðu gefið hundinum þínum litla skammta, sem kemur í veg fyrir óþarfa álag á meltingarkerfið, en veitir hundinum engu að síður þá orku sem hann þarf. Oft er mælt með fituríku mataræði fyrir hunda sem eru að jafna sig eftir aðgerð, vegna þess að það er orkuríkt fæði.
Prótein er nauðsynlegt næringarefni fyrir hunda ásamt því að vera mikilvægur orkugjafi. Maturinn ætti að veita hundinum hágæða, auðmeltanleg prótein, sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr fæðunni. Rétt trefjajafnvægi skiptir einnig miklu, vegna þess að það hefur bein áhrif á heilbrigði magans og gæði hægða.
Hundar sem hafa farið í skurðaðgerð eða gengið í gegnum veikindi geta misst matarlystina og því þarf að vera auðvelt fyrir þá að borða matinn sem ætlaður er til þyngdaraukningar. Lykt og áferð skipta mestu máli fyrir hunda og því skaltu velja mat sem hefur verið hannaður með hámarksbragðgæði í huga og er í bitum af réttri stærð og lögun fyrir kyn eða stærð hundsins þíns.
Hvernig fóðra skal hundinn þinn til að hjálpa honum að þyngjast
Að jafnaði ættir þú að gefa fullorðnum hundi tvær máltíðir á dag, en þú gætir viljað skipta daglegum skammti í minni máltíðir og gefa þær oftar. Það getur hjálpað til við að bæta meltanleika og sett minni þrýsting á meltingarveginn. Þú getur einnig sett matinn örlítið hærra en venjulega og nýtt þannig þyngdaraflið til að hjálpa matnum að skila sér í magann á þægilegan hátt.Með því að gera matinn blautari - annað hvort með því að nota niðursoðinn mat eða bæta vatni við korn - geturðu hjálpað hundinum að borða, því auðveldara gæti verið að borða blautan mat en þurrmat. Það er jafnframt nauðsynlegt fyrir heildarheilbrigði hunda að þeir hafi aðgang að nægu hreinu vatni.
Rétt samsetning matar og fóðrunaraðferða getur hjálpað hundinum þínum að þyngjast á öruggan hátt. Ráðfærðu þig við dýralækninn um réttu leiðirnar til að hjálpa gæludýrinu þínu á meðan það er að jafna sig.
Finna dýralækni
Líkaðu við og deildu þessari síðu